Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 24
SLYSAALDAN:
27. dauðúslysið í umferðinni í ór:
45 ARA KONA LET LIFIÐ
Á NORÐURLANDSVEGI
Fjörutiu og fimm ára göm-
ul kona lét lifið af afleiðingum
bifreiðarslyss er varð i gær á
Norðurlandsvegi, innan Akur-
eyrar, við afleggjara að Flug-
stöðinni við Akureyri. Er þetta
27. dauðaslysið i umferðinni það
sem af er árinu.
Slysið varð kl. 17.15 i gær.
Konan var að fara á milli bila er
staðnæmzt höfðu á Norður-
landsvegi. Kom konan að staðn-
um i fólksbil er staðnæmzt hafði
öðrum megin vegarins og hafði
haft tal af fólki i vörubil er stað-
næmzt hafði hinum megin veg-
arins. Var hún svo á leið til baka
til sinnar bifreiðar og gekk fram
fyrir vörubilinn og út á veginn
er Skoda station bifreið bar að,
og skipti engum togum að konan
varð fyrir bilnum. Lenti hún sið-
an undir honum og lá fyrir aftan
hann er öllu var lokið.
Konan var flutt i sjúkrahúsið
og lézt þar skömmu siðar. Hún
hét Kristjana Halldórsdóttir,
Neðri Dáksstöðum Svalbarðs-
strönd. Hún hefði orðið 45 ára i
dag.
ökumaður Skodabilsins taldi
konuna hafa komið svo snögg-
lega út á veginn, að slys hefði
verið óumflýjanlegt, og hefðu
hemlar ekki virkað. ASt.
BÆJARLOGMANNI
„GEFIÐ FRÍ"
mKtBmB&BBmBSRBaBUBmmtmSœmmBBUKEBJKmBRBmmnK
bœjarstjóri telur að hann
hafi gleymt að gœta
hagsmuna eins af bœjar-
búum er hann keypti
persónulega ofan af
honum 10 milljóna króna
hús fyrir 2.5 milljónir
,,Það er ekki hægt að una við
þetta”, sagði Kristinn ö. Guð-
mundsson, bæjarstjóri i Hafn-
arfiröi i morgun. Þar i bæ hefur
það gerzt aö bæjarlögmaður,
Ingvar Björnsson, hefur keypt
hús fyrir sjálfan sigánauðung-
aruppboði, en bæjaryfirvöld
töldu að hann væri að gæta
hagsmuna bæjarins.
Bæjarlögmanni hefur verið
gefið fri meðan athugun verður
gerðá málinu. Sagði Kristinn að
bæjarlögmaðurinn heföi einn
boöið i húsið á uppboðinu. Húsið
er taliö 10 milljón króna virði,
en var slegið Ingvari á 2.5
milljónir.
En hver gætir hagsmuna
þeirra er neyðast til þess að
selja á nauöungaruppboði?
Kristinn kvað það vera viðkom-
andi sjálfs og fjölskyldu hans,
en einnig starfsmanns bæjarfé-
lagsins við uppboðið, lögmann-
inum i þessu tilviki, en það heföi
ekki gerzt i þetta sinn.
Ekki tókst Dagblaöinu i
morgun að ná tali af Ingvari
Björnssyni. Hinsvegar tóksl
okkur að ná tali af fyrrverandi
eiganda.hússins, Bergi Jörgen-
sen.
„Uppboðið fór fram án minn-
ar vitundar”, sagði hann.
Kvaöst hann hafa rætt við bæj-
arstjóra og fengið frest til að
greiða 400 þúsund króna skuld,
sem hvildi á húsinu. Hefði hann
einnig rætt við bæjarfógeta og
hefði hann skilið það svo að af
hans hálfu væri i lagi með frest.
„Siðan vissi ég ekki fyrr en upp-
boðið skall á, og liðanin hefur
verið hrottaleg”, sagöi Bergur.
Kristinn Ó. Guðmundsson sagði
i morgun um þessi ummæli
Bergs: ,,Það er aðeins einu til
að svara, það var ósamið um
greiðslu skuldarinnar.”
Fógeti i Hafnarfirði, Einar
Ingimundarson hélt uppboðið. 1
morgun kvað hann ekki búiö að
ganga endanlega frá tilboði
Ingvars. Einar kvað geröarþola
hafa vitað um hvað til stóð, enda
tryggilega auglýst i Visi og
manninum tilkynnt um hvað til
stæði. „Lagalega séð sé ég ekk-
ert athugavert við það að um-
boðsmaður kröfuhafa bjóði
sjálfur I eign i eigin nafni, þegar
hagsmunir umbjóðanda hans
hafa verið tryggðir” —EVI/JBP
OK A ÞRJA MENN OG KYRRSTÆÐAN BIL
Umferðarslys varð við
Gnoðarvog 52 um hálftiuleytið I
gærkvöldi. Þar stóðu þrir menn
úti á götu og voru að skoða nýj-
an bil. Bar þá þar að fólksbifreið
ogskiptiengum togum,aðhenni
var ekið á mennina þrjá og nýja
bilinn sem þeir voru að skoða.
Dældaðist hann nokkuð.
Mennirnir þrir voru fluttir i
slysadeild og einn var lagður i
sjúkrahús, talinn fótbrotinn.
Hinir tveir voru hruflaðir og
marðir.
ökumaðurinn, sem slysinu
olli,var grunaðurum ölvun. ASt.
