Nýtt dagblað - 09.12.1941, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 09.12.1941, Blaðsíða 4
í»\æeÆ£' £?***' ® B) J £t Rauði hertnn sœkír fram nordvesfur af Mariupol o$ gerír hörd gagnáhlaup víð Moskva o$ á Krím Þýzka herstjórnin hefur nú neyðzt til að viðurkenna, að hin stórkostlega sókn á Moskvavígstöðvunum hafi misheppnazt, og kennir vetrarveðráttunni um. Talsmaður þýzku herstjórnarinnar lét svo rnnmæit í gær við blaðamenn í Berlín að sennilega yrði ekki reynt að liertaka Moskva fyrr en undir vorið, og kveður þar mjög víð annan tón, en fyrir tveimur mánuðum, þegar Hitier lýsti yf- ir því, að búið væri að gersigra rauða herinn á miðvígstöðvunum. í herstjórnartilkynningu rauða hersins í gær er sagt frá hörð- um gagnáhlaupum á Moskvavígstöðvunum. Norður af Túla hefur þýzki herinn verið hrakinn tíl baka og hefur rauði herinn nú al- gert vald á veginum milli Túla og Moskva. 1 herstjómartilkynningu Þjóð- verja í gær segir, að á stórum svæðum austurvígstöðvanna sé nú aðeins um staðbundnar aðgerðir a,ð ræða, og hljóti hemaðurinn á næstunni að ákvarðast af því, að rússneski veturinn sé skollinn á fyrir alvöm. Jafnframt reyna, Þjóðverjar að skýra gagnsókn Timosjenkos á suðurvígstöðvun- um og gagnáhlaup rauða hersins við Moskva með því að vetrar- veðráttan sé rússnesku hermönn- unum ekki eins erfið og þýzka é t hemum. A suðurvígstöðvunum sækir rauði herinn enn fram, og er nokkur hluti af her von Kleists í mikilli hættu, því að nyrðri sóknararmurinn hefur sótt hrað- ar fram en sá syðri, og tók í gær borg eina ekki alllangt norð vcstur af Mariupol. Rauði herinn á Krím hefur gert hörð gagnáhlaup á stöðvar Þjóðverja undanfarna daga. Setu liðið í Sevastopol heldur uppi stöðugum útrásum, og liðssveitir frá Kákasus hafa gert ársáir á Kertsskagann, með aðstoð flug- véla og herskipa. Sovétflugmenn skutu niður 44 þýzkar flugvélar í fyrradag. Ell- efu sovétflugvélar fómst. Á Svartahafi sökkti sovétflugvél 4000 smálesta rúmensku vöm- fJutningaskipi. Litvinoff ræðir við Roosevelt Litvinoff, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington, afhenti Boose velt forseta í gær embættisskil- ríki sín og ræddust þeir við nokkra stund. \ Reykvfskir sðsialistar fagna Hallgrfmi og Eggert Samsæti það, sem Æskuiýðs- fylkingin og Sósíalistafélagið gengust fyrir síðastliðið sunnu- dagskvöld, til þess að fagna frelsi þeirra Hallgríms Hallgrimssonar og Eeggerts Þorbjamarsonar fór hið bezta fram. Aðgöngumiðar seldust upp á hálftíma og fleiri urðu frá að Iiverfa en að komust. Steinþór Guðmundsson stjórn- aði hófinu. Ræður fluttu: Snorri Jónsson, Einar Olgeirsson, And- res Straumland, Sigfús Sigur- hjartarson, frú Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Rósenkranz ívarsson og Hallgrimur Hallgrímsson. Var mikið sungið og ríkti fögn uður þátttakenda yfir því, að þessir tveir baráttumenn verk- lýðshreyfingarinnar höfðu nú aft ur endurheimt frelsi sitt. . .Næturlæknir er í nótt: Þórar- inn Sveinsson, Ásvallagötu 7, sími 2714. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkurapóteki. Leshringur Æ. F. R. er í kvöld kl. 9 í skrifstofu Æ.F.R., Lækj- argötu 6. 18.30 Dönskukennsla, 2- fl. 19,00 Enskukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Siðaskiptaménn og trúarstyrjaldir, I: Forspjall Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans (Björn ólafsson og Ámi Kristj ánsson): Sónata í F-dúr fyrir fiðlu og píanó, eftir Mozart. 