Nýtt dagblað - 12.04.1942, Blaðsíða 3

Nýtt dagblað - 12.04.1942, Blaðsíða 3
Snnnudagur 12. apríl 1942. NtTT DAGBLAÐ 3 cvjavpóstutiwn Fullkomnasta lýðræði ver- aldarsðgunnar Eigandi og útgefandi: Gunnar Benedikísson. Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb,) Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórn: Hverfisgötu 4, sími 2270. Afgreifisla: Austurstr. 12, simi 2184. Víkingsprent h. f. Enn hafa þeir ekki lfiert nóg Samningarnir milli Indverja og brezku stjóniarinnar hafa farið út um þúfur. Brezka stjómin vildi ekki ganga að sjálfstæðis- kröfum Indverja. Hún hefur auð- sjáanlega ekki lært nógu mikið enn. Brezka afturhaldið hefur þrátt fyrir allt getað hindrað full an sigur lýðræðisaflanna í þessurn þýðingarmiklu átökum. Allir sannir vinir lýðræðis og þjóðfrelsis í veröldinni hljóta að liarma þessi endalok. Þau em al- varlegur ósigur þjóðfrelsis og lýð- ræðis á örlagaríkustu augnablik- um styrjaldarinnar, þegar fram- tíð mannkynsins um áratugi get- ur oltið á ákvörðunum nokkurra daga. Brezka auðvaldið hefur enga afsökun í þessu máli. Það hefur engan rétt til að lialda þjóðfrelsi Indverja fyrir þeim. Þeir hafa fullan rétt til tortryggni í þess garð. Vilji Ind- verjar ekki sætta sig við annað en að fá nú þegar indverska rík- isstjórn, sem ræður þeirra mál- um, — þá ber brezku" stjórninni l.æði út frá þeim nugsjónum, sem barizt er fyrir í þessu stríði, og út frá pólitískum hyggindum rð ganga að því tafarlaust. Það er viðurkennt sem ein grundvallarkenning lýðræðis- Landalagsins í þessari styrjöld, að hver þjóð skuli liafa fullan rétt til að ráða sér sjálf. — Það getur enginn alvarlega hugsandi lýðræðissinni tekið mark á þeirri mótbáru Breta að Indverjar séu ckki færir um að ráða málum sín- um sjálfir. Sú þjóð, sem hefur rnörg undanfarin ár látið gamla þöngulhausa og forríka braskara ráða fyrir sér á þann hátt aö efla í sífellu óvini- hennar, p^ka- land Hitlers og Japan, en svíkja hvern vin hennar á fætur öðmm, og koma þannig öllu lýðræði ver- aldarinnar á lieljarþrömina, getur ekki borið þjóð, sem hefur valið sér að leiðtoga Nehrú, einhvern bezta og tryggasta lýðræðissinna veraldarinnar, það á brýn, að hún géti ekki stjórnað sérsjálf. Nehrú er eins fær — og færari — til að stjórna Indverjum, eins og Tsjang-Kaj-Sjek Kínverjum, og hafa þó Kínverjar háð 4 ára stríð gegn Japan á meðan auðmcnn Bandaríkjanna og Bretlands hafa birgt Japani að vopnum og hrá- efnum og standa Kínverjar í Jap- önuim enn, meðan Bretar og Hol- lendingar missa hvert landið í hendur þeim eftir annað, af því þeir hafa ekki viljað gefa íbúun- um frelsi. Það cr ekki til neius.