Dagblaðið - 11.11.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Þriöjudagur 11. nóvember 1975.
Erlendar
fréttir
REUTER
Coyfe í hung-
urverkfalli
Fjölskylda Marian Coyle —
annars mannræningjanna, er
höfðu dr. Tiede Herrema i
haldi i rúman mánuð og gáfust
upp um helgina — skýrði frá
þvi i morgun, að Marian væri
farin i hungurverkfall.
Faðir stúlkunnar, sem að-
eins er 19 ára gömul, sagði
fréttamönnum í Dublin, að
hún hefði farið i hungurverk-
fall, „til að mótmæla þvi, að
hún er höfð i einangrun 23
stundir á sólarhring.”
Talsmaður dómsmálaráðu-
neytisins vildi ekki staðfesta
fréttina
7
Óvœnt tíðindi frá Ástralíu:
WHITLAM VIKH> TRA
- FRASER MYNDAR
BRÁÐABIRGÐASTJORN
Fulltrúi Elisabetar Englandsdrottningar i
Ástraliu, Sir John Kerr, landstjóri, rak forsætis-
ráðherrann, Gough Whitlam, frá völdum i
morgun og skipaði leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar, Malcolm Fraser, til að mynda bráða-
birgðastjórn.
Landstjórinn sagði i yfir-
lýsingu, sem hann sendi frá sér i
morgun eftir að hafa rætt við
Whitlam, að ákvörðun sin hefði
byggzt á nauðsyn þess að finna
„lýðræðis- og stjórnarskrárlega
lausn” á fimm vikna stjórn-
málakreppu landsins.
Ákvörðun landstjórans kom
mjög á óvart. Tilkynnt var um
hana tæpum tveimur klukku-
stundum eftir að þingflokkur
Verkamannaflokksins — flokks
Whitlams — tilkynnti að ákveðið
hefði verið að halda kosningar
til öldungadeildar þingsins 13.
desember. Meirihluti öldunga-
deildarinnar hefur komið i veg
fyrir að fjárlagafrumvarp
stjórnarinnar næði fram að
ganga i þeirri von, að hægt væri
að knýja Whitlam til að efna til
almennra kosninga.
Tæpum hálftlma eftir að til-
kynning landstjórans var birt
samþykkti öldungadeildin
frumvarpið, svo bráðabirgða-
stjórnin gæti starfað óhindrað.
Gough Whitlam leiddi Verka-
mannaflokkinn til sigurs i kosn-
ingum i desember 1972 eftir að
flokkurinn hafði verið i
stjórnarandstöðu i 23 ár.Hann
náði endurkosningu 1974.
Fraser sagði á þingfundi i
morgun, að hann myndi leysa
upp báðar deildir þingsins „við
fyrsta tækifæri”.
Hann bætti siðan við:
„Stjórn min mun starfa sem
bráðabirgðastjórn eingöngu og
mun ekki skipa menn i embætti
eða svipta þeim, né heldur taka
upp nýja stefnu fyrr en kosn-
ingar hafa farið fram.”
Whitlam, sem verið hefur for-
sætisráðherra i 34 mánuði, bar
þegar i stað fram vantrausts-
tillögu á stjórnina. Samkvæmt
tillögunni fer forseti þingsins
fram á það við landstjórann, að
hann fari þess á leit við Whit-
lam, að enn verði mynduð ný
stjórn. Talið er nær öruggt, að
þessi baráttuferð muni bera
góðan árangur, þar sem Verka-
mannaflokkurinn er i meiri-
hluta i fulltrúadeildinni.
Landstjórinn sagðist hafa
gert það eina, sem um hefði
verið fyrir sig að ræða, þar sem
forsætisráðherrann hefði ekki
viljað segja af sér eða efna til
nýrra kosninga.•
Það var Whitlam sjálfur, sem
skipaði Sir John i embætti land-
stjóra.
Tvœr ríkisstjórnir í Angola
þegar eftir sjálfstœðið í nótt
Angola hafði ekki fyrr fengið
sjálfstæði sitt frá Portúgal á mið-
nætti sl. en stofnuð voru tvö sjálf-
stæð riki I landinu. Þrjár frelsis-
fylkingar landsins, MPLA, FNLA
og UNITA, hafa barizt um völdin
þar i rúmlega fjóra mánuði.
I höfuðborginni Luanda lýsti
marxistahreyfingin MPLA ýfir
stofnun alþýðulýðveldis og er
leiðtogi hreyfingarinnar, dr. Ago-
stinho Neto, forseti. Þúsundir
ibúa þyrptust út á götur borgar-
innar og fögnuðu lýðveldisstofn-
uninni. Megin hátiðahöldin fóru
fram á knattspyrnuleikvelli borg-
arinnar.
