Nýtt dagblað - 17.09.1941, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. septemben 1941
N Ý T T DAGBLAÐ
3
PeiF sem æila að oræða milljðiiF
heiiota áleniiO íFiálsi
Vítnisburður lögreglunnar gcgn
vifnísburðí Morgunblaðsins
Eigandi og útgefandi:
Gunnar Benediktsson.
Kitst jórar:
Einar Olgeirsson (ábyrgur)
Sigfús Sigurhjartarson.
Kitstjórn:
Hverfisgötu 4, sími 2270,
Afgreiðsla:
Austurstræti 12, sími 2184.
Víkingsprent h. f.
Vakna þð ísland
Hvaðanæfa vofa nú hættumar
yfir íslenzku þjóðinni.
. Við strendur lands vors liggja
sævarskrímsli nútímans, kafbátar
þýzku sjóræningjanna í fyrirsát
fyrir kaupförum vorum og fislti-
skipum. Aðdráttum þjóðarinnar
og lífi sjómanna vorra er stofnað
í meiri hættu en nokkru sinni
fyrr.
Utan frá ógnar þýzki fasisminn
þjóð vorri, hótar að tortíma að
fullu sjálfstæði voru og menn-
ingu, ef hann nær tökum á iandi
voru.
Innan frá stafar þjóð vorri
hætta af dugleysi stjórnar vorrar,
skriffinnsku og sérhagsmuna-
stefnu og eykur það á alla hættu,
sem þjóðerni voru og frelsi er
búin að helztu valdhafar landsins
láta í sífellu að óskum auðmanna
og afturhaldsliða með „verndur-
um” vorum, í stað þess að standa
fast á rétti þjóðar vorrar og
knýja fram hagsmuni hennar og
rétt í vinsamlegri samvinnu við
hin sterku lýðræðisöfl meðal
Bandamanna.
Segja má að vér íslendingar
fáum ekki af eigin ramleik reist
i'önd við kafbátahernaði og þýzk-
um fasisma, — en oss ætti þó
ekki að verða skotaskuld að ráða
voru eigin stjórnarfari, ef þjóðin
cr vakandi. En hættan er nú ekki
hvað sízt sú, að þjóðinni sé
stungið svefnþom með peninga-
straumnum í landinu, að allir þeir
aðiljar, sem forustu' ættu að hafa
á hendi í heildarmálefnum þjóð-
arinnar, sinni þvi ekki, sakir
hinna daglegu anna. Við svo búið
má ekki standa. íslenzka þjóðin
verður að gera sér ljóst, að
stjóra sú, sem nú situr að völd-
um hefur alltaf vanrækt þau mál,
sem heill og framtíð alþjóðar
mest hefur oltið á, — og að eng-
in ástæða er til að ætla annað en
hún muni gera það framvegis.
Hér skal aðeins minnt á nokkrar
stærstu skyssurnar:
1. Ríkisstjórnin vanrækti að
kyrgja . landið að vörum. Þrátt
fyrir kröfur alþýðunnar í þá átt,
sem seinast voru bornar fram af
Sósíalistaflokknutn á Alþingi í
marz 1939, hálfu ári fyrir stríðs-
byrjun, skeytti stjórnin engu um
þetta lífsnauðsynjamál.
2. Húsbyggingar og hitaveitan.
Þrátt fyrir sífelda baráttu alþýðu
undir forustu Sósíalistaflokksins
fyrir húsbyggingum í Reykjavik,
liindruðu bæjarstjórn og ríkis-
stjórn, hvort á sinn hátt, að ráð-
izt yrði í húsbyggingar í stórum
stíl. Og hitaveitan var meir hugs-
uð sem kosningamál af íhaldinu
en sem lífsnauðsynlegur stríðs-
undirbúningur — og því var allt
dregið von úr vitei.
3. Trygging fyrir sjálfstæði
landsins. Þótt stríðshættan og yf-
irgangur nazismans ykist með ári
hverju og auðséð væri hver hætta
smáþjóðum, sem Islendingum staf
Viðtöl þau, sem Nýtt dagblað hef
ur átt við þá yfirlögregluþjónana
Erling Pálsson eg Svein Sæmunds-
son um áhrif þau, sem lokun á-
fengisverzlunarinnar hafi haft á bæj-
arlífið liafa vakið ahnenna athygii
Þær meginstaðreyndir, sem báðir
þessir mætu menn leggja áherzlu á
eru:
]) Ölvun á almannafæri hefuir
nær horfið í stað þess að lög-
reglan tók 35—70 menn úr
umferð vegna öivunar, dag
hvern, meðan opið var, hefur
oft engan þurft. að taka og
flesta 4, síðan lokað var til
fulls.
