Nýtt dagblað - 22.08.1941, Síða 2

Nýtt dagblað - 22.08.1941, Síða 2
2 KÝTT DAOBLAÐ Föstudagur 22. ágúst 1941 HSS3F knn> að izla ttlttars- sita — oi taH1 hala nia — Segír blað Brefa hér Fjórír þíngmenn, sínn af hvorum flokkí, lýsa afsföðn sínní fíl lokunar áfengís- verzlunarínnar SíðastliSinn miðvikudag var forustugrein um stríðið í Rússlandi í Daily Post. Varpar blaðið fram þeirri spurningu, bvort ástæða sé til að hafa á- hyggjur út af undanhaldi Rauða hersins í Ukraníu, og kemst að þeirri niöurstöðu, að svo sé ekki. Hitt sé eðlilegt, áð menn séu dálítið myrkfælnir við undanhald, eftir það sem á undan er gengið, því alls staö- ar hafi það verið svo áður, þar HUtu i „teaurfl n sMrnarUlt- un" isM Alþýðublaðið skýrði frá því að Churchill forsætisráðherra Breta hefði „ekki séð eftir að heimsækja þetta land; lýsti hann yfir aðdáun (sinni á fegurð þess og stjómarhátt- um“. | ■ i ! Ekki skulum við rengja það að Churchill hafi þótt 'ísland „yfir- bragðsmikið til að sjá“ og nýstár- legt hafi honum þótt að sjá heitar lindir. En Alþýðublaðið segir að ekki hafi hcmum fundist „stjómar- hættimir“ tilkomuminni. f skjóE þeirra vex ærið sjaldgæfur jurta- gróður, ekki síður en við hverma. Það er fróðlegt fyrir útlendinga að kynna sér hvemig hér hefur vaxið upp „lýðræði" af alveg sér- stakri tegund. Stjómarskráin er til hliðar lögð og ekki verið að vasast í þvi að hafa kosningar. Einn góð- an veðurdag vakna borgaramir upp við það, að búið er að afhenda erlendu stórveldi landið fyrir hem- aðaTbækistöð. Ef menn ætla að koma sér upp verzlunar- eða iðnað- arfyrirtæki, er nauðsynlegt að hafa þar Framsóknarmann, til þess að fá innflutningsleyfi. Ef Islendingar eru féflettir af erlendum gróða- brallsmönnum, og einhver leyfir sér að finna að þvi, þá er hann kærð- ur fyrir landráð. Reyndir hæfileika- menn, sem búnir eru að starfa mik- inn hluta æfinnar í þjónustu rík- isins eru reknir úr stöðu sinni, af þvi þeir borga ekki nóg í flokks- sjóðinn. Ef þvottakona í þjónustu hins opinbera verður uppvis að þeim glæp, að vera á móti stjóminni, þá er hún ekki lengur verðug að hreinsa hinn heilaga saur í opin- berum skrifstofum. Og svo mætti Iengi telja. Þetta eru sannarlega tilkomumikl- ir stjómarhættir, og liklegir til að vekja aðdáun útlendinga. Skyldu þessi ummæli, sem Alþýðublaðið hefur eftir Churchill ekki geta orð- ið til a þess að örfa ferðamanna- strauminn til landsins, til þess að skoða fegurð landsins og stjómar hætti. Þeir, sem annast landkynning arstörf ættu að festa sér þetta vel. I minni. sem andstæðingar nazista hafi verið vanbúnir leiftursókn þeirra, að ringulreið og ósigur hafi komið í kjölfar undan- haldsins. En í Rússlandi er allt öðru máli aö gegna, segir blaöið, og færir fram þrjár ástæður. í fyrsta lagi verði að taka með 1 reikninginn hina æfa- gömlu hemaðaraðferð Rússa, áö halda undan og eyðileggja allt á undanhaldinu. — Þegar Rauði herinn hörfar, þá er það liður í fyrirfram gerðri áætlun . sem styðst við hina miklu víð- áttu landsins, og þá aðferð, að skilja eftir sviðna jörð. í öðru lagi b@r þess að gæta, áð Rauði herinn er frumkvöð- ull þess hernaöar, sem kallað- ur er leiftursókn, notkun fall- hlífarhermanna í stómm stíl, og þeirrar aðferðar, að reka fleygi inn í raðir óvinanna og berjast að baki aðalvamarlín- anna. Slíkur her er ekki líkleg- ur til að vera vanbúinn hem- aði af því tagi, og sú stað- reynd að nazistar hafa pantað miklar birgðir af skíðum, sýn- ir bezt hversu mjög þeir eru kvíðafullir vegna hins þráláta viðnáms Rauöa hersins. Það liggur í augum uppi, að Hitler gerði sér vonir um skjót- an sigur. Nú er hann að und- irbúa vetrarstyrjöld, sem hlýt- ur að hafa í för með sér gíf- urlegt