Dagblaðið - 03.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.01.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 3. JANÚAR 1977. Erlendar fréttir Sölumaður deyr? Varhann njósnarí? Nú er verið að rannsaka i V-Þýzkalandi hvort kaup- sýslumaðurinn Dieter Bau- er, seni hvarf sporlaust í Kenya fyrir fjóruin mánuð- um hafi i raun og veru verið njósnari kommúnistaríkis. Bauer, sem var fertugur piparsveinn. starfaði fyrir verksmiðju er framleiddi landbúnaðartæki í Neuss, um 80 km. fyrir utan Bonn. Sást hann siðast 16,ágúst sl. á barnum á Alþjóðahótelinu i Nairobi. segja þeir sem að rannsókninni vinna. Talaði hann þá urn að taka sér á hendur viðskiptaferð til Zambíu. Tatizaníu og Uganda. Dómsmálayfirvöld í V- Þýzkalandi telja hins vegar að hann hafi verið sendi- maður A-Þjóðverja og sam- kvæmt heimildum á hann nú að vera staddur i A- Þýzkalandi. Bauer átti íbúð í Bonn og varð félagi í stjórnarand- stöðuflokki Kristilegra demokrata árið 1967. Lögreglan í Kenya taldi sig í fyrstunni hafa fundið lík Bauers er lik af manni, bundið á hiindum og fótum rak á land undan Mombasa. En síðar kom í Ijós að tann- viðgerðir, sem Bauer lét gera á sér í Bonn árið 1973, stóðust ekki á við þær sem voru í líkinu. ' Albanía samþykkir nýja fimm áraáætlun 44%hækkun Samkvæmt fréttum, sem birtar voru í Vínarborg skömmu fyrir áramót, hefur þjóðþing Albaniu samþykkt nýja fimm ára áætlun, þar sem gert er ráð f.vrir allt að 44% aukningu í iðnaðar- framleiðslunni fyrir árið' 1980. Var áætlunin samþykkt á þriggja daga fundi þingsins i Tirana, sem lauk 29. des. sl. og var þá samþykkt þar ný st jórnarskrá. Aðstoðarforsætisráðherra landsins, Petro Dode, sem mest hafði með samningu áætlunarinnar að gera sagði að hvað mest áherzla yrði lög á framfarir á sviði námu- graftar og þungaiðnaðar. Þá er áætlað að auka land- búnaðarframleiðslo um 38- 41 %, þar meðtalin 60% aukning á In ao<>ku. tn Spiro Koleka var kjiirinn aðstoðarformaður æðsta- ráðsins og er hann þar með einn þriggja aðstoðarmanna llaxhi Lleshi þjóðarleiðtoga. Tekur hann við sæti Kita Marko. Búið aðganga frá skilmálum um 3.9 billjón dollara lán: FÁ CRETAR STÓRA LÁNIÐ í DAG? Stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins kemur saman til fund- ar í Washington í dag og er búizt við því að hún veiti Bret- um 3.9 billjón dollara lán til að þeir geti rétt við efnahag sinn. Bretar hafa nú þegar aflað sér stuðnings annarra leiðandi iðnaðarríkja við umsóknina um lánið, sem þeir lögðu fram í október síðastliðnum, og er því búizt við að hún verði sam- þykkt. Þá hafa efnahagsráðstafanir þær sem fjármálaráðherra Breta, Dennis Hpyly, kynnti í fyrra mánuði og miða að því að draga úr eyðslu almannafjár, sannfært flestar þjóðir sem málið varðar um að alvara liggi að baki umsóknarinnar. Eftir að efnahagsráðstafanir voru tilkynntar sagði William Simon, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að þeir myndu samþykkja umsóknina. Banda- ríkjamenn ráða flestum at- kvæðum í stjórn Alþjóða gjald- eyrissjóðsins. Nánari ákvæði um hvernig staðið skyldi að lánveitingunni voru samþykkt í París skömmu fyrir jólin, er fulltrúar tíu iðn- aðarríkja, sem ekki búa við kommúniskt þjóðskipulag, þinguðu um málið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki svo mikið fé umleik- is að h'ann geti einn staði 1 að láninu og samþykkt líkjanna tíu sem fóru eftir reglum er settar voru