2) Þeir menn, s,em teknir liafa
verið, síðan lokað var, eru
undantekningarlítið sjúkir
menn af áfengisnautn, sem
ættu að dvelja á drykkju-
mannahælum.
3) Þessir menn liafa gert sig
ölvaða með því að drekka alls-
konar dropa, sull og óþverra,
sem enginn nema áfcngissjúkl-
ingur leggur sér tii munns.
aði af því, skeyttu valdhafarnir
cngu að reyna að fá einhverja
viðurkenningu eða tryggingu fyr-
ir sjálfstæði landsins. Tillögu
Sósíalistaflokksins 1. des. 1938
um að reynt yrði að fá sameigin-
lega tryggingu Sovétríkjanna,
Englands og Bandaríkjanna var
engu sint. — Og nú hrekst landið
sem fley fyrir vindi frá „vernd”
eins stórveldisins til annars.
4. Stríðsgróðamenn gerðir íor-
ríkir, — þjóðarheildin rúð. Þegar
stríðsgróði tók að velta inn í
landið, sáu valdliafarnir um að
einstakir braskarar græddu svo
tugum, jafnvel hundruðum mill-
jóna króna skipti og gætu notað
þetta fé til að kaupa upp eignir
landsmanna í stórum stíl. I stað
þess frá upphafi að þjóðnýta
stríðsgróðann, voru stríðsgróða-
mennirnir gerðir drottnar lands-
ins og misskifting auðs á Islandi
gerði ægilegri en þekkst hefur
síðan eftir Svartadauða.
5. Lýðræðið fótum troðið. Tii
þess að forðast svo dóm fólksins
þverbrjóta valdhafarnir lög og
þingræði, fresta kosnirigum og
stjórna með sjálfteknu valdi. Sam
tímis er svo haldið uppi ofsóknum
gegn þeim flokki, sem ákveðnast
og einlægast berst fyrir þjóð-
frelsi og fullkomnu lýðræði.
6. Þjóðarhagsmunir ofurseldir.
Sökum skammsýni eða undir-
lægjuháttar, er svo brýnum hags-
munum þjóðarinnar fórnað, þegar
tækifæri er til að tryggja þá. Á-
þreifanlegast og örlagaríkast er,
þegar samningurinn við Bandarík-
in var gerður um herverndina,
eftir beiðni Breta, og sléppt að
tryggja um leið að fá algerlega
fram allar kröfur Isiendinga á
fjárhagssviðinu að minnsta kosti.
Og svo — eins og til þess að
sanna hve illa var á málunum
haldið — er fisksölusamningurinn
4) Lögreglan verður þess alls
ekki vör að brugg og smygl
færist í aukana eftir lokunina.
5) Yfirlögregluþjónarnir telja
báðir að nú sé alveg sérstalct
tækifæri til þess að ganga
milli bols og höfuðs á brugg-
uram og smyglurum.
6) Margfalt minna er um óspekt-
ir og aðrar misfellur á hegðun
manna á ahnannafæri, síðan
lokað var.
7) Engir árekstrar Iiafa orðið
milli setuliðsins og Islendinga,
síðan lokað var.
Þessir vitnisburðir sýna þtið og
sanna að lokunin hefur verið ein
hin þarfasta og sjálfsagðasta ráð-
stöfun. Það væri giapræði, sem
gjaldast myndi með slysum og vand-
ræðum ef til vill í ríkara mæli en
nokkum grunar, ef áfengisútsölurn-
ar yrðu opnaðar aftur. Það er því
þjóðnytjaverk að halda uppi har-
áttu fyrir lokuninni, og gegn því að
opnað verði aftur. Þessa baráttu
heyja nú íslenzkir bindindismenn
alræmdi gerður rétt á eftir.
Þannig mætti lengi telja.
Orsökin liggur í augum uppi.
