Nýtt dagblað - 02.04.1942, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 02.04.1942, Blaðsíða 2
2 NÝTT DAGBLAÐ ETmmtudagur 2. apríl 1942. StslillstalMliurinn iWiir frumuan ui mi- nu DroFiulnigliiar Framh. af 1. síðu. ið eins góðar ástæður til að búa vel að þessu fólki eins og ein- mitt nú. Það er því vissulega tími til þess kominn að Lífeyrissjóður Is- lands verði látinn koma til fullra framkvæmda og gamalmennun- um og ó'ryrkjunum tryggður skil- yrðislaus réttur til ákveðins líf- eyris. Og lífeyririnn verður að vera svo hár, að þeim, sem hans nýtur sé að minnsta kosti með ýtrasta spamaði gert kleift að framfleyta lífinu. Annars eru tryggingarnar kák eitt. Og það eru þær með því fyrirkomulagi, sem nú er á þeim. Með frv. þessu er lagt til, að mjög veruleg breyting verði á óllu tryggingakerfinu. Þegar lög- in xim alþýðutryggingamar vora sett, voru elli- og órorkutrygg- ingamar hugsaðar fyrst og fremst sem persónutrygging, þar sem ætlazt er til, að hinir tryggðu kosti trygginguna að mestu sjálf ir, en njóti þó stuðnings hins op- inbera, Með þessu móti verður tryggingin hvorki fugl né fiskur. Fyrir þeirri kynslóð, sem nú er komin á fullorðinsár, verður að sjá með sérstökum hætti. Reynsl- an hefur þegar sýnt, hvers virði sú forsjá er. Hitt hefur reynslan lika sýnt, að þeir, sem greiða ið- gjóld frá 16 ára aldri geta ekki vænzt þess að fá boðlegan lífeyri í ellinni samkvæmt þeim reglum, sem ellitryggingin er byggð á. Það fyrirkomuleg að safna sjóð- nm, sem ætlazt er til, að standi undir trggingunni í fjarlægri fram tíð, er svo óheppilegt, að það ber tafarlaust að hverfa frá því með öllu. Með þessu frv. er ætlazt til þess, að horfið verði frá þess- ari braut og elli- og örorkutrygg- ingarnar færðar í það horf, að þær verði fyrst og fremst þjóð- félagstryggingar, bomar upp af þjóðfélagsheildinni og með á- kveðnum og skýlausum þjóðfé- lagslegum réttindum til handa þeim, sem þeirra eiga að njóta. Það er að vísu nauðsynlegt, að nokkur sjóðsöfnun eigi sér stað, ekki til þess að standa undir ''-ryggingunni í fjarlægri framtíð, þegar sjóðuripn kann að vera orðinn einskis virði, heldur til þess að nægilegur varasjóður sé jafnan fyrir hendi. Framlóg ríkissjóðs og bæjar- og sveitarájóða era að visu all- há samkv. framv. þessu, eins og nú standa sakir nokkuð hátt, á þriðju milljón króna, að viðbættri verðlagsuppbót frá hvorum að- ila. En með því ætti líka að verða séð fyrir framfærslu alls þess folk sem hlut á að máli. Eh- þá að athuga, hvort tekjur lífeyris- sjóðs mundu nægja til að standa undir skuldbindingum hans og fyrir hæfilegri aukningu sjóðsins. Það liggur í hlutarins eðli, að úr þessu getur reynslan ein skorið. En þessar tekjur ættu að nægja til þess að greiða í lífeyri upp- hæð, sem svarar því, að allt að 70% allra öryrkja og gamal- menna 67 ára og eldri fengju greiddan fullan lífeyri, eins og nánar mun skýrt í framsógu. Á áranum 1937—1939 fengu aðeins ,09,7%—62,6% gamalmennanna nokkurn styrk,, og mikill meiri hluti þeirra aðeins lítilsháttar glaðning samkv. 