Dagblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAl 1978. Notaðar vörubif reiðar og vinnuvélar. Jarðýtur CAT 6B BTD 20, vörubílar, dráttar- bílar, vagnar, skífur og pallar. Opið laugardag og sunnudag. Val hf. Vagnhöfða 3, sími 85265. Réttarholtsskóli! Tíu ára gagnfræðingar úr Réttarholtsskóla halda tímamótafagnað í Brautarholti 6 laugar- daginn 3. júní nk. Tilkynnið þátttöku strax í síma 44814,71438 og 72824. Laus staða Lektorsstaða í bókasafnsfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er einkum ætlað að kenna flokkun og/eða skráningu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1978. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um rit- smíðarog rannsóknir, svo og námsferilog störf,og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík. Monntamálaréfluneytið, 17. mai 1978. Sumarbústaðaland — Hjólhýsi Vil skipta á 1 ha. eignarlandi og litlu hjólhýsi. Landið er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavik, rétt við Geysi í Haukadal, er girt og við á. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. — H-12633. NÝTT frá London PUNK Dömu- og herraklippingar Við erum þeir einu sem geta veitt PARIS-bylgfupermanentið Andhtsboð og bóluhreinsun Ameríska og íta/ska línan Einkatímar fyrír módelklipp- ingar — Vinsamlega pantið fyrírfram. roímo' Dömu- og herraklippingar GLÆSIBÆ 00... næg 33444 BÍLASTÆÐI Rannsókn tékkakeðjumáls lokið: BORGAÐI800 ÞÚS- UND í REFSIVEXTIÁ TVEIM ÁRUM — rannsóknin hefði getað tekið miklu skemmri tíma en tvö ár, segir umboðsdómari í málinu „Ég hefði getað sagt ykkur frá þessari niðurstöðu rannsóknarinnar um ára- mótin 1976—77,” sagði Hrafn Braga- son, umboðsdómari í keðjutékkamáiinu svonefnda, þegar hann skýrði frétta- mönnum frá niðurstöðu rannsóknar málsins í gær. Um þau áramót sendi Hrafn málið til ríkissaksóknara og óskaði eftir umsögn hans um hvort rannsókninni skyldi haldið áfram og þá hvaða stefnu skyldi taka. Svaraði ríkis- saksóknari þvi að rannsókninni skyidi haldið áfram en hann féllst ekki á að hún yrði takmörkuð frekar en þegar hafði verið gert. Keðjutékkamálið verður á næstunni sent ríkissaksóknara og mun hann taka ákvörðun um hvort ástæða er til máls- höfðunar á hendur einhverjum þeirra 17 aðila sem upphaflega voru nefndir. Hrafn Bragason sagði á fréttamanna- fundinum í gær að hann hefði skipt málinu niður i tiu einstök mál. L'ACiíi. •V..V 1 UTbKr. 30.0A.75 26.03.75 i F/7fIs..ll- . :aG!. ! v.\, . •ft.>'i •'.V. Ni- a : r Ú7f£f .11 INNSfÆr/A 26.0’j i 1.168,00 0A.04i | INN8 400.000i00 401.168,00 07.04] i 384012 4C0.CC0»00- 1.168,00 11.04 [ M IL L í r- 21.240,00 22.408,00 15.04Í ; 83401.' 21.2CC.0C- 1.208,00 17.04. _ L. I NN.fi 5C0.000,00 501.208x00 18.04 I 884014 ECO.OCO.OC- 1.208,00 23.04| 1 INN8 5C0.0C0,00 501.208 ,00 25.04] ! 884015 5C0.0C0,00- 1.208 ,00 28.041 j 1NN8 500.0C0,0C 501.208 ,00 28.04] | 884008 500.0C0.00- 1.208,00 24.04.1 ... . ,.;.LNNCt 500-000,00 501.208j00 29.04] 1 L ,1 ! 384016 ] i 5CG.000,00- 1.208,00 Sýnishorn af reikningsyflrliti eins þátttakenda „tékkakeðjunnar”. Hálf milljón er lögð inn í einn bankann, síðan tekin út aftur og lögð inn á reikning í öðrum banka. Alltaf eru rúmar 1200 krónur á reikningnum og viðkomandi hefur haft sina hálfu milljón til ráðstöfunar án þess þó að hún væri til. Upphafið var að þegar rannsókn Geir- finnsmálsins stóð sem hæst i ársbyrjun 1976 voru skoðuð reikningsyfirlit og tékkar fyrirtækis í Reykjavík. Vöknuðu grunsemdir um að í gangi væri svo- kölluð keðjutékkastarfsemi, eins og segir í greinargerð sem Hrafn Bragason afhenti á fundinum. Seðlabankinn hóf frumathugun sem síðan var send Saka- dómi Reykjavíkur. í greinargerðinni segir síðan: „Seðla- banki Islands hefur staðfest að af bankans hálfu sé litið á bréf hans frá 9. ágúst 1976 til Sakadóms Reykjavíkur sem kæru. Bankinn heldur fram að við könnun á ofangreindum tékkareikning- um hafi komið í Ijós að reikningshafar hafi notað þá að verulegu leyti til þess að stofna til og viðhalda umfangsmikilli og flókinni tékkakeðju. Með tékkakeðju eða keðjusölu á tékkum sé átt við að greindir reikningshafar