Dagblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 2
r Háaloftið KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR HVAÐ ERU MÚTUR — eru þœr hneyksli eða viðtekin venja? Anno 1553: — Austur á landi bjó maður einn, er Bjarni hét. Hann var kvæntur og átti nokkur börn. Bjarni þessi var hversdagsgæfur maður og ráðvandur, en kona hans aftur á móti skapvargur hinn mesti og and- stæð manni sínum í flestu. Heimilis- bragur allur þótti því ekki til fyrir- myndar á því heimili. Tveir synir þeirra stálpaðir koma hér við sögu. Það var máltæki móður þeirra og vani, ef þeim varð á að breyta að einhverju leyti út af settum reglum, að hún sagðist ,,skyldu sk»*ra undan þcim sköpin.” Þetta orðatiltæki hug- leiddu drengirnir og báru í mál hvor við annan. Svo bar til einu sinni, er þau hjón voru að hcyverkum nokkuð frá bæ, en biirnin hcima við að lcik að drengjunum tveimur sinnaðist svo mjiig að hinn eldri hólaði að skera sköpin af þeim yngri. Kndaði deila þcirra bræðra loks mcð þeim ósköp- um, að sá eldri sótti hníf og fram- kvæmdi hótun sína á þeim minni; ,.skar af honum hans lcyndardóm”. Hafði hann bana af. Rélt í sama Dagblaðið. Laugardagur 13. marz 1976. kemur, að hann veit erindi mitt. Þá segir hann: Já, Sigurður minn, ef þú kaupir græjurnar hér, skal ég gefa þér tíu prósent afslátt og þú mátt borga þær á tíu mánuðum. Hvað á ég nú að gera? Eru þetta ekki mútur? Það er greinilegt að ég hagnast á þessu. En er ég þá ekki orðinn ljótur karl að gera svona? Er það kannski bölvaður ógreiði við mann að gera manni svona tilboð? — Auðvitað er þetta bara tilbúið dæmi, en svona dæmi eru í öllu viðskiptalífi allt í kringum okkur. Tökum bara magnafslátt: Ef þú kaupir 100 einingar í einu,færðu þær svo og svo mikið ódýrari. Þar er verið að múta þér til að taka meira magn en þú hafðir hugsað þér að fá. Kunningi minn var að kanna hvar fengjust best kjör í ákveðna hópferð — náttúrlega fyrir félagsskap, sem hann var í. Meðan hann var að ræða við þann aðila, sem átti lægsta tilboðið, kom á daginn að kunning- inn ætlaði ekki sjálfur í þessa ferð, heldur hugði hann á Spánarferð. Þá segir ferðaaðilinn: Það má nú útvega þér hana ódýrt. — Kunninginn var svo hræddur um að vcra orðaður við mútup að hann flýtti sér að ganga frá samningum fyrir félagsins hönd og laumaðist svo inn á aðra skrifstofu til að kaupa sjálfum sér Spánarferð, sem fyrir bragðið var dýrari. Já, það er margs að gæta. Það er eins og maðurinn sagði forðum: Það er fjarska erntt að vera bílasali og halda óflekkuðu mannorði. Og þetta gerist á sama tíma og krakkar eru ekki beðnir um að hlaupa smá sendiferð fyrir foreldrana án þess að tekið sé fyrirfram hvað þeir fái nú að launum fyrir snúning- inn, og ef það gleymist, spyr krakk- inn snúðugt, áður en hann gefur kost á sér: Hvað fæ ég fyrir það? Er það ekki tvöfalt siðferði að hneykslast á því að mcnn þiggi fé í samfélögum, þar sem allt beinist að því að afla fjár og hin almenna hugsun snýst að langmestu leyti um það, hvernig sé hægt að fá sem mest fyrir sem minnst? BJARNI BERFÆTTI kom upp á yfirborðið. Margt af þessu sama fólki, sem nú var að hneykslast, hafði þó lesið 007 James Bond og aðrar þvílíkar bækur, þar scm atferli stofnana af þessu tagi er lýst ansi nákvæmlega. Trúðu menn því virki- lega, að það sem fram kemur um leyniþjónustur í þvílíkum bókum mæti fyrir að gera það sem er rangt_ samkvæmt lögum. í hinn stað eru mútur að hagnast á því að gera það, sem einhverra hluta var ekki talið rétt að hagnast á. En þetta er ansi teygjanlegt hugtak. Er það til dæmis rangt að hagnast um leið og maður gerir það sem maður ætlaði að gera hvort sem var? Setjum svo að maður milli góðbúanna og skoða þessa glæsilegu kassa og prik, með vow og flutter og antiskid og dolby og guð má vita hvað þetta allt heitir, fyrir utan sínusvött og músíkvött og svo framvegis. Nú, þar kemur rápi mínu, að ég kem í Karnabæ. Þar hitti ég Gulla bónda fremstan í dyrum og við tökum tal saman að vanda. Þar mund kom móðirin að og sá hvað til tíðinda hafði borið. Varð hún þá svo hamstola af hryggð og bræði, að hún sló og barði eldri drenginn svo að hann hlaut bana þar af. Skömmu seinna kom Bjarni heim og sá hvaða voðavcrk höfðu vcrið unnin. Vissi hann að orðbragð konunnar hafði orðið tilefni óhæfuverks eldra drengs- ins, en skapofsi hennar leitt til dauða hins. Rann honum nú svo í skap, að