Nýtt dagblað - 30.08.1941, Blaðsíða 3

Nýtt dagblað - 30.08.1941, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. ágúst 1941. NÝTT DAOBLAo 3 TUNGUR TVÆR Morgunblaðið fær enn eitt kast iðrunar og yfirbótar t Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Benediktsson. Grundarstíg 4, sími 5510. Ritstjóm: Garðastr. 17, sími 2270. Aígreiðsla: Austurstr. 12, sími 2184. Víkingsprent h. f., Hverfis- götu. Sími 2864. Hítaveítan Við erfiðleikalniai i húsnæðismálunr um, bætast nú áhyggjur manna um að ekki verði hægt að afla kola til upphitunar, og horfir málið mjög al- varlega eins og sakir standa. Bret- ar gáfu að visu leyfi fyrir að flutt yrði hingað til lands í ágústmán- uði sem svarar fimm skipsförmum eða um 10 þúsund smálestum, en frekari tryggingu fyrir kolaflutningi til landsins hafa peír ekki viljað veita enn. Bera þeir getuleysi sínu við, og hafa jafnvel bent íslending- um á að leita fyrir sér í Ameríku um kolakaup, en slikt mundi vitan- lega hækka kolaverðið upp úr öllu v’aldi. Það verður ^>6 ekki séð, að héi sé um réttmæta afsökun að ræða hjá Bretum, þvi að kolanotkun okk- ar er ekki svo mikil, að hún hafi neitt að segja miðað við kolafram Ieiðslu »:(g kolaþörf Breta. Fari svo að þeir neiti eða færist undan að selja okkur kol, þá er þar um hneinar og beinar vanefndir að ræða á marggefnu loforði um að sjá okk ur fyrir þvi, sem við þörfnumst. ] sambandi við hitaþörf bæjarins er vitanlega mikið rætt irm hitaveit una, þó að hún komi auðvitað ekki að haldii í vetur. Eftir að útséð var um, að ekki yrði hægt að nálgast efni það, sem búið var að kaupa til þessa mannvirkis, sneru Islendingar sér til Breta um kaupin. Þeir hafa ekki gefið neitt svar enn, hvork,'i af né á. En vegna þess hve lengi hefur staðið i samningaþófi þessu, og sökum þess, hve þörf Breta er brýn fyrir stálvörur til hargagna- iðju sinnar, verður að teljast frem- ur lítil von til þess, að þeir telji eig geta selt okkur eftii til hita- veitunnar. Um þetta skal þó ekkert fullyrt að sinni. Þá hafa menn tengt wmir um framkvæmd hitaveitunnar við Am- eríkusamningana. Viðskiptanefnd sú, sem fór vestur um haf fyrir nokkru hefur fengið þvi áorkað, að ekki þarf sérstakt útflutningsleyfi fyr- ir vörusölu til íslands, þegar und- anskildir eru 15 vöruflokkar, sem sérstakt leyfi þarf til að seljía hingað. Bjuggust menn jafnvel við því uersta, að efni til hitaveitunnar væri í hópi þessara vörutegunda, en að því er blaðið hefur sannfTétt, þá er ekki svo, og vöruflokkar þess ir viðskiptum okkar lítt viðkom- andi yfir böfuð. Má því telja miklar líkur eða jiafnvel fulla vissu fyrir þvi, að af bálfu Bandarikjanna sé ekkert þ\i til fyrirstöðu, að við getum feng- ið efni til hitaveitunnar, ef okkur brjestur ekki fjárráð til þess að gneiöa það með. En þar stendur hnifurinjt í kúnni. Við erum ekki fiárs okkar ráðrmdi. í gær tekur Morgunblaðið til með ferðar framhaldssamningana við Breta og \itir að verðugu seinagang þann, sem á þeim er og brezki að- jlinn á sökina á. Þá vítir það einnig tfleina i fari brezku stjómarinníir í garð okkar lslendinga, svo sem tregðu þeirra við að láta af hendi til okkar ýmsar brýnustu nauðs\Tij ar, sem okkur er langsamléga hagan legast að fá frá þeim, sérstaklega kol, þá er einnig minnst á yfirgapg brezku herstjómarmmar i húsnæðis- málunum, þótt ekki sé þeð orð not- að. Það er hálfskoplegt að sjá slik ummæ(l|L i þessu blaði, en allt hefur það sinar ástæður. Sem höfuðmál- svafi Ólafs Thors hefur það nú kollhlaupið sig svo á vömum sin- um fyrir brezk-islenzka fisksölu— samningirm, að það hefur komizt að raun um, að við syo búið má ekki standa. Nú viðurkennir það að vísu, að samningur þessi sé okkur há- bölvaður út af fyrir sig, en hann hafi verið þannig gerður i því trausti, að framhaldssamningar bættu þar um. Nú er náttúrlega ekk- ert um það að deila, að þótt Bret- ar gerðu við okkur sæmilega samn- inga á öðTum