Nýtt dagblað - 10.10.1941, Page 2

Nýtt dagblað - 10.10.1941, Page 2
NÝTT DX6BLXÐ Föstudagur 10. október 1941. Vallarmálin í Reykjavík og f. S. I Vatnið á vellinum Það kemur ekki ósjaldan fyrir að fresta verður knattspyrnukappleikj um bðr í bæ vegna þess að völlur- inn sé blautur, þótt veður sé hið bezta og hafi verið það síðustu klukkutímana. Satt að segja kernur ókunnugum þetta nakkuð kynlega fyrir, þcgar menn minnast frásagna af þeim umbótum, sem voru gerðar í fjrrra vor, þar sem meðal annars vaT getið þeirra stóru holræsa, sem gerð voru gegnum endilangan völl- inn og svo nokkur þverræ,si í þ.að. Attu þau að halda velUnum þurrum, að minnsta kosti rétt eftir að rign- | ingu hætti. Ég lét þá skoðun, í ljósi við verk- stjóra verksins að ég hefði ekki mikla trú á þessum holræsum. Þar sem völlurinn liggur er ákaflega þéttur jarðvegur og þvi litlar líkur til að það gæti fremur sigið niður úr velUnum, nú en áður, nema rétt þar sem ræsin eru. Petta kom nú jfljótlega i ljós, því að örfáuin dög- um eftir allar mnbæturnar varð að aflýsa leik, eftir stutta rigningu, 'vegna bleitu á vellinum og hefur þetta endurtekið sig, þótt stundum hafi hann verið ausinn eins og lekt skip. Ég sá í tilöðunutn. í vtor aö Bret- arnir hefðu átt að eyðileggja völlinn <með of þungum valtara, sem þeir hefðu notað. Ef til vill hefur þetta ekki bætt hann, en því leyfði vallar- stjórnin þeim að nota svona þungan valtara? Þessari ásökun í garð Bret- anna geri ég lítið úr. Hinu vil ég gera meira úr, að það sem átti að gera til bóta fyrir knattspyrnuvöil- inn hefur aldrei verið gert. Hvað Iangt verður þangað til veit ég ekki, en hitt veit ég, að það munu vera 2—3 ár síðan ég benti á með til- lögu á knattspyrnuþinginu, hvemig þetta á að framkvæmast. Þar sem jarðlag eru svona þétt eins og undir vellinum er, á að hækka hann þannig í miðjunni — ca. 25— 30 cin. —, að vatn gæti runnlð út af honum, en þar mætti svo taka við lrolræsi, sem flytti það burtu. Svona byggðan völl hef ég séð og leikið á erlendis, og því gætum við ekki farið eins að hér, þar sem aðstaðan er svipuð. Ef til vill barmar vallarstjórnin sér yfir peningaleysi, en þá vil ég benda henni á, að ef til vill hefði mátt spara á öðrum sviðum fjárút- lát vallarins í sumar, og minnka þó ekkert framkvæmdir, en það er saga út af fyrir sig, sem þarf athtrgunar. En þurrkun vallarins er aðkall- aandi mál og krefst úrlausnar á næsta vori. OOOOOOOOOOOOOOOOO Gerizt áskrif- endur að Nýju dagblaði Ritstjðri: Frímann Helgason Sundmeistaramót fslands dagana 20. og 23. þ. m Aó þessu sinni fer Sundmeist- aramót Islands fram í Sundholl- inni 20 og 23. okt. n. k. Keppt verður í þessum grein- um: 100 m. frjáls aðferð karla 100 — baksund — 200 — bringusund — 400 — bringusund — 400 — frjáls aðferð — 4X50 — boðsund — 3X100 — þrísund — (bringusund, baksund og skriðsund). 