Dagblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 15
DAtíBLAÐIÐ. ÞRIÐ.H'DAlíl'R 11. MAÍ 1976.
Þórarinn Þórarinsson fyrr-
verandi skólastjóri á Eiðum
stjórnaði fjöldasónfí af miklum
skörunnsskap. Við sjáum þarna
Hákon Bjarnason skófíræktar-
stjóra sem ekki hætti sér að
þessu sinni upp á hinn virðu-
lefía ra*ðupall.
Jón frá Skuld klippir niður f-ra'ðliiif'a. Be/.t er að taka þá í marz of>
ííoyma i kassa með mosa á köldum stað. En það má enn taka
f’ræðlinf'a.
haka var hægt að koma við til
þess að undirbúa jarðveginn.
Það hefði verið mesta furða
hvað það skaut rótunt. en annað
hvert ár hefði hann borið á
lífrænan áburð. fiskimjöl eða
skít.
\ú þótti tími til þess að ftera
hlé á kennslunni og hafa frí-
mínútur. Þeir Ólafur formaður
og Þórarinn Þórarinsson fyrr-
verandi skólastjóri á Eiðurn
(mikill skógræktarmaður) ætl-
uðu báðir að skemmta fólkinu
úr ræðustóli (trékassanum). en
hann þoldi ekki þunga beggja
svo að Ölafur sá sitt óvænna
áður en kassinn brotnaði og
Þórarinn stjórnaði fjöldasöng.
Undir tóku allir. hver nteð sínu
nefi og ióan söng og hrossa-
gaukurinn hneggjaði með.
Grœðlingar skulu
vera um 15 sm
Þá var komið að græðlingum.
Jón frá Skuld tók brekkuvíði.
sent hann klippti af mikilli
snilld. Raunar á að taka græðl-
inga í rnarz. þótt enn megi gera
það. Þegar græðlingar eru tekn-
ir í rnarz eru þeir geymdir í
kassa með mosa á köldum stað.
Þeir ntega frjósa. Klipptir eru
af víðinum helzt nokkuð gildir
sprotar og þeir hafðir um 15 sm
langir. Þeir eru gróðursettir á
vorin strax og frost fer úr
jörðu. Aðeins einn til tveir
brunthnappar eru látnir standa
upp úr. því að þá nær rótin að
verða sterkari. Græðlingarnir
eru settir á jörðina á ská. A
fyrsta sumri er þegar komin
töluverð rót á brekkuvíðinn. en
hann er látinn vaxa upp á sama
stað i tvö ár áður en honurn er
plantað þar sem harin á að vera
endanlega. Hann er ekki
hafður undir plasti því 'að þá
verður hann ekki nógu harö-
gerður. Hann þarf að hafa
mátulega erfið skilyrði. Hægt
er að taka græðiinga af öllum
viðitegundum og einnig alaska-
ösp.
15—18 sm milli plantna
í limgirðingu
Þegar á að mvnda úr honum
limgirðingu eru plönturnar
settar niður með 15—18 sm
millibili. Beðin eru um það bil
40 sm breið. Sumir grafa svo
sem tvær skóflustungur niður
(40—60 sm) og setja í skurðinn
hrossatað og svo moldina yfir
og síðast viðinn. Aðrir grafa
beð. losa moldina bara í helm-
ingnum af beðinu. leggja plönt-
una að moldinni þar sem hún er
föst. setja síðan mold að rótun-
um og blanda hrossataði saman
við afganginn af lausu mold-
inni. Segja þeir að víðirinn
skjóti ekki síður rótum þar sem
moldin hafi ekki verið losuð og
þar fái hann meiri raka.
Limgirðing er klippt til í
marz áður en brumhnapparnir
fara að springa út. Ef það væri
gert nú ..blæðir of mikið úr
sárinu." eins og skógræktar-
menn orða það. Það má hins
vegar einnig klippa þegar trén
eru orðin laufguð á sumrin.
