Nýtt dagblað - 30.12.1941, Page 1
Einai' Olgeirsson.
Sigfús Sigurhjartarson.
Katrín I'álsdóttir. Steinþór Guðmundsson.
Arsæll Sigurðsson.
Sigurður Guðnason.
Guðjón Benediktsson.
Snorri Jónsson.
Stefán Ögmundsson.
BFezHUF 011B0F5HUP Hbp oofíp oelhepDD-
oða árás á oestorslfflod Horees
Níu þýzfcum skípum, 16 OOO smálesflr ad sfærd, sókkL
Þýzha sefulídinu á Vágsöy gförevft
Brezk herskip og flugvélar og brezkur og norskur landher gerði
árás á herstöðvar Þjóðverja á vesturströnd Noregs, um 200 km.
norður af Bergen, og skip við ströndina, síðastliðinn laugardag
með góðum árangri.
Aðalmarkmið árásarinnar var eyðilegging skipa við Noregs-
strendur, og var alls 9 þýzkum skipum, samtals 16000 smálestir að
stærð, sökkt í árásinni, en auk þess eyðilagði landgönguher á
Vágsöy loftskeytastöð, skotfærageymslur og síldarverksmiðju, er
vann fyrir Þjóðverja. Þýzka liðinu, sem fyrir var til varnar, var
gjöreytt, 120 Þjóðverjar féllu, en 95 voru teknir til fanga, og auk
þess 9 norskir nazistar. Árásin stóð frá kl. 8.30 að morgni til kl.
4 e. h., og hafði þá tekizt að framkvæma allar þær aðgerðir, sem
áætlaðar höfðu verið.
Vekur það sérstaka athygli, hve náin samvinna var milli flota,
flugvéla og landhers í árás þessari.
Liðsforingi, sem tók þáttí árás-
inni, lýsti henni í samtali við
fréttamann norska útvarpsina í
t London á þeaía lelÖ:
Rétt fyrir dögun á laugardag
komu brezku herskipin að hinu
örmjóa sundi, er skilur Vágsöy
frá megínlandínu. Ndi'sk'ur ttefn-
sögumaður var á hverju skipi og
norskir leiðbeinendur fylgdu öll-
um landgönguhópunum. Margir
leiðangursmanna höfðu tekið þátt
í árásinni á Lofoten í fyrra.
Var þegar haldið inn í sundið
og tekið að setja niður bátana sem
flytja átti árásarliðið í land. —
Jafnframt hófu herskipin ákafa
stórskotahríð gegn strandvirkjum
Þjóðverja, og svöruðu þau á móti
í fyrstu, en voru brátt eyðilögð.
Norskur herflokkur réðist til
landgöngu á smáeyna Málöy, og
slapp enginn af þýzku hermönn-
unum er þar voru fyrir til varnar.
Aðalaárásin var gerð á Vágs-
öy. Þar réðust brezkar áhlaupa-
sveitir (commandos) til land-
göngu og aðstoðuðu flugvélar
lan^göngu þeirra með því að
Framh. á 3. síðu.
Sósíalistafélag Reykjavíkur ákvaÓ í einu hljáÓi á fundi sínum,
sem haldinn var s. I. sunnudag, að leggja fram lista með eftirfar-
andi mönnum við bæjarstjórnarkpsningar þœr, sem fram eiga að
fara hér í Reykjavík.25. janúar nœstkomand:
1. Sigfús Sigurhjartarson, ritstjóri, Miðstræti 6.
2. Björn Bjarnason, iðnverkamaður, ritari Iðju, Skólav.st. 23.
3. Katrín Pálsdóttir, frú, Nýlendugötu 15 A.
4. Steinþór Guðmundsson, /jennari, Ásvallagötu 2.
5. Einar Olgeirsson, ritstjóri, Njálsgötu 85.
6. Arsœll Sigurðsson, Verzlunarmaður, Nýlendugötu 13.
7. Sigurður Guðnason, verkamaður, Hringbraut 188.
8. Guðjón Benediktsson, múrari, Freyjugötu 25 A.
9. Guðm. Snorri Jónsson, járnsmiður, ritari Félags járniðnaðar-
manna, Frakkasdg 23.
10. Stefán Ögmundsson, prentari, stjórnarmeðlimur Hins íslenzka
prentarafélags, Klapparstíg 27.
11. Andrés Straumland, skrifstofum., forseti Sambands íslenzkra
berklasjúklinga, Hringbraut 76.
12. Petrína Jakobsson, skrifari, Fálkagötu 27.
13. Arnfinnur Jónssom, kennari, Grundarstíg 4.
14. Friðleifur Friðriksson, bílstjóri, formaður ,,Þróttar“, Leifs-
stöðum, Kapl.
15. Helgi Ólafsson, verkstjóri, Grettisgötu 80.
16. Kristinn E. Andrésson, magister, formaður Máls og menn-
ingar, Njálsgötu 72.
17. Guðrún Finnsdóttir, Verzlunarmœr, Grettisgötu 67.
18. Ólafur H. Guðmundsson, húsgagnasm., formaður Sveinafél.
húsgagnasmiða, Bergstaðastrœ 57.
19. Sveinbjörn Guðlaugsson, bílstjóri, formaður Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis, Lokastíg 20.
Framh. á 3, síðu.