Dagblaðið - 27.08.1977, Síða 14

Dagblaðið - 27.08.1977, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. AGUST 1977. LIFANDIJARN Um sýningu á verkum Roberts Jacobsens í Listasafni íslands Meðan ýmisleg ný vióhorf í tvíviðri listsköpun eiga sér nú talsmenn hér á landi, þá hefur höggmyndalistin, eða skúlptúr, verið í talsveróri lægð undan- farin ár. Eru til þess ýmsar ástæður, — sjá t.d. . ályktun Myndhöggvarafélagsins nýlega, en sjálfsagt er það þungt á metunum að meðan erlend grafík og málverk 'hafa óft- sinnis verið hér til sýnis og uppörvunar upp á síðkastið, þá hefur nær ekkert sést af nýjum skúlptúr utan úr heimi og ástæðan fyrir þeirri vöntun er svo að einhverju leyti hag- fræðileg. Það er því sérstakt fagnaðarefni að Listasafn tslands skuli nú gangast fyrir sýningu á verkum danska lista- mannsins Rohert Jacobsens sem verið hefur í fremstu röð myndhöggvara á Norðurlönd- um um langan tíma. Að vísu mætti segja að hugmyndir Jacobsens séu vart á oddinum lengur og önnur sjónarmið ráði meðal yngri myndhöggvara, en engu að síður er hann svo frjór og lifandi persónuleiki að flest- ir hljóta að hafa gagn og gaman af. Banjóspilari Á sýningunni eru 13 þrívíð verk og nærri 40 grafík- og vatnslitamyndir og gott er að hafa í höndunum vandaða sýningarskrá þar sem reynt er að gera grein fyrir þróun lista- mannsins, en í því efni hefur Listasafnið alltof oft látið ljós- myndir nægja. Góður en klúðurslega þýddur pistill um Jacobsen eftir Gunnar Jesper- sen fylgir svo skránni. Robert Jacobsen hefur aðhafst ýmis- legt um dagana, — var bar- þjónn, sjómaður og banjóspil- ari í hljómsveit en árið 1931 fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann hóf gerð höggmynda og voru það þá verk Henri Laurens og Rodins sem hann dáði. Það var síðan sýning á verkum þýskra expresssjónista í Danmörku sem kveikti í Jacobsen fyrir alvöru og í fram- haldi af henni hóf hann að skera í við og höggva í stein. Sífelld toastreita Hugmyndaflug hans virtist þar hneigjast ákveðið til tjáningar á hinu frumstæða, óræða og upprunalega í takt við súrrealisma og ef litið er yfir feril listamannsins, þá er eins og um sífellda togstreitu milli þess viðhorfs og konstrúkífisma sé að ræða í verkum hans, en hið síðar- nefnda byggist á mun rökrænni og meðvitaðri myndhugsun. 1 bestu verkum hans fara saman þessar tvær tilhneigingar, t.a.m. í mynd eins og Draumi Súsönnu hér á sýningunni þar sem aðaláherslur eru stífar, lóðréttar og láréttar, og tengjast á rökréttan hátt innan verksins, en inn í þá „beina- grind“ koma svo frjálsleg og óvænt tilbrigði, undirstrikuð með breyttum lit. A stríðs- árunum var Jacobsen síðan í nánum tengslum við þá Cobra menn, Mortensen, Jörn og Svavar Guðnason, enda höfðu þeir svipuð áhugamál og af- stöðu til listsköpunar. Fram að þeim tíma höfðu verk Jacob- sens öll verið með hlutlægu yfirbragði, en árið 1941 gerði hann sinn fyrsta afstrakt- skúlptúr og örvaði Jean Arp hann til frekari dáða á því sviði. Árið 1947 flutti Jacobsen til Parísar, en sú dvöl skipti sköpum á listamannsferli hans, því þar komst hann í samband við afstrakthreyfingu þá sem blómstraði i kringum gallerí Denise René. Rökrétt jórn Þar var mest áhersla lögð á einskonar konstrúktífisma í list, með þeim einkennum sem ég gat um hér að ofan og þá er það sem Jacobsen hóf fyrir alvöru að vinna með járn, uppáhaldsmiðil konstrúktifra myndhöggvara. Þeir Naum Gabo og Pevsner voru þar fremstir í flokki þeirra sem notuðu járn á hárnákvæman og rökréttan hátt, en það er augljóst að Jacobsen hneigðist fremur til þeirra listamanna sem notað höfðu járn á ljóð- rænni og frjálsari veg, þ.e. þeirra Píkassós og landa hans Julio Gonzalez. Verk hans næstu árin grundvallast af sam- spili rúms og kúbísk-ættaðra forma, en síðan hóf Jacobsen í ríkara mæli að nýta járnarusl sem hann sauð saman í alls- konar furðulegar standandi verur, allforneskjulegar