Landinu ræður fámennur hópur
stríðsgróða- og bitlingamanna,
sem sín á milli rífst um hvemig
skifta skuli arðinum, sem hann
pinir út úr þjóðinni. Þessi dug-
lausa, sérhlífna yfirráðastétt beit-
ir harðstjórn við alþýðuna, ef hún
dirfist að gera kröfur til lífsins,
en sýnir undirgefni og vesaldóm
gagnvart útlendum auðdrottnum,
hvenær sem þeir eiga í hlut. Þrátt
fyrir varajátningu sína við lýð-
ræðið, hefur hún alltaf sýnt
þýzka nazismanum fyllstu til-
hliðrunarsemi, en eina stjórnin,
sem hún opinberlega hefur sví-
virt og hatast við, er Sovétstjótn-
in.
Á nú yfirborðsvelgengni augna-
bliksins — gegndarlaus straumur
pappírspehinganna, sem menn
vinna fyrir, — að loka augum
þjóðarinnar fyrir því, hver hætta
er á ferðum, er þessi sérhags-
munaklíka fer áfram með völd?
Ef svo verður er allri þjóðinni
hætta búin.
Vinnandi stéttir Islands, allir
unnendur lýðræðis og þjóðfrelsis,
verða að vakna til dáða, verða að
sameinast um að koma þessari
sundurleitu, duglausu sérhags-
munastjóm frá viildum.
Sköpum þjóðfylkingu á Islandi
til að tryggja velferð og heill al-
þjóðar, afmá spillingu og yfir-
drottnun valdaklíkunnar, — það
er næsti áfanginn í stjórnmála-
stefnu lýðræðisins og alþýðunnar
á Islandi.
Það er vá fyrir dyrum. Utan
frá og innan frá vofa hætturnar
yfir oss. Ef íslenzka þjóðin ekki
sameinast á slíkri hættustund, til
að tryggja líf sitt og frelsi, þá
bregst hún skyldunni við fortíð
sína og framtíð, skyldunni við
sjálfa sig.
undir forustu templara og allir sæmi
legir menn hljóta að óska þeim
gengis og góðs árangurs. En um
leið og þetta er sagt, verður ekki
lijá þ'ví komizt að minna bindindis-
menn á, hversu mikið er undir því
komið, að árangri lokunarinnar
verði ekki spillt, með sölu og neyzlu
ólöglegs áfengis.. Bindindismenn
verða því að krefjast þess, að áfeng
isvarnanefndir. og lögregluyfirvöld
geri allt, sem, í þeirra valdi stendur,
til þess að hindra starfsemi smyg\
ara og bruggara, krafan er undir
öilum kringumstæðum sanngjörn og
hún er framkvæmanleg einmitt eins
og nú standa sakir.
Þessvegna er því beint til bind-
isimanna að bera þessa kröfu fram
að þeim einum er til Jiess treyst-
andi að gera það með þeirri al-
vöru og dugnaði, sem með ]>arf til
þess að árangurs megi vænta.
Rikisstjórnin ætti að gefa áfeng-
isvarnanefhdununi aukið vald og fá.
]>eilm fé í hendur til þess að þær
gætu rækt starf sitt eins og vera
ber, til þess að þær geti tekið upp
baráttu fyrir að landið verði full-
kamiega þurrt meðan lokað er.
M VÐURINN MEÐ ÓÞEKKTU
HUGSJÓNIRNAR
Fulltrúi Göbbels í baráttunni
gegn kommúnismanum, Jónas
Guðmundsson, segir svo í Alþýðu-
blaðinu í gær:
„I ragnarökum þessarar styrj-
aidar munu farast öll þau skipu-
lög, sem nú eru ríkjandi. Auð-
valdsskipuiagið — kapítalisminn
— hverfur úr sögunni og með
honum bæði marxismi og komm-
únismi. Hvað við tékur getur eng-
inn sagt um nú, enda tæplega
tímabært að ræða það mál fyrr
en að úrslitum dregur.
Hitt er hverjum sæmilega skyn-
sömum manni sýnilegt, að upp
mun rísa nýr heimur með nýju
skipulagi, betra en öllu því, sem
hingað til hefur þekkst”.
Hver er hin óþekkta liugsjón
Jónasar. Það veit enginn, ekki
einu sinni hann sjálfur, en hug-
sjón sósíalismans trúir hann ekki,
á, svo mikið er víst, hvernig ætti
líka maður að vera í Alþýðu-
flokknum, sem væri trúr hugsjón
sósíalismans.