21.30 Hljómplötur: Tónverk eftir Dvorák: al Kvartett í F-dúr. b) Slavnesk rapsódía. Operettan Nitouche verður sýnd annað kvöld og hefst sala sínu. Þá ritar blaðið heilmikla langloku til þess að sanna að stórmennskubrjálað stríð finnsku Hitlersleppanna sé „vamarstríð” fyrir Finna! Einmitt nú, þegar finnska alþýðan á í vök að verj- ast fyrir þýzka hemum, finnsku fasistastjóminni og herjum henn ar, sem leitt hafa einræði, hung- ur og áþján yfir finnska verka- menn og bændur. „Tíminn” lýkur svo langloku sinni með þessum orðum: „Finn- ar eiga því í vamarstyrjöld og Bandamenn verða að dæma að- stöðu þeirra samkvæmt því”. 6. des. sagði brezka stjórnin íinnsku fasistastjóminni stríð á hendur. Skyldi Jónas hafa gleymt að senda Churchill Tímann, svo hann vissi hvemig hann ætti að liaga sér gagnvart bló^hundum Hitlere í Helsingfore? Churchíll skýr fr frá fridsfíl unutn víd lapan Churchill, i'orsætisráðherra Bretlands, hélt ræðu í gær og SMýrði trá Iriðslitum Japans og Bretlands. Hann minnti á loforð það, er brezka stjórmn gaf fyrir mánuði síöan, um að segja Japan tafar- laust stríð á hendur ef til, ófriðar kæmi milli Bandaríkjanna og Jap an. Hann hefði því talaö við Roosevelt forseta í fyrrinótt, og hefði Roosevelt tjáð sér, að hann ætlaði að leggja fyrir Bandaríkja þmg tillögu um aö segja Japan stríð á hendur, og var tilætlunin að stríösyfirlýsing Breta kæmi þegar á eftir. En þá bárust fregnirnar um árás japansks hers og holu <x brezk lönd í Austur-Asíu, Malakka Singapore og HongKong. Var þá ekki eftir neinu aö bíöa, og í gær samþykkti brezka stjórnin e-H- róma að lýsa yfir styrjaidará- standi milli Bretlands og Japan. Churchill sagðist hafa sent orð sendingu til forsætisráðherrans í Thailandi í gær, á þessa leið: Það er mikil hætta á að land yð- ar verði fyrir árás of hálfu Jap- ana. Verjist henni og verið viss um að brezka stjórnin lítur á árás á Thailand sem árás á sín eigm lönd og mun veita alla hugs anlega aðstoð. Churchill sendi einnig sim- skeyti til Sjang Kajsjek, forsæi- isráðherra Kínverja, í fyrrinótt, þegar vitað var um árás Japana á brezk og bandarísk lönd. Lét Churchill í ljós aðdáun sina a hetjuvöm kínversku þjóðarinnar og lofaði, að Bretar og Kínverj- ar stæðui héreftir hlið við hlið gegn hinum sameiginlegu óvin- um. Forsætisráðherrann varaði við að gera of lítið úr hinni1 nýju hættu. Fjórir fimmtu hlutar mannkynsins berjast nú einhuga gegn fasismanum. Og hann kvaðst öruggur um vilja og mátt lýðræðisríkjanna til að standast einnig þessa raun, og sigra. Japanski flotinn Japanir eiga öflugan fota. Tal- ið er að í japanska flotanum séu átta ný 45 þúsund smálesta or- ustuskip, og em engin jafnstór herskip í flotum Bretlands og Bandaríkjanna, og auk þess 10 orustuskip, gömul, sem hafa ver- ið endurnýjuð að verulegu leyti, 9 flugvélaskip, 4 vasaomstuskip eftir þýzkri fyrirmynd, 120 tund- urspillar og 70 kafbátar. ÁVARP Við undirritaðir vottum hérmoð öllum þeim, er stuðlað hafa að frelsi okkar, hið innilegasta þaliklæti. Við [ ökkum sérstak lega hinum ágætu meðlimum Æskulýðsfylkirgarinnar, meðlimum Sósíalistafiokksins og fjölmörgum þekktura og óþekktum vinum, sem hafa sýnt okkur hina margvísletusíu aðsíoð og vinsemd og sem af fátækt sinni hafa haldið sko. .iuum frá dyrum heimila okkar. Einkanlega viljum við tjá þeim liundrað konum hjartanlegt þakklæti okkar, sem reyndu á hinn göfugasta hátt að færa okkur frelsið. Við