tjón fyrir her hans. í þriðja lagi er ástæða til að fagna þeirri staðreynd, að engin fimmta herdeild hefur verið starfandi bak við víglín- ur Rússa. Það verður nú æ ör- uggari vissa, að „landhreinsun- in“ í Sovétlýðveldunmn hafði raunverulega þýðingu. Rúss- neska leynilögreglan er að minnsta kosti jafnoki hinnar þýzku. Ætli menn fari nú ekki loks að láta sér skiljast, að mála- ferlin í Moskva, sem notuð voru til hamslausra æsinga gegn Sovétstjóminni, væm nauðsynlegt skilyrði sigursins yfir fasismanum. Vantar sendísvcín Stuttur vínnutímí gott kaup. Fískbúdín Hverfísg. 40 símí 1974 OOOCKXKK^OOOOOOOOO sihii mmn ooooooooooooooooo Það mun vera með öllu ó- ákveðið enn, hvort vinbúðir Áfengisverzlunarinnar verða opnaöar aftur. Sagt er að hörð barátta standi yfir um þetta mál bak við tjöldini og að enn sé með öllu óvíst hvor sigur ber úr býtum. Eins og kunnugt er hafa lögreglustjórar landsins lýst því einróma yfir, að þeir telji lokun vínverzlunarinnar æski- lega, ekki sízt eins og sakir standa, þar sem fjölmennur her tveggja þjóða dvelur nú í landinu. í sama streng hafa tekið yfirmenn lögreglunnar hér í bænum bæði hinnar al- mennu og eins rannsóknar- lögreglunnar. Loks hafa fjórir alþingis- menn, sinn af hverjum flokki, lýst hinu sama yfir afdráttar- laust og birtust ummæli þeirra í síðasta tölublaði „Sóknar“. Verða ummæli þeirra birt hér í blaðinu með leyfi Felix Guð-> mundssonar umsjónarmanns. Einar Olgeisson, alþingism.: Afstaöa Sósíalistaflokksins til þessa máls er skýr og ótví- ræð og þingmenn flokksina hafa starfað í samræmi við hana. Á stofnþingi sínu samþykkti flokkurinn ályktun í bindindis- málum, þar sem svo segir m. a.: „Flokkurinn vinnur að því, að fá héraðsbönn lögleidd, þeg ar á næsta þingi og algjört bann sem allra fyrst“. Þingmenn flokksins hafa eindregið stutt þær kröfur 22 þúsund kjósenda, sem fraip komu til Alþingis um lokun Áfengisverzlunarinnar. 6g nú meðan hertakan varir, gerast öll þau rök, sem undir venju- legum kringumstæðum mæla með banni, svo margfalt þyngri á metunum, að furða er, að þeir sem ábyrgð kveð- ast bera á velferð lýðs og lands, skuli dirfast að mæla þeim í móti og breyta gagn- stætt þjóðarhag. Haraldui’ Guðmundsson, for- seti sameinaðs Alþingis: Öllum, sem til þekkja, ber saman um það, að þann tima sem útsala áfengis hefur ver- ið stöðvuð, hafi allur bæjar- bragur gjörbreytzt til hins betra. Hitt orkar heldur ekki tví- mælis, að um leið og áfengis- útsalan yrði opnuð á ný, myndi tafarlaust sækja í hið fyrra horf. Erlent herlið, sem skiptir tugum þúsunda, dvelur n,ú í bænum og næsta nágrenni hans. Sambúðin við það hlýt- pr að sjálfsögðu jafnan að vera ýmsum vandkvæðum bundin. Sé áfengisbúðin opn- uð verður ómögulegt að af- stýra vandræðum. Þetta, auk alls annars, sem áfenginu fylgir, er í minum augum fullnæg ástæða til þess að halda áfram að hafa á- fengisútsöluna lokaöa, meðan aðstæður eru óbreyttar. Pétiu- Ottesen, alþingismaður: Afstaða min til áfengisveit-* inga- og sölu er alkunn. En það er ekki fyrst og fremst fyrri stefna um áfengismálin, sem nú er um að ræða. Nú er yfirleitt allur fjöldl mannsj sammála um það, að undir núverandi kringumstæðum sé óverjandi að selja áfengi. Auk þess er munurinn auösær, svo að allir ljúka upp einum munni um þá blessun, sem leiði af lokuninni. Auðsæastur er þó munurinn, þar sem fólk safnast saman. Eg hef séð tvær mjög fjölmennar sam- komur hér í héraðinu, þar sem ekki sást vín á nokkrum manni. Annars þarf ekki að fjölyrða um þetta mál. Það liggur svo í augum uppi, að undir þeim kringumstæðum, sem við nú höfum í landi hér, er gersamlega ósæmilegt að opna fyrir áfengið að nýju. Og allt hringl í því efni er háskalegt