hann „sló konuna meira en skyldi, eður vildi, og dó svo konan”. örvinglaðist hann þá, iðraðist verka sinna og sagði mönnum hvcrsu allt hefði til borið. Svo er sagt í annáium, að hcifðingj- ar þeir sem um mál þetta véltu, hafi dæmt Bjarna bónda til að ganga þrívegis kringum ísland „og á hverja kirkju, og berfættur öllum þeim tím- um, er hann þyldi, með því fleira sem þá tíðkaðist í lögum, því í þann tíma voru skriftir og carinur á mál- um, en ekki alltíðum féútlát, eður og líka að þeim þótti Bjarni eigi fær af landinu að fara yfir sorg og víl- Það cr sagt, að Bjarni lyki þessari göngu um síðir, gengi þrisvar kring- um landið, fyrir hverja vík og út á hvert annes. Að síðustu á hann að hafa numið staðar í Skagafirði, á Skaga, gifst þar að nýju og búið sæmilegu búi til elli. Það var á bæ þeim sem Efra-Nes heitir og hefur verið í byggð til skamms tíma. Ekki þótti Bjarni viðfelldinn eða við al- þýðuskap yfirleitt, enda ekki heill á geðsmunum. Hitt var aftur á móti íþrótt hans og vani að ganga jafnan bcrfættur og gekk hann þannig jafnt vfir grjót og gras „sem hver einn skófataður”. — Annálar — Jimmy Rogers hefur leikið með og þjálfað lið Ármanns í vetur. „Mig langar til að beina hérna nokkrum orðum til greinarhöfundar nokkurs sem nefndi sig „Körfuknatt- leiksáhugamann” í blaðinu þann 9.3. 1976. Ég geri fastlega ráð fyrir að nefnd- ur maður sé karlkyns, enda lætur hann líta svo út. Yfirleitt lætur kven- fólk ekki slíkt frá sér fara, svo ekki sé nú um það talað opinberlega. Mikið hljóta þessir tveir blökku- menn að ónáða viðkomandi og jafn- vel fleiri (ef dæma má af greininni). Ég sé ekki betur en þessir menn séu hér á landi í vinnu og láti gott af sér leiða bæði með leikjum og þjálfun í íslenzkum körfuknattleik. Og engan veginn get ég þar af leiðandi séð neitt vandamál á ferðinni. Þessir menn stoppa hérna aðeins í 6 mán. eða svo, og eru reyndar núna á förum héðan. Þeir hefðu án efa engan áhuga á að dveljast hérna til lang- frama. Hvernig er hægt að tala um kyn- þáttavandamál þegar aðeins er um 2 manneskjur að ræða. Ég gæti kannski skilið það ef um nokkur þúsund manns væri að ræða, eins og reyndar hefur verið talað um með Tyrki, að fiytja hingað til lands nokkur þúsund til vinnu. Ég get engan veginn skilið hvers vegna fólk talar alltaf um blökkumenn, sem við Islendingar höfum engin kynni af hér á landi. Hvað með alla Arabana, Spánverj- ana og svo ekki sé minnzt á innfiutn- ing á Júgóslövum til Sigöldu, margir þessara manna vinna lítið eða ekkert hér á landi. Ég held að fólk ætti að líta betur í kringum sig, úr því að það þarf alltaf að vera að tala um náungann eins og íslcndingum er svo tamt að gera. Og óneitanlega verður þessi viðkomandi „Körfuknattleiks- áhugamaður” ,að viðurkenna að hann er kynþáttahatari, eða hann á eitthvað bágt. Vonandi koma fieiri blökkumenn í þjálfunarstörf til íþróttaþjálfunar hér í borg. sé prins í útlöndum og eigi að sjá um innkaup ríkis síns á herfiugvélum. Með sjálfum sér hefur maður ákveðið að mæla með ákveðinni fiugvélateg- und. Þá gerist það, að framleiðand- inn hefur samband og segir: Ef þú mælir með minni fiugvélategund (sem maður ætlaði að gera hvort eð var), skal ég gefa þér milljón dollara. Er þá rétt að spyrna við fæti og segja: Nei, nú mæli ég með hinni tegund- inni? Svari hver sem vill. Tökum annað dæmi. Ég ætla að kaupa mér hljómtæki. Ég rápa á „Það eru bein í síldinni,” sagði maðurinn um leið og hann slokaði í sig tuttugustu síldina í lotu. Þessi sígilda uppgötvun leitar aftur og aftur á hugann, þegar menn eru að uppgötva einhver vísindi, sem ætla mátti að öllum væru fyrir Iöngu orðin Ijós. Þannig hlaut maður að undrast til dæmis, þcgar verið var ,,að fietta ofan af aðferðum CIA”, bandarísku leyniþjónustunnar, og allir undruð- ust og hneyksluðust á því, sem þá hafi allt verið hugarburður og í- myndun? Maður kemst heldur ekki hjá því að furða sig á því, hve mikið ' eður er gert nú til dags út af ýmiss konar mútum, svo sem eins og bónusnum frá Lockheed fiugvélaverksmiðjun- um. Kannski er það bara almennt siðferði, sem nú tekur bara kipp fram á við. Því mútur hafa ansi lengi viðgengist. Nú er það raunar svo, að mútur eru tvenns konar. í annan stað eru það mútur, ef einhver þiggur verð- Raddir lesenda FLEIRI BLÖKKU- MENN í KÖRFU- BOLTANN G.G. skrifaði:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.