Dagblaðið - 04.08.1978, Síða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978.
13
HVAÐ ER Á SEYÐI
UM HELGINA?
Sjá miðopnu
SJÓNVARP NÆSTU VIKU
kórar syngja. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs-
son.
21.30 Svarta dattan (L). Bandarisk sjónvarps-
kvikmynd, byggð á sönnum atburðum. Aðal-
hlutverk Lucie Amaz. í janúarmánuði 1947
finnst illa útleikið lik ungrar stúlku í Los Ange-
les. í myndinni er rakin saga stúlkunnar eftir
því sem lögreglunni berst vitneskja um hana.
Þýðandi Ragna Ragnars.
23.05 Dagskrárlok.
Laugardagur
12 ágúst1978
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Dave Allen lætur móðan mása (L). Breskur
skemmtiþáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
21.15 Vetur I þjóðgarði (L). Stutt mynd án orða,
tekin að vetrarlagi í Yellowstone-þjóðgarðin-
um i Wyoming-fylki i Bandarikjunum.
21.25 Þrjár systur. Leikrit eftir Anton Tsjekov,
kvikmyndað í Bandarikjunum árið 1965.
Aðalhlutverk Kim Stanley, Geraldine Page,
Sandy Dennis og Shelley Winters. Aðalpersón-
ur leiksins eru systumar Olga, Masja og Irina.
Þær eru aldar upp I Moskvu en hafa um
margra ára skeið dvalist i smábæ á lands-
byggðinni ásamt bróður sínum Andrei. Þeim
leiðist lifið i fásinni sveitaþorpsins og þrá að
komast til æskustöðvanna, þar sem þær álíta
að glaðværð riki og lif hvers og eins hafi tak-
mark og tilgang. En forsjónin er þeim ekki
hliðholl, og draumurinn um Moskvu virðist
ekki geta orðið að veruleika. Leikrit þetta birt-
ist fyrst árið 1901, þremur árum fyrir andlát
höfundarins. Það hefur áður verið sýnt i is-
lenska sjónvarpinu, 28. desember 1974, í leik-
gerö norskra listamanna, og það var sýnt á
vegum Leikfélags Reykjavíkur árið 1957. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
00.05 Dagskrárlok.
Sunnudagur
13. ágúst 1978
18.00 Kvakk-kvakk (L). ítölsk klippimynd.
18.05 Sumarleyfi Hönnu (L). Norskur mynda-
flokkur i fjórum þáttum. 2. þáttur. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision—Norska
sjónvarpið).
18.25 Leikió á hundrað hljóðfæri (L). Síðari hluti
sænskrar myndar um tónlist. Börn og ungling-
ar leika á hljóðfæri og dansa og Okko Kamu
stjórnar sinfóniuhljómsveit sænska útvarps-
ins. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord-
vision—Sænska sjónvarpið).
19.15 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Síðasti siðutogarinn (L). Kvikmynd þessa
tóku sjónvarpsmenn i marsmánuði 1977 í
veiðiverð með togaranum Þormóði goða, sið-
asta siðutogara sem gerður var út hérlendis. í
myndinni er rakið í stórum dráttum upphaf
togaraútgerðar á íslandi og lýst mannlífi og
vinnubrögðum, sem senn hverfa af sjónarsvið-
inu. Kvikmyndun Baldur Hrafnkell Jónsson.
Hljóðsetning Oddur Gústafsson. Klipping
Ragnheiður Valdimarsdóttir. Textahöfungur
og þulur Björn Baldursson. Umsjónarmaður
RúnarGunnarsson.
2! .00 Cíæfa eða gjörvileiki (L). Bandariskur frarr
haldsmyndaflokkur. 10. þáttur. Efni niunda
þáttar: Bifreið Chotts finnst i vatni en sjálfur er
hann gorsainlega horfinn. Falconetti er hand
tekinn. ógerlegt reynist að halda honum
sökum skorts á sönnunargögnum. Wes heim-
sækir Ramónu, en hún vill sem minnst við
hann tala. Um siöir skýrir hún honum þó frá
sambandi þeirra Billys og Wes skundar heim
að gera upp sakirnar við þrjótinn. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.50 Bay City Rollers (L). Tónlistarþáttur.