— nenm ills — að berja höfðinu við steint inn. Yfirráðum hvítra manna í Austurlöndum er lokið. Það er glæpsamleg þrákelkni af bfezkum auðmönnum að ætla að reyna að þ.eyja stríðið áfram sem heims- Að gera hreint fyrir sín- um dyrum Vorið er að koma, og menn finna meira til þess en í skammdeginu, hve frábær- lega óþrifalegur bærinn er. Komið hafa fram raddir um, að úr þessu megi bæta með því, að hver geri hreint fyrir sín- um dyrum. Þessar raddir hafa heyrzt í blöðunum, og þær hafa einnig komið frá háttsettum embættismönnum, sem stöðu sinnar vegna eiga um þessi mál að hugsá. Hvað er átt við í þcssu sambandi, þeg- ar talað er um, að menn geri hreint fyrir sínum dyrum? Helzt virðist það vaka fyrir þeim, sem um þessi mál fjalla, að íbúar í hverju húsi haldi gangstéttum hreinum framan við það, og jafnvel hálfri götunni, og svo að sjálfsögðu lóðinni umhverfis húsið. Auðvitað ber hverjum húseiganda að sjá um að lóðin umhverfis hús hans sé ætíð hreinleg, en til þess að honum sé það kleyft, verður bærinn að sjá um, að valdastyrjöld í Asíu, — sem sam- keppnisstyrjöld um það hvort eng ilsaxneskt eða japanskt auðvald skuli ráða þar, — þegar stríðið í Evrópu; er í aðalatriðum orðið frelsisstríð undirokaðra þjóða og stétta. Baráttan í Asíu stendur um hvort Asíuþjóðirnar, — Indverj- ar, Kínverjar, Malajabúar, Java- menn og aðrar, — eigi að ráða sér sjálfar eða vera undirokaðar af Japönum. Ef auðmenn Breta og Hollendinga ekki hjálpa Ind- verjunum og öðrum kúguðum þjóðum Asíui í frelsisstríði þeirra, þá eru þeir að hjálpa Japönum, eins og þeir hafa gert á undan- förnum árum. Og ef brezka þjóð- in ekki knýr stjórn sína til að breyta nú þegar út frá því sem hugsjónir og hyggindi bjóða, þá þekkir hún ekki sinn vitjunar- tíma. Bretar ættu að athuga í þessu sambandi pólitík Stalins í þessum málum, er Bolsévikkar tóku völd í Rússlandi í nóvember 1917. Stalin var þá sá þjóðfull- trúi, er hafði mál smáþjóðanna í rússneska ríkinu með höndum. Ástandið fyrir hina nýjuí stjórn var í hvívetna hið hættulegasta. övinirnir stóðu eigi aðeins við landamærin — eins og Japanir nú við hlið Indlands, heidur og langt inni í landinu. — En þeir Stalin og Lenin hikuðu ekki vlð að gefa hverri þjóð Rússlands strax fullt írelsi, einnig til að fara úr ríkis- heildinnL Eins og kunnugt er, óðluðust Finnar frelsi sitt á þenn an hátt, — þa.ð frelsi sem keis- aralegi hershöfðinginn Manner- heim og aðrir finnskir quislingar eyðilögðu síðar fyrir þeim, En einmitt þessi ófrávíkjanlega hugsun þjóðfrelsisins, sem verið hefur leiðarstjarna Bolsévikka- flokksins, skapaði þau sterku sgm tök frjálsra þjóða, sem við nú þekkjum sem Samband Sovétlýð- veldanna, þau samtök, sem reynst hafa ósigrandi. _ % Brezka yfirstéttin hefur allra stétta bezt í veröldinni kunnað þá list að drottna yfir öðrum. — Nú reynir á hvort brezka þjóðin lærir í tíma þá list að veita þeim þjóðum frelsi, sem yfirstétt henn- ar hefur fært í fjötra. Það er jafnframt leiðin til fulls frelsis fyrir hana sjálfa. — En það eru síðustu forvöð nú. framkvæma sorpbreinsun sómasamlega. Lengra getur skylda almennings ekki náð f þessu efni. Það er eins og hver önnur fjarstæðk, að ætlast 'til þess, að einstakl- ingarnir annist götuhreinsun út af sínum dyrum; slíkt verður heildin að annast, og slíkt ber bænum að sjá um undan- dráttar- og