1. lið 80. gr. alþýðutryggingalaganna. Svo virð- ist því, sem þessar tekjur ættu vel að nægja. Hins vegar er sjálf- sagt, að tækifærið sé notað til þess að safna sem mestu í sjóð þegar fjárhagur hins opinbera og þjóðarhagurinn yfirleitt stendur með blóma. En að sjálfsögðu verð ur að endurskoða, ákvæðin um tekjuhliðina jafnskjótt og reynsla er fengin. Tilkynning Samkvæmt samþykkt trúnaðarráðs ,,Dagsbrúnar“ og áður sett- um reglum félagsins, svo og samningum við vinnuveitendur, eru allir verkamenn, sem vinna á félagssvæðinu áminntir um að hafa félagsskírteini sín í lagi, svo að þeir geti notið allra samnings- réttisda félagsins. Sérstaklega eru aðkomuverkamenn áminntir um að tryggja sér vinnu og samningsréttindi á vinnusvaeði ,,Dagsbrúnar“ samkvæmt réttinda félagsins. STJÓRNIN. Gummístakkar níðsterkir fást í YOPNA Aðalstræti 16. Heíf og böld svíd allan dagínn Kaffisalan Hafnarsiraefi 16 Við höfum rifjað upp tvö meg- inatriði úr bersöglisræðu Reykja- víkurbréfa frá síðasta sunnudegi. Við höfum séð þann sannleika fciasa viö okkur að vaidhaiar öjálf stæóisílokksins hyggjast að nota ,.vald og abstöou” þeirra sem í sveitunum búa til þess að tryggja íbrustu Thorsættarinnar í lands- málum. Þá sem í sveitunum búa á að ginna til þjónustu viö þessa mjög svo virauiegu ætt meö því að heita þeim ,,gulli haisins” til þess að jaina mefin á hmum ei- liia taprekstii sem Morgunbiaöiö teiur óumílýjanlegt ao reaa í sveit unum. Umbuoaiaust sagt höium við séð þann sannleika, að nokku'r hiuti af íorustuiiói Sjálfstæöis- fiokksins hyggst að gera fullkom- ið bandalag við Framsóknarflokk- inn og njóta með honum í fullu bróðerni ávaxta ranglætisins og ffyggja þar með völdi Jónasar- Thors klíkunnar. I öðru lagi höfum við séð hvem ig þessir herrar fara að því að ..baknaga, rógbera og níða” —- svo notuð séu þeirra eigin orð — Jndstæðinga sína; hvernig þeir brengla hugtökum og falsa staö- reyndir, þegar þeir finna hinn málefnalega grandvöll brenna und ir fótum sér. , Og nú erum við komnir að þriðja atriði bersöglisræðunnar, og gefum höfundi Reykjavíkurbréfa orðið- „Þriðja atrídíd" „Þeim mun minni sem þjóðin er, íáliðaðri og vanmegnugri til þess að geta nokkurntíma látið á sér bera að gagni með f jármun- um sínum, þeim mun nauðsynlegra er henni að eiga sér menningarlíf, sem veitir henni borgararétt í .samfélagi þjóðanna. En þeir menn, sem helga líf sitt hinum andlegu störfum, og á þann hátt vinna að ómetanlegum verðmætum í þágu alþjóðar, verða líka að skilja að það er þeirra líf og þeirra hagur, að frjáls og heilbrigð efnahags- starfsemi fái að njóta sín í land- inu. Er þess skammt að minnast, að efnahagur þjóðarinnar var svo aumur, að skáld vor og andans menn voru oft sveltir eða þeim gefið á gadd, mest vegna þess, að hér var öll efnahagsstarfsemi löm- uð, viðskipti fjötruð og þjóðin efnalega ósjálfbjarga”. Þetta er þá þriðja atriðið. Það veit að þeim sem helga líf sitt ,.andlegum störfum”,skáldum og rithöfundum, máluram, myndhögg vuram o. s. frv. Alþingi hefurfalið Menntamála- ráði, undir