Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 10

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 10
10 DagblaOið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. Spurning dagsins Vilt þú leyfa líknardeyðingu? Jón Halldórsson viöskipta- fræðingur: Þetta er erfið spurning, en ef fólk er búið aö vera lengi meðvitundarlaust og er ekki hugað lif, álit ég að það sé dáið.” Margrét Kristinsdóttir starfs- stúlka á spitala: „Það veltur á ýmsu. Ég álit að fólk eigi að fá að ráða þessu meira sjálft ef hægt er að koma þvi við.” Þórdis Sigurgeirsdóttir aðstoðar- danskennari: ,,Ef ég lægi i dái i einhverri vél og kæmi ekki til meðvitundar vildi ég að sú vél yrði tekin úr sambandi.” Haukur Erlendsson dcildarstj. Gufunesradiói: „Þetta er afstæð spurning. Þegar bara er verið að halda við einhverri likams- starfsemi mætti leyfa liknar- deyðingu. Hins vegar er ég hræddur við að það myndi draga úr réttarvitund almennings til lengdar.” Ólafur Harðarson nemi: „Það er réttlætanlegt i vissum tilvikum. Hins vegar er þetta flókið og erfitt mál, þar sem erfitt er að draga mörkin milli hins rétta og hins ranga.” Ingibjörg Jóhannsdóttir, sjúklingur eins og er: „Þvi er ég algjörlega fylgjandi. Vil ekki láta fólk kveljast.” EKKI LOKA MJOLKURBUÐUM Svavar Pálsson hringdi: „Nú virðist svo horfa að leggja eigi niður mjólkurbúðir i Reykja- vik. Þvi skora ég á neytendur og bændasamtök i landinu að standa vörð um þær 40 mjólkurbúðir, sem Kaupmannasamtökin ætla að leggja niður. Kaupmenn telja okkur trú um, að þeir geti veitt okkur neytendum betri þjónustu en Samsalan. Skyldi nokkur mað- ur trúa þvi, að kaupmaður mundi láta manneskju standa 4 tima á dag og vigta t.d. skyr i 1/4, 1/2 kg og 1 kg pakkningar eins og gert er i mjólkurbúðum. Mundi hann gera þetta fyrir eigin reikning. Nei, aldrei. Hann mundi bara hafa hrært dolluskyr á sinum hill- um. Kaupmenn tala um sparnað fyrir Samsölu og þjóðarbú, með þvi að annast þessa sölu sjálfir. En tökum dæmi. Hve mikill er sparnaður t.d. i Hagkaup þar sem þúsundir mjólkurlitra eru Ekki eru allir á eitt sáttir um að leggja niður mjólkurbúðir. eyðilagðir árlega? Ég skora á gangar skyldu kallast kælirör. Reykvikinga að fara þar á bak við Þar er mjólkin geymd þar til hún og skoða þá kæliaðstöðu — ef fer i kælana i búðinni. Athugið hillurnar. Hvað mikið er af 1/2 og heils kg umbúðum af hrærðu skyri? Kaupmönnum er alveg sama hvernig þeir handfjatla mjólkina eða geyma, þvi að þeir skila henni bara aftur til Samsöl- unnar ónýtri. Þeir kaupmenn sem i dag verzla með mjólk eyðileggja svo mikið að það er nánast ótrú- legt. Spyrjið forsvarsmenn Sam- sölunnar um það. Neytendur og bændur, i kjölfar á sölu þessara mjólkurbúða mun mjólkursala og skyrneyzla fara minnkandi. Ég skora á Samsöluna að halda uppi aukinni þjónustu við neytendur okkar. Látið allar mjólkurbúðirn- ar vera með þau beztu brauð bæjarins, sem frá Samsölu- bakariinu koma. Landbúnaðar- ráðherra, ég trúi þvi ekki, að þú ljáir máls á þessari vitleysu. Til þess hef ég alit of mikið álit á þér! ” GALLAÐ TEPPI Geir Þórðarson Laugateigi 33 skrifar: „Árið 1972 keypti ég nælon- teppi sem auðvitað er ekki i frá- sögur færandi, nema af þvi teppið er gallað. Við það er ég alls ekki sáttur. Hálfu ári eftir að ég keypti teppið fór það að bólgna upp i ganginum — ég keypti lika á stofuna — þar bólgnaði það lika en ekki eins mikið. Maðurinn sem „limdi” teppið á gólfið á sinum tima kom til að lita á teppið. Hann sagði okkur að teppið væri stórgailaðogLitaver lofaði að athuga málið. Leið nú langur timi og leiddist mér bið- in. Þvi hringdi ég i sölustjóra fyrirtækisins og kom hann af- skaplega vel fram og lofaði að athuga málið. Leið nú og beið — alltaf hringdi ég með vissu millibili. Þeir tjáðu mér að von væri á sérfræðingi fyrirtækisins og mundi hann lita á teppið. Ennþá bólar ekkert á þessum sérfræðingi. Þvi talaði ég við forstjóra fyrirtækisins en hann var þá ekkert nema hortugheitin. Ég gerði þeim tilboð um að þeir settu nýtt teppi á ganginn — sem er sýnu verri en stofan — og þar við sæti. En þessu hafa þeir ekki svarað. Ég fullyrði að ég hef sýnt þolinmæði i þessu máli —um það getur sölustjórinn dæmt. Þar sem mér hefur verið sýnd eindæma litilsvirðing i þessu máli vil ég að þetta verði gert opinbert — öðrum til varnað- ar.” HALLUR HALLSSON Raddir lesenda LESENDUR! Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta hafið þó samband við okkur sím- leiðis, eða bréflega. Síminn er 83322 ó milli klukkan 13 og 14 og heimilisfangið er Síðumúli 12 Eins og sjá má á myndinni hefur teppið bólgnað upp. DB-mynd, Bjarnleifur. Landinn er seigur „Tóti” skrifar „Bandariskar stórborgir eiga i fjárhagserfiðleikum og fræg- asta dæmið er að New York rambar á barmi gjaldþrots. Kann svo að fara að borgin verði gjaldþrota innan skamms. Ein af ástæðunum fyrir erfið- leikunum eru gifurlegar at- vinnuleysisbætur sem borgirnar verða að greiða. Eru þær svo háar að þrátt fyrir að daglega sé auglýst eftir þúsundum manna til vinnu i borgum eins og Chicago og New York sýna atvinnuleysingjarnir litinn áhuga, enda hefðu þeir — i mörgum tilvikum aðeins nokkr- um dollurum meira á viku fyrir að vinna en að þiggja aðeins styrkinn.Virðast borgaryfirvöld hafa misst stjórn á þessum bótagreiðslum með þeim af- leiðingum, að þær eru stórlega misnotaðar. Þar er landinn engin undan- tekning og er mér kunnugt um tvö dæmi frá New York. I báðum tilvikum er um islenskar konur að ræða. Þær eru báðar giftar Bandarikjamönnum og hafa þeir báðir riflegar tekjur svo konurnar hafa ekki þurft að vinna úti til þessa. Sl. sumar auglýstu Flugleiðir eftir starfs- fólki i New York til að leysa sumarleyfisfólk af. Þar sem konurnar hafa báðar unnið áður hjá islenzku flugfélögunum datt þeim i hug að vinna i mánuð i sumar við afleysingar og voru ráðnar til þess. Að sumarleyfunum loknum létu þær hins vegar skrá sig at- vinnulausar og gátu um leið sýnt fram á að þær hefðu haft vinnu hjá Flugleiðum. Þiggja þær nú 90 dollara hvor i atvinnu- leysisbætur frá New York-borg vikulega.” Leiðinlegur örnefnaruglingur í Mosfellssveit Guðni Steindórsson hafði samband við blaðið og var mjög argur út af örnefnaruglingi i Mosfellssveit. Hann sagðist vera alinn upp þar i sveitinni og þætti miður þegar sifellt væri veriðað rugla saman örnefnum. Afi hans var Björn Bjarnar- son i Grafarholti og i kringum 1920 átti hann i blaðadeilum út af örnefnunum. Guðni nefndi sérstaklega Glfarsá, sem ranglega hefur verið nefnd eftir hinum ýmsu vöðum á ánni, svo sem Korpa, eftir Korpúlfsstaðavaði en það er neðsta vaðið. Þá hefur áin verið nefnd Fossaleynisá, eftir Fossaleynisvaði, Lambhagaá eftir Lambhagavaði þar sem vegurinn liggur yfir ána o.fl. Einnig talaði Guðni um Bugðu sem rennur úr Nátthagavatni i Elliðavatn og hefur heitið Bugða frá ómunatið en er nú ranglega nefnd Hólmsá. Þennan rugling má einnig rekja til nafns á vaðinu en farið var yfir ána hjá bænum Hólmi á Hólmsvaði og áin þvi nefnd Hólmsá. Þá minntist Guðni á Úlfarsfell sem nú væri farið að kalla Hamrahlið. Áður fyrr var hliðin vestan i fjallinu kölluð Hamra- hlið. Loks talaði Guðni um Leir- vogsvatn sem sumir kalla Svanavatn. Sagði hann okkur hvernig sá nafnaruglingur væri til kominn. Ekkja eftir sr. Magnús Þorsteinsson á Mosfelli byggði sér bústað við vatnið árið 1929. Þegar hún vaknaði fyrsta morguninn i nýja húsinu og leit út um gluggann sá hún svani á vatninu og ákvað þá að kalla bústaðinn Svanastaði. Ári siðar þegar vegurinn var lagður þarna framhjá voru ferðamenn ekki seinir á sér að skira vatnið upp og kölluðu það Svanavatn. Að lokum gat Guðni þess að bærinn i Grafarholti hefði áður heitið Suður-Gröf allt fram til ársins 1875 en eftir það Gröf. Arið 1906 var bærinn fluttur ofar i holtið og undir hann lagðist litið kot er þar hafði staðið og hét Grafarkot, Þá hlaut bærinn nafnið Grafarholt. Þá var Björn Bjarnarson bóndi i Grafarholti en hann var, eins og áður segir, afi sögu- manns okkar, Guðna Steindórssonar. Björn i Grafar- holti var sonur sr. Björns Páls- sonar á Þingvöllum sem var dóttursonur sr. Páls Þorláks- sonar á Þingvöllum sem var bróðir sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.