Dagblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 24
Landhelgisviðrœðurnar: Amerískur hraði ó fœr- samningamönnunum eysku Það var amerískur niaoi á færeysku scndincfndinni scm kom hingað til lands í gær til að semja um veiðiheimilcíir Færcyinga innan 200 mílnanna okkar. í fyrrinótt lögðu þeir af stað mcð danska varðskipinu Ingolf, þar sem cngin flugvcl var' tiltæk í evjunum þá stundina. Tók skipið stytzta strik, beint á Austfirði, og fór hratt. Undir hádegið í gær- morgun dugði ganghraðinn þó ekki samningamönnunum og þegar skipið var statt um 35 mílur austur af Seyðisfirði hóf þyrla sig til flugs af því, með mennina innanborðs, og flaug beint til Egilsstaða. Brezk Nimrodþota sá þetta ferða- lag og hóf áhöfnin þegar þrálátar spurningar þar sem hún taldi þetta vera liðsauka við íslendinga. Danirnir sögðu henni hins vegar að fara til að trufla ekki ferð þyrlunnar og varð það úr. Á Egilsstöðum beið svo flugvél frá Flugstöðinni, fluttu samningamenn- irnir sig milli flugvéla og var strikið tekið á Reykjavík. Kl. liðlega eitt eftir hádegi lenti sú vél á Reykja- víkurflugvelli, en þar biðu samninga- mannanna lögregluþjónar, Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri og Sven Aage Nilsen, sendiherra Dana á íslandi. Drifu þeir sig brátt inn í bíla og óku brott til samningaviðræðn- anna sem hófust skömmu síðar. Var enginn tími látinn fara til spillis enda var hugmyndin að reyna að ganga frá samkomulagi við Færey- ingana sem Jón Arnalds, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, gæti haft með sér til hafréttatráðstefnunn- ar í New York, en Jón átti að fara utan snemma í morgun. Á Reykjavíkurflugvelli, f.v.: Pétur Thorsteinsson og Sven Aage Nilsen, sendiherra Dana, færeysku samningamennirnir Peter Reiner, Einar Kallsberg og Atli Dam. Mynd. RagnarTh. Hans G. Andersen hefur að und- anförnu margítrekað þýðingu þess að hafa samið við sem flestar þjóðir um. veiðiheimildir hér, fyrir ráðstefnuna, enda telur hann það styrkja stöðu okkar verulega á ráðstefnunni. G.S./Bj.A.Egilsst. FÆREYINGUM BOÐIN LANGT - INNAN VIÐ 20 ÞÚS. TONN ,,Ég átti ckki von á svona tilboði frá Islendingum, sagði Atli Dam lögmaður frá Færeyjum er DB spurði hann álits á íslcnzka tilboðinu um veiðar Færeyinga innan 200 mílnanna okkar. DB ræddi við Atla er hann kom til Reykjavíkurflugvallar í gær. Er hann var spurður hvort tilboðið væri lægra en Færeyingar höfðu búizt við, kinkaði hann kolli. Tveir aðrir færevskir samningamenn komu. hingað með Atla, Peter Reiner, sjávarútvegsráðherra Færeyinga, og Einar Kallsberg, skrifstofustjóri hjá landsstjórninni. Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstj. utanríkisráðuneytisins, tók á móti þeim a vellinum. Sagði hann í viðtali við DB þar að stefnt væri að því að lækka aflakvóta allra útlendinga á fslandsmiðum, en vildi ekki segja að svo stöddu hversu íslenzka tilboðið til Færeyinga væri miklu lægra en þau 20 þús. tonn sem þeir máttu veiða hér árlega samkvæmt samningi við þá frá því að fært var út í 50 mílur. Að sögn Péturs var upphaflega stefnt að því að geta gengið frá samningunum í gær, en þar sem .koma Færeyinganna hafði dregizt bjóst hann tæpast við að það tækist. Það tókst heldur ekki og í gærkvöldi var viðræðunum frestað um sinn. —G.S. SEXTÁN ÁREKSTRAR 16 árekstrar urðu í Reykjavík frá klukkan 8 í gærmorgun til kl. 5. Sá harðasti varó á mótum Hringbrautar og Méistaravalla. (Myndin). Fólksvagen- bifreið var þar ekið í veg fyrir Fiat- bifreið. Hjón voru í Fiatbílnum og brutu höfuð þeirra framrúðu bílsins. Ekki hlutu þau alvarleg sár af en skrámur þó í andliti. Ökumaður VW- bifreiðarinnar skrámaðist. Miklar skemmdir urðu á báðum bílunum. —DB-mynd Ragnar. Blaðamannasamningarnir: SLITNAÐI UPP ÚR VIÐRÆÐUM Blaðamenn og Félag blaðaút- slitnaði milli þeirra. Staðan var gefenda og Dagblaðið hf. sátu í fjóra svipuð og