viljum og þakka Eyrbekkingum fyrir álla þá vinsemd og hjálp, sem þeir auðsýndu konum okkar og börnum. Síðast en ekki sízt þökkum við forystu Sósíalistaflokksins fyrir allt það, er hún hefur fyrir okkur gert, og fullvissum hana um, að við munum reyna framvegis eins og hingað til, að vera verðugir synir flokksins. Hallgrímur Hallgrímsson. Eggert Þorbjamarson. tfæhfear uerð 01011 - 20 V Ein þjóðstjórnarnefndin — Mjólkurverðlagsnefndin — hefur enn sýnt í verkinu hvemig þeir herrar „halda niðri dýrtíðinni” í Landinu, með því að hækka mjólkurafurðir um 15—20%. Hækkunin kemur til framkvæmda í dag og hækkar mjólkur- líterinn upp í 0,97 kr., rjóminn upp í 6,50 kr. og smjör, sem hefur verið ófáanlegt, (þakkað sé hinni „góðu skipulagningu” þjóðstjóm arnerndarinnar), verður nú selt á 11,50 kr. kg. Hækkunin er m. a. rökstudd með því að reksturskostnaður einnar bifreiðar sé 200,00 kr. á dag. Það kemur í hlut neytendanna að greiða þessa ósvifnu hækk- un, en hve mikið af þessari hækkun fellur í hlut bændanna og live mikið fer til milliliða, sem halda uppi verðinu, það er spurn- ing, sem almenningur krefst að fá svarað. Mjólkurverðlagsnefnd kom skyndilega saman á fund á laugar daginn var og samþykkti þá hina miklu og óvæntu hækkun á mjólk urafurðum. Formaður nefndarinnar lagði þar fram útreikninga, sem hækk- unin átti að byggjast á, og sem virtust ágizkanalega og flausturs lega samdar. Nefndarmönnum var enginn tími gefinn til þess að at- huga þessi plögg, heldur var hækk unin samþykkt tafarlpust. Alþýðuflokkurinn hefur leyst af hendi dyggilega þjónustu við þjóðstjómina í nefndum, sem hún hefur sett til að þrengja kosti alþýðunnar, enda fátt til sparað til þess að „fá að vera með”, en þegar kom að þjeirri roksemd fyr ir mjólkurhækkuninni, að dagleg- ur rekstur eins bils kostaði 200,00 kr. á dag, eða kr. 20,00 um tím- Sjórekíð lík Á laugardaginn var fannst sjó- rekið lík nálægt Sjöundá á Kauðasaiuli. Er talið liklegt að það sé lík einlivers af áhöfn tog- arans Sviða. Lýsing á því hefur verið send hingað suður og er nú verið að rannsaka af hverjum það muni vera. Ýmislegt hefur rekið úr Sviða og þá aðallega á Rauða- sandi. ann, á sama tíma og vörubíla- stöðin Þróttur tekur kr. 8,50 um tímann fyrir bílinn, þá stakk full irúi Alþýðuflokksins við fótum og greiddi ekki atkvæði með hækk uninni, hinsvegar var hann enn svo beygðUr undir fargi þjóð- stjórnarinnar, að hann greiddi ekki atkvæði á móti. Þessi samþykkt Mjólkurverð- lagsnefndar virðist vera ósvífið tiltæki þjóðstjómarliðsins til þess að vinna skipulagt að aukningu dýrtíðarinnar í landinu. Sjálfsagt er þetta framkvæmt samkvæmt kröfu stórbændanna í Framsókn og m. a. til þess að etja bændum og verkamönnum saman fyrir kosningarnar. En því er enn ósvarað, hve stór hlututr smábændanna verður af þessari hækkun. Alþýðan mótmælir því, að verð hækkanir sem þessi, séu fram- kvæmdar án þess að skýlaust sé sannað, að þær séu nauðsynlegar og heimtar: burt með nefnda- i'argan þjóðstjórnarinnar, sem skipuleggur dýrtíð í landinu. Silkisokkar MORLEY beztir. ULLARPEYSUR, drengja. ULLARTREFLAR, herra. SKJALATÖSKUR. HJTAPOKAR, nýkomnir. GÚMMlSKÓOERÐlN Laugaveg 68. Sími 5113. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFELAG REYJAVtKUR „Nitouohe11 Sýning annaft kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. E'rá kl. 4 til 5 er ekki svarað í síma.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.