A meðan gerðist það i Kins-
hasa, höfuðborg nágrannarikisins
Zaire, að hinar frelsisfylkingarn-
ar tvær lýstu yfir stofnun sam-
steypustjórnar sinnar. Höfuð-
stöðvar þeirrar stjórnar verða i
Huambo, sem fyrrum hét Nýja
Lissabon. Stjórn Portúgals hefur
á engan hátt lýst yfir stuðningi
við aðra hvora stjórnina, en i
gærkvöldi fór siðasti landsstjóri
Portúgala i Angola ásamt mönn-
um sinum um borð i herskip úti
fyrir Luanda. Lauk þar með 500
ára nýlenduveldi Portúgala i
Afriku.
FNLA og UNITA sögðu i yfir-
lýsingu, sem gefin var út I Kins-
hasa i morgun, að 10 af 16 héruð-
um landsins væru á sinu valdi.
Þar byggju tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar.
Að sögn zairisku fréttastofunn-
ar Azap stjórna FNLA og UNITA,
ýmist saman eða sitt i hvoru lagi,
4.285.000 af 6 milljón ibúum Ang-
ola.
Síldin í Norðursjó
á sfðasta snóning
Áður en langt um liður verður
Norðursjálvarsildin uppurin
verði ekkert að gert til að koma i
veg fyrir stórfelldar veiðar með
smámöskvuðum netum, að þvi er
segir i skýrslu vísindamanna til
Norðaustur-Atlantshafsnefndar-
innar.
Nefndin kemur saman til
fundar i London i dag. Þar mun
hún kynna sér efni skýrslu sér-
fræðinga, er starfað hafa á
vegum Alþjóðaráðsins til
nýtingar auðlinda hafsins.
Visindamennirnir leggja til að
alggjört bann verði sett á sild-
veiðar i Norðursjó á næsta ári,
svo stofninn nái að jafna sig og
endurnýjast.
Að sögn visindamannanna er
sildarstofninn i Norðursjó nú
aðeiTiS um tiundi hluti þess, sem
hann var fyrir tiu árum. Telja
þeir, að I ár nemi heildar sildar-
aflinn 250 þúsund tonnum.
1 Norðaustur-Atlantshafs-
nefndini eru fulltrúar Belgiu,
Bretlands, Danmerkur, Vestur-
Þýzkalands, Frakklands, Islands,
Irlands, Hollands, Noregs,
Póllands, Portúgals, Spánar,
Sviþjóðar og Sovétrikjanna.
Dómarinn
tekur
ómakið
af Patty
Hearst
Alrikisdómari i San Fran-
cisco lýsti i gær yfir sakleysi
fyrir hönd Patty Hearst eftir
að lögfræðingar hennar neit-
uðu að segja af eða á þar sem
hún væri ekki fær um að koma
fyrir rétt.
Á föstudaginn kvað Oliver
Carter dómari upp þann úr-
skurð, að Patty væri heil á
geðsmunum og- fær um að
koma fyrir réttinn. Lögfræð-
ingar hennar — með F. Lee
Baily i fararbroddi — vilja
ekki viðurkenna þennan úr-
skurð.
I gær voru bornar fram tvær
ákærur á hendur Patty
Hearst, báðar vegna vopnaðs
bankaráns, sem hún tók þátt i
i San Francisco á siðasta ári.
Einn lögfræðinga Patty, Al-
bert Johnson, kvaðst fara
fram á að tekin yrði til endur-
skoðunar sú niðurstaða dóms-
ins, að Patty væri nægilega
andlega heilbri^ð. Fjórir sál-
fræðingar og geðlækr.ar hafa
skoðað Patty að undar.förnu og
komizt að þessari niðurstöðu.
^ ^
„Zíonismi stuðlar að
kynþáttamisrétti
— segir í ályktun allsherjarþings SÞ
##
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti i nótt
ályktun, þar sem Zionismi,
þjóðernishreyfing Gyðinga, er
kölluð kynþáttastefna er stuðli
að kynþáttamisrétti. Sjö-
tiu og tvær þjóðir greiddu at-
kvæði með tillögunni, 35 á móti
og 32 sátu hjá.
Sendiherra Israels hjá Sþ,
Chaim Herzog, kallaði áíyktun-
ina sjúklega og sagði að hún
fæli i sér hrikalegar visbend-
ingar.
Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði I óvenjulegri yfirlýsingu,
að ályktunin lýsti djúpstæðum
og bitrum ágreiningi meðal að-
ildarrikja samtakanna einmitt
þegar þörfin fyrir viðtæka sam-
stöðu um fjölda málefna væri
meiri en nokkru sinni fyrr.
1 Lissabon var fjöldafundur og
ganga i nótt, þar sem hundruð
manna lýstu stuðningi sinum við
FNLA og UNITA.
Portúgalski kommúnistaflokk-
urinn hefur áður lýst yfir stuðn-
ingi sinum við MPLA.
Roberto FNLA
áý
Neto MPLA
Nœr
Franco
sér að
fullu?
Einn lækna Francos hers-
höfðingja, þjóðarleiðtoga á
Spáni, sagði frá þvi i morgun.
að menn gerðu sér nú vonir
um, að gamli maðurinn næði
sér eftir þau alvarlegu veik-
indi, sem hann á nú við að
striða.
Sagði læknirinn, að fullur
bati hershöfðingjans gæti
náðst á f jórum eða fimm mán-
uðum.