fyrir fundinn og bar margt og hálfan tíma á samningafundum í á milli. Næsti fundur var boðaður á gærdag, allt þar til upp úr viðræðunv mánudaginn. —JBP— „Þœr eni margar mafíumar" þjófafélag með sama nafni upprœtf ,,Morguninn eftir fóru tveir félaga minna inn í verzluniná (scm þcir höfðu brotizt inn í nóttina áður) og tóku þar mikið magn af tóbaki og sælgæti. Annar þeirra tók cinnig með sér krukku af brjóstsykri. Hann inissti hins vegar krukkuna, svo að fcngurinn drcifðist út um allt, þcgar lögreglubifreið ók fram hjá.” Svo fórust einum af meðlimum þjófafélagsins Mafíunnar orð við yfir- heyrslu lijá logrc glunni. Félagsskapur þessi starfaði um smátíma í Kle[)[>s- holtinu og Eaugarnesi en var upp- rættur af lögreglunni nú í vikunni. V i ■„■■■.■.■■II. i ■■■■■»■« í þjófafélaginu Mafíunni störfuðu sjö drengir á aldrinum II —15 ára. Þcir eru allir í sama skóla, utan cinn sem hefur lokið skólaskyldu. Strákarnir héldu stofnfund félags- ins kvöld citt í vetur og skipulögðu starfsemina. Einn þeirra, — sá stcrkasti að sjáifsögðu, — stakk upp á sjálfum sér scm formanni félagsins og stjórnaði • síðan með harðri hendi, Hann átti það til að reka félagana í innbrot án þess að koma nokkurs staðar nálægt sjálfur. AIls brutust þeir inn átta sinnum, aðallega í fyrir- tæki skammt frá heimilum þeirra. Til dæmis varð Sveinsbúð á Laugar- ásvegi 1 tvisvar fyrir barðinu át flokknum. Einnig fóru þeir inn i Sunnukjör, verzlunina Búrið og á fleiri staði. Nokkrar skemmdir voru unnar á dyraumbúnaði og læsingum, en annars skemmdu þeir ekkert af hreinni skemmdarfýsn. Því virðist að þeir hafi farið út á afbrotabrautina í auðgunarskyni einu saman. l’ilburðir Mafíunnar við innbrot voru óvenju faglegir hjá ckki eldri þjófum. Foringinn hafði þann hátt- inn á að senda alltaf einn strák í það fyrirtæki, sem átti að heimsækja, daginn áður en innbrot fór fram. Stráksi skoðaði þá læsingaumbúnað, bakdyr og þess háttar. Vitað er um að þeir hættu við nokkur innbrot vegna þess hve sterklegur dyraum- búnaðurinn var. Einnig notuðu meðlimimir ávalit hanzka við iöju sína. Ef einhver gleymdi hönzkunum heima var hann annaðhvort sendur til baka eða látinn standa á verði. Eftir að upp komst um drengina heimsótti lögreglan foreldra þeirra og skýrði þeim frá gerðum sonanna. Foreldrarnir voru að vonum mjög slegnir yfir gjörðum sonanna, og að minnsta kosti tvcir drengirnir verða sendir í sveit. —ÁT— fijáJst, úháð dagbl&ð Laugardagur 13. marz 1976, Leitað að þrítugum Kópavogsbúa Leitað er nú að Árna Jóni Árnasyni, Nýbýlavegi 30 A í Kópavogi. Síðast sást Árni'sl. miðvikudagskvöld í strætisyagni 4 á Hlemmtorgi. Sporhundur, sem leitarmenn beittu í leitinni, fór af einni viðkomustöð leiðar 4 niður í Sundahöfn. Leit þar hefur ekki borið árangur. Árni er 31 árs, 175 cm að hæð, brúnhærður með sítt hár og rauð- birkið hökuskegg. Hann var í grænni úlpu, brúnteinóttum jakkafötum og í uppreimuðum stígvélum, svörtum að lit. Senni- lega mun hann hafa haft dökka prjónahúfu á höfði. —ASt. Fjórmuna- eign í bílum • • i meiri en i iðnaðinum Fjármunaeign landsmanna í einkabílum er meiri en í öllum iðnaðinum, að ál- og fiskiðnaði undanskildum, eða yfir tíu millj- arðar króna. Þetta kemur fram í línuriti sem fylgdi erindi Bjarna Braga Jónssonar, yfirmanns áætl- anadeildar Rannsóknaráðs ríkis- ins, og hann flutti á ráðstefnu ráðsins um þróun iðnaðarins og rannsóknir í hans þágu, í gær. Mest fjármunaeign hér er í íbúðarhúsum, eða um 45 millj- arðar króna, því næst í öðrum atvinnuvegum en iðnaði, að ál- og .fiskiðnaði meðtöldum, eða 40 til 45 milljarðar, þá í byggingum og mannvirkjum hins opinbera, orkumannvirki ekki talin með, 37 milljarðar. Tölurnar hér að ofan eru síðan 1974, en hlutfallið milli þeirra mun vera svipað. Það ár var þjóðarauður alls um 170 millj- arðar króna. —G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.