TALIÐ VARLEGA — TRÚIÐ
VARLEGA
Sem betur fer getum við ís-
lendingar sagt nokkurn veginn
það, sem okkur býr í brjósti, að
minnsta kosti munnlega, hitt er
annað mál, að hver sem segir all-
an sannleikann á prenti, getur al-
veg átt það víst, að verða fyrir
hinum hatrömmustu árásum, bæði
leynt og ljóst, og búast má hann
við að vera sviftur frelsi um
lengri eða skemmri tíma. En ekki
meira um það. Það voru slúður-
sögurnar, sem eg vildi minnast á,
Moigunblaðið heimtar að áfengis-
útsölurnar verði opnaðar
Eitt af dagblöðununi, Morgunblaö-
ið harnast gegn lokuninni og ýms
önnur blöð virðast engan áhuga liafa
fyrir henni og láta sér í léttu rúmi
liggja þó opnað væri aftur.
Hér er sýnishorn af því, sem Morg
unblaðið hefur fram að færþ í þessu
máli:
„Það kostar ríkissjóð 5 milljónir
króna á ári að halda vínverzluninni
lokaðri.
Hvað munar um það, ef þjóðin
fær vinlaust land, engan drykkju-
skap og ekkert af því, sem sigiir
í kjölfar hans? spyrja þeir, sem
ekkert vilja skilja.
En þessi gjöf rikissjóðs til hégóm-
legra öfgamanna í bindindismálum
fer að verða nokkuð vafasöm, þeg-
ar fyrir þessar fimm milljónir fæst
ekkert bindindi, engin siðbót, ekkert
af þvi, sem öfgamennirnir ætla sér,
ekki annað en aukin saimbúð og
vinahót við hið erlenda fólk, sem
hefur vín um hönd, aukin lögbrot,
ný smyglarastétt og önnur brugg-
öld“:
Þessi ummæli Morgunblaðsins eru
birt til þess eins að sýna mönnum
hvernig menn, sem annars eru með
fullu viti, skrifa, þegar þeir taka
sér fvrir hendur að verja málstað,
sem þeir sjálfir og allir aðrir vita,
að er óverjandi. Si'örin við allri þess
ari dellu eru þegar birt i vitnis-
burðum yfirlögregluþjónanna, og
þarf ekki fleiri orðum um það að
Framhald á 4. síðu.
af þeim er bærinn barmafullur.
Það er óþarfi að nefna einstök
dæmi að þessu sinni, allir þekkja
þessar sögur, og allir viðurkenna,
að þær séu hverjum manni leiðar,
og að bezt færi á að þær > hyrfu.
En ef þett á að verða, þá verða
menn að læra tvennt, að tala var-
lega og trúa varlega.
LÁTIÐ EKKI SENDA YKKUfi
HEIM AÐ ÓÞÖRFU.
Verzlanir og ýmsar stofnanir
auglýsa nú ióulega eftir sendi-
sveinum. Útgefendur blaðanna
eru í hreinustu vandræðum með
að fá börn til þess að bera blöð-
ir. til kaupenda. Ungiingar. geta
nú fengið næga vinnu og kaup
ems og fullorðnir menn, og er
því mjög að vonum þó tregt
gangi að fá þá til snúninga fyrir
lítið kaup.
Verzlanirnar eiga af þessum
sökum fullt í fangi með að senda
vörur heim til viðskiptavinanna,
eins og þær eru vanar. Bæjarbú-
ar verða að gera sér þetta ljóst,
og taka fullt tillit til þess, og
þeir geta tekið tillit til þess á
tvennan hátt.
1) Með því að sækja sjálfir
eins mikið og þeir fá við komið í
búðirnar.
2) Með því að panta sem mest
■f einu og sjaldnast.
Hvorttveggja þetta stuðlar að
því, að gera verzlunarreksturinn
ódýrari, og ættu því kaupendur
að geta notið þess í vöruverði.
Sannast að segja hafa bæjar-
búar gert heimskulega mikið að
því að láta senda sér vörur heim,
og ætti nú neyðin að kenna þeim
betri hegðun hvað þetta snertir.
o6œiatpó^fiitinit