refjalaust. Eins og sakir standa er þetta ekki svo auðvelt En það er ekki eins auðvelt og ætla mætti, að halda bænum hreinum, eins og göturnar eru útlítandi. Sannleikurinn er sá, að bærinn verður aldrei annað en óþrifahæli meðan önnur hver gata eða vel það, eru malargötur. Krafan, sem gera verður er sú, að allar götur bæjar- ins verði malbikaðar eða steyptar. Þá og þá fyrst getum við vænzt þess, að bær- inn verði þrifalegur. Er þetta framkvæman- legt ? Því ber ekki að neita, að slíkar fram- kvæmdir mundu kosta offjár; en eigi að síður verður þetta að framkvæmast. En fyrsta skilyrðið til þess, að svo megi verða er, að tekið verði fyrir hina sí- felldu útþenslu bæjarins. Þetta er auð- velt að gera, því að á því landssvæði sem Reykjavík er byggð, gæti verið margfalt stærri bær, og mætti þó sjá vel fyrir nauð- synlegum auðum plássum. Ef þegar er unnið að því, að taka fyrir útþenslu bæj- arins, þá væri hægt að gera göturnar þannig úr garði, á skömmum tíma, að samboðnar séu menningarborg. En þá verður einstakl- ingshyggjan að víkja Það sem bera ger, er að hverfa þegar að því ráði, að endurbyggja hin eldri hverfi bæjarins, í stað þess að byggja sí- fellt ný hverfi. En til þess að þetta sé framkvæmanlegt verður bærinn að eiga allt það land, sem hann er reistur á, enda er mönnum nú óðum að skiljast. að einka- eign á lóðum í bæjum og kaupstöðum er hrein og bein fjarstæða. Hvað Reykjavík snertir, ætti bærinn að taka allar þær lóðir eignanámi, sem eru í einstaklings eign. Einstaklingshyggjan verður þarna að víkja, en félagshyggjan að ríkja. En ekki er það nóg, að bærinn eignist lóðirnar. Byggingarnar verður að reisa á félagsgrundvelli. Bæjarfélagið sjálft eða samvinnufélög, sem starfa undir eftirliti bæjarins, verða að fá byggingar fram- kvæmdirnar í hendur. — Fyrst þegar svo er komið, verður hægt að ganga að því á skipulagsbundinn hátt, að endur- byggja bæinn. Og þrifalegan og fagran bæ fáum við ekki fyrr en að því ráði er horfið. Hvergi höfði sínu að að halla Ég hitti ungan Reykvíking á förnum vegi hér á dögunum. — Hvernig hefur þú það? — Jú, þakka þér fyrir, ég hefi nóg að gera, og sæmilegar tekjur, og það er auð- vitað mikils virði; en ekki er allt fengið með þvi. — Hvað er þá að þér? — Eg er einn af þessum heimilisleys- ingjum, sem kaupi mér fæði á einhverri ..sjoppunni" og kem fötunum mínum í þvott þar sem bezt hentar. Þetta er nú allt gott og blessað meðan það gengur. En nú er svo komið, að stundum verður maður að fara matarlaus í rúmið á kvöld- in, og tuskurnar fær maður ekki þvegn- ar nema með mánaðar millibili. — Getur þú ekki fengið þér fast fæði og þjónustu? — Fjöldinn allur af matsölunum neitar nú hreinlega að taka menn í fast fæði, og svo fer það eftir atvikum, hvort þeim þóknast að láta okkur hafa eina og eina máltíð, eða ekki. Og vissa er fyrir því, að hermennirnir eru látnir ganga fyrir okkur íslendingum, ef báðir geta ekki Öll blöð íslenzku afturhalds- flokkanna, með AlþýðublaSiS í