Dagblaðið - 11.11.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.11.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. MEÐALMENNSKA RÆÐUR RÍKJUM — sagði Viðar Símonarson landsliðsþjálfari í handknattleik — Axel, Ólafur og Einar koma heim í Olympíuleikinn við Luxemborg síðar í þessum mánuði /,Meðalmennskan virðist ráða rikjum hjá okkur í handboltanum, því miður. Af þessu hef ég miklar áhyggjur, sem landsliðs- þjálfari," sagði Viðar Símonarson í viðtali við Dagblaðið aðloknum leik Fram og FH á sunnudaginn. „Nú er ekkert afgerandi lið til — ekkert lið, sem hefur getu til að taka af skarið í islandsmótinu. Fyrir vikið verður mótið jafnara, sem er jákvætt en handboltinn, sem liðin sýna er ekki burðugur." Nú er sá orðrómur uppi, að Þjóðverjar ætli að senda hingað upp þrjá til fjóra „njósnara” til að lita á islenzka leikmenn. Um það sagði Viðar. „Ætli einhverjir v-þýzkir „njósnarar” að koma hingað upp, þá er ég hræddur um, að þeir hafi ekki erindi sem erfiði. Hluturinn Köge stefnir í meistarotitil Sjáiandsliðið Köge er nú aftur i gullstöðu i dönsku knattspyrn- unni. Liðið náði Holbæk að stigum i 29. umferðinni, sem háð var á sunnudag, og hefur miklu betri markatölu. t siðasta leik sinum mætir Köge botnliði 1. deildarinn- ar, Óðinsvéaliðinu B1909, sem þegar er fallið niöur I 2. deiid. Jóhannes Eðvaldsson lék með Holbæk i vor og fram á sumar — og i siðasta leik sinum leikur Holbæk við B1901. Allt bendir þvi til að Köge sigri — en Holbæk og þá um leið Jóhannes hljóti silfur- verðlaunin i dönsku knattspyrn- unni. Ekkert má þó út af bera i siðasta leiknum — Næstved er að- eins stigi á eftir efstu liðunum. 1 umferðinni á sunnudag lék Köge við Slagelse á útivelli og sigraði með 2-0. Þar með féll Slagelse niður i 2. deild. Holbæk lék einnig á útivelli — gegn Van- löse, sem er ofarlega á blaði, en tókst ekki að sigra. Jafntefli varð án marka og þar með eru mögu- leikar Holbæk á meistaratitlinum sennilega úr sögunni. Staða efstu liða er þannig: Köge 29 16 7 6 56-31 39 Holbæk 29 17 5 7 53-37 39 Næstved 29 15 8 6 54-39 38 KB 29 16 3 10 65-42 35 Kastrup hefur þegar sigrað i 2. deild, en baráttan um annað sæti stendur milli gamalfrægu liðanna OB og AGF. OB frá óðinsvéum hefur 40 stig —' en Arósaliðið 39 stig og aðeins ein umferð eftir. 1 3. deild hefur Ikast sigrað. er ósköp einfaldur. Nú sem stendur eru engir afgerandi leik- menn til, þvi miður. Það er þessi spurning um hvort ég ætli að nota islenzka leikmenn sem leika erlendis. Auðvitað mun égnota þá. Annaðværi hrein firra — beinlinis barnalegt að nota þá ekki, Axel og Ólafur hjá Dankersen og Einar hjá Hamburg munu koma 24. nóvember. Ekki er alveg ljóst með bræðurna Ólaf og Gunnar i suðurdeildinni. Þeir eiga að leika um svipað leyti og landsleikirnir við Luxembourg fara fram. Mér skilst að Axel sé að koma til — og ef nokkur möguleiki er þá ber að nota hann. Vona bara að hann nái sér að fullu og verði sjálfum sér likur. Ég tel það ekkert vafamál að þessar utanferðir islenzkra hand- knattleiksmanna