forustu Jónasar Jóns- sonar, að meta afrek þessara manna, og launa þau af fé þjóð- arinnar. Það hefur ekki vakið neina al- menna undrun þó Jónas Jónsson hafi framkvæmt þetta á gjörræðis fullan hátt, annars hefur aldrei verið af honum vænzt. Greining hans á listamönnum í kommún- ista og ekki kommúnista er í fullu samræmi við hans sjúklega sálar- ástand- Heift hans í garð þeirra listamanna, sem honum hefur ein- hvemtíma sinnast við er í fullu samræmi við brjálæðiskennda lang rækni hans. Viðleitni hans til að i um SláWlsllfliiin um SfisiallsfaflDliftlnii. III. íótum ti'oða og svelta þá hsta- menn, sem honum eru andvígir í skoðunum, viðleitni hans til þess að visfa alla slíka menn ,,utan- garðs” í þjóðfélaginu, og öll sú heift. sem fram hefur komið í þessari viðleitni hans, er í fullu samræmi við hina þjóðkunnu, sjúkltegu heiftrækni hans. En nú er okkur birtur sá sann- leikur, að veikleiki Jónasar hefur vitandi vits verið tekiim í þjón- ustu valdaklíkunnar í Sjálfstæðis- Uokknum. Nú vitum við að allt tal leiðandi Sjálfstæðismanna um svívirðilega framkomu Jónasar í garð listamanna hefur verið fais eitt og fláttskapur; nú vitum við að Jónas hefur með allri sinni bar áitu gegn róttækum listamönnum aðeins verið að framkvæma vilja Thorsklíkunnar í Sjálfstæðisflokkn um. Jónas er hið mikilvirka verk- færi; hann á ófyrirleitnina, hann á hugkvæmnina, hann á hina brjál æðiskenndu heiftrækni, sem með þarf til að framkvæma það sem auðvirðilegar smásálir Sjálfstæðis leiðtoganna þrá í anda og sann- leika, en afneita með vörunum. Allt þetta hefur höfundur Reykja víkurbréfanna opinberað. Þjóðin þarf að ,,eiga sér menn- iugarlíf sem veitir henni borgara- rétt í samfélagi þjóðanna”, segir höfundur Reykjavíkurbréfa mikið rétt. En mennirnir sem eiga að veita henni þennan ,,borgararétt í sam- félagi þjóðanna”, skáldin og lista- mennirnir, þeir verða líka að ,,skilja það að það er þeirra líf og þeirra hagur að frjáls og heil- brigð efnahagsstarfsemi fái að njóta sín í landinu”, svo segir höf- undur Reykjavíkurbréfa. Vel mega hér allir skýr orð skilja, og hefðu þau ekki einu sinni þurft að vera svona skýr til þess að allir hefðu skilið. Listamönnum á samkvæmt þesau því að eins að vera líft í landinu að þeir „skilji” og boði í „list” sinni stefnu Morgunblaðsmanna í atvinnumálum. Þeir eiga að syngja einkaframtakinu lof og dýrð í ræðu og riti Þeir eiga og að veg- sama og prísa „harðduglega fram- kvæmdarstjóra”. Þeir eiga að gera þá sem „týna eignum” „bjarg ráðafélaganna” á dularfullan hátt, en finna sjálfir á jafn dularfullan hátt stórfellda fjársjóðu, sér og föðurlandinu til blessunar, að þjóð hetjum. Þeir eiga að boða skoðan- ir þeirra, sem ráða í þjóðfélaginu, vinir rikisstjórnarinnar eiga að vera vinir hstamannanna, óvinir hennar þeirra óvinir, skoðanir hennar þeirra skoðanir. Og sjá, ef allt þetta verður þá verður Jón as Jónsson látinn gefa þeim á garða, en vei þeim sem ekki krýp ur fram í auðmjúkri lotningu, hans hlutverk er hið ömurlegasta, honum verður hárað á gaddinn „utangarðs” í þeirri von að sterk- viðri og stórhríðar kenni honum að betur sé líkamanum borgið með því að syngja föður ólafi og syni hans lof og dýrð í SSonskór „inn- angarðsmanna”.