Dagblaðið - 11.05.1976, Page 11
1>.\< iHl.AÐH) l>K ID.I l 1 > ACl’K 1 1 MAI
11
\
Kúba og Bandaríkin:
SPENNAN
EYKST
— en þó er
samningsvilji
fyrir hendi
Sambandiö milli Bandaríkj-
anna og Kúbu, sem var orðið
lélegt eftir borgarastyrjiildina
í Angóla, hefur orðið enn
stopulla nú síðustu mánuðina.
Sá tími er liðinn, er reynt var
að koma á eðlilegra sambandi
milli rík.janna, annars vegar
stjórnar kommúnista á Kúbu
en hins vegar hins griðarstóra
nágranna í norðri.
Enn á ný eru kuldaleg við-
brögð aðalástæðan fyrir þessu
versnandi samkomulagi.
Bandaríkjastjórn er enn æfa-
reið yfir því að hersveitir
Kúbumanna skuli vera i
Angóla og hafa varað þá alvar-
lega við því að re.vna að seilast
til áhrifa í Afríku.
()g í Havana hefur Kidel
Castró safnað mannfjöldanum
saman undir ræðunt um erki-
óvin Kúbumanna: Bandaríska
heimsvaldastefnu.
Og mannfjöldinn hrópaði
„Yankee asesinos
(morðingjar)" á hátíðahöldum
þann 1 mai. er 9 dökkklæddir
ntenn með hertan svip gengu
frant hjá forsætisráðherranum
og kúbönsku ríkisstjórninni.
Mennirnir, sem hylltir Voru
ákaft af mannfjöldanum, voru
á tveim fiskibátum, sem skotnir
voru í kaf undan strönd Flórída
nú fyrir.skömmu.
Tíu menn af áhöfnum bát-
anna létu lífið í árásinni. Sam-
tök úthegra Kúbana. sem
aðsetur hafa í Miami, lýstu
ábyrgð á hendur sér. en
stjórnin t Havana segir. að
leyniþjónusta Bandaríkjanna,
CIA. hafi staðið að baki árás-
inni.
í skrúðgöngunni við hátíðar-
höldin voru einnig liðsmenn úr
deild Ameríkana. sem árlega
koma til Kúbu til þess að vinna
á ökrunum í sjálfboðavinnu.
Var þeint ákaft fagnað, er þeir
gengu inn á hátíðarsvæðið, með
hvíta h.jálma á höfðinu, enda
þótt viðbrögð almennings hafi
verið nt.jög andsnúin Banda-
ríkjunum.
Mikill harmur og reiði ríkti í
Havana. nú fyrir skömmu, er
þangað voru flutt lík tveggja
sendiráðsstarfsmanna Kúbu í
Lissabon, sem létu líf sitt í
sprengingu. sem lagði sendi-
ráðsbvgginguna í rústir.
St.jórnin sakaði CIA um að
hafa verið völd að sprenging-
unni og benti á að ríkisstjórn
Bandarík.janna hefði undan-
farið haft í hótunum við Kúbu-
menn vegna herliðsins í
Angóla.
Ford Bandarík.jaforseti
kallaði Castro „alþjóðlegan út-
laga" i ræðu er hann flutti í
marz og utanríkisráðherra hans
Henr.v Kissinger hefur látið að
þvi ligg.ja. að Bandarík.jamenn
myndu beita valdi ef til frekari
íhlutunar Kúbumanna kæmi í
Afríku.
Að Castró skyldi ekki svara
þessum ásökunum, vakti tölu-
verða athygli. en síðan tóku
menn eftir því. að hann hlaut
að vera að bíða eftir 15 ára
afmæli innrásarinnar í Svína-
flóa til þess að svara.
Og það gerði hann. I
s.jónvarpsræðu hótaði
hann Bandaríkjamönnum
því, að ef þeim, er stæðu að
baki árásanna á fiskibátana
yrði ekki refsað, m.vndi hann
segja upp samningunum um að-
gerðir gegn flugvélaræningj-
um. sem löndin gerðu sin á
milli. Hann lét það koma skýrt
fram, að Kúbumenn myndu
ekki láta hótanir hafa áhrif á
sig.
Hann sagði, að Ford forseti
væri ekkert annað en rudda-
legur lygari, er hann héldi því
fram, að afskipti þeirra í
Angóla, væru f.vrir atbeina
Rússa.
Og strax og hann hafði lokið
ræðu sinni hófst mikil áróðurs-
herferð. Helztu setningarnar úr
ræðu hans voru málaðar á stór
skilti og hengd upp á áberandi
stöðum meðfram götum og
þjóðvegum. „Angóla var Svína-
flói amerískrar heintsvalda-
stefnu’’ — ,,Sá, sem ætlar sér að
sigra Kúbu mun aðeins hljóta
blóðugan sandinn ef hann lifir
átökin af,” mátti lesa af skiltum
þessum.
Fundir voru haldnir í öllum
verksmiðjum, herbúðum og
íbúðarhverfum til þess að lýsa
yfir stuðningi við yfirlýsingu
Castrós. Símastúlkur svöruðu
símtölum með orðunum: „Við
styðjum yfirlýsingu Castrós,
góðan dag.”