eru hand- boltanum hér til góðs. Það er allt fyrir þá gert, og annað sem er athyglisvert. Þegar þessir menn fara út — þá verða þeir allir topp- menn með sinum liðum. Þegar þeir komast i hendur hæfra manna — góðra þjálfara, þá ná þeir loksins fullum styrkleika sem handknattleiksmenn. Hér ná þeir aldrei sinu bezta og þetta leiðir hugann að áleitnum spurningum. Þvi miður er þjálfun hér ábóta- vant, þjálfarar ná alls ekki þvi, sem i leikmönnum býr. Þess vegna held ég, að þegar fram liða stundir, muni utanferðir Islend- inga vikka sjóndeildarhring islenzkra handknattleiksmanna og um leið islenzks handknatt- leiks. —h.halls Danir unnu Holland Panir sigruðu Hoilendinga nieö 24-14 á sunnudag i forkeppni Olympiuleikanna i handknattieik — en Danir eru I iéttasta riðli Evrópu. Leika auk Holiendinga við Spánverja. Leikurinn á sunnudag var i Thy-Hallen. Þrátt fyrir 10 marka sigur eru Danir ekki ánægðir með frammi- stöðu varnarinnar i leiknum. Fannst mikið, að Hollendingar skoruðu 14 mörk. Dönsku blöðin segja, að danska liðið hefði minnst átt að vinna með 15—20 marka mun. Hollenzka liöið hefði aðeins veriö á við 2. deildarlið danskt. Markahæstu leikmenn Dana voru Anders Dahl-Nielsen með 5 mörk, Jesper Petersen 4, Flemm- ing Hansen og Lars Boch 3 hvor, Jörgen Frandsen, Thor Munkager, Ole Eliasen og Steffan Holst 2 hver, og Thomas Paxyj eitt. Það var talsvert merkilegt, að Jörgen Frandsen, fyrirliði danska liðsins varð að skrifa undir yfirlýsingu að hann sé áhugamaður — fái ekki of háa greiðslu fyrir þjálfun hjá Lynge- Uggelöse. Viðar Simonarson, landsliösþjáltari. GETRAUNASPA - 7 RAÐIR Kerfið, sem við notuöum i sið- asta þætti, gaf ekki nema sex rétta. Nú skulum við athuga hvað var rangt og sjá hver út- koman hefði verið ef við hefðum gert okkar hluta rétt. Tvö ensku liðanna brugðust okkur — það er West Ham og QPR, sem gerðu ekki nema jafntefli i heimaleikjum sinum — og þar með voru tveir af ,,ör- uggu” leikjunum ekki réttir. Auk þess á þremur þeim hálf- tryggðu — Norwich-Middlesbro, Wolves-lpswich, og Hull- Chelsca, voru merkin ekki rétt. Hins vegar er rétt að taka strax fram, að þó cinhverjir leikir hér séu taldir „öruggir” eða hálf- tryggðir, eru lescndur engan veginn bundnir af þvi. Auðvitað á hver og einn að finna sér sina „öruggu” leiki. Ef fastaleikirnir hefðu ekki brugðizt hefði út- koman á kerfinu orðið ein röð með ellefu rétta — og ein röð með tiu rétta. Það hefði ekki verið amalegt að hafa það. Þá er það 13. leikvika. Sumum hefur ef til vill þótt of mikið að nota 12 raða kerfi siðast. Þess vegna skulum við I dag lita á kerfi, sem aðcins er meö sjö röðum. Hálftryggir sjö leiki og gefur minnst tiu rétta — það er að segja ef öruggu leikirnir eru réttir og hálftryggingarnar innihalda rétt merki. Leikur, sem merktur er lx má ekki enda með 2. 1 X X 1 1 X X Ef þú vilt tryggja þessa linu 2X þá skrifar þú alls staðar 2 sem 1 er þannig: 2 X X 2 2 X X Ef þú vilt breyta i 1 2 setur þú 2 þar sem X er þannig: 12 2 112 2 Þannig má breyta hverri linu fyrir sig eftir þvi, sem með þarf. Þá skulum við lita á kerfið, þegar búið er að færa inn á seð- ilinn. 