Dagblaðið - 28.06.1977, Síða 11

Dagblaðið - 28.06.1977, Síða 11
OACBLAOH). ÞRIÐJUDACUR 28. JUNÍ 1977. Thailenzk börn eru seld til annarra landa, en „kaupmennirnir" hugsa aðeins um að græða nðgu mikið. þess að þau voru rétt mánaðar- gömul. Þau voru saman í rúm- um, sex og sex. Um 15 þeirra varð strax að senda á sjúkra- hús, vegna þess hversu illa hafði verið farið með þau. Þessi börn sem fundust á þessu svokallaða barnaheimili voru alls ekki foreidralaus. Eftir nokkra daga var búið að finna foreldra um helmings barnanna. Það eru hjón sein ráku þessa stofnun. Þau höfðu sér til hjálpar tvær konur. Þau eru nú öll ákærð fyrir ólöglegan verknað og verða að sæta refsingu, en ekki er vitað ennþá hvað refsingin verður þung. En eitt er víst að það verður ekki tekið mjúkum höndum á þeim málum, sem komast upp um fólk, sem er að græða á því að selja börn úr landi. Ef foreldrar barnanna bera það fyrir rétti að þeir hafi látið börn sín af hendi við fósturfor- eldrana af fúsum og frjálsum vilja, er lítið hægt að gera í málinu. Það mun vera erfitt fyrir útlendinga að skilja þetta en það er ekki talið brjóta í bága við siðferðiskennd lands- manna að gefa börn til annarra, sem vitað er að geta hugsað betur um þau. Það eru margar fjölskyldur þannig settar í Thailandi að þær eiga hvorki í sig né á. Barncneimilin sérhœfð eftir því hvert selt er Lögreglan lét hafa það eftir sér eftir að hafa farið inn á barnaheimilið þar sem börnin 33 fundust, að hægt væri að gera hundruð slikra herferða og enginn veit hversu mörg börn myndu finnast, eða hvernig meðferðin er á þeim. Þar sem lögreglan fór inn var aðalstraumurinr.af thailenzkum börnum til Svíþjóðar. Þau voru öll um það bil mánaðargömut. Embættismenn segja að öll barnaheimilin sérhæfi sig í sér- stökum löndum. Eitt sendir eingöngu börn til Svíþjóðar og annað eingöngu til Bandaríkj- anna. Forsvarsmenn þessara heimila hafa þá ágæt sambönd við yfirvöld í viðkomandi landi. Það þykir blöðunum í Thai- landi alveg furðulegt, vegna þeirra staðreynda sem blöstu við þegar lögreglumenn réðust inn í barnaheimilið, sem sendi börn næstum eingöngu til Sví- þjóðar. Þar var börnunum mis- þyrmt og þurfti að senda þau á sjúkrahús, eins og fram hefur komið. Blöðin hafa þvi beint reiði sinni til þeirra landa sem flest börnin fara. Það er sérstaklega Svíþjóð og Bandaríkin. Komið hefur í ljós að í mörgum tilfell- um hefur fengizt leyfi fyrir barni, en svo skipt og málin hafa farið þannig að allt annað barn hefur verið sent úr landi en leyfi hefur verið fyrir. T.d. hefur það komið fyrir að tvö börn hafa verið send úr landi, þrátt fyrir það að leyfi hafi aðeins verið fyrir öðru. Blöð í Bangkok hafa skýrt.frá því að börnum sem fara til Bandaríkjanna sé oft mis- þyrmt. Hafa blöðin oft tekið dæmi um að það hefur gerzt. Þau sögðu frá bandarískri konu í New York, sem misþyrmdi thailenzku barni sínu svo mikið að það lézt skömmu síðar. Það var aðeins rétt tveggja ára gamalt. Það hefur ekki tekizt að finna þann sem sendi barnið úr landi. Það hefur verið eitt þeirra sem hafa farið úr landi á ólöglegan hátt. Komið hefur í ljös að auðvelt er fyrir útlendinga að fá dvalar- leyfi sínu framlengt í Thailandi og það gerir fólki auðveldara um vik að hagræða málum þannig að það geti haft barn, með sér úr landi. Skrif dagblaða i Bangkok hafa orðið til þess að nú er kominn skriður á málin og embættismenn hafa tekið málið upp. Settar hafa verið strangar reglur, sem eins gott er að fara eftir, annars getur það kostað mikla fórn. Lögin hafa verið gerð þannig úr garði að þau heimila dauðarefsingu, en ennþá hefur ekki reynt á þetta ákvæði. Fólk sem selur börn úr landi og hagnast á því og yfir- völd hafa komið upp um situr nú i fangelsi. Það veit enginn hver verður fyrstur til að vera dæmdur til dauða fyrir að selja