Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 4
4 DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUR 28. JÚNl 1977. MEINSEMDIN LIGGUR HJÁ "222 | n | |B| | ynnifAI framkvæmdastjöiiHerðubreiðar, 5JALrU TrllfVALUINU samkomuhússþeirraSeyðfirðinga SEYÐISFJÖRÐUR. — hinn friðsainlegi og i'allegi bær, scm löngum var talinn „höfuðborg" Austfjarða, á við vandamál að slríða. í blaðinu í gær var vikið að þessu ináli, löggæzlunni á staðnum og stjórn lögreglunnar almennt. Telja málsmetandi menn á staðnum að mikilla úrbóta sc þörf. í gær var greint frá áliti bæjarstjórans á Seyðisfirði og fjallað almennt um ýmsar staðre.vndir málsins. i dag tökum við tali ýmsa aðra aðila sem aðild eiga að málinu. S Fégrœðgi Bjarni Halldórsson, forstöðu- maður Herðubreiðar, félags- heimilis staðarins, talaði tæpi- tungulaust, þegar við hittum hann í Hótel Herðubreið sem rekið er í samstarfi við félags- heimilið handan götunnar. ,,Eg get ekki annað sagt en að ótrúlega oft virðast löggæzlu- störfin mótast af fégræðgi og aðgerðaleysi. Bjarni kvað félagsheimilið hafa 2-3 dyra- verði innandyra þegar dans- leikir væru haldnir. Fyrir ka'mi að vísa þyrfti fólki út sökum slæmrar hegðunar. Þá héldi hamagangurinn áfram utandyra. Lögreglan léti sjaldn- ast sjá sig til að koma á ró og friði. Þó greiddi dansleiks- haldarinn ríkulega fyrir þá þjónustu. I eitt skiptið reyndu nokkrir menn að komast inn á all- óvenjulegan hátt meðan lögreglan var víðs fjarri. Náðu þeir sér í sveran og langan bjálka og ráku hann af afli í hurð hússins hvað eftir annað. V Loks fór hurðin að gefa sig en fyrir innan þurfti sérstakt lið manna til að koma í veg fyrir að árásarliðið kæmist inn um gatið sem komið var á hurðina. Bjarni sagði okkur að oft og iðulegu væri ráðizt á dyraverði hússins föt þeirra skemmd og þeir sjálfir meiddir. Lögreglan væri þá sjaldnast finnanleg. „Þrátt f.vrir þetta aðgerða- leysi manna, sem þó þiggja góð laun, tel ég að meinsemdin liggi ekki hjá lögreglumönnunum sjálfum sem slíkum heldur yfir- valdi þeirra,” sagði Bjarni. „Það er yfirvaldsins að taka þeim tökum þá sem brjóta lög og reglur að þeir hugsi sig um tvisvar áður en þeir endurtaka slikt. Það er ekki gert. Menn þeir, og reyndar konur, sem standa sifellt fyrir leiðindum, er fámennur hópur og er tek- inn silkihönzkum af yfirvaldi staðarins.” Bjarni kvaðst vilja láta það koma fram að sjálfur væri hann reykvískur í húð og hár, fæddur i höfuðborginni og upp- alinn þar. „Á Seyðisfirði er gott að vera og hér viljum við flest eiga heima. En hitt er annað mál að það er stórmál fyrir okkur íbúana að iöggæzlan sinni sínu hlutverki og sýni brotlegum í tvo heimana." Bjarni sagði að upp á síð- myndinni er hún Dóra litla sem var í heimsókn. Hún er japönsk að hálfu og dótturdóttir Þorvalds. kastið hefði verið gripið til þess ráðs að setja suma samkomu- gesta Herðubreiðar í samkomu- bann. t þeim hópi voru bæði konur og karlar. Við þetta fluttust slagsmálin út á hlað Herðubreiðar. Samkomuhúsið er sem víggirt borg, hlerar fyrir gluggum þannig að rúðuglerið fái að vera í friði. En ekki hefur betur tekizt til en svo að slags- málalýðurinn fær að athafna Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLUNN Sigtúni 3 — Sími 14411 Óskurn eftir að taka á leigu 4ra herb. íbúð fyrir starfskraft á okkar vegum. mynctðian ASTÞORf Suðurlandsbraut 20, símar 82733 eða 35713. Uhevrolel Vega '73, ekinn 73 þ. km. rauóur. .Mereedes Benz 22(1 'ti9. Datsun 1200'ti8. liuiek Le Sobre '08. Dalsun 2200 disil '71. Ford Corlina '08. Saab 90 árg. '73. Mereury Comet UT '72. Óskum eftir bíltim til sölu og syms Ur nýja Fop-húsinii á horni Bankastrietis og Skólavöróusligs. I í *» DB-inynd Hörður. INNRÉTTINGARNAR ÓDÝRARI INNFLUTTAR FRÁ ENGLANDI „Fyrsl og fremst vildi ég forðast að nota sömu mennina sem alltaf liafa verið fengnir til að annast innréttingar í verzlun- um hér. Ég vildi fá nýjar hug- myndir," segir Jón Ármannsson eigandi Pop-hússins og Buxna- klaufarinnar um óvenjuglæsilega innréttingu í nýrri kvenfaía- verzlun, Pop-húsinu, setn opnuð var á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í fyrri viklt. Jón Ármannsson fékk brezkan innanhússarkitekt tii að hanna innréttingarnar í nýju verzlunina — og lét að auki vinna allar innréttingarnar i Englandi. „Það var örugglega ekki dýrari en að láto gera það hér," segir Jón. „og auk þess fékkst þessi vinna ekki innt af hendi hér. að minitsta kosti ekki öll.“ Brotinn kom lyrst hingað tu lands í marz sl. og leit þá á aðsta'ður og r.eddi við Jón Armannsson uin þær hugmyndir er hann hafði gert sér um innréttingar i nýju verzluninni sinni. „Það má eiginlega segja að hann hafi unnið að þessu síðan." segir Jón. „en ekki stanzlaust því inikill tími hefur farið í að leita að því eina rétta í verzlunina. Utkoman er eins og sjá iná, og sjálfur er ég mjög ánægður. Það skiptir ekki svo litlu máli i fata- verzlun að hún sé aðlaðandi." -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.