13. leikvika (Kerfi hálftryggir sjö leiki — sjö raðir. Minnst tiu réttir eöa meir) KERFI — HÁLFTRYGGIR 7 LEIKI — SJÖ RAÐIR 1. Hálftrygging i XXI 1 XX 2. Hálftrygging XXXI 1 1 1 3. Ilálftrygging i i i X X X X 4. Hálftrygging i X 1 XXXI 5. Hálftrygging i 1 X X X X 1 6. Hálftrygging i X X X 1 1 X 7. Ilálftrygging i X X 1 X 1 X 1. Birmingham-Arsenal 1 X X 1 1 X X 2. Burnley—Wolves 1 1 1 1 1 1 1 3. Coventry—Norwich X X X 1 1 1 1 4. Derby—West Ham 1 1 1 1 1 1 1 5. Everton—Manch. City 1 1 1 1 1 1 1 6. Ipswich—QPR 1 1 1 2 2 2 2 7. Manch. Utd.—Aslon Villa 1 1 1 1 1 1 1 8. Middlesbro—Leeds 1 X 1 X X X 1 9. Newcastle—Liverpool 2 2 X X X X 2 ' 10. Sheff. Utd.—Leicester 1 1 1 1 1 1 1 11. Tottenham—Stoke 2 X X X 2 2 X 12. Chelsea—Notts. Co. 1 2 2 1 2 1 2 Ég ætla að cndurtaka það, sem ég sagði i siðasta þætti, hvernig breyta á merkjum eftir þvi hvernig þú vilt tryggja hvcrja röð. Eins og þið sjáið er kerfið allt með merkjunum 1 x, cn þvi má breyta á eftirfarandi liátt. 1 .^hálftryggingin litur þannig út. Ég vil benda á, að ef menn viija þá cr upplagt að spila kerf- ið oftar en einu sinni. Þá með breytingum eftir þvi, sem hverjum finnst. 1 næsta þætti munum við taka fýrir heiltryggingar. Sum kerfi heiltryggja alla leikina, scm það er gefið fyrir, en önnur heil- tryggja suma og hálftryggja aðra. Þá er gott að geta heil- tryggt erfiðustu ieikina og hálf- tryggt þá, sem léttari eru. Meðósk um góðan árangur. Helgi Rasmussen. íþróttir Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. Löggan ! 'Ýiij Lögreglumaður birtist á staðnum Þeir hafa umkringt Bomma þegar Þetta er yngsti atvinnumaður I knattspyrnu i heiminum — hinn fjórtán ára gamli Laurent Roussey frá Marseille i Frakklandi. Hann skrifaði fyrir nokkrum dögum undir atvinnumannasamning við franska meistaraliðið St. Etienne — og er sagður hafa ótrúlega hæfileika á knattspyrnusviðinu, hvernig svo sem þeir nýtast honum. Áhuginn leynir sér ekki -— myndin að ofan var tekin i herbergi Laurent og þar prýða knattspyrnumyndir og oddfánar veggina. Nýr formaður Glímusambands Ársþing Glimusambands ís- lands var haldið i Reykjavik 26. október. Ilelzta verkefni Glimu- sambandsins á þessu ári var und- irbúningur að för úrvalsflokks glimumanna til Kanada en sú ferð heppnaðist mjög vei. i athug- un er hjá Olympiunefnd islands að koma glimu að á Olympiuleik- unum i Montreal i Kanada á næsta ári sem sýningariþrótt meðal þjóðlegra iþrótta. Kjartan Bergmann Guðjónsson var formaður Sambandsins sið- asta starfsár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaöur var kosinn ólafur Guðlaugsson. Aðrir i stjórn eru Páll Aðalsteinsson, Sigtryggur Sigurðsson, Þor- valdur Þorsteinsson og Sigurður Jónsson. Loks tapaði Matthes heima Hinn margfaldi Olympiumeist- ari i baksundi, Austur-Þjóðverj- inn Roland Matthes, tapaði i fyrsta skipti i baksundi heima fyrirá sunnudag. Það var á aust- ur-þýzka meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn. Michael Tauber sigraði i 200 m baksund- inu á 2:11.41 min., en Matthes varð annar. Hins vegar sigraði Matthes fyrr á mótinu i 100 m baksundi á 59.61 sek. George Best var ekki lengi að því að koma sér í fréttirnar eftir að Manch. Utd. leysti hann frá samn- ingi á laugardag. i gær lék hann með Stockport og skoraði mark, sem gerði það að verkum, að 4. deildarliðið náði jafntefli í vináttuleik við Stoke City úr 1. deild. í gærdag var tilk., að George Best hefði ráðizt til Stockport County, — eins lakasta liðsins i 4. deild — i mánaðar reynslutima. Best fer því ekki langt frá Man- chester — borgin Stockport hefur rúma 100 þúsund ibúa og er i suður-jaðri Manchester, þó ekki i Lancashire, heldur Cheshire. Mestu hefur þar ráðið, að gam- all vinur Be'st er framkvæmda- stjóri Stockport — Jimmy Meadows, áður leikmaður með Manch. City, sem slasaðist svo illa I sinum fyrsta landsleik fyrir England, að hann gat ekki leik- ið knattspyrnu framar. Meadows hefur stjórnað nokkrum liðum áður, en ekki gengið allt of vel. Kannski lagast nú staðan hjá Meadows og Stockport — að minnsta kosti mun áhorfenda- fjöldinn aukast mjög ef Best byrj- ar að leika með liðinu i deilda- keppninni. Fyrirhugað er, að fyrsti deildaleikur hans verði 28. nóvember. En snúum okkur að leiknum i gærkvöldi. Best, sem ekki hefur leikið i ensku deildakeppninni frá 1973, átti heldur rólegan fyrri hálfleik — en i þeim siðari komu gamlir snilldartaktar i ljós. Þá skoraði hann jöfnunarmark Stockport. Tók aukaspyrnu og sendi knöttinn beint i mark — snúningsknött framhjá vörn Stoke. Leiknum lauk með jafn- tefli l-l. „Það er stórkostlegt að vera með á ný — en það mun taka tima að komast í fulla þjálfun,” sagði George Best eftir leikinn og var eitt stórt bros. Hann er enn á bezta aldri — aðeins 29 ára — og ætti því að geta átt nokkur ár i knattspyrnu eftir ef hann ræður við vinið og vifið. Georg Best — með á ný. Best strax á skotskónum! — Skoraði fyrir Stockport í vináttuleik við Stoke City í gœrkvöldi Ólafur H. í heimsklassa Það er sama hvar flett er þýzku blaði — alls staðar lof um islenzku leikmennina, sem leika i Vestur- Þýzkalandi. i gær barst okkur aö venju þýzka sérfræðiritið i hand- knattleiknum — Peutsche Iland- ballwoche —■ og þar fær ólafur H. Jónsson þá einkunn að hann sé i heimsklassa. Ólafur var hreint óstöðvandi, segir blaðið, og hann, ásamt Axel Axelssyni, lék hinn snjalla mark- vörð Bartke hjá Phönix Essen grátt. Um leik Hamburger SV og Bad Schwartau segir blaðið. Mjög já- kvæðir i .Hamborgar-liðinu voru Matthies, Boczkowski og Einar Magnússon, þó með nokkrum undantekningum. Myndin að ofan er úr blaðinu. Ólafur H. Jónsson flýgur inn i teiginn og skorar eitt af sjö mörk- um sinum gegn Phönix. Honsi Schmidt skorar mest! Hansi Schmidt er stöðugt mesti ógnvaldur þýzkra varnarmanna — og hinn 22. nóvem- ber verður garpurinn hér á ferð. Leikur þá i Evrópuleiknum með Gummersbach gegn Islandsmeisturum Vikings. Lið Gummers- bach er