Áður á dagskrá 17. júni sl.
22.40 Að kvöldi dags (L). Séra ólafur Jens Sig-
lirðsson á Hvanneyri flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok.
H
Bay City Rollers
koma aftur
Það má gléðja þá sem misstu af þætti
Bay City Rollers 17. júní sl. að þátturinn
verður endursýndur sunnudaginn 13.
ágúst kl. 21.50 og er hann tæplega
klukkustundar langur og sendur út í lit.
— ELA
Mánudaginn 7. ágúst nk. verður
sýnt leikritið Laugardagur, sunnudag-
ur, mánudagur í sjónvarpinu kl. 21.45.
Leikrit þetta er eftir Eduardo de
Filippo, valið til flutnings í sjónvarpi
af Sir Laurence Olivier. Leikstjóri er
Alan Bridges og með hlutverk fara
V ■■ M.
Joan Plowright, Frank Finlay og
Laurence Olivier.
Leikurinn gerist í Napoli. Fjöl-
skylda nokkur hefur það fyrir venju að
snæða dýrlegar máltíðir á sunnudög-
um. Húsmóðirin, Rósa, imyndar sér
að gestirnir séu ekki alls kostar
ánægðir með matargerð hennar og
kemur af stað reiði mikilli sem hefur í
för með sér alls kyns ásakanir og upp-
Ijóstranir. Leikritið er sent út i lit. Þýð-
andi er Sonja Diego. Leikritið var sýnt
í Þjóðleikhúsinu sl. vetur við góðar
undirtektir.
— ELA
Miðvikudagur
9. ágúst
20.00 Fréttir ogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og visindi (L). Umsjónar-
maður Sigurður H. Richter.
21.00 Dýrin mín stór og smá (L). Breskur
myndaflokkur í þrettán þáttum. 2. þáttur.
Hundadagar. Efni fyrsta þáttar: James Herriot
gerist aðstoðarmaður Farnons dýralæknis í
sveitahéraði einu i Yorkshire. Margir bænd-
urnir eru litt hrifnir af nýjungum og vilja
halda sig við gömlu aðferðirnar. Þeir taka þvi
nýja lækninum fálega, en eftir að hann hefur
sýnt hvað í honum býr, breytast viðhorf
þeirra. Eitt sinn þegar Farnon er að heiman er
Herriot kallaður til að sinna einum af hestum
Hultons lávarðar. Ráðsmaðurinn hefur enga
trú á honum, og þegar Herriot kveður upp
þann úrskurð, að hesturinn sé með garna-
flækju og eina úrræðið sé að skjóta hann,
verður ráðsmaðurinn æfur og hótar að lög-
sækja hann. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
21.50 íþróttir. Frá Reykjavikurleikunum í
frjálsum iþróttum. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
22.30 Dagskrárlok.
Föstudagur
11. ágúst
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Úr dölum Yorkshire (L). Finnsk mynd um
líf dalabændanna i Yorkshire en þeir leggja
einkum stund á sauðfjár- og nautgriparækt.
Meðal annars er sýnt gripauppboð, kynbóta-
sýning, sportveiðar auðm'anna og guðsþjón-
usta i sveitakirkju. Þýðandi og þulur Krist-
mann Eiðsson.
2l.l0 Frá Listahátið 1978. Upptaka frá „mara
þontónleikum” í Laugardalshöll. íslenskir
Sjónvarp mánudag kl. 21.45:
Laugardagur, sunnu-
dagur, mánudagur
Úr leikritinu Laugardagur, sunnudagur, mánudagur, en það er á dagskrá sjónvarpsins nk. mánudagskvöld.
