Nýtt dagblað - 30.12.1941, Page 2
2
*
NÝTT DÍGBLAÐ
triðjudagur 30. desembér 1041.
LOKRÐ.
Verzlanir vorar og skrifstofur verða
lokaðar föstudaginn 2. janúar vegna
vörutalningar.
Barálta verkalýðslns fyr-
lr grnnnkanpshaikknn
Prenfarar, bókbíndarar, fárnsmiðir, rafvírkfar og
klæðskerar sfanda nú í kaupdeílu, sem leití gefur fíl
verkfalla um áramótín
Félag Vefnaðarvörukaupmanna,
Félag Matvörukaupmanna,
Félag Kjötverzlana,
Félag Skókaupmanna,
Félag Búsáhaldakaupmanna,
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Greiðsla fyrir
i
áramót.
Athygli er vakin á því, að ef tekju-
og eignarskattur og lífeyrissjóðsgjald
þeirra, sem enn eiga gjöld þessi ó-
greidd, eiga að geta komið til frádrátt-
ar við skatta og útsvarsákvörðun á
næsta ári, verða gjöld þessi að hafa
verið greidd í síðasta lagi á gamlárs-
dag, miðvikudaginn 31. þ. m.
Hafnarstræti 5, opin í dag kl.
10—12 f. h. og 1—4 e. h. og á gaml-
ársdag kl. 10—12 f. h.
í NAVÍGI
Ljóðabók effír
Aðalbjorn Péfursson
er komín úf.
Fæsf hfá bóksölum.
Auglýsíd í Nýju dagblaðí
Prentarar hafa 25,95—
115,30 kr. á viku — þeir
vilja fá 31,14—138,36
kr. á viku.
Nýtt dagblað átti í gær viðtal
við Stefán Ögmundsson prentara
um kjó'r og kröfur prentara.
Stefán er í stjórn Prentarafélags-
ins, en stjórnin annast samninga
fyrir félagsins hönd.
Stefán gaf eftirfarandi upplýs-
ingar:
Prentarar eru ráðnir upp á
vikukaup, grunnlaunin eru sem
hér segir:
Handsetjara 97,05 kr.
\rélsetjara 115,30 —
Stúlkna 22—15 —
Nema á fyrsta ári 25,95 —
Nema á fjórða ári 49,60 —
Prentarar hafa 12 daga sumar-
frí og allt að 12 veikindadaga.
Dýrtíðaruppbót er breytist á
þriggja mánaða fresti samkvæmt
vísitölu, eftir á, og er nú 66%.
Prentarar fara fram á að grunn
kaupið hækki um 20%, yrðu þá
bæstu vikulaun, miðað við grunn-
kaup, 138,36 kr., en þau lægstu
31,14 kr. Þeir fara einnig fram á
að dýrtíðaruppbót breytist á mán
aðarfresti samkvæmt vísitölu.
Prentararnir hér semja um kjör
prentara á öllu landinu. Kaup
prentara utan Reykjavíkur er 20
% lægra en hér í Reykjavík, en
nú fara þeir fram á að það verði
ekki nema 10% lægra.
Bókbindarar hafa 22,65
—93,90 kr. á viku — þeir
vilja fá 31,14—138,36
kr. á viku.
Nýtt dagblað átti í gær tal við
Guðgeir Jónsson bókbindara en
hann er í samninganefnd bókbind
ara. Guðgeir gaf eftirfarandi upp
lýsingar um kjör og kröfur bók-
bindara.
Kaupgreiðslur fara fram viku-
lega og er vikugrunnkaUpið sem
hér segir:
Fullgildir sveinar 93.90 kr.
Nýsveinar 85.45 —
Nemar á fyrsta ári 22.65 —
Nemar á 4.(síðasta)ári 50.90 —
Stúlkur fyrstu 6 mán. 20.35 —
St. er hafa unnið 2 ár 47.50 —
Sumarfrí er 2 vikur og veik-
indadagar allt að 12 á ári.
Kaup þetta hækkar samkvæmt
vísitölu á þriggja mánaða fresti,
eftir á, þannig hefur uppbót sú,
sem þeir hafa fengið þrjá síðustu
mánuði þessa árs verið 66%, þó
að dýrtíðarvísitalan fyrir desem-
ber sé 75%.
Kröfur þær, sem bókbindarar
hafa lagt fram eru:
Að kaupið hækki um 24—30%
mismunandi eftir hæð grunnkaups
ins. Yrðu þá hæstu grunnviku-
laun 116,44 kr.
