Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 10
10 I)A(»ii*,AÐIÐ. ÞKIÐ.ÍUDAdUK 11. MAÍ 1976. Útyofamli: I)a«l)Ia«)irt hl'. Framkv;i*m(last.jni i: Svcinn K. Kyjólfsson. Kitstjóri: .lónas Kristjánsson. I’rcttastjóri: .lón Kiriíir IVtmsson. Kitstjórnarfulltriii: Haukur Ik*l«ason. Aóstoóarfretta stjóii: Aili Stcinarsson. i|>róttir: Hallur Símonarson. Hönnun: .lóhannes Keykdal. Ilandrit: Asurimur l'álsson Blaóamenn: Aniia Bjamason. Asueir Tómasson. Bolli Héóinsson. Biani Si^urósson. Krna V. Iimóllsdotiir. t’.issiir Siuurósson. Hallur Hallsson. IIolni Pétursson, Katrín Pálsdöttir. Olafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljösmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson. Björuvin Pálsson. Kajínar Th. Sijmrösson. (íjaldkeri: Práinn Porleifsson. Dreifiimarstjóri: Már K.M Ilalldórsson. Askriftarjijald 1000 kr. á mánuói innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakió. Kitstjórn Sióumúla 12. simi 83322. aimlýsinnar. áskriftiroK af«reiósla Þverholti 2. sími 27022. Setninn oj* umbrot: Dauhlaóió hf. o« Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-oe phituueró Ililmir hl'.. Síóumúla 12.Pr* i,.tun: Arvakur hf . Skeifunni 10. Okkar sigur Viö unnum mikinn sigur á haf- rétíarráöstefnunni í New York. Þaö er ekki lokasigur, því aö enn veröum við aó taka á öllu til aö verja stöóu okkar á næsta áfanga ráöstefnunnar, sem verður í New York frá 2. ágúst til 17. september. En staðan í hafréttarmálum eykur okkur kjark. Hún sýnir, sem bezt má vera, að útfærsla okkar byggist á raunhæfu mati á staðreyndum. Ef svo fer, sem líkur eru til, verður aístaóa okkar í landhelgismálum fullkomlega staðfest í hafréttarsáttmála, þegar þessu ráðstefnuhaldi lýkur. Andstæðingar okkar í landhelgismálum munu tapa stríðinu til fulls. Okkur ber í fram- haldi af nýloknum áfanga hafréttarráðstefn- unnar að ýta á eftir um kærur okkar til öryggis- ráós Sameinuðu þjóóanna. Staða mála á haf- réttarráóstefnunni á að færa okkur æ fleiri stuðningsmenn, svo augljóst er, að Bretar hafa slæman málstaó. Mikill meirihluti þjóóa vill einmitt, að sú leið sé farin, sem við höfum valið. Það er hins vegar markmiðið, að Bretar viðurkenni ósigur sinn, löngu áður' en nýr hafréttarsáttmáli liggur fyrir. Það á að heppn- ast, ef viö höldum rétt á spilunum. í texta aö hafréttarfrumvarpi, sem lagður var fram í lok funda í New York, segir, að strandríki megi ákveða efnahagslögsögu sína allt að 200 mílum frá grunnlínum. Talið er, nær fullvíst, að þetta verði endanleg niðurstaða. Strandríkið á sjálft að ákveða hámarksafla innan efnahagslögsögunnar og það á einnig sjálft að ákveða getu sína til að nýta aflamagnið innan efnahagslögsögunnar. Þetta eru eðlilega þau atriði, sem samninga- menn okkar hafa lagt mesta áherzlu á. Rimman hefur oft verið hörð. Samningamenn okkar hafa átt í varnarbaráttu til að hindra, að þessum þáttum yrði í einhverju breytt. Það hefur tekizt. Þessi niðurstaða er mikill siðferðilegur stuðningur við okkar málstað. Samkvæmt þessu er ekki efamál, að við höfum rétt til útfærslu í 200 mílur, við getum ákveðið hámarksaflann á miðunum og sagt útlending- um að hypja sig. Þótt þessi atriði séu enn ekki orðin að alþjóð- legum lögum, lætur nærri, að þau séu orðin lög í reynd. Á þessu ber ráðamönnum að hamra gagnvart erlendum ríkjum, svo sem hjá Sameinuðu þjóð- unuim og Atlantshafsbandalaginu. Öllum ætti nú að vera ljóst, hve mjög rétturinn er okkar megin og hversu fordæmanlegt ofríki Breta á íslandsmiðum er. í þessari stööu væri fráleitt að fara að semja við útlendinga um eftirgjöf á því, sem er okkar réttur. Vió sigruðum í New York, og við erum langt komin meó að sigra á heimavígstöðvunum. Bretar eru gripnir örvinglan, þar