Dagblaðið - 27.08.1977, Side 1

Dagblaðið - 27.08.1977, Side 1
friálst, aháð dagblað Skipavið- gerðir fluttar úr landi að óþörfu? Sjábls.7 „Skólarnir mannaðir, en kennarana vantar" — Kennaraskortur um allt land Sjábls.6 Hausttízkan 77: Ekkinógað kunnaaðhalda áhnífoggaffli suðuríGenf Ráðstefna NATO-sinna haldin á íslandi: Vopnaðir lögreglumenn gæta ráðstefnugesta 3. ARG. - LAUGARDAGUR 27. AGtJST 1977 - 186. TBI. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — ÍVÐALSÍMI 27022 Geir Hallgrímsson flytur ræðu sína vlð setningu ATA- þingsins á Loftleiðum í gær. Næstur honum er Magnús Þórðarson starfsmaður NATO á Islandi, þá Einar Agústsson utanríkisráðherra og Ioks Jósep Luns framkvæmdastjóri N ATO. Sjá bls. 5 „Eg er ekki maður til að efast um það sem hr. Luns hefur að segja okkur,“ skaut Einar Agústsson utanríkisráðherra að í ávarpsorðum sinum við setningu 23. þings samtaka áhugamanna um samvinnu Atlantshafsríkja — Atlantic Treaty Association— í gær. Lét Einar þessi orð fall í sambandi við ummæli um veru Islands í NATO og erlendar hersveitir á Islandi. Tvö hundruð fjörutíu og fimm fulltrúar sitja þingið, sem stendur fram á mánudag. Flestir þátttakendur eru frá íslandi, eða 75, auk nokkurra fyrirmanna og ráðherra. Vopnaðir lögregluverðir ísienzkir gæta fundarmanna og er haft strangt eftirlit með því að inn á ráðstefnuna fari ekki aðrir en þeir sem þangað eiga brýnt erindi. Leitað var á Dag- blaðsmönnum þegar þeir komu til setningar þingsins í gær, enda báru þeir ekki merki þing- fulltrúa. Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra var fyrstur ræðu- manna við þingsetninguna í gær. Undir lok ræðu sinnar sagði forsætisráðherra: „Baráttan fyrir lífshags- munum landsins hefur að nokkru verið háð innan banda- lagsins. Ég get í því sambandi ekki látið hjá liða að rifja upp, að síðast þegar framkvæmda- stjóri þess kom hingað til lands, fyrir rúmlega einu og hálfu ári var það þeirra erinda að bera kiæði á vopnin í deilu okkar og Breta um fiskveiðiréttindi. Sú deila fékk að lokum farsælan endi, ekki sízt vegna aðildar beggja deiluaðila að Atlants- hafsbandalaginu, þar sem tækifæri gefst til að ræða málin á vettvangi sem báðir aðilar treystu. Ég vil nota þetta tækifæri hér í dag til að þakka dr. Joseph Luns þátt hans i lausn þessa máls. Hún varð til þess að staðfesta gildi íslenzkrar utan- ríkisstefnu, einn af horn- steinum hennar er aðild að Atlantshafsbandalaginu. Við fögnum því nú að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins við norðanvert Atlantshaf hafa öll fært fiskveiðilögsögu sína í 200 mílur.“ -ÓV. Jón Hákon Magnússon blaða- fulltrúi ATA-þingsins, ásamt islenzkum lögregluverðl — í grunsamlega aðhnepptum jakka. DB-mynd: Bjarnieifur- HlaupiðíSkaftá: „Eins og vorleysingar” Hlaupið ersenni- lega írénum „Þetta virðist ætla að verða litið, enda stutt siðan síðast hljóp í ánni,“ sagði Jón Björns- son vatnama'lingamaóur á Kirkjubæjarkl.iustri í viðtali við Dagblaðió „Það hefur ekki vaxið neitt i ánni núna í dag, en vatnsborð hennar hækkaði um eina 6 cm frá því i fyrradag og þar til í dag.“ Jón sagði að siðan hefði allt staðið í stað frekar heldur en hitt, en áin væri mjög dökk og mikil brennisteinsfýla hefði verið af henni í gærmorgun. „Maður veit hins vegar aldrei hvað getur gerzt og ekki gott að spá þegar Skaftá er annars vegar," sagði Jón ennfremur. Þær fréttir bárust úr Skaft- árdalnum síðdegis í gær, að fremur hefði lækkað í ánni fram eftir degi en síðan hefði vatnsmagnið aukizt nokkuð. Töldu bændur þar að sennilega yrði þetta ekki mikið meira og líktu hlaupinu við vorleysingar. HP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.