Dagblaðið - 10.11.1977, Side 5

Dagblaðið - 10.11.1977, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1977. 19 Hermannabraggarnir áttu ekki að standa nema i nokkur ár. en raunin var önnur. íslendingar taka braggana til handargagns Eftir að stríðinu lauk stóðu braggahverfin auð. Sérstök nefnd var skipuð til að fjalla um það hvernig hægt væri að nota þessi hundruð bragga víðs vegar um Reykjavík. Mannfjöldi borgar- innar hafði aukizt mikið og húsnæðisskortur var gífurlegur. Var það því afráðið að Islend- ingar tækju sér bólfestu þarna í hermannabröggunum. Brátt var svo komið að bragga- búar i Reykjavík skiptu þúsundum. Arið 1948 töldust um 2500 manns til heimilis í bröggum víðs vegar i Reykjavík. Þetta var mjög stór hópur fólks, en á þessum tíma voru t.d. íbúar á ísafirði jafn margir og þeir sem bjuggu í bröggum í Reykjavík. Á árunum um 1950 voru allir íbúar í Borgarfjarðarsýslu og Dalasýslu jafnmargir og braggabúar í Reykjavik. Nú eru flestir braggar horfnir, eða þá að það er búið að umbreyta þeim svo að þeir eru vart þekkjanlegir, eins og t.d. Hafnar- bió. Samtíma skrif um braggana Það er forvitnilegt að sjá hvað skrifað hefur verið um braggana á þeim árum þegar mest var um þá hér í borginni. Á árinu 1951 kom út tímarit sem Gunnar M. Magnúss ritarði. Það hét Virkið í norðri. Þar segir í grein um braggana í höfuðstaðn- um: „En lífið leitar eftir fegurðinni og nytseminni í óteljandi við- brögðum, oft einföldum en sterk- um i senn......Oti í klappaberu holtinu stendur braggi einn afsíðis, en í kring er varla lófastór gróðurblettur. En konan úr bragganum gekk út í holtið, aflaði sér þar moldar og bjóð beð gegnt gafldyrum. Þar var rófubeð, rúmur metri á lengd, en skammt frá voru tvö kartöflubeð um 3 m á Það var byggt þétt i braggahverf- unum, enda voru braggarnir ekki byggðir með það í huga að standa lengi. Reiknað var með að þeir stæðu í eitt til þrjú ár. lengd. Við annan bragga skammt frá hafði mold verið sett á stein- uppfyllingu við aðra bragga- filiðina, þar sem settar voru niður 8—10 stjúpmæður.......Og sé það rétt, að braggaíbúðir séu áhyggju- efni valdamanna bæjar og ríkis og allra annarra ábyrgra manna. þá ættu að vera einhver ráð með að framkvæma kjörorðið: enginn braggabúi á íslandi á 10 ára afmæli lýðveldisins." 1978 árgerðir til afgreiðslu Góðurog spameytinn bíll □AIHATSU Sedmi 1400A; 1*200 DAIHATSU-UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23-SÍMI81733 Vöruvöndun er okkar aðalsmerki MAX" Ármula 5—Reykjavík Sími86020 Vetrartízkan frá MAX" Gazella-kápumar, sjóliðajakkarnir og úlpumar, sem voru á iðnkynningunni í Laugardalfástnú íeftirtöldum verzlunum: Kápan, Laugavegi 66, Reykjavík, Pandóra, Kirkjuhvoii, Reykjavík, Torgið, Austurstræti 10, Reykjavík, Sonja, Vallartorgi, Reykjavík, Valbær, Akranesi, Einar & Kristján, ísafirði, Verzlun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík, Verzlunin Skemman, Sauðárkróki, Verzlunin Sparta, Sauðárkróki, Verzlunin Túngata 1, Siglufirði, KEA, Akureyri, Markaðurinn, Akurevri, KÞ Húsavík, Verzlunin Túngata 15, Seyðisfirði, Kaupfélagið Fram, Neskaupstað, Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðuin. KP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.