Dagblaðið - 11.11.1975, Page 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975.
9
AF STAÐREYNDUM LÍFSINS"
Karen Anne Quinlan.
skylda, læknar og — ef hægt er —
sjúklingurinn sjálfur taka þá á-
kvörðun.
Þrjú stór sjúkrahús i New
York, Bellevue, St. Vincent’s og
Columbia-Presbyterian, hafa á-
kveðnar innanhússreglur um
sjúklinga sem eiga að fá að deyja
ef til ólæknandi tilfellis kemur.
Eftir að sú ákvörðun hefur ver-
ið tekin gengur hún munnlega á-
milli lækna og hjúkrunarkvenna.
,,Ef við þyrftum að hætta algjör-
lega við slikt,” segir læknir einn
við Columbia Presbyterian, ,,þá
þætti mér það skelfilegt.”
Við Quinlan-réttarhöldin bar
læknir nokkur vitni. Sagði hann
að sérstakar aðferðir i tilfellum
sem þvi, er um ræðir, „væru sóun
á getu læknavisindanna. Það væri
ekki i þágu nokkurs manns, ekki
sjúklingsins, ekki fjölskyldunnar
og ekki þjóðfélagsins.”
En einmitt það tiltekna dóms-
mál sýnir og sannar að skoðanir i
læknastétt eru mjög skiptar.
Læknar Karenar neituðu að taka
stállungað úr sambandi. Ef til vill
vó æska hennar þungt á metunum
i þessu sambandi.
Afstaða lækna Karenar kann
einnig að vera skýrð með þvi að
þeir hafi óttazt lögsókn á hendur
sér. Siðan 1969 hefur tifaldazt
fjöldi lögsókna á hendur læknum
fyrir misferli i starfi. Þrjátiu
læknar hafa fengið hrikalegar
fjársektir.
London: Afstaða brezkra lækna
i málum af þessu tagi er skýrt af-
mörkuð. Gerður er greinarmunur
á sjúklingum, sem mögulega ná
sér eftir meðferð, og þeim sem
ekkert biður nema dauðinn.
Vandinn kemur að sjálfsögðu til
sögunnar þegar sjúklingar i fyrri
hópnum tilheyra allt i einu
þeim siðari án þess að ljóst sé
hvernig á þvi stendur eða hverjar
batavonir eru. Eftir að ákvörðun
hefur verið tekin er hætt öllum til-
raunum til að halda sjúklingnum
á lifi með „óvenjulegum” aðferð-
um.
Læknir nokkur, sem vanur er
að losa hina deyjandi við þjáning-
arnar, sagði i viðtali við Reuter:
„Að nota slikar aðferðir á ólækn-
andi sjúklinga, þegar ekkért
bendir til þess að sjúklingurinn
eigi eftir að ná sér, er óviðeigandi
og slæm lækning. Dauðinn er ein
af staðreyndum lifsins.”
Sami læknir taldi það ekki jafn-
gilda liknarmorði að taka stál-
lunga úr sambandi „til að láta
náttúruna sjá um sitt”. Aftur á
móti flokkaði hann það undir likn-
armorð þegar ólæknandi sjúk-
lingi er gefinn of stór skammtur
lyfja til þess eins að lina þjáning-
ar hans, eins og til dæmis er gert i
einstaka krabbameinstilfellum.
Það er að hafa afskipti af eðlileg-
um gangi náttúrunnar og sam-
ræmist ekki hugsjónum og starfs-
aðferðum læknavisindanna, sagði
hann.
Hugh Melinsky, forseti Trúar-
bragða- og læknavisindastofnun-
arinnar á til svar við spurning-
unni: „Okkur ber skylda til að
viðhalda lifi,” sagði hann, „en
það er ekkert i Bibliunni sem seg-
ir að við verðum að framlengja
dauðann.”
Stokkhólmur: 1 Sviþjóð eru lin
urnar ekki sérlega skýrar. Svo
virðist sem ákvörðunartakan
velti á hvort heilinn starfar enn
eða ekki.
Heilbrigðismálaráð Sviþjóðar
hefur gefið út þær reglur til handa
læknum að taka beri mið af þvi að
hjartadauði fylgi venjulega fljótt
á eftir heiladauða. Gildir þá einu
hvaða meðferð sjúklingurinn
fær” og öll frekari meðferð væri
þvi tilgangslaus”, sagði i dreifi-
bréfi ráðsins.
Talsmaður ráðsins sagði Reut-
er að i slikum tilfellum gætu
læknar hætt frekari meðferð.
„Við erum ekki að segja að hann
verði að hætta aðgerðum sinum."
sagði talsmaðurinn, „það er
nokkuð sem læknirinn verður
sjálfur að gera upp við sig."
TOKYO: Aætlað er að um að bil
2500 heiladauðir sjúklingar séu á
sjúkrahúsum i Japan. Það er
skylda japanskra lækna að halda
þeim á lifi eins lengi og hægt er.
Sumir hafa lifað þannig i 10-12 ár.
