Alþýðublaðið - 23.04.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1969, Blaðsíða 3
AlþýSublaðið 23. aprfl 1969 15 FRIÐUR Á JÖRÐU Fjórði þáttur óratoríums Björg- vins Guðmundssonar tónskálds var fluttur í Neskirkju á skírdag af 45 manna blönduðum kór. Einsöngvarar voru, Alfheiður Guðmundsdóttir, Guðrún Tómas- dóttir og Guðmundur Jónsson. Undirleikari á pfanó var Carl Billich og á orgel Páll Hnlldórsson. Söng- stjóri, Jón Isleifsson, organisti í Neskirkju. Hann blés kaldan af norðri eftir hádegi á skírdag, en ekki létu menn það á sig fá, enda næðingssamt í heiminum um þessar mundir og miklu blóði úthellt hjá þjóðum, sem berast á banaspjót, þar sem hinir saklausu þjást einnig vegna ófriðar og sundurþykkju hinna stríðandi manna. Þanpig er nú ástandið víða, þótt vér lítum svo á, að heimsmenn- ingin hafi aldrei náð hærra en nú, eða velmegun verið meiri og almenn ari. Hungurvofan ógnar nú milljón- um manna og daglega verða þús- undir henni að bráð. F.kki verður sagt, að friðvænlegt hafi verið í heiminum um þessa páska, þótt bæði einstaklingar og þjóðir hafi lagt mikið á sig, til þess að stuðla að friði og bæta hag þeirra, sem harðast hafa orðið úti f þéssum hildarleik. Björgvin Guðmundsson hóf að semja söngdrápuna „Friður á jörðu", þegar heimsstyrjöldin fvrri, með öllum sfnum hörmungum, stóð sem hæst. Bjó hann þá í Leslie í Vatnabyggðum f Kanada. Þar sem Björgvin var að eðlisgerð mjög við- kvæmur, hafði styrjöldin mikil og diúptæk ábrif á hann, og má ætla, að hún hafi orðið til þess, að hann hóf að semja þetta mikla verk, við samnefndan ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. I byrjun sóttist verkið þó seint sökum margvíslegra anna, við söng- stjórn og þ. h. Enda varð hann. auk þess að vinna sér brauðs við margs konar önnur óskyld störf. Þegar Björgvin hafði unnið að tón- verkinu hátt á annað ár, gekk spænska veíkin yfir þar vestra. Voru þá ýmsar hömlur settar á samgang manna og vsrð þá næðisamara og gat Björgvin þá loks einbeitt sér að verkinu. Lauk hann því f marz- mánuði 1919, eða fyrir réttum 50 árum. Er tónverk þetta fyrsta stór- verk Islcndings í óratóríó-formi, og var það gefið út hér heima árið 1944. Fjórði þáttur söngdrápunnar „Friður á jörðu" er bæði stórbrotið vcrk og fagurt. Skáldin ákalla drott- inn og biðja um frið á jörðu, og nátturan einnig. „Lækir í dölum, blómin á hölum, biðja drej’inandi drottinn ttm frið“. Guð er beðinn um frið á jörðu í orðum og tónum og höfðað er til hinnar miklu ábyrgðar, sem á mönnunum hvflir, f því að standa vörð um friðinn og bera kærieiksþcl i brjósti hver til annars. Björgvin Ouðmundsson er okkar mesta „friðartónskáld" og það sæmd arheiti ber honum svo Sannarlega með réttu fvrir söngverkið „Friður á jörðu“. F.nnfremur var hann eitt afkastamesta tónskáld íslenzku þjóð arinna fyrr og síðar. „Friður á jörðu" var fjutt í Frí- kirkjunni í Reykjavík fvrir mörg- um árum, o^ auk þess flutti Kan- tötukór Akureyrar verkið ttndir stjórn höfundar ásamt flciri verkum hans. Þegar ég fregnaði að verið væri að æfa fjórða kafla verksins. „Frið- frið“, í Neskirkju til flutnings á skírdag, fór eg að hlakka enn meir t'l náskahátíðarinnar. Eg fór til Neskirkju á auglýstum tíma á skírdag. A þeim heilaga stað andaði móti mér tign og Guð' friði. Sólin stafaði geislum síntim inn um glugga bértsetinnar kirkiunnar og fann ég að hugur fólksins var gagntekinn af eftirvæntingu. Flutningur söngverksins tókst nrvðilega, og veit ég. að vinur minn, Riörgvin Guðmundsson, hefði ver- ið ánægður. þótt hann stæði nú ekki siálfur á stjórnpallinum og stjórn- nði eftir „stnu höfði", en eins og allir, sem til þekktu, 'þá var Biörg- vin bæði kröfuharður og vandláttir stjórnandi, sem ekki sætti sig við neitt nema hið bezta í þessum efn- um. Geta má þess, að hér var ekki um langsaniæfðan kór að ræða, heldur söngkór Neskirkju, sem hafði fengið marga ágæta söngkrafta sér til aðstoðar ti! að flytja þetta söngverk. Fólkið, sem þarna kom fram — flutti tónverkið — á allt skilið mikl- ar þakkir. A bak við þetta liggur ntikið starf. vinna. vilii og fórnfvsi. Síðast en ekki sízt, ber að þakka söngstjóranum og formanni kórsins, frú Hrefnu Tynes, fvrir framtak og ágæta stiórn á flutningi verksins. Mjög væri æskilegt að fá að hevra flutta fleiri þætti þessa tónverks í náinni framtíð, þar sem svo vel tókst til að þessn sinni, og vonandi fær alþjóð að heyra úr útvarpi hljóðritun tónverksins, þess hlutans, sem fluttur var. „Frið-frið“. áður en langt um líðttr. Guðmundur Hraundal. WREVF/ii Sími 22-4-22 ; ' . \ ; Prenfsmiðjan Oddi hf. V Bræðraborg^rstíg 7 i < Setberg Sveinabókbandið hf. Prentsmiðjan Hilmir hf. Bræðra'borgarstíg 7 N ^ ' . i - I Borgarprent Arnarfell Vatnsstíg 3 bókbandsvinnustofa — Einholti 2 Nýja sendibílasföðin Prenfsmiðian Holar hf. Nýja n*c"renfsfofan við Miklatorg — Sími 24090 Þi'ngholtstræti 27 Skúlagötu 63 , t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.