hafi selt tékka á bankareikninga sína i öðrum banka, enda þótt innistæða væri ekki fyrir hendi, en síðan séð um, i flestum tilvikum, áður en tékkar komu fram í reikningsbanka, að búið væri að leggja inn á reikningana og þá, að þvi er virðist, með öðrum tékka eða tékkum sem eins hafi verið ástatt um og þá fyrri. Reikningshafarnir hafi síðan viðhaldið tékkakeðjunni og á þennan hátt skapað sér ótrúlega mikið fé sem þeir hafi ekkert átt í. Þetta megi Ijóslega sjá á tölvuút- skriftum tékkareikninganna. Fullyrðir bankinn að vixilviðskipti með tékka, með notkun tveggja eða fleiri reikninga, hafi verið skipulögð til að ná með blekkingum fé úr bönkunum. Vísa þeir í þvi sambandi m.a. til 4. gr. tékkalaga frá 1933 og ákvæða hegningarlaga sem til þessa hefur verið beitt við tékkamis- ferli.” Það kemur fram i greinargerðinni að rannsókn málsins hefur verið gífurlega umfangsmikil og hafa t.d. verið skoðaðir um þrjátiu þúsund tékkar. Heildar- upphæð þeirra losar þrjá milljarða. Eftir að ríkissaksóknari krafðist fram- haldsrannsóknar í málinu hefur rann- sóknin „nær eingöngu beinzt að meintri keðjutékkastarfsemi kærðra og því hverrar fyrirgreiðslu þeir nutu hjá við- skiptabönkum sínum um hlaupareikn- ings- og ávisanareikningsviðskipti,” eins og segir í greinargerð umboðsdómarans. Síðan segir: „Af gögnum og fram- burðum kemur fram að tékkavelta sumra reikninganna er að miklum hluta til komin vegna tékka sem gengu á milli reikninga kærðra. Má taka sem dæmi stærstu reiknirigana sem i könnun eru. Heildarvelta annars þeirra nemur kr. 557.532.468,-. Þar af fá aðrir kærðu kr. 487.291.322,-. Heildarvelta hins er kr. 659. 944.555,- og fara þar af til annarra kærðra kr. 415.639,601,-.” Hrafn sagði aðspurður á fundinum að vaxtatekjur viðkomandi banka af fyrri upphæðinni hefðu verið árin 1974 og 1975 samtals rétt rúm 800 þúsund. Um þessa tékka segir umboðsdómarinn i greinargerð sinni að þeir „gætu fallið undir skilgreiningu Seðlabankans um keðjutékka.” 1 greinargerðinni segir að reiknings- hafarnir hafi gefið mismunandi svör við þeim gögnum sem fyrir þá hafa verið lögð. „Vilja sumir halda sig við áður gefnar skýringar um að hér sé um lán að ræða, jafnvel þótt þeim sé bent á að engin raunveruleg upphæð hafi þurft að fara á milli þeirra, væri þessi háttur hafður á „láninu". Þeir hafa haldið þvi fram að þegar tékkinn var framseldur í banka hafi þeir átt innistæðu fyrir honum, eða haft skriflega eða munnlega heimild til útgáfu hans veitta af banka- starfsmönnum. Slíkur framburður stangast á við það sem bankastarfsmenn hafa borið og bankarnir fullyrt í bréfum sínum til undirritaðs,”segirennfremur. Umboðsdómarinn segir að þáttur reikningshafanna, sem Seðlabankinn kærði 9. ágúst 1976, sé ákaflega misjafn, og sumra sáralitill, i þessari meintu keðjutékkastarfsemi. í lok greinargerðarinnar segir frá einum hinna kærðu sem heldur þvi fram að „tilgangur tékkaútgáfu hans hafi að miklu leyti veriö flutningur sama fjár- magns milli reikninga hans. Reikninga hafði hann í a.m.k. fjórum bönkum. Þetta hafi hann gert til þess að fá fyrir- greiðslu í þessum bönkum og sé hann sannfærður um að það hafi tekizt.” Rannsókn þessa keðjutékkamáls hefur tekið rúm tvö ár. Hrafn Bragason sagði á fundinum i gær að hann væri fullviss um að hægt hefði verið að vinna rannsóknina á styttri tíma en þar hefði ráðið skoðanaágreiningur i „kerfinu”. ÓV. Tækjastjórar Viljum ráða tækjastjóra. Upplýsingar á skrifstofu vorri í Lækjargötu 12 Reykjavík kl. 15—17 mánudaginn 22. maí. Einnig alla vinnudaga á skrifstofu félagsins á Kefla- víkurflugvelli. íslenzkir aðalverktakar sf., Keflavíkurflugvelli Maharishi Mahesh Yogi ÍSFIRÐINGAR Almennur kynningarfyrírlestur um Innhverfa íhugun er mánudaginn 22. mal kl. 21.00 I Skátaheimilinu. Innhverf ihugun er einföld, áreynslulaus tækni sem losar um djúpstæða streitu, eykur skýrleika hugsunar og sköpunargáfu. Þetta staðfesta vísindarannsóknir sem sýndar verða. Öllum heimill aðgangur. ÍSLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGID Sími 16662

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.