Dagblaðið - 11.11.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975.
BIABIB
frfálst, úháð dagblað
//
DAUÐINN ER EIN
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Ilaukur Ilelgason
iþróttir: ilallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Ilildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
I.jósinyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Práinn Porleilsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Spilaborgin í Undralandi
Efnahagslifið á íslandi minnir á
stórt bókhaldsdæmi. Stjórnmála-
menn og embættismenn sitja með
sveittan skallann við að reikna út,
hve mikið þurfi að millifæra hér og
þar i efnahagskerfinu til þess, að sem
flestir aðilar þess komi út taplausir
og hagnaðarlausir og umfram allt
sæmilega ánægðir.
Genginu þarf i þessu bókhaldsdæmi að haga
þannig að fiskiðnaðurinn komi út á núlli. Og fisk
verðinu þarf að haga þannig, að útgerðin komi út á
núlli. Búvöruverði þarf að haga þannig, að land-
búnaðurinn komi út á núlli i samarjburði við
viðmiðunarstéttirnar. Niðurgreiðslum j)arf að
haga þannig, að visitalan komi út á núlli.
Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir sjá
fyrir öllu. Ef vel gengur á einum stað i kerfinu,
hlaupa þeir til og næla i hagnaðinn til að dreifa hon-
um til hinna þurfandi greina. Allir fá einhverja úr-
lausn og hana i samræmi við getu þeirra til að
þrýsta á stjórnmálamennina.
Ef millifærslurnar duga ekki, er farin lánaleiðin.
Með útgáfu rikisskuldabréfa, sem bankarnir geta
ekki keppt við, er tekið það fjármagn, sem liggur á
lausu, og látið i hina opinberu sjóði atvinnuveg-
anna eftir þvi, hvaða aðili emjar hæst hverju sinni.
Þetta millifærslukerfi kemur i stað markaðs-
kerfisins, sem allar nágrannaþjóðir okkar búa við.
Ekki er spurt um hagkvæmni atvinnugreina eða
einstakra þátta innan þeirra. Enda er engin leið að
finna raunverulega hagkvæmni, þegar allir gera út
á rikissjóð og þegar arðsemin fer eftir getu þrýsti-
hópanna til að hafa áhrif á stjórnmálamennina.
Embættismönnunum og stjórnmálamönnunum
finnst þetta kerfi ákaflega sniðugt. Þeim finnst þeir
vera sannkallaðir landsfeður, sem passi upp á, að
enginn verði gersamlega útundan. En i rauninni
hindrar þetta kerfi, að atvinnulifið geti samkvæmt
markaðslögmálum þróazt á þann hátt, að mest
eflist þeir þættir, sem raunverulega eru
arðbærastir og gætu veitt beztu lifskjörin.
Enda er árangurinn sá, að timalaun i flestum
greinum, þar á meðal i fiskveiðum og fiskvinnslu,
eru hér miklum mun lægri en i nágrannalöndunum
og jafnvel helmingi lægri. Almenningur bætir sér
þetta upp með mikilli vinnu og nær með þvi næstum
þvi sömu lifskjörum og nágrannaþjóðirnar.
Meðan almenningur sættir sig við þetta, geta
stjórnmálamennirnir og embættismennirnir haldið
áfram að láta fólk bera uppi hrikalega land-
búnaðarstefnu, byggðastefnu og stefnu sivaxandi
samneyzlu á vegum rikisbáknsins, svo að nokkur
alvarlegustu dæmin séu nefnd.
Ef gerð væri alvarleg tilraun til að stokka upp
þetta millifærslukerfi, kæmi margt skritið i ljós. Ef
atvinnuvegirnir yrðu að búa við hliðstæð markaðs-
skilyrði og rikja i nágrannalöndunum kæmi i ljós,
að sumir þeirra eru afætur, en aðrir dráttardýr. Ef
rikisbáknið ætti að hvila á herðum fólks, sem aðeins
ynni eðlilegan vinnudag, kæmi i ljós, að báknið er
þjóðinni ofvaxið.
Bókhaldsdæmi millifærslukerfisins er orðið svo
viðamikið og samansúrrað, að það minnir á spila-
borg ævintýrsins um Lisu i Undralandi.