árið 1962 einmitt til þess að mæta slíkum vanda mun því greiða fyrir því. Randarlkin munu leggja fram 1.1 billjón dollara, V- Þýzkaland 910 milljónir, Japan- ir um 600 milljönir, Hollending- ar 122 milljónir, Kanadamenn um 600 milljónir, Frakkar 58 milljónir, Belgar 52 milljónir og Svíar 23 milljónir dollara. Svisslendingar munu leggja fram 335 milljónir dollara, þótt þeir séu hvorki félagar í hópi iðnaðarríkjanna 10 né aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjóðurinn sjálfur mun svo leggja fram það fé er á vantar úr sinum eigin sjóðum. Fé það sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn þarf að fá lánað frá iðnaðarríkjunum tíu mun liggja frammi á næstu þrem til fimm árum á 4% vöxt- um fyrstu þrjú árin en þá munu þeir hækka í allt að 6%. Búizt er við að Bretar fái afhentar um 1.2 billjónir doll- ara strax í dag, ef lánið verður samþykkt, sem allar líkur eru til, 1,2 billjónir síðar á þessu ári og afganginn árið 1978. Fréttaskýrendur segja að skilmálar þeir sem Bretar verða að sætta sig við geti varla talizt harðir en sú staðreynd að þeir fái ekki allt lánið á einu bretti virðist benda til þess að náið verði fylgzt með efnahags- málum þar'i landi. Svíþjóð: Olvun á almannafærí er ekki lengur saknæm Miklar breytingar á vinnulöggjöfinni Frá og með nýársdegi t^r ölv- un á almannafæri ekki lépgur saknæmt afbrot í Svíþjóð og lögin um ölvun við akstur hafa verið milduð. Önnur ný lög, sem gildi taka þar í landi nú um áramótin, kveða svo á um að atvinnurek- endur hafi ekki lengur óskorað- an rétt til að ráða fólk og reka. Þeir eru heldur ekki einráðir um ákvörðunartöku og verða að veita starfsfólki sínu greiðari aðgang að leyndarmálum fyrir- tækisins. Skoðun verkalýðsfélaga á túlkun kjarasamninga mun ráða ef til vinnudeilna kemur, nerna málinu verði skotið til sérstaks dómsstóls. Mildun laganna um ölvun við akstur felst í því að nú er ekki lengur hægt að svipta alla öku- leyfi sem teknir eru í bíl þar sem ökumaðurinn er drukkinn, eins og verið heíur. ...og sænski konungurinn Carl Gustaf komst i fréttir í heimalandi sínu nú um áramótin fyrir hetjulega framgöngu hundsins síns. Ali. sem er af Labrador-kyni. Þeir félagar voru á gangi skammt frá Ulriksdalskastala. ekki langt frá Stokkhóími. er þeir gengu fram á kínverska stúlku sem lá fáklædd og meðvitundarlaus í snjóskafli. Konungurinn tók stúlkuna í fang sér og bar hana inn á heimili systur sinnar Kristínar prinsessu þar sem reynt var að hlúa að henni eftir föngum þar til sjúkrabifreið hom á staðinn. Komst stúlkan fljótlega til meðvitundar en læknar sögðu að hún mundi hafa legið alllcngi í skaflinum. Konungur hefur lítið vilja gera úr atburði þessum og bent á að hundurinn Ali eigi allan heiður af þessu, enda hafi hann fundið stúlkuna. Myndin: Konungur bendir á staðinn þar sem stúlkan lá. Skipstjórinn kennir um tæknilegri bSm George Papadolos. skipstjóri oliuskipsins Argo Merchant. sést hér vfirgefa réttarsal í New York þar sem hann var yfirhevrður um málsatvik í sambandi við strand olíuskipsins við strendur Massa- chusetts í Bandaríkjunum. Eigendur skipsins hafa reynt að fá staðfest að tæknileg bilun hafi orðið á stjórntækjum þess en eigendur oliunnar og fulltrúar fiskimanna hafa þótzt geta sannað að röng sjókort hafi verið notuð. auk þess seni annað gálevsi hafi verið þarna á ferðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.