Dagblaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1977. 7
- "" .......................
Flugleiðir f samkeppnina við
Laker með „stand-by,f-fargjöldum
—bjóða vestra Atlantshafsf lug fyrir 180 dali aðra leið og 330 dali báðar leiðir
„Að hluta til má segja að
algjört upplausnarástand sé
rikjandi í fargjaldamálum flug-
félaganna sem flytja farþega
milli Evrðpu og Ameriku,"
sagði Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi Flugleiða I viðtali
við DB. „Samkeppnin er mjög
harðnandi, ekki sízt með til-
komu leyfisins til Lakers hins
brezka, en hann býður ódýr-
ustu fargjöld sem boðin hafa
verið á flugleiðinni.“
Flugleiðir hafa nú fylgt I
kjölfar annarra flugfélaga sem
lækka fargjöld sín yfir Atlants-
hafið. „Normal“-fargjöId hjá
Flugleiðum yfir vetrartlmann
verða á leiðinni frá New York
til Luxemborgar 225 dalir aðra
leiðina en 430 báðar leiðir. A
Chicago-leiðinni verða fargjöld
245 dalir aðra leið en 460 báðar
leiðir.
Svar Flugleiða við undir-
boðum Lakers og sex stærstu
flugfélaga á flugleiðinni, sem
hafa lækkað gjöld sin niður í
það sama og Laker býður, eru
svokölluð „stand-by“fargjöld.
Þau verða 180 dalir aðra leiðina
(New York-Lux), en 330 dalir
báðar leiðir. „Stand-
by“-fargjöldin ásamt áður-
nefndum „normal“-gjöldum á
leiðinni gilda 15. sept. til 31.
mai á austurleiðinni en 15.
október til 14. júní á vestur-
leiðinni. Þessi „stand-by“ far-
gjöld er hægt að panta hjá
Flugleiðum 48 timum fyrir
brottför frá New York, séu
vélarnar þá enn ekki
fullbókaðar, og 72 tímum fyrir
brottför frá Lux, sé þá enn
laust rúm i vélunum.
Sveinn sagði að „normal“-
gjöldin í vetraráætlun Flugleiða
hefðu hlotið góðar viðtökur og
miklar annir væru 1 vélunum.
Fólki litist einnig vel á „stand-
by“-gjöldin sem mikil óvissa
fylgdi þó.
Sveinn kvað feikna hala af
skilyrðum fylgja f kaupum
hinna ódýru fargjalda stóru
flugfélaganna 6 sem lækkað
hafa fargjöldin í 280 dali báðar
leiðir, eða í sama gjald og Laker
býður. Kaup farmiða verða að
fara fram 21-28 dögum fyrir
flugferð. Sfðan fær kaupandi
ekki staðfestan flugdag heldur
ÐOUGLAS SUPER DC-8
aðeins þá viku sem hann fær
far í. Flugfélögin tilkynna svo
handhafa ódýra miðans með 10
daga fyrirvara hvenær hann
komist með og verður hann þá
að taka það flug sem flug-
félagið ákveður, hvort sem er
að nóttu eða degi. Að öðrum
kosti verður fólk að sæta þvl að
kaupa farseðil eftir klukkan 4
að morgni og bfða svo í voninni
um að fá eitthvert flug þann
daginn.
Sveinn kvað þvf fleygt
beggja vegna Atlantshafsins að
menn Lakers hefðu ekki búizt
við að umsókn félagsins um hin
lágu fargjöld yrði samþykkt.
Sfðan hefði tfmi þeirra farið að
miklu leyti f að fá kjörin til
ódýra flugsins bætt. Þeim hefði
orðið það ágengt að vélar
Lakers myndu afgreiddar á
Kennedyvelli vestra og Gat-
wickvelli f Englandi en ekki
flugvalla sem ennþá fjær eru
þeim borgum, sem flugið tekur
til.
-ASt.
Slapp með
skrekkinn
Drengur á ljóslausu reiðhjóli
varð fyrir bíl á mótum Kirkju-
lbrautar og Hilmisbrautar f Vest-
mannaeyjum I gærkvöldi. Slapp'
drengurinn, sem er tfu ára, með
fótbrot frá árekstrinum, en hann
var enn I sjúkrahúsi I morgun.