börn úr landi í Thailandi. Kjallarinn Guttormur Sigurbjörnsson fólki og hæfara til vandasamra átaka við framtíðina. En við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta opinbera kerfi setur svip á hina frjálsu félagsstarfsemi á margan hátt. Það er ekki ýkja langt siðan leiðbeinendur eða þjálfarar unnu næstum kauplaust eða f.vrir mjög litla þóknun við þessi störf hjá félögum sinuin. Þessi þáttur er nú að heita má alveg úr sögunni. Því má þó ekki gle.vma að öll önnur störf íþróttahreyfingarinnar eru unnin án endurgjalds og er .talið að hér á landi þyrfti tugi manna i fullu starfi til að inna þau störf af. höndum. Þjóð- nýting alls félagsstarfs gæti því orðið nokkuð dýr. Það sem mest áhrif hefur haft á þróunina í þessum efn- um er, eins og kom fram hér að framan. starfsemi þess opinbera á þessum vettvangi og svo tilkoma erlendra þjálfara, sem hafa uppi talsvert hærri launakröfur en áður hefur þekkst. Afleiðing þessarar þróunar er sú að fjárþörf hinnar frjálsu íþröttastarfsemi verður svo mikil að varla finnast fjáriiflunarleiðir til að mæta henni. Almennt mun það vera svo að skilningur sé á þvi að það opinbera skuli leggja til íþróttamannvirki, s.s. íþrótta- hús, sundlaugar og ■ þróttavelli. Hinsvegar eru beinir rekstrar- stvrkir ekki í neinu samræmi við þörfina. Stórt íþróttafélag greiðir margar milljónir í þjálfaralaun á ári. Einn góður innlendur þjálfari kostar eina til tvær milljónir í árslaun f.vrir þjálfun í fyrstu deild. Ein keppnisferð út á land kostar hundruð þúsunda. Hvar á að taka alla þessa peninga? Á að gera forvstumenn iþróttahreyfingar- innar svo illa þokkaða af lát- lausu betli að menn sem hafa tékkhefti undir höndum gangi úr vegi fyrir þeim? Hér verður að ráða bót á, en hvar á að bera niður? Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er látin eitra fyrir landslýðinn með okurdýrum dr.vkkjar- og reykjarfiingum. Er ekki hluti af gróða þessarar starfsemi best kominn hjá íþróttahreyfingunni ? A ekki þessi starfsemi heilbrigði þjóð- arinnar skuld að gjalda? E.t.v. finnst sumum aó hér sé digurbarkalega talað og finnst þá að þessum tekjum sé betur varið til annarra hluta. En þá vil ég sp.vrja, er það forsvaran- legt frá siðferðilegu sjönarmiði séð að reikna ineð þessum tekjum i hinn alinenna rekstur þjóðarbúsins. Mitt svar er 11 Brúin yfir Atlants- hafið Kjallarinn Nýlega las ég grein eftir hr. Aron Guðbrandsson í Dag- biaðinu og fjailaði hann nú sem fyrr um afstöðu íslendinga til hersetu Bandaríkjamanna. Aron hefur ritað um þetta mál fjölmörgum sinnum og greinarnar keimlikar enda er það sem verið er að ræða um að láta Bandaríkjamenn greiða ríflega fyrir dvöl hersins hér og kosta ýmsar framkvæmdir. Þetta er hárrétt hjá honum. Greinarnar eru farnar að vekja fólk. Það er tönnlast nógu lengi á sama hlutnum og þá vinnast menn til liðs við hugmyndina. Það má segja að Tropicana-reglan sé í algleym- ingi. Barið var inn í hvert mannsbarn að Tropicana appel- sínusafi i væri; æðri guðiog trúa menn því nú og má Biblíu- félagið í Lundúnum fara að gæta sín með útbreiðsiustarf- semi á biblíunni hér og herða áður en Tropicanafernan gref- ur urjdan veldi hennar. Nú ætti að vera búið að berja það inn í alþjóð að við verðum að leggja fram stefnumarkandi tillögur varðandi þær greiðslur sem við viljum fá fyrir dvöl hersins á íslandi. ekki aðeins að þiggja þá brauðmola sem kunna að rótast niður af borði fjárveitingarnefndar Banda- ríkjaþings hverju sinni. Við verðum að segja skýrt frá hvað við viljum. Bandaríkja- menn eru mestu viðskiptamenn í heimi og enginnstenzt þeim snúning. Ef við þegjum þunnu hljóði þá er ekkert verið að hvetja okkur til þess að biðja um greiðslu fyrir herliðið, byggja vegi, hafnir eða annað. I grein sinni bendir Aron réttilega á það að friðarhjal i heiminum í dag og