Dagblaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1977.
i
Utvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 21.45:
2$
D
Sjónvarp
Gamanmynd um algengt vandamál
Þegar Jack Lemmon og Walter Matthau taka saman
höndum skemmta allir sér vel
Bíómynd kvöldins er banda-
rísk, óvanalega nýleg eða frá
árinu 1971 og nefnist Kotch. Hún
er byggð á sögu eftir Katharine
Topkins. í myndinni koma tveir
mjög þekktir gamanleikarar við
sögu, en Jack Lemmon er leik-
stjóri og Walter Matthau leikur
aðalhlutverkið. Þeir hafa leikið
saman í sprenghlægilegum
gamanmyndum og nægir að nefna
Makalausa sambúð, The Odd
couple, sem var einhver frábær-
asta gamanmynd sem sýnd hefur
verið á slðari árum. Leikritið var
flutt í Þjóðleikhúsinu á sínum
tíma.
1 myndinni í kvöld sem er
Sjónvarp annað kvöld kl. 20.30:
Foreldrar og börn
ekki á sama máli
um framhalds-
gamanmynd að öðrum þræði segir
frá gömlum manni, Kotch að
nafni. Hann býr hjá syni sinum og
tengdadóttur og hefur litið til
með barnabarni sínu, sem gamli
maðurinn sér ekki sólina fyrir.
Nú er ráðin barnfóstra á heimilið
og þykir þeim gamla það mjög
miður og er illa við fóstruna.
Henni verður fótaskortur á hin-
um mjóa vegi dyggðarinnar og
gamli maðurinn kjaftar eftir
henni og verður það til þess að
stúlkan er látin fara. En tilfellið
er að tengdadóttirin er orðin leið
á afanum og vill gjarnan losna við
hann. Karlinn finnur þetta og
tekur því til sinna ráða og stingur
af að heiman.
Hann sér eftir þvi að hafa átt
sök á þvi að stúlkan var rekin og
reynir að haf a upp á henni.
Þýðandi myndarinnar er Jón O.
Edwald. Sýningartími er ein
klukkustund og fjörutíu og fimm
mínútur.
-A.Bj.
Jack Lemmon og Walter Matthau voru aldeilis óborganlegir i mynd-
inni Makalaus sambúð. Myndin i kvöld er fyrsta myndin sem Jack
hefur stjórnað. Walter Matthau var útnefndur til Oskarsverðiauna
fyrir leik sinn í hlutverki Kotch f myndinni i kvöld.
menntunina
daga verður á dagskránni annað
kvöld kl. 20.30.
Katrín umsjónarkennari reynir
að fá Evu til þess að hætta að vera
í þeim slæma félagsskap sem hún
hefur verið í. Gengur það ekki
sem bezt. Skólastjórinn og
nemendur halda fund um vand-
ræðanemendurna og er það ekki
sízt Pétur sem ber á góma. Hann
er nú alveg hættur að sækja
skólann.
Lokaprófið er í nánd.
Nemendurnir geta valið um ýms-
ar brautir 1 framhaldsnámi. For-
eldrar barnanna eru ekki alltaf á
sama máli um hvað börnum
þeirra henti bezt.
Þýðandi Skóladaga er Óskar
Ingimarsson.
Síðari þáttur myndaflokksins
verður á dagskránni á
miðvikudagskvöld. Næstkomandi
föstudag ræðir Hinrik Bjarnason
við kennara og foreldra um
myndaflokkinn og miðvikudaginn
5. október verður annar umræðu-
þáttur um sama efni og verður þá
rætt við nemendur.
-A.Bj.
Fimmti þáttur sænska
sjónvarpsmyndaflokksins Skóla-
Evu reynist erfitt að losa sig úr
slæmum félagsskap.
^ Sjónvarp
Laugardagur
24. september
17.00 Iþróttír Umsjónarmaður Bjarni
Feliason.
18.35 Þú átt pabba. Eliubat. Dönsk
sjðnvarpsmynd I þremur þáttum um
átta ára stúlku. Foreldrar hennar
skilja, og Elisabet flytur með föður
stnum út 1 eyju nokkra, en mððirin
verður eftir i borginni. 1. þáttur.
Þyðandi Jðhanna Jðhannsdðttir.
Sögumaður Ingi Karl Jðhannesson.
(Nordvison — Danskasjðnvarpið).
19.00 Enaka knattapvm*n-
Hlð.
20.00 Fréttír ofl vaöur
20.25 Aufllýainflar og dagafcrá.
20.30 Dava Allan ttatur móðan máaa (L).
Breskur gamanþáttur. Þyðandi Jðn
Thor Haraldsson.
21.15 Dýr metkurinnar. Meðal villtra dyra
I Afriku. Þyðandi og þulur Bogi Arnar
Finnbogason.
21.45 Kotch. Bandarisk biðmynd frá
árinu 1971, byggð á sögu eftir
Katharine Topkins. Leikstjðri Jack
Lemmon. Aðalhlutverk Walter
Matthau, Deborah Winters, Felicia
Farr og Charles Aidman. Kotch er 72
ára gamall maður, sem byr hjá syni
slnum og tengdadðttur. Myndin lysir
þeim vanda, er hann á við að etja,
þegar hann er hættur að vinna og
fðlki finnst hann ekki lengur geta
orðið að liði. Þyðandi Jðn O. Edwald.
