Dagblaðið - 11.05.1976, Síða 3

Dagblaðið - 11.05.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDACUR 11. MAÍ 1976. 3 Re.vkvíkingar væru áreiðanlega óánægðir með það ef þeir gætu ekki notað símann sinn allan solarhringinn. Þetta verða simnotendur úti á landi að láta sér nægja. DB-mynd DP. Spurning dagsins Ætlarðu að taka þátt í Kefla- víkurgöngunni uni helgina? Þorsteinn Magnússon nemi: Jtr, auðvitað geri ég það. Það er allt í lagi að leggja þetta á sig, þetta er ekki það langt. Síminn og landsbyggðin Þorri á Hallormsstað skrifar: Þegar ég leit á Dagblaðið frá laugardeginum 10. apríl rak ég upp stór augu. Á forsiðu var tilvitnunin „Eru Reykvíkingar hlunnfarnir í símamálum?” og ég sneri blaðinu umsvifalaust við og las alveg dolfallinn fyrir- sögn á baksíðu: „Borga Reyk- víkingar nýja símastrengi fyrir landsbyggðina?” Og þar sem ég er dreifbýlismaður seig í mig mikil þykkja við lestur greinar- innar. Það sem ég rak fyrst og fremst augun i, þegar ég las þessa frétt. var sá hugsunar- háttur blaðamannsins, sem mér fannst skína út á milli línanna, að anna_rsvegar væri um að ræða Stór-Reykjavíkursvæðið en hinsvegar landsbyggðina á sjálfvirka svæðinu. Það er tals- verður fjöldi fólks, sem enn nýtur þjónustu handvirku stöðvanna, og þar hefur skrefa- fjöldi ekki verið aukinn. Hinsvegar er þess réttilega getið. að ársfjórðungsgjaldið fyrir þjónustu téðra stöðva er enn sem fyrr lægra en þar sem er sjálfvirk stöð. Sjálfur greiði ég kr. 1560 á ársfjórðungi, en hér á Hallormsstað er stöð, sem er opin sex tíma á sólarhring — reyndar eru þrír símar á mínu númeri. þannig að hægt er að hlusta á tveimur stöðum á allt það sem ég segi í símann. Sé aðeins eitt tæki á númeri á sex tíma stöð er gjaldið kr. 1950. Við getum semsagt ekki hringt nema í sex stundir á sólarhring af staðnum, en f.vrir greið- vikni og lipurð símstöðvarstjór- ans getum við þó hringt á milli húsa hér utan símatíma, þótt alls ekki sé ætlazt til að símarn- ir séu stilltir saraan. Ef hand- virk stöð veitir þjónustu 10 tima á sólarhring, eins og t.d. á Eiðum, er ársfjórðungsgjaldið kr. 2400 fyrir einstakt númer. En þar eru símarnir ekki tengd- ir saman utan símatíma, eftir því sem ég veit bezt. 1 Skriðdal er símstöðin aðeins opin fjóra tíma á sólarhring, og fyrir það er líka greitt lágt gjald, eða kr., 1050 fyrir sveitalinuna, þar sem allir geta hlustað á alla. Það er takmarkað gagn sem hægt er að hafa af slikum sima, eða hvað finnst ykkur? Að vísu verður að benda á, að flestir bæir á Völlum eru tengdir við stöðina á Egilsstöðum, sem er opin all- an sólarhringinn, þannig að hægt er að hringja í hvaða númer í þorpinu sem er án þess að greiða sérstaklega fyrir (þetta með greiðsluna veit ég ekki fyrir víst en tel, af feng- inni reynslu, að Vallamenn fái þessa einstöku þjónustu). Hinsvegar kemur fram mis- skipting á þjónustu þarna, því nokkrir bæir á Völlum eru tengdir Skriðdalslínunni og fá því aðeins fjögurra tíma þjón- u’stu. Þetta var bara um opnunar- timann og fastagjaldið. Til við- bótar þessu kemur, að við verðum að greiða hvert einasta símtal, sem við tölum, hér er enginn skrefafjöldi innifalinn i fastagjaldinu. Að vísu getum við talað á milli húsa utan síma- tíma vegna greiðvikni stöðvar- stjórans, en hér eru aðeins niu hús — reyndar tíu með skóg- ræktarhúsinu í Mörkinni, sem er lítt notað nema yfir sumar- mánuðina. Sem dæmi um síma- kostnaðinn hjá mér í síðasta mánuði langar mig að nefna eftirfarandi tölur Þriggja mínútna samtal til Reykjavíkur kostar 223 krónur og sex mín- útna samtal til sama staðar kostar 450 krónur. Kvaðning kostar kr. 60. Símtal til Egils- staða kostar kr. 93 þrjár mínút- ur og símtal við bæ í gegnum næstu símstöð kostar kr. 84 þrjár mínútur. Þrjár mínútur I símanum eru ekki lengi að líða, og sex mínútur eru ekki langur tími heldur. Símareikningarnir eru líka ekki lengi að hlaðast upp, þegar alla þjónustu þarf að sækja út fyrir stöðvarsvæðió og ekki þarf mikið kjaftæði í símann svo reikningurinn fari upp í 4—5000 krónur á mánuði. Þannig er fastagjaldið af sím- anum ekki nema hluti af síma- kostnaðinum — og það yfirleitt hærri hluti en á