Dagblaðið - 11.05.1976, Síða 4

Dagblaðið - 11.05.1976, Síða 4
DACBLAUIÐ. ÞHIÐJUDAGUH 11. MAl 1976. Saga um útgerð ó einu sanddœluskipi: ER ÞAÐ ÞETTA SEM ER KAUAÐ FJÁRMÁLASNILU? Fyrstu danana i nóvcmbcr 1974 koin til landsins sanddælu- skipió Grjótjötunn sem fyrir- tækið Sandskip hf. hafói fest kaup á i Stafantíri i Noregi lió- le}>a mánuði áður. Kaupverðið var 2.4 milljónir krónur norskar eða rúmlejja 60 milljón íslenzkar krónur á þá- verandi ítenfíi. Þegar skipið kom til landsins hafði þegar verið hafizt handa við gerð löndunaraðstöðu í Sundahöfn í Reykjavík. Var unnið við þær framkvæmdir þar til skömmu fyrir síðustu áramót. stopult þó. I byrjun desember 1975 var sanddæluskipinu Grjótjötni lagt, en nú hefur það verið selt nýju fyrirtæki. sem heitir Náman hf.. og er nú í Hollandi þar sem verið er að gera á því miklar breytingar. Skipió heitir nú Perla. 102 milljón króna skuld Þegar skipið var afhent í Noregi var greidd útborgun. 560 þúsund norskar krónur. eóa tæplega fjórtán milljón ísl. krónur. Fyrri eigendur í Noregi hafa ekki fengið aðrar greiðslur. Þá voru eftirstöðvar skuldar- innar 46 milljónir sem greiðast áttu á fimm árum. Þegar Grjót- jötni var lagt í desember sl. skuldaði Sandskip hf. vfir hundrað mill.jón krónur. Náman hf. kevpti skipið á 130 milljón krónur. Samkvæmt afsali. dagsettu 5. marz 1976. vfirtók Náman hf. þar með hluta af skuldum Sandskips h.f. eða alls 77.772.919.57 krónur. Þær skuldir sundurliðast þannig: 1. Veðskuld við Landsbanka íslands. nkr. 2.240.000. eða kr. 69.417.600. skv. heimildarbréfi dags. 5. ágúst 1975. 2. Veðskuld við Fram- kvæmdasjóð íslands. US. $32.051.28. eða kr. 5.506.409.00. skv. heimildarbréfi dags. 16. júli 1975. 3. Veðskuld við Fram- kvæmdasjóð tslands, US. $6.410.26. eða kr. 1.101.282.67. skv. heimildarbréfi dags. 17. júlí '75. 4. Sex fjárnám. kr. 1.747.627.00. Hrikalegar lausaskuldir Að auki er Dagblaðinu kunnugt um kröfur að minnsta kosti átján fyrirtækja og ein- staklinga sem nema samtals um 26 milljónum króna. Fleiri kröfur. sem nema allt að eins miklu. munu einnig vera á Sandski[> hf„ en þær skuldir hefur blaðið ekki fengið stað- festar. Launakröfur skipshafnar- innar eru um 7.8 milljónir, af því hafa verið greiddar um tvær milljónir. Eitt fyrirtæki telur sig eiga 7.3 milljónir króna li.já Sandskipi hf„ en samkvæmt afsalinu frá 5. marz hefur Náman hf. fallizt á að taka að sér að greiða rúmlega 770 þúsund krónur af þeirri skuld. „Vil ekkert segja...” I st.jórn Sandskips hf. eru þeir Knútur Bruun hæsta- réllarlögmaður. sein er lor- maður. Páll G.Jónsson forstjóri l’olaris og Kristinn H. Sigur- lonsson yélsmiðui'. Kósturfáðir Krisliiis; Krislmn l'innbogason framkviomdasl jóri Timans. h.cl'ur að verulegu leyli annazl sj lórnarslörfín l'yrir fóslurson si n ti. Blaðamaður Dagblaðsins sneri sér til Knúts Bruun vegna þess sem að framan hefur verið rakið og spurði hann um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál." sagði Knútur Bruun. „Þetta er allt á samningastigi og hreint ekkert blaðamál. Þetta er rétt eins og hvert annað fyrirtæki í erfið- leikum en ég vil ekkert seg.ja.” Verktakar taka sig saman Náman hf. er hlutafélag nokkurra steypustöðva, verk- taka og einstaklinga í b.vgg- ingariðnaði. Formaður stjórnarinnar er Halldór Jóns- son forst.jóri Steypustöðvar- innar en aðrir í stjórn eru Guð- mundur Einarsson verkfræð- ingur, einn af aðaleigendum Aðalbrautar hf„ og Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Járn- og pípulagningaverktaka i Keflavik. „Megintilgang.ur stofnunar félagsins er að skapa sam- keppni i vinnslu byggingarefna úr s.jó." sagði Halldór Jónsson í samtali við DB, „enda hefur oft verið skortur á slikum efnum á undanförnum árum. En þetta fyrirtæki er dýrt í framkvæmd og fjáröflun er þess vegna erfiðleikum bundin." Breytingar fyrir tugi milljóna Bre.vtingarnar, sem verið er að gera á Perlunni i Hollandi, eru gagngerar. enda kosta þær „nokkra tugi mill.jóna.”