Dagblaðið


Dagblaðið - 10.11.1977, Qupperneq 3

Dagblaðið - 10.11.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. NOVEMBP^R 1977. 17 — Kringlumýrarbrautin liggur eftir endilöngum kartöflugörðunum túnjaðrinum hans Einars í Lækjarhvammi. Einar keypti Lækjarhvamm árið 1938, en hafði þá hafið búskap með konu sinni, Bertu Agústu, nokkrum árum áður. Býlið var fjórir hektarar lands. Þar hafði Einar stórbú og um tíma hafði hann 30 kýr i fjósi. En túnið í Lækjarhvammi var alltof lítið til að hægt væri að heyja handa öllum þessum skepnum hann nokkuð gott hús, sem hann notaði sem sumarbústað. Páll byggði einnig fjós og hlöðu, en hann hafði samt aldrei skepnur heldur leigði öðrum útihúsin. Þegar Páll hætti búsetu á Seljalandi, tók bærinn húsin, en það var á árunum 1926 til 27. Síðan bjuggu þar ýmsir og var bæði fjósið og hlaðan gerð að íbúðum. KP ■y.-Vlyl-S/- Athugió: Höfum opnað verzlun í Síðumúla 34. Komið og skoðið V____ Síðumúla 34 — Sími 84161 Lækjarhvammur, stórbýlið í miðri Reykjavík, var byggt um 1880. Húsiðvar rifið 1967. heima. Einar þurfti að sækja hey annað til að geta fóðrað allar sínar skepnur. Því var það að hann keypti jörðina Bæ í Kjós og nytjaði hana samhliða Lækjar- hvamiiii. Einnig átti hann tún, þar sem nú er Fossvogurinn og skikann milli Iloltavegar og Álf- heimanna. Húsið í Lækjarhvammi var kjallari, hæð og. ris. Það var hlaðið steinhús, en þak úr timbri. Við húsið voru byggð útihús árið 1926, fjós og hlaða. Það eru nú tíu ár síðar Lækjar- hvammur var rifinn. Einar Ólafs- son bjó í húsinu þar til árið 1966, en síðustu árin hafði hann engar skepnur. Einar fækkaði kúm sínum í sex til sjö árið 1964, en hélt áfram að hafa bú í Bæ í Kjós. Kringlumýrin liggur mitt í kartöflugörðunum Þar sem Stóragerðisvæðið er nú, með öllum sínum fallegu byggingum, voru einu sinni kartöflugarðar Reykvíkinga. Þeir náðu alla leið niður á Suðurlands- braut og nú liggur Kringlumýrar- brautin eftir garðlöndunum miðjum. Seljaland stóð nokkru fyrir ofan Lækjarhvamm. Húsið stóð á móti húsi Ormsonbræðra, við Lág- múlann sem nú er. Rétt norðan við hús Ormsonbræðranna lá Selja landsvegur í suð-austur og leið niður á I^ústaðaveg. Hann kom niður á Bústaðaveginn, þar sem Hlyngerði er nú. Upp með Seljalandsveginum voru erfða- festulönd fyrir austan veg, en vestan við hann voru kartöflu- garðarnir. Bærinn leigði þá út til einstaklinga. Fyrst í stað voru það stórir reitir allt að eitt þúsund fermetrar, en síðar voru reitirnir minnkaðir. Páll Halldórsson skólastjóri Sjómannaskólans byggði Selja- land í lok fyrra stríðs. Þar byggði SIÐUMULA 30 * SIMI: 86822 Komið og skoðið mesta úrval i borginni

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.