Annars fara skrúðgarðaeigend-
ur aldrei út í garð án þess að
hafa með sér klippur. því alltaf
er eitthvað sem þarf að laga til
og snikka. Með klippingu á
trjám gildir það sama um allar
trjátegundir.
Erfiðara er að eiga við að
koma gljáviði til en brekkuviði.
hann kelur rnikið og kemur
Það er ekkl gott að segja hvað ég geri þegar ég verð stór. Kannski
verð ég skógræktarstjóri.
DB-myndir Bjarnleifur.
Hvað með
reynitré?
Spurning kom frá einum
áhugasömum nemanda
hvernig ætti að sá reynifræj-
um. Þannig er farið að. að
þegar reyniberin eru orðin vel
þroskuð á haustin. eldrauð og
mjúk (skógarþrösturinn er ein-
mitt æstastur i þau þá) er um
að gera að vera á undan honum
að ná beriunum. Berin eru
sprengd með fingrunum. í
þeim eru 5—6 dökk fræ. Þeim
er dreift í græðireit á haustin.
áburðurinn er sá sami og á
birkifræin. Þarna eru þau látin
liggja yfir veturinn. Fuglarnir
vilja berin ekki sprengd.
Xæsta vor er svo sett 1—2
mm sandlag vfir fræin og
breitt yfir græðireitinn glugga-
plast eða annað gott plast. sem
síðan er tekið af í kringum
miðjan júlí. Reyniplönturnar
eru hafðar tvö ár í kassanum
áður en þeirn er plantað út.
Jón sagði dæmi um hvað
birkifræ væri harðgert. Hann
hefði sáð þvi í grjóturð.holt og
mela. þar sem hvorki skóflu né
seint til á vorin en stendur því
lengur á haustin. Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri
fræddi menn litillega um gljá-
viði. sem hann sagði að vel væri
hægt að korna vel til ef rétt
væri að farið. Það væri efni i
aðra grein að segja frá fleiri
trjátegundum. Hvað um það
var ég orðin stútfull af upþlýs-
ingum og kom ekki meiri vizku
fyrir í bili. Sennilega þekki ég
nú mun á birki og víði héðan í
frá og það gerið þið líka ef þið
bara bvrjið að rækta. Það þarf
ekki endilega að eiga stóran
garð. Meira að segja mætti
gróðursetja nokkrar tegundir
trjáa á svölunum hjá sér.
Allir í
skógrœktarfélögin
Nú fór formaður Skóg-
ræktarfélags Islands, Jónas
Jónsson. upp á kassann og
hvatti alla til þess að ganga í
hin ýmsu skógræktarfélög í
sinni heimab.vggð. Sungið var
„Hvað er svo glatt. Þess má
geta að það voru ekki bara
Hafnfirðingar sem gerðust
þarna nemendur, heldur var
fjöldinn allur af fólki á R-
bílum. Sennilega verða allir
spenntir að sjá hvað kemur upp
úr græðireitnum sem Jón frá
Skuld sáði í og vilja sjá stærðar
plöntur koma upp i haust.
DB-myndir Bjarnleifur
Að lokum fór hópurinn að
friðlandi Jóns Magnússonar,
sem er í um eins km fjarlægð,
og leit á árangur starfs hans.
Varla er hægt að lýsa því.
Arangurinn er hreint og beint
ótrúlegur.
Ef menn vilja svo verða sér
úti um meiri vitneskju um trjá-
rækt. þá eru til ýmsar hand-
bækur um það efni. Auk þess
kemur út rit einu sinni á ári hjá
Skógræktarfélagi íslands.
Rétt er líka að benda á aö
flestar algengar tegundir trjá-
fræja eru til í Sölufélagi garó-
vrkjumanna.
— EVI
Þaö skein áhugi úr hverju andliti. Sumir treystu minninu ekki of
vel og skrifuöu niöur hjá sér punkta.