-ASt.
Keflvíkingar:
hamrana við
íþróttahúsið
Smiðirnir við nýja íþróttahúsið
I Keflavík vilja gjarnan fá al-
menning til liðs við sig í dag. Allir
íþróttasinnaðir menn eru beðnir
að mæta við nýja íþróttahúsið
með hamrana sina. Þar er
glæsilegt hús að komast undir þak
og nú rfður á að bjarga því 'að
haustveðrin nái ekki að skemma
húsið.
Munu smiðirnir negla borðin á
þakið með tveim nöglum en sjálf-
boðaliðar festa þau endanlega.
Mikið starf er fyrir höndum við
húsið, bæði við þakið og utanhúss.
Án efa munum við geta flutt
fréttir eftir helgi um ótrúlega
góða framvindu þessa máls. Þar
sem margir vinna saman að
málefni er sigurinn vfs.
-JBP-
VERK KJARTANS A
STÓRA SVIÐINU
„Týnda teskeiðin” frumsýnd á fimmtudag
Húsavík:
Týnda teskeiðin, nýtt leikrit
eftir Kjartan Ragnarsson verður
frumsýnt á stóra sviðinu f
Þjóðleikhúsinu á fimmtudags-
kvöldið. Verk þetta samdi Kjart-
an sérstaklega með núverandi
leikara Þjóðleikhússins f huga.
Leikstjóri er Brfet Héðinsdóttir
en leikmynd og búninga gerir
Guðrún Svava Svavarsdóttir og er
það frumsmfð hennar fyrir stóra
sviðið. Hlutverk leiksins eru I
höndum Þóru Friðriksdóttur,
Róberts Arnfinnssonar, Gfsla
Alfreðssonar, Flosa Ólafssonar,
Randvers Þorlákssonar, Lilju
Þórisdóttur og Jóns Gunnars.
Leikritið gerist í Reykjavfk
nútfmans.
Kjartan Ragnarsson, sem áður
hafði áunnið sér nafn sem leikari,
fer nú hamförum f leikritagerð og
slær f gegn með hverju nýju
verki. Saumastofan, fyrsta leikrit
hans, fer nú senn f sýningu þriðja
árið f röð. Þá hefur hann samið
Blessað barnalán auk nýja
verksins og þátta fyrir útvarp og
sjónvarp.
-Ast.
Deila sýslumanns og
lögreglumanna úr sögunni
„Deilan snerist um lögreglu-
stjórastarf mitt sem er aðeins
einn hluti af starfi mfnu,“ sagði
Sigurður Gizurarson sýslumaður
og bæjarfógeti á Húsavfk er hann
var inntur eftir þvf hvert deilu-
efnið hefði verið sem upp kom
milli hans og lögreglumanna við
sýslumannsembættið fyrr f
sumar.
Kom deilumálið m.a. til kasta
dómsmálaráðuneytisins og voru
tveir fulltrúar ráðuneytisins, þeir
Þorsteinn A. Jónsson og Þorleifur
Pálsson, sendir til Húsavfkur til
að koma á sáttum. Var þetta f
byrjun september. „Ekki var svo
að ráðuneyti hefði eitthvað haft-
við embættisreksturinn að at-
huga,“ tók Sigurður fram, heldur
hefðu málin nú verið leyst.
Sigurður og lögregluþjónar þeir,
er við var deilt, settust niður og
ákváðu að útkljá málið sfn á milli,
án afskipta utanaðkomandi aðila.
-BH
UTSJONVÖRPIN
# Ein vönduðustu
sjónvarpstœki sem
völ er ó í dag.
# Margra óra reynsla.
Kalt kerfi
inline-myndlampi.
Tœkin eru byggð
upp ó einingakerfi,
sem auðveldar allt
viðhald.
Verð:
17“ kr. 236.000
20“ kr. 257.000
22“ kr. 276.000
26“ kr. 315.000
Staðgreiðslu-
verð ó 17“ kr.
210 þús.
• .. .. .• . .
pQÖ Qt satt
scm þú sévd í
LOEWE OPTfl
lit-
sjónvörpanam
Wgmm
Sendum og setjum
VITASTÍ