Dagblaðið - 17.05.1976, Side 2

Dagblaðið - 17.05.1976, Side 2
2 DACBLAÐIÐ. MANUDACUR 17. MAÍ 1976. Vei Tryggingastofnuninni þor sem slik vinnubrögð tíðkast — raunasaga konu, sem ekki f œr örorkubœtur vegna þess að hún er gift Ameríkana Asta E. Ashton, Hjallavegi 1, Ytri-Njarðvik, skrifar: „Tryggingastofnun ríkisins — þá miklu stofnun — þarf tæplega að kynna fyrir fólki. En mig langar engu siður að kynna fólki þá reynslu er ég hef haft af þeirri stofnun — því miður er þessi reynsla mín dapurleg, stofnuninni til van- sæmdar. Ég bý nú hér í Njarðvíkum ásamt manni mínum sem er bandarískur. Sjálf hef ég ís- lenzkan ríkisborgararétt. Hér búum við ásamt þremur börnum okkar í slakri ibúð en leigan er ekki i samræmi vð það — allt of há. 1 október ’74 veiktist ég harkalega af brjósklosi í baki og varð að leggjast á sjúkrahús. Síðan þá hef ég legið þrisvar á sjúkrahúsi en alltaf verið með annan fótinn í rúminu þar sem bakið á mér er mjög slæmt. Eftir að ég kom heim hef ég ekki fyllilega getað hugsað um heimili mitt, ekki bograð yfir gólfþvotti eða lyft börnum min- um vegna verkja í baki er taka sig upp. Þess ber að geta að aðeins eru nokkrir mánúðir síðan ég gifti mig, áður hafði ég aðeins sjúkradagpeninga og síðan barnsmeðlög með tveimur börnum mínum. Nú er ég 25 ára gömul. Ef fólk er óvinnufært á það rétt á örorkubótum. í marz 1975 lagði læknir minn inn læknis- vottorð um að ég væri alveg óvinnufær. Síðar skildist mér að ég þyrfti einnig að leggja inn umsókn en ekki var mér kynnt það og vissi þvi ekki. Þá leið eitt ár, ég hringdi margsinnis og fór niður í stofnun en eng- inn kannaðist við neitt, hvorki nafn mitt né 'umsókn. I marz síðastliðnum fékk ég bréf frá forstjóra stofnunarinnar þar sem mér var sagt að örorkumat mitt væri að falla úr gildi. Eg fór til tryggingalæknis og var metin 65% öryrki frá 1. apríl ’75. — Það sem áður hafði gerzt var að allir pappírar höfðu týnzt. Eg fékk einnig vottorð frá sérfræðingi í bækl- unarsjúkdómum. Með þetta fór ég 1 annað sinn til stofnunarinnar og lagði inn umsókn. Tryggingayfirlæknir sagði mér að ég ætti fullan rétt á bótum 1. apríl ’75 vegna mistaka stofnunarinnar — það er pappírar höfðu týnzt. Þetta var í marz ’76 og þá bjó ég í Reykjavík en flutti skömmu síðar til Njarðvíkur þar sem ég bý nú. Síðan voru tiðar ferðir til Reykjavíkur, baéði til lækna og stofnunarinnar. Hjá Trygginga- stofnuninni var mér vísað frá einum til annars, enginn vissi nokkurn skapaðan hlut og ég eilíft beðin að koma aftur. Að lokum var mér vísað til konu að nafni Gíslína. Þá kom fram að flestir pappírar sem ég lagði inn 3—4 vikum áður, voru týndir! Nú þurfti ég að skrifa þriðju umsóknina og ganga í gegnum „kerfið". Siðan var mér sagt að ég mætti búast við svari eftir 5—7 daga en um leið að ég þyrfti ekki að búast við neinum greiðslum þar sem ég væri gift Ameríkana! Eg ætti sko nóga peninga. Ekkert svar barst — þar til fulltrúi héðan fór að athuga málin. Þá kom í ljós að umsókn- um mínum hafði verið hafnað. Við værum of tekjuhá og vinnu- geta mín væri óskert, auk þess sem ég hefði engan aukakostn- að vegna veikinda minna. — Einungis á þeim mánuði hafði ég eytt 9.300 krónum í læknis- kostnað, auk lyfjakostnaðar. Tekjur okkar eru um 90 þús- Raddir lesenda und á mánuði, auk þess fæ ég barnsmeðlög með tveimur barna minna. Við verðum að borga húsaleigu, mjög háa, hita, það er olíu og rafmagn. Allir íslendingar vita hvað slíkur kostnaður er hár. Við urðum að segja upp símanum — of dýr. Þetta eru hinar miklu tekjur — kölluð láglaun á ís- landi. Útgjaldaliðina þekkja Is- lendingar, þeir eru háir. Bráðlega á ég að fara í mikla aðgerð á baki og það munu líða 2 mánuðir áður en ég get hugsað um heimili mitt aftur. Hvað meinar stofnunin með þessu? Vill hún ekki gréiða örorkubætur vegna þess að ég er gift Bandaríkjamanni? ViII hún ef til vill að ég skilji við manninn minn og við búum í óvígðri sambúð? Eg veit að margir gera það, fá þannig mæðralaun með þremur börnum og allt það. Er það þetta sem stofnunin vill? Vei þessari miklu stofnun ef svo er.” Hreinlœtistœkin skera sig hvarvetna úr vegna frábœrrar hönnunar, og ábyggilega hefur ekki áður verið boðið glœsilegra úrval. I dag sýnum við eina gerðina enn, en hœgt er að velja um átta mismunandi gerðir af settum í tólf litum ásamt handlaugum íborð og baðkerjum. Dragið ekki að panta því ennþá er sérstakur kynningarafsláttur ígildi. Serie 2S)00 Design Alberio Rosselii M ‘THanÁaÁAfijÁnuátcut BRAUTARHOLTI20, (ÞÓRSKAFFI) Á II.HÆÐ, SÍMI13285 Okkur vantar unilioðsmonii úti á landi. *

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.