Að dýrtíðai’uppbót verði reikn-
uð út mánaðarlega í stað þess að
vera reiknuð út á þriggja mán-
aða fresti eins og verið hefur.
Járnsmiðir fá 1,93 kr.
um tímann — þeir vilja
fá 2,30 kr.
Nýtt dagblað átti í gær viðtal
við Snorra Jónsson • járnsmið, en
liann er í samninganefnd járn-
smiða. Snorri gaf blaðinu eftir-
farandi upplýsingar:
Járnsmiðir eru ráðnir upp á
tímakaup og grunnkaupið er kr.
1,93 fyrir fullgilda sveina, en kr.
1,78 fyrir nýsveina. Sumarfrí
er 6 dagar, og „veikindadagar”
all't að 6. Atvinnurekendur greiða
þó því aðeins kaup fyrir veikinda
daga að veikindin stafi af slysum
er orðið hafa við vinnuna eða
að rekja megi orsakir þeirra á
annan hátt til starfsins. Dýrtíð-
aruppbót reiknast eftir vísitölu á
tveggja mánaða fresti og er nú
72%. Farið er fram á að tíma-
kaupið verði kr. 2,30, að sumarfrí
verði 1 dagur fyrir hvem unninn
mánuð og veikindadagar 12.
Mjólkursamsalan
tilkynnir.
Til þess að flýta fyrir afgreiðslunni í
mjólkurbúðunum á gamlársdag og nýárs-
dag verður mun meira af mjólkinni haft
til sölu á flöskum þá daga, en verið hefur
nú undanfarið.
Þetta eru viðskiptavinir vorir vin-
samlegast beðnir að athuga.
Rafvirkjar hafa nú 1,93
kr. tímakaup. Fara fram
á 2,50 kr. vegna sér-
stakra skilyrða, sem
þeim eru sett.
Nýtt dagblað átti í gær viðtal
við Jónas Ásgrímsson, formann
Rafvirkjafélags Reykjavíkur. Gaf
hann oss þessar upplýsingar:
Tímakaup rafvirkja er nú kr.
1.93 á klukkustund. Vinnutimi er
9 tímar á dag eða 54 á viku,
svo grunnkaup fyrir reglulega
vinnuviku er kr. 104,22. Eftir-
vinna er 50% hærri á klukku-
stund og næturvinna 100% hærri.
Sumarfrí er nú 6 dagar og veik-
indadagar allt að 14 á ári.
Kröfur félagsins eru þessar í
höfuðatriðum:
Vinnutíminn verði 49 tímar á
viku. Tímakaupið verði kr. 2.50,
(vikugrunnkaup kr. 122,50), og
er sú krafa sett hærri en t. d.
járnsmiðimir setja (kr. 2,30).
með tilliti til þess, að þess er nú
krafizt af rafvirkjum, ef þeir eiga
að fá löggildingu sem meistarar,
að þeir hafi stundað nám við
rafmagnsdeild Vélstjóraskólans i
tvo vetur. Eftirvinna og nætur-
vinna hækki hlutfallslega. Sumar
frí verði 12 dagar, en veikinda-
dagar sömu.
Samtök rafvirkja eru góð og
almennur áhugi fyrir að ná rétti
sínum. Stjórn félagsins fer með
umboð þess í samningunum.
Klæðskerar fá 76,50—
90,00 kr. á viku, stúlkur
195 kr. á mánuði — þeir
fara fram á 100—110
kr. og 225 kr. mánaðar-
laun fyrir stúlkur.
Nýtt dagblað átti í gær viðtal
við Helga Þorkelsson formann
klæðskerafélagsins Skjaldborg og
gaf hann eftirfarandi upplýsingar
um kjör og kröfur klæðskera:
Grunnkaup klæðskera er:
Sveina 90 kr. á viku
Nýsveina 76,50 — - —
Stúlkna 195 kr. á mánuði.
Daglegur vinnutími er 10 stamd
ir, sumarleyfi 8 dagar og veik-
indadagar 12.
Mikið er unnið í ákvæðisvinnu
og á greiðsla fyrir hana að mið-
ast við föstu launin.
Farið er fram á að grunnkaup
sveina verði frá 100—110 kr. á
viku, grunnkaup stúlkna 225 kr.
á mánuði og að vinnudagur verði
8 stundir.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hcít og köld
svíð
allan dagínn
Kaffísalan
Hafnarsfræií 16
KJggrr