Dagblaðið - 03.01.1977, Page 12

Dagblaðið - 03.01.1977, Page 12
12 I Iþróttir Iþróttir DAdBI.AÐIÐ. MANUDAGIIR 3. JANUAR 1977. Iþróttir Iþróttir Sigruðu Berlínarúrval og eins marks tap gegn MAI — Hið unga lið HKRR kom mjög á óvart á handknattleiksmótinu í Vestur-Berlín á nýársdag Ég var mjög ánægður með leik úrvalsliðs HKRR á hraðmótinu i Vestur-Berlín á nýársdag — það náði miklu betri árangri. en við höfðum gert okkur vonir um fyrirfram. sagði Bjarni Jónsson. þegar blaðið ræddi við hann i gær. Lcikmenn íslenzka liðsins héldu til Berlínar á fimmtudag. Hraðmótið var háð á nýársdag með þátttöku þriggja liða. Auk þess íslenzka léku þar MAI frá Moskvu. Steua frá Rúmeníu og úrvalslið Vestur-Berlínar. Moskvuliðið sigraði á mótinu. Steua varð í öðru sæti. úrvalslið HKRR í þriðja sæti. en Berlínar- liðið rak lestina. íslenzka liðið sigraði lið Vestur-Berlínar 12-10, tapaði fyrir MAI með eins marks mun. 10-11. og þar varði sovézki markvörðurinn vítakast Einars Magnússonar eftir að leiktíma lauk. Steua vann íslenzka liðið 14-10. Ég verð að segja eins og er, að forráðamenn mótsins voru ekkert hrifnir, þegar við komum til Berlínar. Fannst íslenzka liðið hálfgert strákalið. Vissulega voru leikmenn liðsins kornungir nema við Einar Magnússon, sem kom til móts við okkur í Hamborg, sagði Bjarni ennfremur, en hann var liðsstjóri auk þess, sem hann lék með liðinu. Franz Klammer. Austurríki. hefur verið ósigrandi í bruninu. Hér er hann til vinstri ásamt öðrum frægum brunkappa. Russi. Sviss. OLYMPÍUMEISTARINN VANN EN GROS HEFUR FORUSTUNA Olympíumeistarinn Heini Hemmi sigraði i stórsviginu í heimabæ sínum — Ebnat-Kappel í Sviss. Hemmi sýndi mikið öryggi og var sigur hans síður en svo óvæntur — Hins vegar kom mjög á óvart þegar yngri bróðir hans — Christian Hemmi varð annar og skaut frægum nöfnum aftur fyrir sig. Heini Hemmi hafði forustu eft- ir fyrri umferöina í Ebnat-Kappel en í öðru sæti var Bandaríkjamað- urinn ungi — Phil Mahre. Banda- ríkjamanninum tókst miður upp i siðari umferðinni — missti hlið og var úr leik. Hemmi var hins vegar öryggið uppmálað — fór örugglega i gegn og sigraði með rúmlega 2 sekúndum fram yfir næsta mann — Christian Hemmi. Gustavo Thoeni — fyrrum heimsmeistari var í níunda sæti eftir fyrri umferðina — en hann sýndi mikið öryggi í síðari um- ferðinni og náði þá beztum tíma, sem samanlagt gaf honum þriðja sætið. En lítum á úrslitin í Ebnat- Kappel: 1. Heini Hemmi Sviss 3:11.22 2. Christian Hemmi Sviss 3:13.39 3. Gustavo Thoeni ít. 3:14.67 4. Klaus Heidegge Aust. 3:14.92 5. Piero Gros Italíu 3:15.11 Handhafi heimsbikarsins — Svíinn Ingemar Stenmark var ekki meðal 20 beztu eftir fyrri umferðina — var mjög óöruggur og ólíkur sjálfum sér. En hann keyrði síðari umferðina af mikl- um krafti — náði næstbeztum tima og hafnaði í áttunda sæti samanlagt. Hans Hinterseer frá Austurríki hafnaði í sjötta sæti — þá kom Engelhard Pargaetzi frá Sviss — Stenmark i áttunda sæti — Thorsten Jakobsson frá Sví- þjóð i niunda sæti — og Jen-Luc Fournie frá Sviss í tíunda sæti. Staðan í keppninni um heims- bikarinn er