23.30 Daflákrárlok.
Sunnudagur
25. september
18.00 Símon og kríttrmyndimer. Breskur
myndaflokkur. Þýðandi Ingi Karl
Jðhannesson. Sögumaður Þðrhallur
Sigurðsson.
18.10 Svalt or á ••laslóð. Vetur hjá
h*im»kautsaskimóum. Sj_ðari heimilda-
myndin um Netsilikeskimðana 1
Norður-Kanada, og lýsir hún Ilfi
þeirra að vetrarlagi. Þýðandi og þulur
Guðbjartur Gunnarsson. Áður á dag-
skrá 21. febrúar 1977.
Hlá.
20.00 Fréttlr og veflur.
20.25 Auglýsingarog dagskrá.
20.30 Skóladagar (L). Sænskur mynda-
flokkur. 5. þáttur. Efni fjórða þáttar:
Eva Mattson kemur í leitirnar, en
móðir hennar hefur samt miklar
öhyggjur af líferni hennar. Kamilla
lendir i rifrildi heima út af skólanum.
Henni líöur ekki vel, og hún leitar til
hjúkrunarkonu skólans. Katrin býður
Jan aö dveljast eina helgi með sér í
bústað sem hún á uppi í sveit. Eva
heldur uppteknum hætti, og kvöld
nokkurt kemur móðir hennar að
henni, þar sem hún liggur i vlmu.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
21.30 Samloikur í sjónvarpssal. Erling
Blöndal Bengtsson og Arni Kristjáns-
son leika saman á selló og píanó.
Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
21.50 Þrír þjóðarísiðtogar. Breskur
heimildamyndaflokkur. Lokaþáttur.
Joseph Stalin. Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
22.45 Að kvöldi dags. Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson, sóknarprestur I Laugar-
nesprestakalli, flytur hugvekju.
22.55 Dagskráríok.
Mónudagur
26. september
20.00 Fráttir og vaður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.00 Dick Cavatt rasðir við Sir Lauranca
Olivier (L) Sjónvarpið hefur fengið til
sýningar nokkra þætti Dicks Cavetis,
og verða þeir á dagskrá öðru hverju á
næstu vikum. í þessum þætti er rætt
við Sir Laurence Olivier um hann
sjálfan og lcikferil hans. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
22.05 Kjamorkan—tvíeggjað svarð? (L)
Finnsk fræðsiumynd um kjarn-
orkuna, hagnýtingu hennar og
hættur, sem fylgja henni. Þýðandi og
þulur Hrafn Ilallgrimsson. (Nord-
vision — Finnska sjónvarpið)
22.55 Dagskráríok.
Arni Kristjánsson og Erling Blöndal Bengtson leika saman í sjónvarpssal i kvöld.
Sjónvarp íkvöld kl. 21.30:
LÉK FYRST A SELLÓ AÐEINS
ÞRIGGJA ÁRA GAMALL
Samleikur á selló og pianó
verður í sjónvarpssal í kvöld kl.
21.30. Eru það Erling Blöndal
Bengtsson og Arni Kristjánsson
sem leika saman. Upptökunni
stjórnaði Tage Ammendrup.
Erling Blöndal Bengtsson kom
hingað til lands í fyrra fyrir tæpu
ári á hljómleikaferð á vegum
Kammermúsíkklúbbsins. Þá sagði
hann m.a. I viðtali sem DB hafði
við hann:
„Ég á nú ekki langt að sækja
tónlistaráhugann, því foreldrar
mínir, Valdimar Bengtsson og
Sigriður Nielsen (islenzk) voru
báðir tónlistarfólk, hann fiðlu-
leikari og hún píanóleikari. Ég
byrjaði snemma að leika á sellóið
eða þriggja ára gamall og hélt
mína fyrstu hljómleika 24.
nðvember 1936, þá fjögurra ára
að aldri....“
Smiðað hafði verið sérstakt
hljððfæri handa Erling og á hann
það enn. Hann var ekki nema tíu
ára gamall þegar hann hélt sína
fyrstu hljómleika með hljómsveit
í Tívolí. Hann var fjórtán ára
gamall þegar hann kom til islands
í fyrsta sinn og þá á vegum
Tónlistarfélagsins. Síðar hélt Erling Blöndal Bengtsson er
hann til framhaldsnáms í Banda- kvæntur Merete og eiga þau tvo
ríkjunum fyrir styrk frá Tónlist- syni, Henrik og Stephan. Eru þau
arfélaginu og dvaldist þar við búsett í Danmörku.
nám og kennslu i fimm ár. -A.Bj.
Frá byggingarhappdrætti NLFÍ
Óðum styttist til dráttardags 7. okt.
77.
Við viljum því vekja athygli þeirra
sem fengið hafa heimsenda happ-
rættismiða að gera skil sem allra fyrst.
Ósóttir vinningar frá 1976 nr. 41475
litsjónvarp, 41501 dvöl á Heilsuhæl-
inu, 41841 dvöl á Heilsuhælinu.
Allir þessir miðar voru seldir í lausa-
sölu á Akureyri. Þeirra sé vitjað fyrir
1. des. 77.
Styðjið okkur í byggingu heilsuhœla á
Norðurlandi og í Hveragerði.