fararbroddi halda ^ífellt áfram aS þrugla um ,,einræSiS“ í Rúss- landi. Sum þeirra, og þá fyrst og fremst AlþýSublaSiS ganga svo langt í þessu, aS þau beinlínis óska þess, að herir Hitlers beri sigurorð af Sovétríkjunum, svo aS ,,einræði Stalins“ verði brotið á bak aftur, og er í því sambandi skemmst að minnast ummæla AlþýðublaSsins, um að hið „menningarsögulega hlutverk nazismans" gæti orðið það, að þurrka út ,,kommúnismann“, og ýms ummæli þess, sem hnigið hafa í þá átt benda til, að ef Þjóð- verjar yrðu sigraðir af Banda- mönnum, þá yrðu herir Breta og Bandaríkjanna, að þeim sigri fengnum, að snúast gegn hinum rússneska kommúnisma og gera ,,rússneska einræðinu” sömu skil og því þýzka, svo ,,lýðræSi“ Breta og Bandaríkjanna mætti lifa og blómgast. Sjálfsagt er að taka það fram, að þetta er eðlileg afstaða þeirra manna, sem seint og snemma hafa borið það blákalt fram, að enginn munur væri á hinu rúss- neska og þýzka ,,einræði“ og hið sanna lýðræði væri hvergi að finna, nema hjá þeirri þjóð, sem beitt hefur svívirðilegastri ný- lendukúgun allra þjóða, hjá 40 milljóna þjóðinni, sem kúgað hef ur 400 milljónir á eins svívirði- komizt að í einu. í sem allra fæstum orðum sagt, í þessum bæ, sem er kallað- ur bærinn okkar, er okkur alveg ofaukið. Það er eins og við séum einhver óþörf aðskotaóýr, sem eigum hvorki rétt á föt- um né fæði. — Og vertu nú sæll. Væri ekki rétt að mynda einhleypingafélag ? Þessi lýsing hins unga Reykvíkings mun vera rétt í alla staði; og er það sann- arlega hart, að verða þannig ,,gestur og útlendingur“ í sínu eigin landi, og í sín- um eigin bæ. — En hvernig væri fyrir einhleypingana, að mynda með sér félag og reka sameiginlegt mötuneyti, sameig- inlegt þvottahús og þar fram eftir göt- unum? 1 slíkum félagsmötuneytum yrðu útlendingarnir, sem hér dvelja, auðvitað útilokaðir. Ég held, að einhleypingarnir ættu að athuga þessa tillögu. — I sambandi við mötuneytið gætu þeir svo haft ýmiskonar klúbbstarfsemi, lesklúbb, málfundaklúbb, taflklúbb, spilaklúbb o. s. frv. Alþýðublaðið og eðli stríðsins Alþýðublaðið er eitthvað að kvarta út af þeirri gerbreytingu, er varð á heims- stríðinu við það að einu riki sósíalismans á jörðunni byrjuðu að taka þátt i þvi. Og þó hefur það ef til vill komið skýrast fram í Alþýðublaðinu sjálfu, hve gerólíka afstöðu það tekur til heimsstriðsins fyrir og eftir 22. júní 1941. Meðan striðið var fyrst og fremst sam- keppnisstríð um heimsyfirráð milli tveggja hópa af auðvaldsríkjum, — meðan auð- mannastéttir Bandamanna, einkum Frakka, notuðu stríðið sem yfirskin til að heyja strið gegn lýðræðinu í sinu eigin landi, — þá var Alþýðublaðið eldheitt með Bandamönnum og hrópaði upp, að þeir berðust fyrir helgasta málstað, sem nokkurn tíma hefði verið barizt fyrir í heiminum! — Og þó voru einmitt auð- mannastéttirnar, sem stjórnuðu stríði legan hátt og hún framast hefur þorað á hverjum tíma. Brezk nýlendukúgun hefur aldrei þekkt nein takmörk nema óttann viS aS missa