sem þeir sjá fram á ósigur sinn. Nióurstöður þriðja áfanga hafréttarráðstefn- unnar hljóta aó vera hvatning þeim, sem í engu vilja láta undan ofríki Breta. Sigurinn er okkar. Verkalýðshreyfing Síðustu mánuði hefur komið fram skýr stefnubreyting í mál- flutningi helstu forystumanna alþýð'usamtakanna. Þeir hafa hvað eftir annað lagt áherslu á hið pólitiska eðli verkalýðsbar- áttunnar og nauðsyn þess að sterkt pólitiskt gfl yrði sam- starfsaðili verkalýðssamtak- anna. Björn Jónss., forseti ASt hefur verið aðaltalsmaður stefnunnar. A 60 ára afmæli hreyfingarinnar fyrr á þessu ári boðaði Björn ,,að tal um verkalýðsflokk eða flokka án sósíalisma væri tómt mál. Hafi slíkir flokkar ekki sósíalismann eða sósíalísk markmið að leiðar- ljósi, þá eru þeir eins og rekald, einskis virði f.vrir verkalýðs- hreyfinguna og baráttu hennar.” í ræðu á Lækjartorgi 1. maí sagði forseti ASt enn- fremur: „Öll saga síðari tíma, og þá ekki síst reynslan af átök- unum síðustu mánuðina, sann- ar svo glöggt sem verða ntá. að það sem verkalýðshreyfinguna skortir nú fremur öllu öðru er stjórnmálalegt afl.” Og einnig: „Hér dugir ekkert minna til en uð allar greinar hreyfingarinn- ar, aðrar en óábyrgir klofnings- hópar, ieggi til hliðar allar þrætur um minniháttar ágrein- ing og taki forystuna í því stór- brotna björgunar- og endur- reisnarstarfi, sem vinna þarf í islenskum þjóðmálum.” Þessi stefna hefur hlotið stuðning málgagna allra verka- lýðsflokkanna, Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Samtakanna, og hún hefur verið ítrekuð i ræðum fjöl- margra annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Verði slík stefna áfram ráðandi eru í vændum straumhvörf í íslenskum stjórnmálum. II. Samskiptum verkalýðshreyf- ingar og stjórnmálaflokka á ts- landi má skipta í þrjú tímabil. A fyrsta tímabilinu voru verkalýðshre.vfingin og helsti málsvari hennar, Alþýðuflokk- urinn, skipulagslega ein heild. Með • stofnun Kommúnista- flokks Islands 1930 og auknum áhrifum annarra flokka. einkum Sjálfstæðisflokksins, innan verkalýðshreyfingar varð þessi eining úrelt skipulag og á fyrstu árum síðari heims- styrjaldarinnar var skilið á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Menn úr öllum flokkum höfðu nú form- legan rétt til trúnaðarstarfa innan alþýðusamtakanna. A öðru timabilinu voru flokkspólitísk átök urn stjórn ASl í algle.vmingi. Baráttan milli Alþýðuflokksins og fyrst Sósíalistaflokksins og síðan Alþýðubandalagsins var rnegin- einkenni þessa átakatímabils. Verkalýðsflokkarnir tveir börðust um forystuna. Liðs- menn annarra flokka fóru með aukahlutverk. Þessu tímabili lauk með sigri Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokkurinn leitaði skjóls og stuðnings í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Á þriðja tímabilinu, sem hófst á fyrri hluta síðasta ára- tugs, varð hlé á hinni pólitísku umræðu innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Mikil áhersla var lögð á faglega einingu, og eins- konar þjóðstjórnarfyrirkomu- lag manna úr öllum flokk- um einkenndi miðstjórn ASÍ. Aðild verslunar- og skrifstofu- fólks. sem laut stjórn sjálf- stæðismanna og aukin áhrif flokksbræöra þeirra innan sjó- mannasamtakanna og í sumum félögum iðnaðarmanna sköp- uðu ný styrkleikahlutföll innan ASl. Deilurnar innan Alþýðu- bandalagsins, sem leiddu til klofnings þess 1967/68. lömuðu einnig hina pólitrsku urnræðu innan verkalýðssamtakanna og sköpuðu hagstæð skilyrði fyrir þann boðskap. að vérkalýðs- hreyfing ætti að vera eingöngu fagleg og þvi ópólitisk. Þróunin síðustu misseri hefur bent til hugsanlegra endaloka þessa þriðja tímabils og upphafs ■ hins fjórða. Mynd- V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.