nú: 1. Piero Gros Ítalíu 59 2. Heini Hemmi Sviss 53 3. Franz Klamme Aust. 50 4. Klaus Heidegge Aust. 45 5. Phil Mahre USA 40 6. Gustavo Thoeni It. 33 7. Ingemar Stenmark Svíþjóð 29 8. Bernhard Russi Sviss 26 9. Fausto Radiici Italíu 25 10. Herbert Plank Italíu 23 Það var aðall liðsins hve bar- átta var mikil. Aldrei gefið eftir. Þegar við lékum við MAI keyrð- um við langt út á móti sovézku leikmönnunum í vörninni og það kom þeim greinilega úr jafnvægi. Þeim tókst aldrei að ná tökum á leiknum, þó svo þeir væru með sjö Olympíumeistara Hnnanborðs gegn okkar unga liði. Framan af var mjög jafnt. Flestar jafnteflis- tölur lengi vel — en þegar líða tók á leikinn komst MAI tveimur mörkum yfir, 10-8. Við minnkuð- um muninn í 10-9,ien MAI skoraði ellefta mark sitt' Aftur var mun- urinn minnkaður og við náðum knettinum. Rétt þegar leik- tímanum lauk var dæmt viti á MAI. Einar Magnússon tók vítið — kastaði knettinum í gólfið. Þar fór hann í hönd markvarðarins og upp í slá. Niður aftur og í mark- vörðinn, sem settist á hann að lokum á marklínunni. Þar munaði oftar en einu sinni millimetrum, að knötturinn færi í markið, sagði Bjarni ennfremur. Áhorfendur voru mjög hliðholl- ir íslenzka liðinu i leiknum — og öll vonbrigði forráðamanna móts- ins með „strákaliðið" rauk út í veður og vind um Ieið og við fór- um að leika í mótinu. Liðið var ákaflega samstillt — markverð- irnir báðir góðir. Einar Magnúss. mikill ógnvaldur og sterkur leik- maður, sagði Bjarni ennfremur. Hann vildi ekki mikið gera upp á milli einstakra leikmanna. Allir hefðu staðið sig vel — verið liðs- heild, en gat þess þó, að tR- ingurinn ungi, Sigurður Gíslason hefði sýnt mikla baráttu í varnar- leiknum. Þeir Einar Magnússon og Bjarni Jónsson voru ákaflega sterkir á þessu hraðmóti — og ungu piltarnir fylltu vel upp, sagði Jón Leví, fararstjóri, í við- tali við blaðið í gær. I heild var ég mjög ánægður með leik liðsins. Það kom á óvart og „átti“ áhorf- endur í Vestur-Berlín. Mótið var keyrt í gegn á einum degi. Leik- tími tvisvar sinnum fimmtán mín. íleik. Við byrjuðum gegn MAI og það var hörkuskemmtilegur leikur, sagði Jón ennfremur. Mörk HKRR-liðsins skoruðu Einar Magnússon 4 (1 víti), Bjarni Jóns- son 2, en þeir Jón Sigurðsson, Magnus Guðmundsson, Þorberg- ur Aðalsteinsson og Sigurður Gíslason eitt mark hver. Við mis- notuðum tvö víti í leiknum. Fyrst Þorbergur — síðar Einar í lokin. tslenzka liðið sigraði svo úrvals- lið Vestur-Berlínar nokkuðörugg- lega með 12-10. Berlínarliðið var að mestu skipað leikmönnum Fusche, sem leikur í norðurdeild Bundeslígunnar. 1 leiknum skor- uðu Þorbergur, Konráð Jónsson, Einar Magnússon — skoraði niu mörk í Vestur-Berlín. Ólafur Jónsson og Sigurður Sveinsson tvö mörk hver, en þeir Einar, Bjarni, Jón Sigurðsson og Magnús (víti) eitt mark hver. Síðasti leikur okkar, sagði Jón Leví, var gegn Rúmeníumeistur- unum Steua Búkarest, sem var með fimm landsliðsmenn I liði sínu. Við töpuðum þeim leik 10- 14. Mörkin skoruðu Einar 4. Símon Unndórsson 2 (eitt viti), Ólafur Jónsson 2 og Bjarni eitt. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau, að MAI sigraði Steua 11-6 og Vestur-Berlín 10-6, og Steua vann Berlin 12-6. Mörk íslenzka liðsins I leikjun- um þremur, sagði Jón að lokum, skoruðu því Einar 9, Bjarni og Ölafur 4 hvor, Þorbergur 3, Magnús, Konráð, Simon, Jón Sigurðsson, Siguröur Sveinsson tvö hver og Sigurður Gíslason eitt. ENN TAPAR CHARLER0IIBELGIU — Guðgeir Leifsson lék síðasta stundarf jórðunginn með liðinu ígær Þetla var sæmilegur leikur miðað við aðstæður. en okkur hjá Standard tókst ekki að ná nema jafntefli gegn Beerschot á heima- velli 1-1, sagði Asgeir Sigurvins- son, þegar við ræddum við hann í morgun. Aðstæður voru hroðaleg- ar. Fyrir nýár var frost og snjór í Bclgíu, en síðan fór að rigna og það sást varla í grænan blett á vellinum. Standard náði forustu í lciknum, þegar da'mt var víti á Beerschot. Piot landsliðsmark- verði Standard urðu ekki á nein mistök í að senda knöttinn fram- hjá markverði Beerschot. En rétt fyrir leikhléið urðu Piol á mistök — hikaði í úthlaupi og Beerschot tókst að skora. sagði Asgeir enn- fremur. Fleiri urðu mörkin ekki i lciknum. Standard átti cð leika æfingaleik í Frakklandi 29. des- ember. en ha>tt var við leikinn vegna veðurs. — Eg kom inn sem varamaður hjá Charleroi, þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiks- loka, eða rétt á eftir að Waregem hafði skorað. Það var eina markið í leiknum svo þetta var sl'æmt tap hjá okkur á heimavelli, sagði Guð- geir Leifsson í morgun, en Charleroi er nú í þriðja neðsta sæti í 1. deildinni belgísku. Tvö neðstu liðin falla niður í 2. deild. — Eg er alls ekki öruggur enn með sæti í aðalliði Charleroi og verð það víst varla rneðan þessi þjálfari er hjá liðinu, sagði Guð- geir ennf-remur. Þetta var allt heldur skrítið í sambandi við leik- inn við Waregem. Liðsskipan var tilk.vnnt á föstudag og þá var ég varamaður. Síðan var haldið á hótel, þar sem Ieikmenn dvöldust saman og æfðu. A laugardag meiddist einn af aðalmönnunum á æfingu það illa, að vonlaust var að hann gæti keppt. Þá var kall- aður til annar varamaður — og hann var svo tekinn beint inn í liðið. Þetta kom mjög á óvart. Það virtist liggja beint við, að ég byrj- aöi í leiknum. en þjálfarinn var á annarri skoðun. Leikmennirnir — ekki aðeins ég — urðu stein- hissa, það svo að fyrirliðinn talaði sérstaklega við þjálfarann um 'málið, En þjálfarinn skipti ekki um skoðun. Þegar Waregem náði svo forustu í leiknum byrjuðu áhorfendur mjög að hrópa á breytingu á liðinu. Þá var ég sett- ur inn — en því miður tókst ekki að jafna lokakaflann. Já, þetta er allt saman skritið og ég held þetta lagist varla hjá félaginu fyrr en skipt verður um þjálfara. Það verður varla langt í það — allir eru að gefast upp á þjálfaranum, sagði Guðgeir að lokum. Urslit í Belgíu urðu annars þessi — það er i 1. deild, en ekki var leikið í 2. deildinni. Antwerpen — Liege 5-0 Malinos — Molenbeek 0-1 Courtrai — Ostende 4-2 Charleroi — Waregem 0-1 Standard — Beerschot 1-1 Lokeren — FC Brugge 2-2 CS Brugge — Beringen 4-0 Winterslag — Beveren 0-0

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.