Dagblaðið - 17.05.1976, Page 9

Dagblaðið - 17.05.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. MAl 1976. ........... Að mörgu er að er Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu. Ný tollvörugeymsla: Eflir öll viðskipti hjó Suðurnesjamönnum „Tollvörugeymslan sem hér tekur til starfa um þessar mundir ætti aó vera mjög til eflingar verzlun og viðskiptum á Suðurnesjum,” sagði Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tollvörugeymslu Suðurnesja, er Dagbl. hitti hann að máli í hinum vistlegu húsakynnum fyrirtækisins í gærdag. „Húsnæðið, sem áður var Vélsmiðja Björns Magnús- sonar, er um 12 hundruð ferm að flatarmáli, þar eru 1070 fm upphitaðir. Auk þess hefur Tollvörugeymslan yfir 12000 fermetra svæði að ráða utan- húss, að sjálfsögðu rammlega girtu.” Engin önnur starfsemi má vera í byggingurtni eða á svæðinu. „Tollverðir munu fylgjast með öllum vöru- afhendingum, en margir kaup- menn og væntanlegir innflytj- endur hafa sýnt áhuga á að fá leigt geymsluhúsnæði fyrir vörur sínar. Nú þegar er einn aðili svo til búinn að fylla kjall- arann. ísleifur Sigurðsson, sem flytur inn Michelinhjólbarða, en hann rekur verkstæði hér i grenndinni.” Stjórn Tollvörugeymslu Suðurnesja skipa Jón H. Jóns- son formaður, Gunnar Sveins- son varaformaður, Asgeir Einarsson ritari, en meðstjórn- endur eru þeir Huxley Ölafsson og Jakob Árnason. emm. EKKI ERU ALLAR FERÐIR TIL FJÁR Svona eiga vinnuveitendur að vera: Korkfirma sendir starfsmenn sína í mikla Evrópuferð I gær kom hingað til lands 20 manna hópur frá Bandaríkjun- um. Fólk þetta hafði unnið 15 daga ferð til Evrópu í happdrætti sem fyrirtækið Armstrong Cork Co. hafði komið á meðal starfsfólks sins. Flugvélarnar tvær sem fluttu fólkið lentu svo að segja við hóteldyrnar, en Dotty Hunt frá Pennsylvaniu var ein af þeim heppnu. Hún var að vonum mjög ánægð, því hún hafði aldrei út fyrir landsteinana komið. hópurinn dvaldist á Hótel Loft- leiðum í nótt.„Þetta er einstök þjó'nusta sem hægt er að veita svona flugvélum hérna, en öll sú þjónusta sem þessar vélar þarfn- ast er svo að segja á einum punkti,” sagði Emil Guðmunds- son, aðstoðarhótelstjóri á Loft- leiðahótelinu. — KL Toni Ægren frá Thomasville varð alveg himinlifandi þegar maður hennar, sem vinnur hjá Arm- strong, vann þessa ferð, hún dáðist mikið að því hvað húsin eru litskrúðug hér í Reykjavík. (DB-myndir Bjarnleifur). iGuðmundur Guðmundsson, forstjóri tollvörugeymslunnar nýju í ■ Keflavik, fyrir utan nýju geymsluna, sem veldur straumhvörfum í Iviðskiptum Suðurnesjamanna (DB-mvnd EMM) MIKIL ÖLVUN — slagsmdló Hallœrisplam Góða veðrið um helgina mun hafa átt sinn þátt í því að margir lögðu leið sína í miðbæinn. Töluvert bar á ölvun og lögreglan þurfti að fjarlægja marga. Fanga- geymslur hennar voru troð- fullar og gistu um 30 manns hvora nótt. Slagsmál urðu á Hótel íslandsplaninu og lögreglan mun hafa orðið að hafa afskipti af þeim. — KP Það er sagt að glæpir borgi sig ekki. Ungi maðurinn sem lét freistinguna verða yfirsterk- ari og stal skellinöðru við Hjúkrunarskólann á líklega eftir að rifja þessi sannindi upp. Hann ók um götur gamla bæjarins með lögregluna á hæl- unum. Ferð hans endaði með þvi að hann ók upp á gangstétt og fór í gegnum mikla gluggarúðu í húsinu Þingholtsstræti 27. Þar náði lögreglan ,sökudólgnum sem pá var alblóðugur eftir við- skipti sín við rúðuna. (DB- mynd. Sveinn Þorm.) SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.