Kúbanskur flóttamaður, sem
sagðist vera fyrrum starfs-
maður CIA kom fram í sjón-
varpinu og sagði að CIA hefði
a.m.k. vitað fyrirfram um
árásina á fiskibátana.
Hann sakaði leyniþjónustuna
einnig um að hafa staðið að
baki árásum á sendiráðsbygg-
ingar Kúbu erlendis. Daginn
eftir létu tveir menn lífið í
sprengingunni í Lissabon.
Annar kúbanskur flótta-
maður kom fram í sjónv. og
sagði að CIA hefði „örugglega”
yfirstjórn yfir fjóttamannabúð-
um andstæðinga Castrós á
Miami. Skömmu síðar lét
stjórn Panama það boð út
ganga, að komizt hefði upp um
samsæri skæruliða frá Panama
og kúbanskra flóttamanna
gegn sendiráði Kúbu í Panama.
Kúbumenn óttast, að fleiri
árásir verði gerðar á sendiráð
þeirra erlendis og að þar með
sé endi bundinn á þriggja ára
friðartímabil í samskiptum
ríkjanna.
Og enginn dregur í efa. að
Castró mun láta verða af hótun
sinni, ef áframhald verður á
árásum á fiskibáta þeirra. Það
m.vndi þýða, að endi yrði bund-
inn á samskipti þjóðanna í eitt
skipti fyrir öll.
Þetta erfiðleikatimabil mun
að öllum líkindum vara þar til í
nóvember, er forsetakosning-
arnar í Bandaríkjunum eru af-
staðnar. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum sendiráðs-
starfsmanna í Havana mun
stjórnin þar álíta, að Ford
forseti hafi orðið að sýna þessa
hörku til þess að fullnægja
kröfum hægri manna er annars
myndu ljá Ronald Reagan
stuðning sinn.
Það sem að öllum líkindum
mun ráða úrslitum í deilu
þessari er þróun mála í Afríku.
Castró hefur ekki lokað algjör-
lega á sáttatilraunir til þess að
koma á eðlilegu ástandi milli
ríkjanna. En þá þarf að koma
til þess, að viðskiptabanni
Bandaríkjanna verði aflétt.
En til þess þarf að koma til
einlægur vilji beggja deiluaðila
til þess að samkomulag náist.
«C
Castró hefur nú ákveðið að herða tökin
á Bandaríkjamönnum og mun án efa
láta hótanir sínar i þeirra garð verða að
veruleika, ef áframhald verður á
árásum á fiskiháta þeirra.
— pólitískt af I
un núverandi ríkisstjórnar skip
aði Alþýðubandalaginu og Al-
þýðuflokknum hlið við hlið í
f.vrsta skipti í nær 20 ár. Flokk-
arnir eru nú sajnan í stjórnar-
andstöðu. Efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar hefur einnig
hvað eftir annað knúið verka-
lýðshre.vfinguna til harðrar
baráttu (1) myndun víðtækrar
samstarfsnefndar í landhelgis-
málinu gegn samningum við út-
lendinga, (2) allsherjarverkfall
til að tryggja óskertan kaup-
mátt. (3) viðtæk gagnrýni á
verðhækkunaröldu í kjölfar
kjarasamninga, (4) mótmæli
við nýlegu efnahagsmálafrum-
varpi. Dæmin eru fjölmörg.
Saman sýna þau að verkalýðs-
hreyfingin er orðin hið leiðandi
afl st jórnarandstöðunnar.
III.
Þannig er hægt aðrökstyðja
þá ályktun, að nú kunni að
vera að hefjas' nýlt tímabil í
samskiptum verkalýðshre.vfing-
ar og verkalýðsflokka, bæði
með tilvísun til fjöiþættrar at-
burðarásar siðustu mánuðina
(tg með tilvitnunum í boðskap
forystumanna, einkum forseta
Alþýðusambandsins. Samstaða
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks í stjórnarandstöðu og
barátta við rikisstjórn þeirra
þjóófelagsafla. sem verkalýðs-
hrevfingunni eru andstæðast-
ar. slyrkja ennfremur líkurnar
á slíkri þróun.
Þótt nýtt tímabil virðist vera
í mótun er erfitt að lýsa
þróunarbraut þess nákvæm-
lega. í stórum dráttum virðast
fræðilega séð sex leiðir koma til
greina:
Leið 1. Verkalýðshreyfingin
og verkalýðsflokkarnir koma
sér óformlega saman um af-
stöðu til mála sem eru á dag-
skrá hverju sinni. Slík sam-
staða grundvallast fyrst og
fremst á nánum persónulegum
tengslum einstakra forystu-
manna sem samræma síðan að-
gerðir hre.vfingar og flokka.
Leið 2. Verkalýðshre.vfingin
og verkalýðsflokkarnir setja
fram sameiginlega stefnuskrá i
tilteknum málaflokkum og
þessir aðilar beita sér síðan
f.vrir framgangi stefnusfcrár-
iiinar hver á sinum vettvangi.