-að sögn Halldórs Jónssonar. Allt frá þvi að dæluskipið kom fyrst til landsins hefur það reynzt stór- lega gallað. Einkum þótti baga- legt að erfiðlega gekk að dæla úr skipinu þeim byggingar- efnum sem það dældi upp í sig af sjávarbotni. Löndunaraðstaða í Sundahöfn er „nægileg. að minnsta kosti dugði hún Grjóljötni." sagði Gunnar B. Guðmundsson. hafnarst.jóri i Keyk.javik. „Þelta er bráðahirgðaaðstaða." sítgði Gunnar i samtali við hlaðamann DB um málið, „engan veginn fullkomið mann- virki en dugar samt fyrir svona lítið skip (500 tonn)." Löndunaraðstaðan f.vlgdi með i kaupunum og þar mun Náman hl'. hal'a aðstöðu l'.vrir skip sitt þegar það kemur ul landsins i lok mánaðarins. Verulegan hlula hafnarsmíð- innar annaðisl Stálver hf. i Koyk.javik. Afar lílið hel'ur Slálver l'engið greiit l'yrir sina vinnu, þau 770 þúsund, sem áður er vikið að, og með vixlum. Bryggjan teiknuð ó servíettu Kristins „Þeir komu hingað, Knútur Bruun og Kristinn Finnboga- son, fljótlega eftir að skipið kom til landsins," sagði Krist- mundur Sörlason forstjóri Stál- vers. í samtali við blaðamann DB um „Grjótjötunsmálið.” „Þeir vildu fá okkur til að annast ýmsa smið.juvinnu, sem við og gerðum. t rauninni gerð- um við skipið klárt því við smíð- uðum í það allar leiðslur og rör og einnig br.vggju. Það var nú reyndar ýmislegt sögulegt í sambandi við þessa bryggju. Kristinn Finnbogason teiknaði hana eitt sinn á servíettuna sína i Brauðbæ. Við gerðum svo þessa bryggju, sem meira og minna var tilraunabryggja, en fengum ekki einu sinni að klára hana áður en Grjótjötunn var látinn leggjast þar að. Þetta var svona samskeytturtunnubúkki og svo fór allt um koll í næsta stormi." Hólf önnur milljón í gjöld af skuldinni Kristmundur Sörlason sagði heldur hafa gengið illa að fá reikningana borgaða. „Við erum með reikninga á þá upp á 7.255.677 krónur," sagði hann, „en höfum fengið rúm sjö hundruð þúsund af þvi greidd með víxlum eftir að nýju eig- endurnir tóku við. Þetta hefur verið í innheimtu síðan í fyrra- vor, mönnum eru gefnir frestir á fresti ofan og svo er verið með stöðugar flækjur." Korstjóri Stálvers taldi ekki ólíklegt að fyrirtækið fengi skuld sína aldrei greidda. „Nýju eigendurnir tóku aðeins yfir þinglýstar skuldir. þannig að ef Sandskip hf. lýsir sig gjaldþrota gæti farið svo að við fengjumekkert. En svo keniur annað til: Við þurfum að borga ríkinu ýmis g.jöld af þessari skuld. Mér reiknast til að það séu- samtals um 1.3 mill.jónir króna. eða launaskattur. tryggingagjald. aðstöðugjald. iðnaðargjáld. tekjuskattur og söluskattur. Þannig kostar verkið okkur nú orðið 8.5 milljónir króna og þá er verð- bólgan ekki tekin nteð í rejkninginn. Þetta Grjótjötuns- mál er allt tn.jög undarlegt." Niðurfelling opinberra gjalda Það kann þó eitthvað að grynna á skuldasúpu Sandskips hf„ að félagið fékk niðurfelld I f.járlögum þinglýsingargjöld vegna Grjótjötuns, alls 585.430 krónur. Þessi ráðstöfun er ekki óalgeng þegar um skip af þessu tagi er að ræða, að sögn Þor- steins Geirssonar fulltrúa í fjármálaráðuneytinu. Tvö þeirra þriggja langtíma- lána, sem hvíla á Grjót- jötni/Perlu, eru lán úr Fram- kvæmdasjóði Islands, en hann heyrir undir Framkvæmda- stofnun ríkisins. Guðmundur Ólafsson, deildarstjóri lánadeildar í Framkvæmdastofnuninni, vísar í skýrslu stofnunarinnar og segir lánið hafa verið veitt til að koma upp tækjabúnaði úr skipi í land og bæta löndunar- aðstöðuna, rúmlega sex milljónir krónur 1975. Skipshöfnin þraukaði Þrátt fyrir að ýmis þjónustu- fyrirtæki í landi tækju hvert af öðru fyrir viðskipti við Sand- skip hf. (kostur er fenginn til dæmis á þremur stöðum, kranavinna unnin af þremur f.vrirtækjum, smiðjuvinna af þremur og svo framvegis) var áhöfnin alltaf hin sama. Það virtist nokkuð samhentur hópur. að minnsta kosti voru þeir allir sjö sammála þegar þeir sigldu skipinu inn til Reykjavíkur 7. október 1975 og lögðu því í mótmælask.vni við að fá ekki greidd laun sín. Skipið hafði raunar lítið verið við störf úti á sjó og i Sunda- höfn dáðust menn að vel bónuðum bílum skipverjanna á dæluskipinu Grjótjötni. Skipstjóri á Grjótjötni var Hoy Olafsson, sem jafnframt á hæstu launakröfuna á hendur Sandskipi hf„ samtals 2.367.986.