yfirleitt um allar aldir er aðeins óskhyggja. Það hefur aldrei verið friður og því miður virðist heimsskipu- lagið vera byggt upp á ófriði. Mannfólkinu fjölgar svo ört að enginn fær við ráðið. Þá er um að gera að láta fjöldann fá at- vinnu við að smiða tæki til þess að tortíma sjálfum sér. Svona virðist þetta því miður vera. Af hverju ættum við ekki að taka þátt í þessu af fullum krafti i stað þess að vera sífellt að auka niðurgreiðslur á rúllupylsum og fóðurbæti. Með þessari vit- Friðrik Á. Brekkan leysu aukum við aðeins a ringulreið og óhamingju í þjóðfélaginu. Verðbólgan heldur áfram og fólkið verður vitlausara og vitlausara, því allir halda að það sé fínt að svindla. Menn drekka frá sér allt vit og svindla hver á öðrum i kapp við sig flotkrónunnar. Áfengissala eykst stöðugt, hjónaskilnaðir, lausaleiksbörn, óhamingja og sundrung. Enginn treystir neinum og allir lifa flóttalega í fjarlægð frá hinum. Þetta getur ekki gengið. ■Etli ríkisstjórnin sé loksins að taka við sér í þessum efnum, þvi nú stendur prentað á flöskurnar í ríkinu að klára eigi vínið: Við skulum sjá til hvort þessi auglýsingastarfsemi þeirra alþingismanna beri árangur og vínið klárist innan tíðar og ekkert verði eftir. Ég nefni grein mína Brúna yfir Atlantshafið vegna þess að ég vildi stundum að hún væri til. Þá gætum við tslendingar skroppið um helgar til Bandaríkjanna eða Evrópu akandi og séð hvernig þróunin er. Við verðum að vera opnari fvrir alþjóðaþróuninni. Þetta kemur okkur allt við. Alþjóða- stjórnmál erum við! Við erum hluti af þessu eins og séra Jakob Jónsson komst svo vel að orði í hugvekju sinni fyrir fá- einum dögum í sjónvarpinu. Hann er einn af eldri kyn- slóðinni og hefur séð hér dansk- an konung, hernám og margt fleira. Þetta getur skeð á nýjan leik. Framtiðin er verzlunar- vara! Friðrik Ásmundsson-Brekkan. Si neitandi. Eg tel að úr því að þessar tekjur eru til og verða það sjálfsagt enn um sinh, þá eigi að nota þær til mannbæt- andi þátta þjóðfélagsins og þar tel ég iþróttahreyfinguna i freinstu röð. Af fréttaflutningi fjölmiðla þá kannast menn sjálfsagt við Upptökuheimilið í Kópavogi, en þangað er komið þeim ung- mennum sem svo illa hafa orðið úti á lífsins braut að þau teljast ekki fær um að lifa á eðlilegan hátt með jafnöldrum sinum. Ungmenni sem hefði þurft að dvelja á þessu heimili allt árið 1976 hefði kostað það opinbera ekki minna en 2,5 milljönir króna í útlögðum peningum. Þessi fjárhæð svarar til árs- launa tveggja þjálfara í unglingaflokkum, sem hefðu á sínum snærum 40-50 ungmenni. í dag virðist mikill skilningur á að vinna f.vrir- byggjandi starf á ýmsum sviðum. í uppeldisstarfinu eru að sjálfsögðu fleiri svið sem hægt væri að koma inn á til bjargar í þessum efnum. En ég fullyrði að efling íþrótta- félaganna og um léið aukin þátttaka i íþróttaiðkunum er eitt það árangursríkasta sem við þekkjum. Það er næstum óþekkt fyrirbæri að ungmenni sem tekur virkan þátt í íþrótt- um og því félagsstarfi sem f.vlgir, lendi á glapstigum. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja hluta af ágóða Áfengis- og tóbaks- verslunar rikisins i sérstakan kennslusjóð sem veittir yrðu úr eftir ákveðnum reglum. kennslustvrkir til iþrótta- félaganna í landinu. Þessir st.vrkir þurfa að vera það háir að þeir borgi verulegan hluta þjálfunarkostnaðarins. Þetta er inál sem ekki getur beðið og þarf að taka fastari tökum en nú er gert. Iþróttahre.vfingin er það sterkt afl og ber að skipa þann sess í þjóðfélaginu að hún þurfi ekki að ganga með betlistaf i hendi. Við þurfum á föstum tekju- stofni að halda í þennan þátt mála, spurningin er aðeins um það hvar á að taka hann. Ég hef bent hér á eina leið en sjálfsagt er völ á fleiri. Guttormur Sgiurbjörnsson endurskoðandi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.