völdin. En sleppum því, og snúum okkur heldur meS örfáum orSum aS „rússneska einræSinu”. Um kosningarétt og kjörgengi í Sovétríkjunum gilda þessar regl- ur (smbr. 135. gr. stjórnarskrár Sovétríkjanna) : ,,Allir þegnar Sotíétríþjanna, sem ná5 hafa 18 ára cúldri, hafa þpsningarétt og kjörgengi, án til- lits til þynstofns eSa þjóðernis, trúarjátningar eS a menntunar- stigs, dvalarheimilis eða þjóðfé- lagslegs uppruna, efnahags eða fyrri starfsemi, að undanteþnum tíits\ertum mönnum og þeim, er stíiptir hafa verið þosningarétti með dómsárskurði“. Þannig er kosningaréttur og kjörgengi rýmra í Sovétríkjunum en nokkru öSru ríki jarSarinnar. Hver kjósandi getur kosiS full- trúa til tveggja þinga, sem kölluS eru ráS, til aSstoSarráSsins, sem er þing ríkjasambandsins, er ann ast sameiginleg mál allra sam- bandsríkjanna, og velur æSstu stjórn ríkjasambandsins, og þjóS- ernaráSsins, sem annast sér mál hinna einstöku sambandslýS- velda. Kjósendur í hverju kjördæmi hafa rétt til þess aS kalla þing- Framh. á 4. síðu. Bandamanna, ýmist beinlínis að svíkja lýðræðið eða súpa seyðið af fyrri svikum sínum við það, — en það var eðlilega allt mjög að skapi Alþýðublaðsins að nota lýðræðið sem yfirskyn til baráttu gegn verkalýðnum. Svo koma Sovétríkin í stríðið, einu ríki sósíalismans, — ríkin, sem alltaf höfðu staðið með lýðræðinu í Evrópu gegn fas- ismanum, — staðið með Spáni, þegar Blum og Chamberlain sviku, boðið Tékk- óslóvakíu að fara í stríð með henni gegn Þýzkalandi, þegar Chamberlain og Dala- dier gerðu bandalagið við Hitler og Mus- solini í Miinchen, hreinsað erindreka Hitl- ers úr öllum stöðum hjá sér á meðan bandamenn Hitlers héldu áfram að sitja í æðstu stöðum hinna svokölluðu ,,lýð- ræðisríkja". — Þegar Sovétríkin og Þýzka land eru orðin aðalfjendurnir í stríðinu, þá er vitanlegt, að stríðið stendur raunveru- lega urn það, hvort lýðræðið og alþýðan eigi að sigra í Evrópu eða fasisminn og auðvaldið. Óg hvaða afstöðu tekur Alþýðublaðið þá? — Jú, það segir beinum orðum í leiðara sínum, að það sé ,,menningarhlutverk nazismans" að sigra rauða herinn og þurrka Sovétríkin burt af yfirborði jarð- arinnar. Öllum er vitanlegt, að ef þessi ósk Alþýðublaðsins rættist, þá eru Banda menn sigraðir og nazisminn drottnandi í veröldinni. Það er því augljóst, að stríðið hefur gerbreytzt að eðli, að áliti Alþýðublaðs- ins, og Alþýðublaðið gerbreytt um skoð- anir á því þess vegna. Sem sé: Meðan stríðið er milli naz- istaauðvaldsins og Bandamannaauðvalds- ins, þá er Alþýðublaðið alveg með hinu síðara. Þegar stríðið er milli nazismans annarsvegar og Sovétríkjanna og Banda- manna hins vegar, þá óskar Alþýðublað- ið nazismanum sigurs, — af því það hat- ar sósíalismann og Sovétríkin meira en allt annað, og öll pólitík þess snýst ein- göngu um að fullnægja þessu hatri sínu. Það hatur er svo, að sigri Sovétríkin naz- ismann, þá óskar það eftir stríði Breta og Bandaríkjanna við þau!

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.