200 m. bringusund fyrir konur 100 — frjáls aðferð -— — Þá munu fara fram unglinga- sund í sambandi við mótið en þau sund hafa ekki enn verið ákveð- in. Um þátttöku er ekki enn vit- að, en búizt er við að hún verði mikil. Félögin tiér í Reykjavík hafa æft síðan í byrjun septem- ber. Eg býst nú við að fleiri séu en ég, sem furða sig á hve snemma á æfingatímabilinu þetta aðal- sundmót ársins er háð- Spurðist ég því fyrir um hvernig á þessu stæði, en svarið var á þá leið, að þetta væri gert með tilliti til fé- laga utan af landi, sem hafa æft, yfir sumartímann. Ekkert félag hefur enn sent tilkynningu um þátttoku. Ekki er gert ráð fyrir að allar bcztu sund„stjömur” okkar geti verið með, svo búizt er við, að keppnin verði hörð milli hins efni- lega yngra sundfólks. Tilkynningar og fréttir frá I. S. f. Bæjarráð Reykjavíkur hefur sam- kvæmt ósk og tilnefningu í. S. I., skipað þá Gunnar Thoroddsen pró- fessor og Benedikt Jakobæon fim- leikastjóra í nefnd ásamt Valgeiri Björnssyni bæjarverkfræðingi, og er verkefni nefndarinnar að velja heppi legan stað fyrir keppnisvelli (Stad- fcrn). — Formaður nefndarinnar er Valgeir Björnsson. 1 september hafa þessi met hlotlð staðfestingu 1. S. I.: Kúluvarp betri handar 14,63 mtr. sett 25. ágúst af Gunnari Huseby; Sleggjukast 46,57 mtr. sett 26. ágúst af Vilhjálmi Kr. Guðmundssyni. — Fimmtarþraut 2834 stig og tugþraut 5475 stig sett 27. ágúst af Sigurði Finnssyni. Methafarnir eru allir í K( R. Stjórn sambandsins hefur nýlega staðfest: Sundlög I. S. I., reglur um dýfing- ar og reglugerð um dómarapróf í sundknattleik. Nýr ævifélagi hefur sambandinu bætzt. Er það Öjsfur Sigurðsson kaup maður á Akranesi. Eru þá ævifélag ar sambandsins 120 að tölu. Öll íþróttaráð, sem haifa í hyggjú að halda landsmót næsta ár, skulu sækja um það til stjómar í. S. I. Á öðrum stað á íþróttasíðunni í dag er í tilkynningu frá Iþrótta- sambandinu sagt að samkvæmt ósk og tilnefningu 1. S. í. hafí Bæjarráð Reykjavíkur skipað nefnd til að velja heppilegan stað fyrir keppnisvelli. Að mínu áliti og margra annarra er sambands- stjórnin að taka fram fyrir hend- umar á hinum réttu aðilum í þessu máli, en það eru íþrótta- félögin, íþróttaráðin og Bæjar- stjórn Reykjavíkur. Þetta á að vera og hlýtur að vera fyrst og fremst áhugamál þeirra og svo auðvitað ó. S. 1., sem gefur þess^ um málum viðvíkjandi allar upp- lýsingar, sem hún getur. Sem landssamband getur í. S. 1. ekki beitt sér fremur fyrir málefnum Reykjavíkur, heldur en annarra staða á landinu. Til þess vantar það fjármagn og að ýmsu leyti aðstöðu, og stór spurning hvort æskilegt væri að I. S. I. væri fram kvæmdaaðili í*" öllum greinum í okkar áhugastarfsemi. 1. S. I. mun nú geta afsakað sig með því, að ef það gerði ekkert í málinu yrði ekkert gert og það yrði dreg- ið og dregið að framkvæma, og á þetta get ég fallizt. Mundu mörg byggðarlög ef til vill geta sagt þetta sama, og hrósa happi, ef þau hefðu einhvern til að berjast í þessu. Þessi framkvæmd. f. S. í. er því beint vantraust á áhuga félaga og ráðamenn bæjarins yf- irleitt. Enda er ekki við öðru að búast, því fyrir nokkru boðaði stjórnin formenn féiaganna á fund sinn til viðræðu um þetta al- varlega mál. Þar mættu 2 eða 3 af um 10. Það er svo augljóst mál, að f. S. í. hefur verið neytt út í þetta vegna áhugaleysis í- þróttamanna bæjarins og bæjar- stjórnar. Fyrir þetta hlýtur svo stjórnin ámæli ókunnugra út um land fyrir það að hugsa aðeins um félögin í Reykjavík, og síðan á- mæli þeirra sjálfra fyrir gagns- leysi og aðgerðaleysi. Inniæfingar félaganna aB byrja Þessa dagana eru iþróttafélögin að auglýsa