Dagblaðið - 11.05.1976, Side 24
Hótel Bristol í Þrándheimi sprakk í loft upp:
HREIN TILVIUUN AÐ
ÍSLENDINGARNIR VORU
ÚTIÁ GÖNGUFERÐ
— en f arangurinn þeirra brann allur
Þaö var ævintýraleg för, sem
þeir Skúli H. Óskarsson lyft-
ingamaður og Bryn.jar
Gunnarsson, formaður Lyft-
ingasambands íslands, fóru til
Noregs í síðustu viku. Þeir
bjuggu á Hótel Bristol í
Þrándheimi — og á föstudag
voru þeir nýfarnir af hótelinu,
þegar það bókstaflega sprakk í
loft upp og brann til grunna á
nokkrum mínútum.
Það var hrein tilviljun að
Skúli og Brynjar voru ekki í
herbergjum sínum. Skúli hafði
ætlað að hvílast á herbergi sínu
fyrir átökin á kraftlyftingamóti
Norðurlanda — en skyndilega
breyttu þeir félagar um áætlun.
Fengu sér göngutúr og þar
mátti ekki miklu muna. Rétt
eftir að þeir yfirgáfu hótelið
varð sprenging. Ekki varð
manntjón í brunanum — en
þeir Skúli og Brynjar urðu
fyrir miklu tjóni. Misstu allan
farangur sinn — og þeir voru
með ýmsa verðmæta muni.
Þrátt fyrir þetta óhapp hafði
það litil áhrif á Skúla — Aust-
firðinginn keppnisglaða —
þegar að Norðurlandamótinu
kom á laugardag. Hann varð
Norðurlandameistari í millivigt
eins og við skýrðum frá í
íþróttaopnunni í gær. Ekki nóg
með það. Hann s'etti fjögur ný
Norðurlandamet. Blóðið spýtt-
ist úr nösum hans, þegar hann
lyfti 287,5 kg. í réttstöðul.vftu
— En það var annaðhvort sigur
— eða ekkert. Skúli varð
Norðurlandameistari á þvi að
l.vfta þessum ógnarþunga. Sjá
nánar íþróttaopnuna. - hsim.
Hótel Bristol j eldinum. mesta mildi var að enginn skyldi týna lífi í sprengingunni og eldinum sem
henni fvlgdi.
frjálst, úháð daghJað
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976.
Ríkissak-
sóknari
kref st dóms-
rannsóknar
ó sakar-
giftum ó
hendur
Kristjóni og
Af hálfu ákæruvaldsins hefur
nú verið gerð krafa um rannsókn
í sakadómi Reykjavikur á rétt-
mæti sakargifta, sem fram koma í
grein í dagblaðinu Tímanum á
hendur þeim Kristjáni Péturssyni
deildarstjóra og Hauki Guð-
mundssyni rannsóknarlögreglu-
manni. Grein þessi birtist í Tím-
anum hinn 14. apríl sl. undir heit-
inu „Dýrlingur og James Bond
Islands”. Var hún auðkennd stöf-
unum S.P.
Þeir Kristján og Haukur fóru
þess á leit við ríkissaksóknara, að
hann hlutaðist til um opinbera
rannsókn á réttmæti þessara
sakargifta.
Rannsóknin beinist að ætluðu
broti ábyrgðarmanns dagbl. Tím-
ans gegn 108. gr. alm. hegningar-
laga, samanber lög um prentrétt.
Þá verði rannsökuð sannindi eða
ósannindi þeirra aðdróttana, sem
fram koma í greininni, og varðað
gætu deildarstjórann og rann-
sóknarlögreglumanninn refsi-
ábyrgð samkvæmt almennum
hegningarlögum, ef sönnuð væru.
Loks verði rannsakað, hvort
þeir Kristján og Haukur hafi við
rannsókn mála tekið sér eitthvert
opinbert vald, sem þeir hafa ekki
stöðu sinni samkvæmt, og með því
gerzt brotlegir við 116. gr. alm.
hegningarlaga, eða misnotað
stöðu sina og hallað réttindum
einstakra manna á þann veg, að
það varði við tiltekin ákvæði
sömu laga. BS
Neyðarbfllinn og
óreksturinn:
Lögreglan auglýsir
ef tir vitni
Slysarannsóknadeild
lögreglunnar hefur beðið Dag-
blaðið að koma á framfæri
óskum til konu einnar, sem
hringdi til lögreglunnar með
upplýsingar um árekstur sem
neyðarbíllinn lenti í á þriðju-
dagskvöldið, að hún hafi sam-
band við slysarannsóknadeild
lögreglunnar.