Yfirlit um aðstöðu lœknayfirvalda til
líknormorðs í ýmsum löndum heims
Karen Anne Quinlan, stúlkan
sem liggur gjörsamlega meðvit-
unarlaus i hnipri eins og ófætt
barn I sjúkrarúmi á gjörgæzlu-
deild sjúkrahúss i New Jersey, er
tákn um hrikalegan vanda lækna
um allan heim.
Tækniþekking nútimans hefur
fært okkur vélar sem geta við-
haldið mannslifi nærri óendan-
lega. En hvernig eigum við að á-
kveða hver lifir og hver fær að
deyja?
Þetta er spurningin sem þessi
raunalega mannvera, Karen
Anne Quinlan — sem legið hefur
meðvitundarlaus i nærri sjö mán-
uði — vekur.
Karen er 21 árs. Hún hefur hlot-
ið óbætanlegar heilaskemmdir.
Henni hefur verið haldið á lifi
með stállunga sem dælir lofti i
lungun inn um gat á barka henn-
ar.
Foreldrar hennar leituðu til
dómstólanna með óvenjulega bón
sina eftir að samvizka þeirra
hafði nagað þau i marga mánuði.
Þau fóru fram á að vélin yrði
stöðvuð svo dóttir þeirra gæti
fengið að snúa aftur til „bliðra
handa Drottins.”
Málið hefur vakið upp grund-
vallarspurningar læknis- og lög-
fræði. Umræðan hefur breiðzt út
um heiminn og er alls staðar jafn-
áköf. Hversu langt eigum við að
ganga i að viðhalda lifi? Hvenær
ber dauöann að? Er hægt að lög-
leiða liknarmorð?
Spurningunum er ósvarað,
vegna þess að hingað til hefur
ekki reynzt nauðsynlegt að svara
þeim.
Fyrri kynslóðir áttu ekki kost á
öllum þeim tækjum sem nú geta
haldið i okkur lifinu löngu eftir að
likaminn og sálin (hvað sem það
nú er) hefur hætt eðlilegum störf-
um.
Fyrri kynslóðir réðu ekki yfir
þvi sem við ráðum yfir. Þær dóu
þegar timinn var kominn.
Könnun, sem Reuter-fréttastof-
an hefur gert á afstöðu leikra og
lærðra til liknarmorða, hefur leitt
i ljós ótrúlega skiptar skoðanir og
aðferðir meðal lækna viða um
heim.
Sumir læknar nota þá tækni,
sem þeir ráða yfir, aðeins á sjúk-
linga sem mögulega geta lifað
lengur og náð sér að fullu. Þeir
láta sér aldrei detta i hug að
halda deyjandi manneskju lifandi
með vélum, eingöngu til að halda
henni lifandi um stundarsakir.
Aðrir eru þeirrar skoðunar að
mannslifið verði alltaf að varð-
veita.
Ef Karen hefði fæðzt i Bretlandi
eða Sviþjóð, svo dæmi séu nefnd,
hefði spurningin um lif hennar
eða dauða trúlega aldrei komið til
kasta dómstólanna. Læknar hefðu
einfaldlega tekið stállungað úr
sambandi, hægt og hljóðalaust,
þegar ljóst var orðið að batavon
hennar var engin.
Þannig létu læknar við sjúkra-
hús i vesturhluta Lundúnaborgar
mann nokkurn, sem hafði verið
meðvitundarlaus i þrjú ár, deyja
með þvi að taka stállunga hans úr
sambandi.
Læknirinn, sem annaðist krufn-
inguna á likinu, skýrði siðar frá
þvi fyrir rannsóknarnefnd að
jafnvel þótt hjarta mannsins
hefði enn slegið og lungun enn
andað, þá hefði heilinn verið
dauður, ónýtur, farinn að rotna.
Ef Karen hefði aftur á móti
fæðzt i Tokyo eða Moskvu þá yrði
henni haldið á lifi eins lengi og
unnt er. Samkvæmt japönskum
lögum jafngildir það morði, að
taka stállungað úr sambandi.