fyrirkomulag vetrar- starfsemi sinnar. Er hún hjá stóru félögunum sérstaklega margþætt og má segja, að þar sé eitthvað fyrir alla. Það er því full ástæða til að vekja athygli bæjarbúa á þessari starf- semi, og eggja þá til að færa sér þana i nyt. Eggja pá til að sækja þangað líkamlegt lieilbrigði og at- gjörvi og viljaþrek. Á þessum tím um ekki sízt, eru það þessi atriði, sem mikið veltur á, hvort vér eins og aðrar þjóðir fáumst staðist þær árásir beinar og óbeinar, sem gerð- ar eru. En glæsilegt íþróttalíf og þroskaður og sterkur félagsskapur í kringum það, er að mínu áliti einn sterkasti þátturin,r( i þeslsum vörnum. fyrir 1. febrúrar n. k. og geta þá um livar og hvenær mótið skuU bald ið. Ennfremur skulu þau sem fyrst ^senda stjóijn I. S. I. mákvæma skýrslu um vefðlaunagripi til keppni um á landsmótum er þau og félög innan þeirra vébanda varðveita. Félög og íþróttaráð i Reykjavjk skulu se//z fyrst senda á skri?stofu I. S. i. verðlaunagripi er þau hafa umráð yfir, til skrásetningar og at- hugunar. Stjóni I. S. I. I sambandi við íþróttasvæðið við Öskjuhlíð, sem fyrirhugað var, má geta þess að til framgangs því máli voru oft skipaðar nefndir (5—6?). Fæstar þessar nefndir unnu nokkurn hlut, en I. S. f. fékk allar skammirnar af gang- leysinu, sem þótti vera á fram- kvæmdum. Hvort þessi nefnd starfar eða starfar ekki, skal ósagt látið. En mig grunar að á meðan áhuginn kemur ekki frá ráðandi mönnum félaganna, og þungi kröfunnar um bættan aðbúnað kemur þaðan ekki heldur, og þeir gera engar kröfur til sjálfra sín, verði gamli seina- gangurinn á eins og svo oft áð- ur. Þessi mál eiga að sjálfsögðu að vera í höndum einnar gterkrar vallarnefndar fyrir Reykjavík, sem félög og bær eiga fulltrúa í. iXXXK. OOOOOOOOOOOv Heif o$ köld svíd allan dagínn Kaffisalan Hafnarsfraefi 16 ooooooooooooooooo Spor í sandí Kvæði eftir Stein Steinarr. „Það, sem einkennir kvæði Steins er dulan og dýptin”. Lítið eftir óselt — 10.00. 12.00. — Öll kvæði Steins, 3 bækur, bundnar i vandað djúpfalls- skinnband 78.00. — Víkingsútgáfan. ooooooooooooooooo Útbreiðið Nýtt dagbiað OOOOOOOOOOOOOOOOO DUGLEGA KRAKKA vantar fíl að bera Nýff Dagblað fíl kaupenda Goff kaup. Upplýsíngar á afgr. Ausfurstrœtí 12, Simí 2184 ISInar! lílt! Tabíd eftir: Sunnudaginu 12. október 1941 kl. 1,30 verður upplestur í Nýja Bíó. Nafnkunnar og vinsælar skáldkonur (búsettar í Hallgnmssokn) lesa upp Jrumsamin ljóð og sögur. Allur ágóðinn rennur til Hallgrímskirkju í Reykjavík. Aðgöngu- miðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Isa- foldar og kostar. 2 krónur. 500 krónur fær sá er útvegar 1 til 3 herbergi og eldhús. Fyrirframgreiðsla til 14. maí eí Jiess er óskað. Tilboð auðkennt 500 leggist inn á afgreiðslu Nýs dagblaðs. Rögnvaldur Sigurjónsson: Píanóhlgómleikar í Gamla Bíó sunnudaginn 12. okt. kl. 3. Aðgöngumiðar hjá Sigfúsi Eymundssyni og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. Simaskráin 1942 Breytingar við Símaskrána fyrir árið 1942 óskast seridar tii skrifstofu Bæjarsíma Reykjavíkur fyrir 18. þ. m. Einnig má afhenda þær til innbeimtugjaldkerans í afgreiðslu- sal Landssímastöðvaririnar í Reykjavík. >oooooöö<x>o<>öoöoo

x

Nýtt dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.