sjálfvirka svæðinu. En hvað kemur þetta við um- ræðum um aukinn skrefafjölda og fjölgun lína á sjálfvirkum stöðvum úti á landi? Jú, þegar Reykvíkingar ræða um símann úti á landsbyggðinni eru þeir, aó því er virðist, alltaf að tala um sambærilega síma og sína eigin. En þeir gleyma þvi alltaf, að hvergi á landinu er eihs ódýrt að reka síma og í Reykja- vík og nágrenni, jafnvel þeir ibúar á landsbyggðinni, sem njóta þjónustu sjálfvirkra sím- stöðva, þurfa að greiða marg- falt fyrir hana á við íbúa höfuðborgarsvæðisins, einfald- lega vegna þess, að alla fyrir- greiðslu, eða svo gott sem, þarf að sækja þangað, hvort sem notaður er sími eða farið á staðinn — og ekki er það síðar- nefnda ódýrara. Mér er spurn, hvers vegna flytja þeir góðu menn — sem sífellt eru að kvarta yfir því, að of mikið sé gert fyrir fólk úti á landsbyggð- inni, menn eins og Albert Guð- mundsson til dæmis — bara ekki í dýrðina úti á landi? Ætli þeir rækju sig þá ekki á eitt og annað, sem þeim líkaði miður vel. Líklega færu þeir þá að kvarta yfir því hvað mikið skattgreiðendur og bílaeigend- ur utan höfuðborgarsvæðisins greiddu í hraðbrautir í kring- um höfuðstaðinn fyrir reyk- víska fjölskyldufeður að aka eftir á sunnudögum? Ætli þeim fyndist ekki vegakerfið úti á landi heldur bágborið? Ætli þeim fyndist ekki heldur sjald- an mokað i snjóþungum héruð- um, og ætli þeim fyndist ekki vegagerðin oft sein af stað með heflana og vörubílana, þegar allir vegir eru að hverfa í drullu? Og ætli þeim fyndist ekki nóg um allan flutnings- kostnaðinn, sem þeir þyrftu að borga fyrir hvaðeina, sem þarf að kaupa, hvort sem það er mat- vara eða annað? Og ætli þeim fyndist ekki hart að fá ekki póstinn sinn nema tvisvar í viku? Já. ég gleymdi varðandi vegina að geta um viðgerðar- kostnaðinn á bílunum. Þar fara tugir þúsunda í viðgerð á hverju ári, beinlínis vegna slæmra vega. En við verðum að komast á milli staða eins og aðrir. Þetta er byggðastefnan, sem er að sliga pyngju reykvík- inga. En að lokum vil ég beina því til þessara re.vkvíkinga.sem eru orðnir þreyttir á að borga fyrir okkur landsbyggðamenn.að það verða áreiðanlega möguleikar á að hola þeim niöur einhvers staðar utan Reykjavíkur, — menn eins og Albert hljóta reyndar að vera æstir í að komast í sveitina, eins og þetta allt er farið að fara í taugarnar á þeim. Veri hann velkominn i okkar hóp, og megi sál hans finna frið og ró í faðmi náttúrunnar, þar sem sólin skín á tré og gras en ekki steypu og malbik. Glœpamennirnir fá alltaf makleg málagjöld — að minnsta kosti í sjónvarpinu Tveir Kópavogshúar skrifa: 1 Dagblaðinu þann 4. mai er skorað á sjönvarpið að leggja niður glæpa- og söðamyndir. Við viljum varpa nökkrum surningum til Mumma (meinhorns), sem skrifaði þá grein. llvað vilt þu hafa á dagskrá sjönvarpsins? Eru það kannski messur. danskar þvælur og lélegar fræðslumyndir, sem þú sækisl eftir. svo að oitlhvað sé nefnt. Eða vili þú hafa eilífar frétiir og aúglýsingar sem hægt er að he.vra í útVarpi og losa um i dagblöðunum? Sakamála- og grínmyndir eru það eina sem horfandi er á í sjönvarpinu. Því væri þá rekið sjónvarp ef ekkert væri horft á það vegna Iélegrar dágskrár? Þættir f.vrir börn og unglinga eru allt of fáir og lélogir. í sakamálamyndum er það oftast. ef ekki alltaf, að glæpa- mennirnir eru handteknir í lokin. Þetta ætti að benda börnum á að allt kemst upp um síöir. Sjónvarpið ætti að senda út á annarri bylgju það efni sem er „spillandi fyrir börn" eins og þú segir í grein þinni. Það eina sem við sjáum við grein þína er myndin af MeGloud.” I sakamálamyndum ertt glæpamennirnir oftast liandteknir i lokin. Baldvin Sigurðsson: Nei, ég er enginn maður til þess að ganga svona langt. Ég fór hér áður fyrr þegar ég var yngri. Hörður Hafsteinsson skósmíða- nemi: Jú, ef veðrið verður gott þá geng ég en ekki samt alla leið. Hrafn Einarsson verzlunar- maður: Nei, mér dettur það ekki í hug. Ég tek ekki þátt I svona samkundum, ég hef aldrei gert það. Friðrik Diego nemi: Nei, ég er ekki herstöðvarandstæðingur. Vésieinn Olason lektor: Ja. mér finnst full ástæða til þess.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.