Lögreglan kannar
verksummerki á slysstaðnum i
Gnoðarvogi I gærkvöldi
(DB-mynd Bjarnleifur).
frfálst, úháð dagblað
Þriðjudagur 11. nóvember 1975.
Komu hlaup-
andi með
slökkvitœkin
— og björguðu
vinnuskúr
lbúar i Viðiagasjóðshúsum við
Keilufell voru snarir i snúningum
I gærkvöldj. Eldur kom upp i
vinnuskúr sem byggingafélagið
Einhamar á þarna, og var orsök
eldsins sú, að unglingar höfðu
höggið gat á oliutunnu, sem stóð
við skúrinn og rann olia inn undir
skúrinn, sem er stór og stæðileg-
ur. Siðan var eldur borinn að oli-
unni.
í Viðlagasjóðshúsunum eru
slökkvitæki á tiltækilegum stað.
Komu ibúar með 2-3 slik tæki á
vettvang og höfðu ráðið niðurlög-
um eldsins áður en slökkvilið kom
á vettvang. Gólf skúrsins var svo-
Htið brunnið, en hann slapp að
öðru leyti.
—ASt,—
3 FANGAR
STRUKU -
EINN GAF
SIG FRAM
Þrir fangar af Litla-Hrauni
struku um kl. 9 i gærkvöldi, er
verið var að koma með þá að
Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustig. Voru þeir i fylgd
tveggja boðunarmanna Saka-
dóms Reykjavikur, sem farið
höfðu með þá til augnlæknis.
Hafði verið náð i þá að
Litla-Hrauni fyrr um daginn
vegna óska þeirra um að kom-
ast til læknis.
Boðunarmennirnir tveir
notuðu aðeins venjulegan
fólksbiltil þessara fangaflutn-
inga og fangarnir voru ófjötr-
aðir. Er beðið var eftir að dyr
Hegningarhússins yrðu opn-
aðar, hlupu þeir hver af öðrum
út i náttmyrkrið og hurfu sjón-
um boðunarmannanna, þrátt
fyrir tilraunir þeirra til að elta
þá.
Nokkru siðar kom einn
fanganna aftur að húsinu og
gaf sig fram af frjálsum vilja.
Hinna tveggja er leitað og
hafa löggæzlumenn verið
beðnir að hafa augun opin og
huga að föngunum, sem eru
ungir menn.
Ekki mun það vera eins-
dæmi að atburðir sem þessi
komi fyrir, og af öllum upplýs-
ingum, sem fyrir liggja, virð-
ist slikt auðveldlega geta átt
sér stað.
—ASt
Beinagrindur finnast við Sandgerði
— eru þó vart yngri en tveggja alda gamlar
Menntamólaráðherra hissa
á þróuninni
I flóðinu mikla, sem varð á
Reykjanesi á dögunum, skolað-
ist jarðvegurinn af nokkrum
beinagrindum, sem grafnar eru
i hinum forna Kirkjubólskirkju-,
garði. A undanförnum árum
hefur sjórinn sorfið af garðin-
um, og sér nú i nokkrar haus-
kúpur, rifbein og slikt.
Að sögn Alfreðs Alfreðssonar
sveitarstjóra i Sandgerði, nær
saga Kirkjubólsgrafreits allt
aftur til tima Jóns Arasonar.
Garðurinn var hins vegar tekinn
úr notkun fyrir um 250 árum,
svo að beinin eru komin töluvert
til ára sinna.
Fyrir nokkrum árum fundust
bein i fjörunni út af Kirkjubóli.
Þáverandi þjóðminjavörður, dr.
Kristján Eldjárn, tók beinin til
handargagns, en ekki gat Alfreð
sagt neitt um, hvað af þeim hafi
orðið. Ekki er búið að gera nein-
ar ráðstafanir til að ná beinun-
um, sem standa út úr garðinum
núna, en það er varla mögulegt
nema með stórvirkum vinnu-
vélum.
Lögreglan i Sandgerði vaktar
nú staðinn vegna forvitinna á-
horfenda. Það hefur komið fyr-
ir.aðfólkhafihirtbeinþarna af
staðnum, — tildæmis tók maður
nokkur tvær höfuðkúpur fyrir
nokkru og hugðist gera sér
lampa úr þeim. Fengurinn var
að sjálfsögðu þegar tekinn af
honum.
—AT—
„Mér er þetta alveg óskiljan-
legt,” sagði Vilhjálmur Hjálm-
arsson menntamálaráðherra, er
við sögðum honum, að fyrstu
auralausu námsmennirnir væru
komnir heim. „Ég trúi ekki öðru
en að hér sé um einstakt tifelli að
ræða.” Um könnunina á neyðar-
tilfellum, sem koma átti i veg fyr-
ir, að svona atburðir gerðust,
sagði Vilhjálmur, að hún væri al-
veg i höndum stjórnar Lánasjóðs-
ins. Sagði ráðherra, að honum
hefði borizt skeyti frá náms-
mönnum i London, þar sem segði,
að þeir væru ennþá ekki búnir að
fá það, sem Lánasjóðurinn hefði
lofað. Kvaðst hann myndu at-
huga, hvort um einhvern seina-
gang væri að ræða á afgreiðslu
frá gjaldeyrisdeildum bankanna.
Ingólfur Þorsteinsson, yfir-
maður gjaldeyrisdeildanna sagði
i viðtali við blaðið, að ekki hefði
borið á neinni seinkun hjá þeim.
„Ef allt er i lagi með kvótann h já
námsmanni á hann að geta fengið
yfirfærslu á 2-3 dögum”. —HP