- Annars er hin sameiginlega stefna Sjálfstæðisflokksins og Jón asar Jónssonar gagnvart skáldum og listamönnum ekkert nýtt fyrir- trigði. Höfuðóvinur alls aftur- halds á öllum öldum, og i öllum löndum hafa verið skáld, lista- menn og aðrir þeir sem um and- legt atgjörvi hafa verið fjöldanum höfði hærri. Það era þessir menn, sem hafa verið í forustusveit mannkynsins á leið þess um eyðimerkur fá- vizku og vanþroskans, til hinna fyrirheitnu landa farsældar og menningar. Lítilfjörlegar og þröngsýnar smásálir, á borð við Ólaf Thors og Jónas Jónsson, hafa aldrei lát- ið á sér standa að móta gullkálfa og biðja lýðinn að stíga dans um þá, ef verða mætti að roði gullsins gleftu fólkinu sýn svo það missti sjónar . af merki foringjanna, og hávaði trúða og trumbuslagara yf- irgnæfði rödd leiðtoganna. Það befur heldur aldrei skort andleg úrhrök gædd hæfileikum Jónasar og Ölafs sem hafa hrópað til lýðs ins í hvert sinn er hann hefur sótt fram til meira frelsis og meiri menningar. Snúum við, hverfum til kjötkatla Egiftalands, hverfum aftur að þrældómi manna. Það eru menn af þessari gerð sem hafa ofsótt spámenn og spek- inga allra landa og alda. Það eru menn af þessari gerð sem hafa hncppt þá í fangelsi, það era menn af þessari gerð sem hafa drepið þá, það eru menn af þessari gerð sem blóð brautryðj- endanna hrópar á og þá hvað hæst þegar þeir svívirða minningu þeirra með loftköstum varanna, á sama tíma sem þeir leitast við að svelta eftirmenn þcirra á „gaddin- um” utan við ,,garð þjóðfélags- ins. Nítjánda öldin skyldi þessa ei- lífu baráttu afturhalds hvers tíma gegn afburða gáfum, afburða snilli og afburða manngöfgi, öllum öldum betur. Og baráftan fyrir andlegu frelsi varð aðalsmerki aldarinnar. Ávöxtur þessarar baráttu varð auðvitað meiri framfarir, meiri sókn fram á við til menningar og manngöfgis en áður vora dæmi til. * Að því hlaut að koma að þessi sókn yrði háð á kostnað auðvaldsþjóðfélaganna á nú- verandi þróunarstigi. Að því Maut að koma að fram- verðir menningarbaráttunnar sæu, hve heimskulegt það þjóðskipulag er, sem við nú búum við. Að því hlaut að koma að þessir sömu framverðir sæu að þetta skipulag getur ekki rúmað þá menningu, bræðralagsins, sem koma skal, og þegar að þessu marki var komið, var komið að hagsmuna og valda- aðstöðu yfirstéttanna, þá bjugg- ust þær til varnar, og brendu all- ar frelsishugsanir nitjándu aldar á báli. Þessi vamarbarátta afturhalds- ins gegn framsókn skálda, lista- manna, spekinga og spámanna lieifir fasismi.þessi barátta er hin andlega pest nútímans, barátta gegn þessari pest er háð af hreysti og hugprýði, ag hún mun ’ærða sigursæl, en hinar sýktu breiða út sýklana eftir beztu getu þeir hafa féð og önnur þau tæki, sem með þarf til þess að útbreiða fcina andlegu pest, og hér á ís- Framh. á 4. síðu.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.