eins og sýndi sig það tímabil, sem opnað var aftur, eftir það, að lokað var fyrst. Bjami Bjarnason, alþingis- maður: Eg_ álít óforsvaranlegt að opna áfengisútsölumar að ó- breyttum kringumstæðum. Eg vil ennfremur geta þess, að ég hef átt tal við fjölda héraðs- búa í mínu héraði um þetta mál, og er skemmst frá að segja, að hver einasti maður, sem ég hef hitt, hefur lýst á- nægju sinni yfir þeirri ráð- stöfun að loka fyrir áfengið. telja hana einhverja þá beztu ráðstöfun, er gerð hafi' verið. Skemmtanalíf hefur gjör- breytzt síðan, það var oft vand kvæðum bundiö að halda sam komur vegna aðsteðjandi ó- reglu. Nú síðan lokað var hafa margar skemmtisamkomur verið haldnar og farið fram með hinni mestu prýði. Það er því áreiðanlega almenn skoðun, aö þessari ágætu ráð- stöfun, að loka fyrir áfengið, megi ekki raska. Af landráðamálunum gegn riÞ stjórum Þjóðólfs og Nýs dag- blaðs er pað að segja, að i fyTra dag lagði Pétur Magnússon fram vörn sína i máli Valdemars Jóhanns sonar og í >4ag kl. 2 leggur bann fram vöm í máli Chmnars Bene- diktssonar. Verða málin þvinæsttek in til dóms og er dömur væntan- Seint i tmaí var haldin landbún- aðarsýning fyrir öll Sovétríkin. — Sýning þessi gaf góða hugmynd um árangra sósíalismians í landbún- aðinum, samkvæmt ákvörðunum 17, þings Koinmúnistaflokksins. Það vakti sérstaka athygli, hve stórkostlegum árangri Ukraniulýð- veldið hefur náð á þessu sviði. Frá Ukraníu voru allt að hundrað þúsund þátttakendur í sýningunmi fyrir 1941. [ Þetta var annað vorið, sem bænd ur vesturhéraðanna í Ukrahíu og Hvita-Rússlandi, sem áður tilheyrðu pólska ríkinu, búa við sovétstjóm- skipulag. Hinsvegar var þetta fyrsta vDrið, sem bændur Eystrasaltsland- anna og Bessarabíu brutu landið og sáðu í akrana fyrir sjálfa sig og til hagsældar fyrir alla þjóðina, en ekki fyrir landeigendur og stór- bændur. S-Dvétstjórnin gaf bændum Let- lands :961 þúsund 'hektara lands, 50 véla- og traktorastöðvar og yfir 500 stöðvar til útlána á vélum iog hestum. 75,000 fátækir bændur og daglaunamlertn i Litháen fengu út- hlutað 393 þúsund hektara lands 1 þessu lýðveldi var komið upp 30 véla- og traktorastöðvum og 270 stöðvum til útlána á vélum og hest- c' um. 1 Eistlandi gaf Sovétstjómin 160 þúsund mönnum, sem áður höfðu ekkert land til umráða, tækifæri til að rækta jörðina. Fyrir árið 1941 veítti sovétstjómin þar í landi 66 milljónir rúblna til vélanotkunar f landbúnaðinum, og er það jafn mik- il upphæð og veitt hafði verið til þeima ,hluta á 10 árum, meðan Eistland var auðvaldsríki. Þegar bændurnir voru leystir 'úr ánauð, tók fjöldi þeirra 'upp samyrkju. I Vestur-Ukraníu höfðu bændur þeg- ar stofnað 3000 samyrkjubú. Hinir frjálsu bændur Eystrasaltslandanna og Bessarabíu voru teknir að fylgja; dæmi þeirra. Nú eru Hitlersfasistamir önnum kafnir við að leggja allt þetta f rústir, til þess að hneppa bænduma lað nýju í ánauð landeigendanna og ræna landsgæðum þeirra, Þetta kalla þeir að heyja stríð til þess að bjarga „menningunni". Og hér á landi er til blað, sein er svo heillað af þessu „menningarstríði", að þaS telur sjálfsagt að Bretland' og Amerika taki þar við, sem Hitl- er þrýtur, ef hann skyldi biðalægri hlut fyrir Rauða hemum. Það er málgagn utanríkismálaráðherrans okkar. Vel má skilja að Morgun- blaðið i>g Tíminn bera sama áhuga- málið fyrir brjósti, þó þau gæti dálítið betur tungu sinnar. Iegur innan skamms, en hvaða dag hann er væntanlegur hefur blaðið' ekki hugmynd um. En hitt er víst að Hermann Jónasson óskaði eftir þvi að máli Valdenxars Jóhanns- sonar yrði hraðað, þó honum hafi kaimske þótt óþarfi að taka það fram um mál Gunnars.

x

Nýtt dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.