sumar en þó kímilegar, — ef til vill viðbrögð hans við „art brut“ málverkum Dubucfets, en sam- svöruðu fyllilega þeim mark- miðum sem Jacobsen og Kóbra félagar hans höfðu lengi haft. Segja má að í verkum eins og Ökyrrð (1968) og Endur- minning um stein (1971-72) örli enn á þeim ærslafullu en þó hnitmiðuðu vinnubrögðum. Stefnubreyting Eftir 1960 er eins og þessi ærsl víki aftur fyrir konstrúktífisma þar sem form eru skeytt saman hreinlega og hornrétt og mikið ber á and- stæðum hvelfdra og beinna bita innan I opnum járnsam- setningum. Jafnframt er járnið málað einum eða tveim- ur litum. Það eru þessar tilhneigingar sem setja mestan svip á þau verk sem á sýning- unni eru, — en þó er sterkur súrrealískur undirtónn á henni allri, einkarlega í nýjustu verkunum, sem virðast boða meiri háttar stefnubreytingu. Nr. 7, Jean de Billancourt 1975- Langflest verka Jacobsens hafa verið standmyndir þar sem leynt eða Ijóst hefur verið vitnað í uppréttan manns- líkamann eða alltént miðað við að áhorfandinn nálgaðist verk-1 in og skoðaði uppréttur. Þetta er einkennið á Endurminningu, Draumi Súsönnu, Opus Mingus (eitt besta verkið á sýningunni) og Jean de Billancourt. í nýjustu verkun- um sem höfundur af augljósum ástæðum nefnir „phallokr- atisk“, er sjónhorni breytt þannig að áhorfandi horfir jafnan ofan á þau og í stað opinna grindverka skapar Jacobsen hálflokuð umhverfi eða svið með þremur veggjum og nokkrum gluggaborum. Völsaveldi Innan þessara veggja standa svo eða liggja lóðréttar eining- ar sem Jacobsen hefur sorfið á ýmsa vegu í rennibekk og soðið á. Myndhöggvarinn virðist því vera að leita aftur til frum- súrealisma, þar sem ýmiss kon- ar ólíkum gripum er raðað saman innan ákveðinna marka og með innbyrðis tengslum þeirra skapast sambönd, nýr myndveruleiki. Giacometti var einna fyrstur til að nýta þessa hugmynd í mótuðum „sviðs- verkum" eins og Höllinni kl. 4 um nótt, árið 1932 og lengi vel stundaði bandaríski mynd- höggvarinn David Smith mynd- gerð af þessu tagi. Formlega séð virðast hugmyndir Jacob- sens koma úr annarri átt, þ.e. frá amerísku listakonunni Louisé Nevelson sem einmitt stundaði að raða saman fallega renndum trésívalningum innan i ramma. En þetta allt skiptir minna máli en notkun Jacob- sens á þessari hefð og þar sakna ég þess fjölbreytileika sem finna má í bestu samsetningum af þessari gerð, því málmstauta hans skortir mótvægi innan verkanna — þeir eru of likir innbyrðis og því breytast til- finningar manns ansi lítið frá verki til verks. Um tvíeðli mannsins Jacobsen virðist hinsvegar vera að færa sig upp á skaftlð i þessari myndgerð með þvi að hlaða „sviðunum" ofan á hvert annað eins og i Sculptur trip- tique frá 1976 og er hann þá aftur kominn í námunda við hið upprétta mótíf. Það verður nógu gaman að fá að fylgjast með þvi hvernig framhaldið verður. Samtímis járnverkunum hefur Jacobsen gert töluvert af grafík- og vatnslitamyndum og virðist afstaða hans breytileg eftir því hver tæknin er. í sáld- þrykkinu ber mjög á konstrúktífum tilhneigingum, — sterklegum formum er raðað ofan á skæra, stundum skreyti- kennda litfleti, en lit- ætingunum og vatnslitamynd- unum laétur Jacobsen hins veg- ar gamminn geysa óbeislaðan, — stundum einum of. Hefur hann tekið það ráð að „teikna“ með logsuðutæki beint á kopar- plöturnar til að geta gripið hugmyndir sínar á lofti, rétt eins og hann teiknaði forðum með járnstöngum í rúmið. En grafíkin er hliðarspor á óvenju víðfeðmum myndhöggvaraferli Roberts Jacobsen þar sem tví- eðli mannsins, Apolló og Dionýsios, hafa sífellt barist um völdin. SGangstéttasteypa — Mojd Steypum gangstéttir og heimkeyrslur. Útvegum góða mold. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 74422 STraktorsgrafa Ný Case traktorsgrafa til leigu í öll verk. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 74422.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.