sriðum, þá getur fiski mannastétt landsins aldrei farið öðru. visi út úr þessum samningum en á hinn svivirðilegasta hátt, en það er nú orðið svo augljóst mál, að ekki er þörf um að ræða, en eigi yfirbót Morgunblaðsins að verða fullnægj- andi og verðskulda afplánun drýgðra synda, þá ber þvi að leggj- ast á kné i fullkominni auðmýkt og játa samninginn hina svívirðileg- ustu órás á fiskimannastétt lands- ins. ‘ < Og komum nú að ásökunum MbL í garð brezku stjómarvaldanna út af meðferð á okkur veikum og bjarg arlitlum, þar sem tekið skal hér undir hvert einasta orð. Mundi Mbl. ekki getað þjappað svo að moðinu i kolli sínum, að þar fengist lítils háttar skot fyrir jafn augljósa stað reynd og þá, að brezk yfirvöld nota sér þáð í viðskiptum sinum við okk ur, að við eigum ekki aðeins moð- liausa í helztu fulltrúastöðum okkar, heldur einnig menn, sem skríða fyr- ir þeim, eru reiðubúnir til að taka málstað hvers þess aðila, sem vill troða íslenzku þjóðina um tær, ef þeir geta sjálfir haft einhvem hagn- að af. Er til of mikils mælzt, þótt Bretar hafa tekið alla utanrikis- \*erzlun okkar i sinar hendur og skammta okkur dollara til kaupa á Amerikumarkaði. Þeir hafa að visu lofað að greiða fyrir viðskiptum okkar þar í laindi, og haft á orði að losa um fjárráð okkar, en það hefur bara ekkert orðið úr þvi enn sem komið er, hvað sem síðar kann að verða. Okkur er ekki nóg að fá efni til hitaveitunnar keýpt i Ameríku, ef Bretar neita okkur irm gjaldeyri til þess að kaupa fj'rir. Eins og um hnútana er búið með xóðskiptasamningum okkar við Breta er symilegt, að ekki verður flutt meira á amerískan markað, en næg ir fyrir litlum hluta þeirra óhjá- kvæmilegu nauðsjTija, sem kaupa verður þajr í landi. gert væri ráð fyrir, að aðalmálgagn atvinnumólaráðherra geti haft ein- hvern pata af því, að til þess að smá þjóð eins og við íslendingar erum, geti á einhvem hátt staðið á rétti sinum, þá þurfum við að sýna það,. að við stöndum sem órofa beild um málstað þjóðarínnar i öllum grein- um. Það þýðir ekki að afsaka drýgð ar syndir með öðru eins og þvi, að við höfum látið leika á okkur í trausti þess, að við fengjum það uppbætt með öðrum samningum síð ar meir, þannig ganga engir að samningum nema glópar einir, sem allir telja sig hafa rétt til að fara með eftir vild sinni. Getur Morgun blaðið ekki skilið það, að það eru þjóðstjómarblöðin hér í Reykjavík, sem hljóta að koma þeirri hugmjmd inn hjá sérhverjum ókunnum aðila, að allir íslendingar séu þær útlend- ingasleikjur og ræflar, að þeim sé allt. bjóðandi. Morgunblaðið verður Maður, sem býr utan bæjarins og þarf að fara til bæjarins á hverj- um degi vegna atvinnu sinnar, skrif ar blaðinu á þessa leið: Mikil óánægja er meðal þeirra manna, sem þurfa á ferðum Strætis- vagnanna út úr bænum að haldá. Það hefur oft veriö um það talað, five þrengslin,'í strætisvögnunum eru mikil, en hitt er þó enn sárara, að menn geta þurft að bíða milli ferða eða jafnvel lengur til þess að fá far. Strætisvagnafélagið hefur einkarétt á öllum leiðum nokkuð út fyrir bæinn og geta þvi aðrar stöðvar því ekki látið bíla faTa þessar leið- ir, nema einkabilar séu teknir. — Strætisvagnafélagið mun bera því við, að það hafi ekki svo manga bíla, að það geti sett nægilega marga bíla á hverja Ieið, en það \-erður að gera þá kröfu til þeirra, „Pað er engínn fullspottaður" Framh. af 2. síðu. spottar sig sjálfur", og hefur kenn- urum þessum óneitanlega tekist það með þeirri prýði, að vert er að yfii’ lýsingin sé höfð) í minnum Iengur en efni standa til að öðru leyti. t Þeir geta verið vissir um, að Jónas glottir í kampinn að bama skap þeirra, þó honum þyki gott að etja fíflinu á foræðið. ooooooooooooooooo Gerizt áskrif- endur að Nýju dagblað C'OOC OOO ooc xx> að athuga það, að þjóðstjómarblöð in eru ekki aðeins þjóðarsmán, held ur einnig þjóðarböl, sem ekki verð- ur hjá komizt, að gefi undir fót- inn með hverskonar