Dagblaðið - 02.08.1978, Síða 8

Dagblaðið - 02.08.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978. Hverju spá fyrir Geir? - menn Dagblaðið spurði nokkra þekkta menn úr verkalýðs- og stjórnmála- baráttu, hvað þeir teldu um hugsan- lega stjórnarmyndun Geirs Hallgrims- sonar. - „Nöfn flokka ekkert heilagt mál ef málefni verkalýðsins sitja í fyrirrúmi” — segirJón Helgason, form. Einingar á Akureyri „Ég taldi nú upp á það, að laun- þegarnir, sem kusu Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið maettu búast við meiri samstöðu þeirra. Hann er stór víxillinn, sem fráfarandi stjórn skilur eftir afsagðan," sagði Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri í viðtali við DB. „Ég er að sjálfsögðu ekkert hress yfir þessu. Mér finnst það liggja I loftinu, að Alþýðubandalagið hafi ekki ætlað sér I neina stjórn. Það var ekki og er ekki hægt að vera með fullyrðingar um að launþegar vilji þetta eða hitt á meðan þeir eru ekki spurðir.” Mér finnst hafa verið brugðið frá þeirri stefnu, sem Verkamannasam- bandið mótaði, þegar það lagði áherzlu á að tryggja fyrst og fremst hag þeirra lægst launuðu, þeirra, sem verst voru settir. t þvi tilliti skipti mestu máli að fá samningana i gildi fyrir það fólk. Stöðu hálaunamanna mátti ræða síðar eftir að stjórn var mynduð. Eins gat ég fallizt á gengisbreytingu miðað við breytta fram- tíðarstefnu. Gengið er hvort eð er fallið. Það er ekkert heilagt mál, hvað sá flokkur heitir, sem launþegar vinna með, ef málefnin eru til hagsbóta fyrir þá. Næsta skref er að verkalýðshreyfingin ráði sínum ráðum. öðruvísi sé ég ekki neina Ijósglætu,” sagði Jón Helgason, formaður Einingar. BS Magnús Torfi Ölafsson fv. alþingismaður: Of snemmt að spá „bjóst við slitum vinstri viðræðnanna eins og til þeirra var stofnað” „Ég tel of snemmt að segja til um hugsanlegan árangur af viðræðum Geirs Hallgrimssonar, á meðan enn er ekki Ijóst hvort hann tekur þær stjórnar- myndunarviðræður að sér,” sagði Magnús Torfi Ólafsson fv. alþingis- maður. „Hvað varðar slit vinstri viðræðn- anna, þá bjóst ég ekki við öðru, eins og til þeirra viðræðna var stofnað. Það er mitt álit að viðræðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, þ.e. þeirra flokka, sem unnu mest á í kosningunum, hafi verið hætt ofsnemma. Hefði verið lagður betri grundvöllur að viðræðum, á milli þeirra hefðu stjórnarmyndunar- viðræður vinstri flokkanna gengið betur,” sagði Magnús Torfi. JH Ekkert innigjald og p/áss fyrir 130 bfía tíl að byrjameð. Komdu með bífínn hreinan / upp/jómaðan bfíasa/ okkar. í Sýningahöllinni við Bíldshöfða. Símar 81410 og 81199. „Enginn tilgangur með nýjum mönnum í stólana, ef ekki koma ný úrræði” — segir Björn Bjarnason í Iðju „Ég er lítill spámaður,” sagði Björn Bjarnason, starfsmaður og fyrrum formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, í viðtali við DB. Hann bætti við: „Ég er ákaflega svartsýnn á það að hægt sé að koma saman rikisstjórn, eins og málin liggja fyrir.” „Kannski liggja einhverjir möguleikar í stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Annars finnst mér þetta vera I hálfgerðu strandi,” sagði Björn. „Það voru mér ákaflega mikil vonbrigði, að ekki skyldi takast betur til um tilraun til svokallaðrar vinstri stjómar en raun varð á. Ég tel að Alþýðuflokkurinn hafi brugðizt verka- lýðshreyfingunni með því að tefla fram svipuðum úrræðum og fráfarandi stjórn gerði með litum árangri. Ég sé ekki Aðalheiður Bjamfreðsdóttir formaður Sóknar: „Ætli það endi ekki með utanþingsstjónT — áköf vonbrigði méð vinstri viðræðumar — hinir svokölluðu verkalýðsflokkar höfðu lítil samráð við verkalýðshreyfinguna „Ég sé ekki að neitt geti komið út úr viðræðum Geirs Hallgrimssonar,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. „Þær viðræður eru dæmdar til þess að mistakast. Ég sé ekki hvað Framsóknarflokkurinn hefur að gera í slíkar viðræður og ekki fer Alþýðuflokkurinn einn i stjórn með Sjálfstæðisflokknum ” „En ég er ákaflega óánægð með það að vinstri viðræðurnar skuli hafa farið út um þúfur. Þegar þeir flokkar, sem kalla sig verkalýðsflokka fá loksins styrk til þess að koma sínum málum fram, þá fer allt upp I loft. Það er ekki gæfulegt. Ætli það verði ekki endirinn á að það verði utanþingsstjórn. Það er engin lausn að kjósa aftur. Það kom fram greinilegur vilji fólks um það að verka- lýðsflokkarnir ynnu saman. Þá skil ég ekki hvers vegna þessir verkalýðsflokkar höfðu verkalýðs- hreyfinguna ekki meira með I verkum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Og á sama hátt má spyrja,” sagði Aðalheiður: „Af hverju gerðu efstu toppar verkalýðshreyfingarinnar sér ekki meira far um að þrýsta á þessa flokka til stjómarmyndunar. Ég endurtek að hér á ég við toppa Útboð Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í smíði glugga og svalahurða í 18 fjölbýlishús í Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Mávahlíð 4, gegn 20.000 króna skilatryggingu. Skilafrestur til 11. ágúst 1978. Hússljórnarskóli Suðurlands Laugarvatni Vegna margra umsókna og fyrirspurna um eins vetrar hússtjórnarnám hefur verið ákveð- ið að halda uppi kennslu með sama hætti og verið hefur auk tveggja ára hússtjórnarnáms samkvæmt fyrri auglýsingu. Ennþá er unnt að bæta við nokkrum nem- endum og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15,ágústnk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 99- 6123 og menntamálaráðuneytið. Skólastjóri. verkalýðshreyfingarinnar. Þeir eru úr tengslum við fólkið. Þeir þyrftu ekki annað en að bregða sér í vinnugallann fara út á vinnustaðina. Þá myndu þeir heyra álit fólksins og vonbrigði þess með útkomu viðræönanna. Ég get fullyrt að það hefur lítið verið talað við okkur, fólkið sjálft í verkalýðshreyfingunni.” JH neinn tilgang í því að setja bara nýja rassa i stólana,” sagði Björn, „og ég sé ekki neina nýja stjóm blasa við.” BS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.