Smygl fyrir hundruð milljóna?
I tengslum við rannsókn
Geirfinnsmálsins hefur liigregl-
an komizt á snoðir um uml angs-
mikla smvglverzlun og inn-
flutning á áfengi. Ekkei l liggur
fyrir um þáttlöku þeirrti
manna. sem nn hala verið láln-
ir lausir úr gæz.luvarðhaldi.
Smvglverzliin þessi leygirsig
víða um landið en svo virðist.
samkvteml þeim heimildum
sem blaðið hefur allað sér. að
Sauðárkrókur hal'i verið ein-
hvers knnar míðsliið starfsem-
innar.
Talið er að verðmæli smygls-
ins hafi nuntið milljónalugum
— ef ekki hundruðum — ár-
lega.
í sambandi við þetta mál
hafa nokkrir menn verið fierðir
lil yfirheyrsiu undanfarna
daga. þeirra á meðal flutninga-
bilstjóri.
Ilvergi nærri mun hafa v.erið
komizt til botns i þessu um-
fangsmikla smvglmáli.
— ov.
Stórblaðið Daily Mail:
Þorskastríðið tapað Bretum
„Bretar hafa tapað þorska-
stríðinu," sagði fyrir skömmu í
brezka stórblaðinu Dail.v Mail.
Æ fleiri brezk blöð hvetja ríkis-
stjórn sína til að hætta þessu
stríði.
Daily Mail sagði að brezka
stjórnin hefði skipað freigátutn
sínum um daginn að hætta
slagnum af þvi að það væri
vandkvæðum bundið að endur-
nýja herskipaflotann við ís-
land.
Þrjár freigátur væru í
viðgerð í slipp.
Þá hefði komið fram, að
Bretar_hefðu engan stuðning
innan Atlantshafsbandalagsins.
Freigáturnar væru miklu
verr búnar undir árekstra én
íslenzku varðskipin.
Flestir skipstjórar flotans
viðurkenndu nú, að þorska-
stríðið væri tapað Bretum. HH
90 þúsund
fundust
ó salerni
Borgar
Afgreiðslustúlka á Hótel
Borg fann all furðulegan
böggul inni á einu snyrtiher-
bergi hótelsins i gærkvöld. í
þessum böggli voru hvorki
meira né minna en 90.000
krónur, — allt í hundrað-
köllum.
Seðlarnir voru pakkaðir í
plastpoka og vandlega búnt-
aðir saman. Ekki hafði lög-
reglan minnsta grun um,
með hvaða hætti peningarn-
ir hefðu komizt inn á salern-
ið, né til hvers hefði átt að
nota 90.000 i 100 krónu
seðlum. — Þess má þó geta,
að bannað er að skipta
stærri upphæð en 100 krón-
um í íslenzkri mynt í er-
lendum bönkum. ’Kynni
ætlunin að hafa verið sú að
nota peningana til slíks er-
lendis.
—AT—
Fullir
norsarar
r ••
aor-
bylgjunni
Gufunesradíó kvartaði við
lögregluna á ellefta tíman-
um í gærkvöld, að einhverjir
óvandaðir væru að trufla
samtöl í gegnum stöðina. Er
farið var að kanna málið
reyndist vera um að ræða
drukkna norska sjómenn,
sem höfðu ekki annað betra
við tímann að gera en að
leika sér í talstöðinni á bát
sinum, sem lá í Reykjavíkur-
höfn.
Þar eð norski báturinn
var við bryggju var talstöð
hans mjög sterk og auðvelt
að trufla samtöl á örbylgj-
unni. Lögreglan fór þegar
um borð í bátinn og stöðvaði
norsarana í þessum fíflaleik
sínum.
— AT —
Einn í 10 daga
gcezlu vegna
fíkniefnamóls
Einn maður var úrskurðaður
í allt að liu daga gæzluvarðhald
i fvrradag vegna gruns um
aðild hans að fíkniefnamisferli.
Að sögn Arnars Guðmunds-
sonar. fulllrúa hjá FíKniefna-
dómstólnum, er rannsókn
rnálsins á algjöru frumstigi og
þvi liggja málsatvik enn ekki
fyrir.
Maðurinn mun vera Reyk-
víkingur. _óv.