yfirgang á hendur okkur.. Við skiljum afstöðu Miorgimblaðs- ins, það er málsvari. harðvítugasta hluta fjáraflastéttarinnar á Islandi, og fjáraflastéttir hafa alltaf and- stæða hagsmuni við alþýðu þjóðar sinnar og venjulega sameiginlega hagsmuni með fjáraflastéttum ann- arra þjóða. Þessvegna stendur Mbl. með brezku samningamönnu'num i fisksölusamningunum, því að þar tryggði fjáraflaklika þess sér ærinn ávinning. En þessi fjáraflaklíka get ur hinsvegar ekki viðhaldið arðráns aðstöðu sinni, nema hún geti blekkt mikinn hluta alþýðunnar á Islandi til fj’lgis við sig. Þessvegna tekur það öðru hverju köst eins og í gær- morgun. sem sérleyfin veita, að þeir veiti engri stöð meiri leyfi en swo, að hún sé fær um að fullnægja flutn- ingsþörfinni. Vanti eina stöð vagna til að fullnægja þeim skyldum, ei hún hefur tekizt á herðar, þá verð ur hún að leita til annarra stöðva um hjálp þær stundir, sem hún getur ekki annað þörfinni, og bregð ist hún því að gera það, þá verð- ur sérleyfisnefndin að gripta i taum- ana og Iáta aðrar stöðvar einnig fá leyfi á þeim leiðum, sem leyfis- hafinn fullnægir ekki. Þá hefur það þráfaldlega komið fjTÍr að Islendingar hafi orðið að sitja eftir, þegar þeir hafa ætlað með, af því að búið hefur verið að fylla bílana að meiru eða minna Iej’ti af hermönnum. Það virðist Iiggja í augum uppi, að Islend- ingar eigi að sitja fj’rir sætum i bílum á sérlej'fisleiðum. ! ' TinapH W kerriur eftirleiðis út mánaðarlega. » Tekur jafnframt upp fastara „magasins“ snið. Nýír áskrífendur að seinni hluta þessa ár- gangs fá í kaupbæti hið nýútkomna sumarhefti og 1. hefti 1. árgangs. Alls 560 bls. fyrir 6 kr. Sendið Ársæli áskrift pósthólf 331, simi 4536. Hringrás vítlcys- unnar I Alþýðu~ blaðinu Alþýðublaðið nær ekki up.p í nef- ið á sér fyrir vonzku út af þvi, að Halldór Kiljan Laxness skuli hafa skrifað grein, þar sem hann tekur afstöðu með Sovétríkjujium í stríðinu við nazismann. Sérstak- lega finnst blaðinu þetta svívirði- legt, af því að Halldór tók líka af- stöðu með Sovétrikjunum þegar þau bomu í veg fyrir það að Hitler legði undir sig Vestur-Úkraínu og Vestur-Hvítarússland um leið og hann Tiertók önnur lönd pólska rik- isins Það var allt of mikill fanta skapur að svipta nazistana þeim þægindum, að hafa þessi lönd á valdi sínu, þegar þeir réðust á Sov étrikin! Og svo gerist Halldór svo djarfur að mæla öllu þessu athæfi bolsévikkanna bót! Út yfir tekur þó, að Halldór skuli skrifa greinina eftir beiðni hins heimsfræga rithöfundar Fade- jeffs, forseta rithöfundasambands Sovétrikjanna. Þar fyllir Halldór mæli sjmda sinna. Auðvitað átti Halldór að harðneita að skrifa þessa grein og skýra Fadejeff frá því, að hann gæti ómögulega ver- ið nieð Rússum nú, í stríðinu gegn Hitler, úr því að hann var með þeim þegar þeir tóku aftur þau héruð', sem pólsku fasistarnir rændu frá Sovétríkjunum 1920. Þetta hefði verið hið eina skynsamiega svar sem Halldór gat gefið og einhver von til þess að honum yrði aftur veittur rithöfundastyrkur, ef hann Iiefði haft vit á því. Minnsta kosti lætur Alþýðublaðið á sér skilja, að rithöfundar, sem eru svo grænir að taka afstöðu með Sovétríkjunum. gegn Hitler geti ekki vænst þess að Menningarsjóður líti til þeirra í náð, jafnvel þótt þeir séu annars á- gætir rithöfundar og miklir lista- menn. Það var alltof mikill fantaskapur að svipta nazistana þeim þægindum, að hafa þessi lönd á valdi sinu þeg- ar þeir réðust á Sovétríkin! Og svo gerist Halldór svo djarfur, að mæla öllu þessu athæfi bolsjevikkanna bótí n 'it ■ i Tj Snðin vestur um land í strandferð til Þórshaínar í fyrrihluta næstu viku. Vörumóttaka á alla venjulega viökomustaói í dag og til hádegis á morgun. Ægir fer til Vestniannaeyja um há- degi í dag.. Tekur póst og farþega, en ekki flutning. Ferð með flutning verður i byrjun næstu viku. oBo: ja t 11 r i tvti

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.