Verkalýðshre.vfingin starfar á
faglegum grundvelli og verfca-
lýðsflokkarnir bjóða frani til
þings hver í sínu lagi og starf-
rækja sjálfstæða þingflokka.
Þótt allir aðilar að stefnu-
skránni vrðu þannig formlega
óháðir hver öðrum mvndi þó
eðlilega i reynd gæta veru-
legrar samræmingar á aðgerð-
um.
Leið 3. Verkalýðshre.vfingin
og verkalýðsflofckarnir setja
fram i samemmgu itarlega
.stel'nuskrá í öllutn helslu þjóð-
málum og á grundvelli hennar
mvnda flokkarnir kosninga-
bandalag. Verkalýðsflokkarnir
koma fram sem ein heild í kosn-
ingum en starfa áfram sem
sjálfstæðar einingar að öðru
leyti. Þessi leið gæti þó einnig
falið í sér að þeir mynduðu
sameiginlegan þingflokk
og/eða formlegt samstarfsráð
sem annast ætti formlega sam-
ræmingu aðgerða og afstöðu.
Þótt verkalýðshreyfingin ætti
aðild að stefnuskránni mvndi
hún starfa sem sjálfstæður aðili
á hinum faglega vettvangi og
ekki taka beinan þátt í kosn-
ingabandalaginu.
Leið 4. Verkalýðshre.vfingin
og verkalýðsflokkarnir koma
sér saman um itarlega stefnu-
skrá og m.vnda formlegt kosn-
ingabandalag á grundvelli
hennar. Þessi leið er að því
Ieyti frábrugðin hinni þriðju að
verklýðshreyfingin yrði hér
aðili að kosningabandalaginu
sem þannig yrði formaður
samstarfsvettvangur hre.vf-
ingar og flokka. Aðild verka-
lýðshre.vfingar að kosninga-
bandalaginu gæti verið með
ýmsu móti: (1) Heildarsamtök-
in gætu verið aðili eða (2) ein-
stök landssambönd eða (3)
hvert félag ákvæöi aðildina sér-
staklega eða (4) blundað form
fyrrgreindra þriggja mögu-
leika. Innan þessarar leiðar
kemur einnig lil greina m.vnd-
un satneiginlegs þingflokks
og/eða samstarfsráðs líkt og
lýst var i þriðju leið. Sérhver
flokkur yrði áfram að öðru le.vti
sjálfstæð eining og verkalýðs-
hreyfingin yrði einnig áfrani
sérstakur l'aglegur vettvangur.
Kjallarinn
Ókrfur Ragnar Grímsson
Leið 5. Verkalýðshreyfing og
verkalýðsflokkar móta sameig-
inlega stefnuskrá og verkalýðs-
flokkarnir eru slðan samein-
aðir í eina skipulagsheild sem
gæti verið annað hvort varan-
legt bandalag með heildar-
skipulagi eða nýr flokkur
m.vndaður meö samruna hinna.
A vettvangi faglegrar og stjórn-
málalegrar baráttu störfuðu
þannig aðeins tvær skipulags-
einingar'tengdar með sameigin-
legri stefnuskrá og formlegri
samræmingu aðgerða á
hverjum tíma.
Leið 6. Verkalýðshreyfingin
og verkalýðsflokkarnir yrðu
formlega tengd saman í eina
skipulagsheild sem væri í senn
stjórnmálalegt og faglegt bar-
áttutæki. Þessi nýja eining
hefði heildarstefnu, byði fram í
kosningunt og þingflokkur og
flokksfélög störfuðu innan
vébanda hennar ásamt hinum
eiginlegu fagfélögum. Þessi
Ieið fæli þannig í sér algeran
skipulagslegan samruna
hreyfingar og flokka.
IV.
Þótt samskipti verkalýðs-
hreyfingar og verkalýðsflokka
geti þannig fræðilega séð
þróast eftir sex leiðum eru mis-
munandi miklar líkur tengdar
hverri leið. Leiðir 5 og 6 eru
tvímælalaust ólíklegastar
miðað við núverandi aðstæður.
Leið 1 hefur að verulegu leyti
þegar verið farin. Sem dæmi
má nefna samráð forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar og
verkalýðsflokkanna um stefnu-
mótun í efnahags- og kjara-
málum í nóvember/desember
1975 og sameiginlega afstöðu
síðustu daga til frumvarps
ríkisstjórnarinnar um nýjar
fjáröflunarleiðir.
Beri hins vegar að skilja yfir-
lýsingar forystumanna alþýðu-
samtakanna síðustu vikurnar
um nauðsyn pólitísks afls
þannig að þeir telji þörf á
nánari samtengingu hre.vfingar
og flokka, virðast leiðir 2. 3 eða
4 einna helst koma til greina.
Yrði þá tekið tillit til stjórn-
málalegra aðstæðna á vettvangi
verkalýðsflokkanna og faglegra
aðstæðna á vettvangi verkalýðs-
hre.vfingarinnar. Þessar leiðir
eiga sér líka ýmsar hliðstæður í
nágrannalöndum og gætu þau
fordæmi haft áhrif á þróunina
hér.
Ólafur Ragnar Grímsson
prófessor
\