Nýleg skoðanakönnun, sem
gerðvará vegum blaðsins Sankei
Shimbun, leiddi i ljós að 44% les-
enda voru fylgjandi þessari
stefnu. Þriðjungur lesenda var
fylgjandi þvi að meðferð yrði hætt
eða á einhvern hátt yrði flýtt fyrir
dauða sjúklingsins.
IVIoskva: Heilbrigðismálaráð-
herra Sovétrikjanna, Boris
Petrovski, sagði Reuter að rúss-
neskir læknar væru skyldugir til
að gera allt sem i þeirra valdi
stæði til að halda lifi i sjúklingum
á borð við Karen Quinlan.
„Reynsla okkar hefur sýnt okkur
að af hverjum tiu sjúklingum af
þessu tagi eru tveir eða þrir sem
á endanum fá bata. þrátt fyrir allt
sem læknarnir hafa sagt.”
Sidney: 1 Astraliu virðast engar
skýrar linur vera til um þetta
mál. Dr. Bernard Clarke, yfir-
læknir á gjörgæzludeild einni i
Melbourne. segir meðferð sjúk-
linga, sem ekki eiga sér batavon,
stundum vera „stöðvaða smám
saman".
Aftur á móti sagði talsmaður
dómsmálaráðherrans i New
South Wales að ákæra um morð —
eða ef til vill manndráp gæti verið
borin fram á hendur lækni sem
léti sjúkling eins og Karen deyja.
Genf: Virtur skurðlæknir 'i
Sviss, Urs Peter Haemmerli
próiessor. hefur viðurkennt að
hann hafi leyft vonlausum sjúk-
lingum að deyja. Opinber rann-
sókn er nú hafin á 500 dauðsföll-
um á sjúkrahúsinu, þar sem hann
starfar.
Prófessor Haemmerli hefur
sagt frá þvi að hann hafi aldrei
gert nokkurn skapaðan hlut „fyr-
ir sjúklinga mina sem ég hefði
ekki gert fyrir foreldra mina,
væru þeir i sömu sporum.”
X'egna deiiunnar, sem upp hef-
ur komiö i Sviss um liknarmorð
og rannsóknina á sjúkrahúsi
Haemmerlis, hefur þjóðþingiö
skipaö sérstaka nefnd til að
kanna hvort ráðlegt sé að setja
lög er levfi „hlutlaust liknar-
morð". þ.e. a sjúklingur fái að
deyja án þess aö nokkuð sé gert til
aö flýta fyrir dauöa hans.
t Florida i Bandarikjunum hefur Eiaine Esposito verið meðvitund-
arlaus i 34 ár. A myndinni hlúir móðir hennar að henni.
SLYSAVARNIR
skýrslum um hve margir láta
lifið, hve margir slasast o.s.frv.,
en það virðist sem ekki sé til
fjármagn til að rannsaka orsak-
ir slysa, sem er höfuðatriðið.
Það er auðvelt að afla skýrslna
um afleiöingar slysa og það þarf
að finna orsakir þeirra til að
koma i veg fyrir þau, ef hægt
er. Þvi lengur sem dregst að
skapa aðstæður til að vinna úr
fengnum skýrslum þvi erfið-
ara og timafrekara er að
nýta það hráefni skýrslugagna
sem fyrir hendi er. Okkur er
nær að halda, þótt ótrúlegt sé,
að ráðamenn geri sér ekki
grein fyrir óhugnanleik
umferðarslysanna. Ef um
sjóslys er að ræða er oft aö-
dragandi að hættunni og allir
landsmenn biða milli vonar og
ótta hvort björgun takist. Ekk-
ert er sparað svo vel takist, sem
eðlilegt er, þvi hér er oft um hóp
manna að ræða. Um umferðar-
slysin er nokkru öðru máli að
gegna. Oftast er aðeins einn
maður sem lætur lifið i einu og
þá fyrirvaralaust. Þarer enginn
aðdragandi. Til viðbótar dauða-
slysum koma svo þeir slösuðu,
sem er sérstakur þáttur og um-
hugsunarefni sem ekki má
gleymast. A eignatjón var áður
minnzt hér að framan.
Erum við ekki sammála um:
1. Að þeir sem slysum valda
eigi að greiða ákveðna upp-
hæð til slysavarna.
2. Að þeir sem græða á slysa-
vörnum (tryggingafélögin)
eigi að sjá sóma sinn i að
styðja við bakiö á þeim aðil-
um sem vinna að þvi að koma
i veg fyrir slysin.
Fyrst minnzt er á trygginga-
félögin er ekki úr vegi að huga
að hvort ekki væri rétt fyrir þau
að sameinast um rannsóknir á
orsökum slysa. Við teljum að
þau hafi að sumu leyti betri að-
stæður til þessara hluta en lög-
reglan eða Umferðarráð, þar
sem þau hafa afskipti af öllum
slysum og árekstrum en lög-
reglan og Umferðarráð ekki. Að
sjálfsögðu væri bezt að hér væri
góö samvinna milli þessara að-
ila sem raunverulega vinna að
sama marki.