-. en af þvi hefur hann fengið greiddar um átta hundruð þúsund krónur. Vildu forðast stéttarfélögin „Það var hálfeinkennilega að öllu staðið alll frá upphafi," sagði Roy Olafsson þegar blaðamaður DB leitaði til hans vegna þessa májs. „Skipið var nú í fvrsta lagi keypt eins og kötturinn í sekknum. ráða sér- fróðra manna um svona skip var ekki leitað. Svo voru peningamálin, eilift ströggl. laun kouíu seint og illa og undir lokin fengum við ekki neitt." GrjótjÖtiitisskipst.jórinn sagði áhöfnina aðallega Itafa átt við sin mái um borð við Knúl Bruun. „en Kristinn Kinnboga- son kom eimiig nukið við sögu þótt hann ætti ekkert i þessu á pappírunum. Það mun til dæmis hafa verið runnið undan rifjum Kristins að eigendur skipsins vildu ekki semja við okkur nema utan við öll stéttar- félög. Afleiðingin varð sú, að kjarasamningar voru aldrei gerðir, heldur var miðað við Sandeyjarsamninginn. Gallinn á því var sá, að þar voru f jórtán menn um borð en við aðeins sjö, þannig að okkur bar að sjálfsögðu meira,” sagði ftoy. „Þið fóið helming eða ekki neitt” Hann sagði einnig að þegar laun hefðu verið greidd hefðu þeim oft fylgt ýmis skilyrði. „I um það bil hálfan mánuð unnun við til dæmis við bryggjusmíði, enda hafði smiðjan þá gengið úr verkinu vegna vangoldinna reikninga. Þegar kominn var sá tíundi mánaðarins vorum við ekki farnir að fá greidd laun. Þá fengum við skilaboð frá Knúti Bruun þess efnis að ef við vildum klára verkið, sem smiðjan gekk frá, fengjum við borgaðan hálfan mánuð, annars ekki neitt. Ég hef aldrei kynnzt annarri eins framkomu gagnvart skipshöfn,” sagði Roy Ólafsson. „Þetta var allt á eina bókina lært. Við sömdum meðal annars einu sinni um greiðslu á umsömdum launakröfum, en það var ekki staðið við af þeirra hálfu. Knútur sagði svo einu sinni við mig, þegar ég var að ræða málin við hann, að þetta undirritaða samkomulag okkar væri ekki annað en skeini- pappír.” Mannréttindi Eins og sagði að framan ákvað skipshöfnin einu sinni að sigla skipinu í höfn og binda það þar. Þetta var 7.-9. október 1975. „Þá kom ágætlega í ljós hversu veik- stéttarfélögin okkar eru í svona málum.” sagði Roy skipstjóri. „Þegar við vorum komnir i land óttuðust stéttarfélögin skaðabótakröfur frá Sandskipi hf„ og fleira í þeim dúr. Eg sagðist ekki sjá hvernig það væri hægt því þannig væri einfaldlega verið að svipta okkur grundvallar- mannréttindum okkar." „Sandskip, jó...” Tveir mánuðir liðu og skip- verjar fengu aldrei greidd laun. 1. desember 1975 fengu þeir allir bréf frá stjórn Sandskips hf. Þeim var öllum sagt upp störfum fyrirvaralaust nema vélstjórunum tveim. þeir áttu að líta eftir skipinu. Sjö vikum síðar lögðu skipverjar kröfur sínar fram og þær voru teknar til meðferðar í Sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur. Þegar blaðamaður DB leitaði til dómara þar til að spvrjast f.vrir um kröfurnar sagði dómarinn: „Sandskip, já. Við höfum fengið einhver ósköp af kröfum á þá í vetur." Þrótt fyrir allt... Raunasaga útgerðarinnar á dæluskipinu Grjótjötni hefur ekki farið hátt til þessa. Af öUu framansögðu ætti þó að v.era ljóst að hún er athvgli verð ýmissa hluta vegna. þá kannski ekki sizt fyrir það að lifið heldur áfram að ganga sinn gatig þrátt fyrir þetta furðulega fjármálaævintýri. Við skoðun þeina gagnaog samtala sem við höfum stuðzt við verður ekki annað séð en gjaldþrot sé yfir- vofandi yl'ir Sandskipi hl'. -OV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.