Sjónvarp
Laugardagur
5. ágúst
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Frá Listahátið 1978. Upptaka frá mara-
þontónleikum i Laugardalshöll. Kórsöngur,
íslenskir kórar syngja. Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.00 Dave Allen lætur móðan mása. (L).
Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
21 45 Þokkapiltar. (League of Gentlemen).
Bresk biómynd frá árinu 1960. Aðalhlutverk
JackHawkins, Nigel Patrick og Richard
Attenborough. Herforingja nokkrum er sagt
upp störfum eftir aldarfjórðungs þjónustu.
Hann strengir þess heit að ná sér niðri á
yfirvöldunum, undirbýr bankarán og velur sér
til aðstoðar sjö fyrrverandi hermenn. Þýðandi
Jón Sigurðsson.
23.35 Dagskrárlok.
Sunnudagur
6. ágúst
18..00 Kvakk-kvakk.(L). ítölsk klippi mynd.
18.05 Sumarleyfi Hönnu. (L). Norskur mynda
flokkur í fjórum þáttum. 1. þáttur. Hanna og
Hinrik koma ásamt foreldrum sinum til
sumardvalar á eyju við strönd Suður-Noregs.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision
— Norska sjónvarpið).
18.25 Leikið á hundrað hljóðfæri. (L). Fyrri hluti
sænskrar myndar um tónlist. Börn og
unglingar leika á hljóðfæri og dansa. hljóm-
sveitarstjórinn Okko Kamu sýnir hvemig á að
stjórna hljómsveit og brugðið er á leik. Siðari
hluti myndarinnar er á dagskrá sunnudaginn
13. ágúst. (Nordvision — Sænska sjónvapið).
19.10 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Þorvaldur Skúlason listmálari. (L). Fjallað
er um-list Þorvalds Skúlasonar og og viðhorf
hans til myndlistar. Umsjónarmaður Ólafur
Kvaran.
21.10 Gæfa eða gjörvileiki. (L). Bandariskur
framhaldsmyndaflokkur. 9. þáttur. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.00 Spegill umhverfisins. Áströlsk heimilda-
mynd um sögu Ijósmyndavélarinnar. Þýðandi
og þulur óskar Ingimarsson.
22.50 Að kvöldi dags. (L). Séra Ólafur Jens
Sigurðsson á Hvanneyri flytur hugvekju.
23.00 Dagskrárlok. k,
Mánudagur
7. ágúst
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
21.00 Bob Marley & The Wailers (L). Þáttur frá
tónleikum, sem jamaíski söngvarinn Bob Mar-
ley og hljómsveit hans héldu i Lundúnum.
21.45 Laugardagur, sunnudagur, mánudagur
(L). Leikrit eftir Eduardo de Filippo, valið til
flutnings í sjónvarpi af Sir Laurence Olivier.
Leikstjóri Alan Bridges. Aðalhlutverk Joan
Plowright, Frank Finlay og Laurence Olivier.
Leikurinn gerist í Napoli. Það er venja fjöl-
skyldu nokkurrar að snæða saman dýrlega
máltið á sunnudögum. Húsmóðirin, Rosa,
ímyndar sér að gestirnir séu ekki alls kostar
ánægðir með matargerð hennar, og reiði
hennar kemur af stað skriðu hvers kyns ásak-
ana og uppljóstrana. Leikritið var sýnt í Þjóð-
leikhúsinu sl. vetur. Þýðandi Sonja Diego.
22.45 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
8. ágúst
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Þjóðgarðar í Evrópu (L). Hollenzki þjóð-
garðurinn De Hoge Veluwe er skammt frá
v þýsku landamærunum. í garðinum er m.a.
viðfrægt listasafn. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
21.15 Kojak (L). Bandariskur sakamálamynda-
flokkur. Snúið á kölska. Þýðandi Bogi Amar
Finnbogason.
22.05 Sjónhending (L). Erlendar myndir og mál-
efni. UmsjónarmaðurSonja Diego.
22.25 Dagskrárlok.