Að lokum má benda á frétt
sem birtist i einu dagblaðanna
fyrir nokkrum dögum: „3 börn
slösuðust I umferðinni i gær
(föstudag)’.’Samkvæmt skýrsl-
um lögreglunnar slasast lang-
flest börn i umferðinni á föstu-
dögum og mánudögum. For-
eldrar hefur ykkur verið tjáð
þetta? Það er full ástæða til að
þið brýnið fyrir börnum ykkar
að ávallt sé hættan fyrir hendi i
umferðinni og bendið þeim sér-
staklega á mánudaga og föstu-
daga, án þess þó að þau vanmeti
hættuna hina daga vikunnar.
Kunnugir telja að punktakerf-
ið varðandi umferðarbrot væri
áhrifarikt til varnar slysum, en
mundi krefjast nokkurrar vinnu
við úrvinnslu. Óliklegt er þó að
það þurfi meira en eina mann-
eskju til að sinna þessu starfi
sem mundi stuöla að færri slys-
um og minna ijártjóni. Punkta-
kerfið er i stórum dráttum fólg-
ið i.þvi að bifreiðarstjóri fær t.d.
12 punkta viö afhendingu öku-
skirteinis. Við umferöarlaga-
brot missir hann punktafjölda
eftir þvi hve brotið er stórt.
Þegar bifreiðarstjórinn hefur
misst alla 12 punktana er hann
sviptur ökuskirteininu.
Hér að framan er bent á leiðir
til að standa undir kostnaði við
aukið átak i slysavörnum.
Þið sem hafið úrslitavald til
að auka slysavarnir, athugið
að á s.l. 34 mánuöum hafa 70
manns farizt i umferðarslysum.
Athugið að Umferðarráð hef-
ur safnað skýrslum um afleið-
ingar slysa en ekki haft fjár-
magn til að leita orsaka slys-
anna nema að litlu leyti.
Er ekki kominn timi til að
hefjast handa?
Aufúsugestur
til myndsköpunar. En hann er
engin hornreka i list sinni þvi
verk eftir hann eru á söfnum um
alla Evrópu. Auk Museum of
Modern Art og Library of
Congress i New York. Hérlendis
erhann staddur við kennslu og
verk hans hanga óformlega til
sýnis i Innrömmun Guðmundar
Árnasonar að Bergstaðastræti
15, þar sem liflegt andrúmsloft
rikir og menn geta tekið lista-
manninn tali. Weissauer er
þrekinn og góðlegur maður,
loðbrýndur mjög og grá-
skeggjaður, eiliflega með stóra
? — .iii i A-DAI STFIMM flj)
INGÓLFSSON < 1 _jIL
Myndlist
um sýningu á grafík Rudolfs Weissauers
Bergstaðastrœti 15
sjóarapipu i munni og glampa i
augunum.
Vönduö verk
Grafik er honum mikið
hjartans mál, honum er um-
hugað að almenningur hér skilji
eðli hennar og læri að meta
hana og bendir jafnframt á að
fólk greiði sama verð fyrir
ómerkilega eftirprentun og
grafikmynd, sem er i mörgum
tilfellum einstakt þrykk með
undirskrift listamannsins þvi til
sönnunar. Verk hans sjálfs eru
einstaklega vönduð og einnig
mjög ódýr. Akvatintan er
drottning grafiklistarinnar,
segir hann, þvi með engri
annarri grafiktækni er hægt að
framkalla svo marga tóna i
einni mynd — og sjálfur vinnur
hann mikið með þeirri tækni
eins og sést á þessari litlu
sýningu. Verk hans eru
ljóðrænar minningar um lands-
lag eða lifræn form i dökkum
litatónum, teikning hans er
snarleg og örugg og ofan á hana
breiðir Weissauer tærar lit-
slæður til að fylla upp i formin
eða þá tjá sérstök persónuleg
hughrif eða andrúmsloft i sam-
spili við þau. Hugmyndaauðgi
Weissauers er augljós og form-
hugsun hans sifersk, hvort sem
hann leggur saman klasa af
náttúruformum eða leikur sér
með beinar, elegant linur.
Málari og teiknari
En alls staðar nær hann að
samræma málarann og
teiknarann, sem er sjaldséð.
Með tilraunum sinum með sýr-
ur og önnur kemisk efni hefur
Weissauer einnig vikkað
tjáningarmöguléika graf-
listarinnar og vonandi munu
ungir islenzkir listamenn
njóta góðs af þeim visdómi.
Nokkrar vatnslitamyndir
Weissauers hanga hér einnig til
sýnis og eru þær gerðar með
samkonar ieikandi, ljóðrænni
fantasiu og fram kemur i
grafikinni. Auk þeirra má finna
grafikmyndir af öðru tagi i
búntum hér og þar um
sýningarhúsnæðið. Við þurfum
greinilega fleirigestiá borð við
Rudolf Weissauer. Þegar að þvi
kemur að Kjarvalshúsið á
Seltjarnarnesi verður nýtt i
þágu myndlistar, væri þá ekki
heillráð að bjóða þangað erlend-
um listamönnum árlega til
dvalar og starfa? A þvi, held ég
að allir mundu græða.
y