Nýtt dagblað - 12.04.1942, Blaðsíða 1

Nýtt dagblað - 12.04.1942, Blaðsíða 1
SOSí ALISTAR! Fundur verðuir í Sósíalista- félagi Reykjavíkur í dag kl. 4 e. h. í Baðstofu iðnaðar- manna. KriS'tinn E. Andrésson les úr bók um Sovétríkin, sem vakið hefur mjög mikla at- hygli út um heim. Ennfremur verður rætt um hátíðahöldin 1. maí. og Al- þingiskosningar. Sósíalistar! Fjölmennið og mætið stuindvíslega. Kongressflokkurínn og Múhameðssam bandíð hofnuðu bœðí fílbodunum Sír Sfafford Crípps fer heim i dag Svör indversku stjórnmálaflokkanna við tilboði brezku stjóm- arinnar voru gerð heyrum kunn í gær. Kongressfiokkurinn og Samband Múhameðstrúarmanna hafa bæði hafnað tilboði bre/.ku stjórnarinnar. Aðalástæðurnar munu vera þær, að Indverjar fá ekki stjórn landvarnarmálanna I sínar hendur samkvæmt þessum tilboðum. Sir Stafíord Cripps flutti ræðu í útvarpið í gær. Gerði bann þar grein fyrir svörum flokkanna. K\ aðst hann harina að ekki hefði náðst samkomulag í þcssum málum. Nýðrsnóttin leikin Akureyri Verkalýflsfélögin munu hafa kröfugöngu ng útifund 1. maí Þaú eru nú að útnefna 1. maí-nefndir sínar Trúnaðarráð Dagsbrúnar samþykkti hýlega, eins og hér var frá sagt, að leita samvinnu við önnur verklýðfélög I bænum og fulltrúaráð verklýðsfélaganna um sameiginleg hátíðahöld 1. maí Hefur Dagsbrún snúið sér til þessara aðilja um þessa samvinnu og eru verklýðsfélögin nú óðum að skipa 1. maí fulltrúa sína eins og venja er til. Áhugi fyrir sameigintegri kröfugöngu alls verka- lýðs er sem vænta má hinn mesti, því aldrei hefur verið önnur eins ástæða og nú til stórfenglegra mótmæla gegn kúgunar- og einræðispólitík ríkisstjórnarinnar. Hann kvað mikio tækifæri hafa boðist hér til að binda endj á gamalt deilumál, en það tækifæri hefði ekki verið notað. Kvað hann Indverja sjálfa hafa verig ósammála innbyrðis. Bretar hefðu boðið mikið fram. Tillögurnar hefðu sætt allmikilli gagnrýni, en að sínu áliti hefðu þær orðið góð- ur grundvöllur undir framtíðina. Sundrung Indverja hefði meðal annars komið fram í því að MÚ- hameðstrúarmenn hefðui krafizt sérríkis fyrir sig, en Kongress- flokkurinn hefði verið algerlega á móti slíkri skiptingu landsins. E'n Bretar hefðu lofað að vemda rétt minnihlutans í Indlandi og því gætu þeir ekki fengið Kon- gressflokknum elnum völd yfir öllu ríkinu í hendur, slíkt hefði orðið flokksstjórn, raunverulega einríeðisstjórn. Sir Stafford kvað umræðumar hafa farið vinsamlega fram og áleit að með þeim væri gerður nokkur undirbúningur að endan- legri lausn málsins. Sir Stafford fer heimleiðis strax í dag, (Þess ber að geta að Jinnah, formaður eins af Múhameðstrú- armannasamböndunum, sem mik- ið hefur nú komið við sögu og staðið fast á sérróttindum þeirra, er mjög handgenginn Amery, Ind landsmálaráðherra Breta, sem er einn helzti afturhaldsmaðurinn gagnvart Indverjum). Á Leningradvígstöðvunum hef- ur rauði herinn tekið allmörg virki og rnikið herfang. Sífelt er þjarmað meir og meir að leyfum 16. hersins þýzka við Staraja Rússa. Hafa enn allar tiiraunir Þjóðverja til að hjálpa honum misheppnast. Á Akureyri er nú hafin sýnmg á „Nýársnóttinni”, hinum vinsæla sjónleik eftír Iudriða Einarsson og er það Leikfélag Akureyrar sem sýnir leikmn. Frumsýningin var í fyrrakvöld og var leiknum ágætlega tekið t'g leikstjóri og leikendur hyltir íj sýningu lokmni. Þjóðverjar hraða nú liðflutning um frá hernumdu löndunum, eipk um frá Frakklandi, til austurvíg- stöðvanna. 100 þús. Serbar I skæruflokkum Serbnesku skæruflokkarnir valda fasismanum æ þyngri bú- sifjum. Nýlega upprættu þeir heila italska herdeild, sem send var þeim til höfuðs. Tóku þeir þá mikið af skotfærum. Hafa. þeir yfirleitt fengið meginið af skot- vopnum sinum frá óvinunum á þennan hátt, líkt og skæruhópar kommúnista í Kina gerðu i við- ureigninni við Japani. Það er nú talið að upp undir 100 þús. Serbar séu i skæruhóp- unum og fer þeim sífelt fjölgandi. Nýlega gerðu þeir skyndiárás á Zagreb, höfuðborg Króatíu, og tókst að valda þar miklu tjóni, án þess að bíða nokkuð tilfinnan- legt tjón sjálfir. En verklýðsfélögin eru ákveðin i að skipleggja þessa 1. maí-bar- áttu á lýðræðislegum