Hér á eftir fylgja dæmi um á-
standið i ýmsum þjóðlöndum:
New York: Jafnvel i Banda-
rikjunum eru margir læknar
þeirrar skoðunar að rétt sé að
leyfa ólæknandi sjúklingum, sem
eiga sér einskis bata von, að
deyja.
Þeir halda þvi fram að ákvarð-
anir um að slíkir sjúklingar fái að
deyja séu næsta algengar. Fjöl-
SVONA MA BÆTA
Á landsþingi Félags islenzkra
bifreiðaeigenda 1975 voru ör-
yggismál i umferðinni einn af 6
málaflokkum sem þar voru að-
allega til umræðu. Framsögu
hafði Arinbjörn Kolbeinsson. í
þessum málaflokki komu fram
12 mikilvæg atriði varðandi ör-
yggismál og voru þau rökstudd.
Kom þar fram m.a. hvernig
mætti afla f jár til Umferðarráðs
o.fl.
í ritinu „Umferð ’74”, sem er
gefið út af Umferðarráði er bent
á að umferðarslys á Islandi séu
fleiri en sjóslys, slys af völdum
eldsvoða og vinnuslys og að um-
ferðarslys kosti þjóðina
1.500—2.000 millj. króna. (Sjálf-
sagt mun hærri upphæð i ár).
Hér er ekki innifalið heilsutjón-
ið, sem ekki er metanlegt i pen-
ingum.
Vökumenn okkar á hafinu,
landhelgisgæzlumennirnir, hafa
að undanförnu vakið athygli á,
að með þvi að kaupa hina um-
töluðu Fokkervél til gæzlu við
strönd landsins sé öryggi sjó-
manna mun betur borgið. Þess
vegna hlýtur maður að álykta
að verð Fokkervélanna umfram
aðrar vélategundir, sem til
greina komu, séu að hluta ör-
yggisatriði fyrir sjófarendur.
Umferðarráð kvartar um
peningaleysi til að gera hlutina.
Við erum með þvi marki
brenndir að heimta allt af rik-
inu. FIB benti á aðra leið á
siðasta landsþingi. Segir i
greinargerð „að sektir séu nú á
útsölu” og jafnvel „niður-
greiddar”. Telur nefndin að
hækka beri sektir fyrir um-
ferðarbrot og að ákveðinn
hundraðshluti sekta renni til
Umferðarráðs til eflingar ör-
yggismálum. 1 framhaldi af
þessu má benda á að i ritinu
„Umferð 74” er bent á að likur
bendi til að á árinu ’72 og ’73 hafi
a.m.k. 60 manns komizt hjá-al-
varlegum meiðslum með þvi að
nota bilbelti. En Umferðarráð
hefur haft i frammi sérstakan á-
róður fyrir notkun bilbelta. Á
þessu eina sviði er áætlað að
Umferðarráð hafi sparað trygg-
ingafélögunum 4—5 millj. kr. á
ári. Er þvi nokkur goðgá að ætl-
ast til að tryggingafélögin leggi
hér eitthvað af mörkum?
Tryggingafélögin græða ,um
4—5 millj. kr. þegar Umferöar-
ráð leggur fram 400 þús. kr.
Varðandi rannsókn á slysum
er þetta að segja. Það er safnað
Weissauer — unnandi íslensks landslags.
Á litilli eyju i miðju Atlants-
hafi hættir myndlistarmönnum
oft til þess að loka augunum
fyrir þvi góða sem er að gerast i
myndlist erlendis, ekki einungis
nýjungum i stilbrigðum, heldur
einnig framþróun i verklegri
tækni lista. Þvi eru merkir út-
lendir listamenn hér ávallt
aufúsugestir, sérstaklega ef
þeir staldra hér við nægilega
lengi til þess að miðla landanum
af fróðleik og tækni. Dieter Rot
hleypti t.d. miklu lifi i hug-
myndafræðilega list ungra is-
lendinga fyrir röskum tiu árum
og nú er Rudolf Weissauer á
góðri leið með að gera slikt hið
sama fyrir islenska vatnslitalist
og grafiktækni, bæði með dvöl
sinni og ektifri kennslu privat og
i Myndlista- og handiðaskólan-
um. Weissauer er mikill
unnandi islensks landslags og
hefur ferðazt mikið um landið
og það hefur orðið honum tilefni