Dagblaðið - 10.11.1977, Blaðsíða 4
ÐRIK BERTELSEN
18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. NOVEMBER 1977.
TEPPI - FRIÐRIK BERTELSEN - TEPPI
TEPPAVERZLUNIN
FRIÐRIK BERTELSEN
ACRYL TEPPI - NYLON TEPPI - ULLAR TEPPI
ímiklu úrvali
Breiddir 366 cm og 400 cm
Við tökum mál — sníðum—og önnumst ásetningu
GREIÐSLUSKILMÁLAR
TEPPI
LÁGMÚLA 7 — SÍMI86266
TEPPI
Fullkomnasta gardínu-
uppsetning á markaönum
Fullkomin
þjónusta
Mælum og
setjum upp
ZETA
Ármúla 42
Símar S3070 og 83103
Enginn
bragga-
búiá
íslandi
—skyldi vera
kjörorðiðá 10
ára afmæli
lýðveldisins
Það breyttist margt 1 Múlanum,
þegar herinn kom til sögunnar.
Holtið breyttist úr auðn í stað þar
sem menn bjuggu. Byggð voru
hundruð bragga og girt rækilega i
kring um svæðið. Þar var ekki
hægt að komast í gegn um hliðin
án þess að sýna skilríki.
3886 braggar virtir
ó eitt þúsund krónur hver
Gömlu torfbæirnir þóttu ekki
ásjálegir né skemmtilegir
bústaðir í samanburði við stein-
húsin sem risu I byrjun 20. aldar-
innar með öllum þeim þægindum
sem þau höfðu. Það var því skref í
áttina til menningarinnar að
margra mati þegar gömlu -torf-
bæirnir lögðust af. Nú þykja
Þessi mynd er tekin í einu
braggahverfinu . í Reykjavík.
Mörg þúsund tslendingar bjuggu
í bröggum á árunum upp úr 1950.
gömlu torfbæirnir aftur á móti
gersemar, sem sjálfsagt er að
varðveita eins vel og kostur er.
Svo rösklega var gengið til verks
við að afmá torfbæina af yfirborði
jarðar að strax 1930 kom það til
tals að vernda þyrfti slíkar bygg-
ingar til að einhver yrði eftir
fyrir komandi kynslóðir til að
hægt væri að upplýsa þær um
íverustaði forfeðranna.
Þegar Nissen-húsin, eins og
setuliðsmenn kölluðu braggana,
voru reist var ekki ætlunin að
skýlin stæðu lengi. Það var í
mesta lagi gert ráð fyrir að þau
. væru nothæf I eitt til þrjú ár.
Byggingarefnið var lélegt og
bárujárnið var ógalvaníserað, svo
að það var orðið kolryðgað eftir
þrjú ár.
Alls var tala hermannaskála á
landinu 7248. Af þeim voru 5728
enskir skálar, en þeir voru miklu
endingarverri en þeir amerísku,
sem voru 1420 talsins. Ensku
braggarnir ryðguðu mjög fljótt,
en þeir amerísku voru gerðir úr
galvaníseruðu járni sem ryðgaði
ekki. Ending þeirra bragga var
allt að 10 ár. Fyrir utan íveru-
braggana voru byggðir nokkrir
stórir braggar, sem voru notaðir
fyrir birgðageymslur eða sjúkra-
skýli.
I Reykjavík voru alls 4031 her-
mannabraggar. Af þeim voru
3886 aðeins virtir á eitt þúsund
krónur að styrjöld lokinni og
segir það nokkuð um það hvernig
ástand þeirra hefur verið. Stærri
braggarnir, sem voru miklu
stærri en þeir sem hermennirnir
bjuggu í, voru metnir á 1900
krónur hver. Þeir voru á stærð
við Hafnarbíó, en þeim bragga
hefur auðvitað verið breytt mikið,
en stærð hans sést greinilega.
tverubraggarnir voru 5 sinnum
12 metrar að grunnmáli.