grundvelli, enda er það eini möguleikinn til að tryggja þátttöku alls fjöldans. Og sá grundvöllur fæst aðeins með því að öll verklýðsfélögin séu þátttakendur í undirbúningn- um með því að útnefna á lýðræð- erheims Hinn frægi norski skæruliðafor- ingi, Larsen, sem nefndur hefur verið Hrói Höttur Noregs og sem fyrir löngu er frægur orðinn fyr- ir baráttu sína gegn nazistunum í Norður-Noregi, átti nýlega i höggi við sveitir Mannerheims, hins finnska hvítliðaforingja. Larsen réðist með mönnum sín um á hergagngeymslu finnska hersins i Salmijaervi-héraðinu. Meðan þeir voru að undirbúa eyði leggingu hergagnageymslunnar réðust 8 menn að þeim og ákvað foríngi þeirra að taka Larsen til fanga, en Larsen, sem virðist vera margra manna maki að snar ræði og karlmennsku felldi 3 varð menn með byssustingnum, rotaði 2 þeirra með riffilskeftinu og skaut 3 með skammbyssu. Menn hans héldu starfi sínu áfram — hergagngeymslan varð sprengd í loft upp og skærulið- arnir komu heim til bækistöðva sinna án þess að hafa beðið nokk- urt tjón. islegan hátt, eins og þau erui vön, l.maí-fulltrúa, hvert frá sér, sem svo vinni sameigintega að öllum undirbúningi 1. maí. Það er sjálfsagt að fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Alþýðusam- bandinu sé með í þessum imdir- búningi. Alþýðublaðið í gær er hinsvegar að gefa til kynna að einhverjir menn í ráði þessu ætli að hrifsa til sín öll ráð í þessu máli og styður blaðið slíkt ein- ræðisbrölt sem vænta má. Full- trúaráðið verður að gera sér ljóst að því mun ekki haldast uppi að hrifsa til sín neitt af þeim rétti og því valdi, sem verklýðsfélögin hafa um ákvörðun og tilhögun 1. maí. Fulltrúaráðið er sem sé kosið á einræðisgrundvelli, þar sem aðeins Alþýðuflokksmenn voru kjörgengir, — og verklýðs- hreyfing Reykjavíkur beygir sig ekki undir neitt flokkseinræði né flokkseinkenni lengur. Samvinnan við fulltrúaráðið er æskileg og sjálfsögð, en yfirráð þess verða ekki þoluð í neinni mynd. — Það er þeim mönnum, sem slíka yfirráðadrauma hafa, bezt að gera sér ljóst strax. 1. maí verkalýðsins mun nú verða voldugri og stórfenglegri en nokkurri sinni fyrr. Það skal ekkert einræðisbrölt, hvaðan sem það kemur hindra algera, glæsi- lega einingu fólksins 1. maí. japanar komast á land í Sebú í Filíppseyjum Japönum hefur tekizt að koma her á land á eynni Sabú í Filipps eyjum (4400 ferkm. Yi milljón íbúa). Bandarikjamenn vörðust vel, en Japanir voru miklu fjöl- mennari og tókst því landgangan. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki komist langt inn á eyna. Áköf skothríð hefur verið gerð á virkið Corregridor undanfarið, en Bandaríkjamenn þar hafa eng- an bilbug látið á sér finna. Ástralskar flugvélar hafa gert árás á flugstöðvar Japana á eynni Timor með miklum árangri. ur að. Tveim ameriskum flutningaskip um hefur verið sökkt við austur- strönd Ameríku. Dömur Davies hinn kunni sendiherra Bandaríkjanna um Tfmann og aúra.sem útbreiða lygar um Sovétrfkin DAVIES, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna í Moskva, sá hinn sami, er ritað hefur bók- ina: „A Mission to Moskwa“, og hið mesta um- tal hefur vakið, gaf fyrir skemmstu þá yfirlýsingu á fundi í Washington, að þeir Ameríkanar, sem væru að hleypa af stokkunum áróðursherferð „hræsnis og rógburðar“ gegn Ráðstjórnarríkjun- um, „þjónuðu þeim tilgangi, sem hinir keyptu agentar Hitlers í Bandaríkjunum væru með á prjónunum leynilega um þessar mundir“. Rauði herinn tekur Bjelgorod Sókn á öllum vígstöðvunum Rauði hcrinn sækir fram á öllum vígstöðvuuum. Á miðvígstöðvunum sækir bann nú fram til borgarinnar Vi- tebsk í Hvíta-Rússlandi, norðvestur af Smolensk. Á suðurvígstöðvunum hefur sami herinn tekið borgina Bjel- gorad, sem er norður af Karkoff, mjög mikilvæg járnbrautarstöð. Rardagarnir fara síharðnandi á þessum stöðvum. 300 þýzkar flug vélar skotnar niður á þrem dögum. 3000 Þjóðverjar féllu við Brý ansk. 250 féllu í einni árás er gerð var við Karkoff. 200 féllu á einum degi á Kalininvígstöðvunum og tók rauði herinn {mr 8 virki. Larsen -- hinn norski „Hrói hðttur'' - berst við hvítliða Mann-

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.