Evrópumeistari og einnig meistara- lið Vestur-Þýzkalands. Það mun leika auka- leik i Laugardalshöllinni 23. nóvember — þá sennilega við islenzka landsliðið. Eftir 5 umferðir i vestur-þýzka handbolt- anum i báðum aðaldeildunum — norður- og suðurdeild — var Hansi Schmidt marka- hæstur. Tveir Islendingar eru á listanum yfir 14 markahæstu leikmennina — ólafur H. Jónsson og Einar Magnússon. Liðið, sem Gunnar Einarsson leikur með, Göppingen, hefur aðeins leikið tvo leiki svo Gunnar er ekki á listanum. Markahlutfall hans er mjög gotti þeim tveimur leikjum, sem Göppingen hefur leikið. Hann skoraði niu mörk i sfðari leiknum. Þessir leikmenn eru nú markahæstir í Þýzkalandi. H. Schmidt, Gummersbach, 35/9 W. Salzer, Neuhausen, 31/8 J. Hahn, Leutershausen, D. Lavrnic, Derschlag, 25/6 23/9 K. Westebbe, Gummersbach H. D. Schmitz, Rheinhausen, 23/1 22/5 P. Neuhausen, Wellinghofen, . . .. 22/12 Ólafur Jónsson, Dankersen, 21 U. Ufer.Derschlag, U. Böbel, Milbertshofen, W. Don, Huttenberg, 21/1 21/9 . .. 21/10 G. Waltke, Dankersen, EinarMagnússon,Hamborg, M. Muller, Rintheim, . ... 21/11 20/5 20/9 Allir þessir leikmenn hafa leikið fjóra eða fimm leiki nema Muller hjá Rintheim, sem aðeins hefur leikið þrjá leiki. Lið Ólafs í efsta sœtinu Donzdorf — liðið, sem Ólafur Einarsson leikur með i 2. deildinni þýzku — hefur enn forustu I suðurdeild 2. deildar. Liðið hefur hlotið 10 stig úr sex leikjum — aðeins tapað einum leik. í slðasta leik sinum sigraði Donzdorf Möhringen á útivelii með 15mörkum gegn 11. ólafur skoraði fjögur mörk í leiknum — þar af tvö úr vitaköstum. Schneider hjá Donzdorf skoraöi einnig fjögur mörk. Staðan i deildinni er nú þannig: TG Donzdorf 6 5 0 TuS Schutterwald 6 5 0 VfL Giinzburg 6 4 1 Post-SV Regensbg. 6 3 1 TSG OBweil 6 3 0 TB Pforzheim 6 3 0 TSV Oftersheim 6 3 0 TSV Birkenau 6 2 1 TSV Zuffenhausen 6 0 1 SV Möhringen 6 0 0 80:64 10:2 95:80 10:2 97:84 9:3 90:86 7:5 92:78 6:6 79:80 6:6 70:75 6:6 97:89 5:7 66:94 1:11 77:113 0:12 Harka ó toppnum í Júgóslavíu Enn er sama markaskorunin í júgóslav- neska handknattleiknurn — en Júgóslavar hafa fengið sérstakt leyfi hjá alþjóðahand- knattleikssambandinu til að reyna ýmsar nýjungar. Til dæmis er klukkan stöðvuð, þegar knötturinn er ekki i lcik — sem gerir að verkum að leiktiminn verður talsvert lengri cn i venjulegum handknattleik. Hvort þetta er framtiðin i handknattleiknum skal ósagt látiö. i 8. umferðinni gerðu Vitex Visoko og Partizan Bjelovar jafntefli 36—36, Crenvka sigraöi Borac Banja Luka 34—26 og Dinamo Pancevo sigraði Borac Urosevac með 42—28. Staöan eftir þessar átta umfcrðir var þannig: Krivaja Zavidovici Borac Banja Luka Meialoplasl Sabac Partizan Bjelovar Zeljeznicar Saraj. Zeljeznicar Nisch Dinamo Pancevo Medvescak Zagreb Dubpcica Leskovac RK Crvenka Vitex Visoko Kvarner Rijeka Roter Stern Belgr. Borac Urosevac 208:187 221:200 229:219 239:227 207:203 208:209 223:2'19 209:205 241.252 214:208 239:240 233:234 235:232 221:296

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.