Dagblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978.
3
Lögreglan vildi ekki
stoð
Haukur Þór Haraldsson skrifan
Áður en ég hef sögu mína ætla ég
að rita upp smá kafla úr bókinni
Vegfarandinn:
„Því miður er það svo, að ekki er
nóg að setja lög, til þess að allir fari
eftir þeim. Það hefur reynzt nauðsyn-
legt að ráða sérstaka menn til þess að
sjá um, að lögin séu haldin. Þessir
menn eru lögregluþjónar. Þeirra hlut-
verk er margþætt. Þeir eiga, eins og
áður segir, að gæta þess að lög séu
haldin og þeir fái áminningu eða
makleg málagjöld, sem brjóta þau.
Ennfremur er þeim ætlað að leiðbeina
og leysa úr ýmsum vanda í umferðinni
ogannars staðar.”
Þannig var mál með vexti, að bíll-
inn minn varð rafmagnslaus 500 m frá
lögreglustöðinni í Reykjavík. Eftir að
hafa árangurslaust leitað aðstoðar, svo
sem reynt að fá sendibíl, gafst ég upp
að lokum og ákvað að leita á náðir
lögreglunnar.
Þegar ég kem inn i anddyri lögreglu-
stöðvarinnar sé ég þar afgreiðsluborð,
sem ég geng að. Þar fyrir innan situr
vaskur lögregluþjónn. Þegar ég hafði
tjáð honum erindi mitt vingsaði hann
handleggnum í áttina að einni dyr og
sagði. Talaðu við þá þarna. Ég fór
þangað inn. Þar voru u.þ.b. 15
lögregluþjónar. Stóð ég þarna eins og
illa gerður hlutur þar til ég náði sam-
bandi við þriðja lögregluþjóninn sem
gekk framhjá mér.
Þegar ég hafði borið upp erindi mitt
sagði annar lögregluþjónn sem heyrt
wJLJmmm....
^BananaspIit
Skalli
Lækjargötu 8, Hraunbæ102
Reykjavíkurvegi 60 Hf.
Liklega hafa þessi börn verið lögreglunni ósköp þakklát fyrir hjálpina. Bréfritari hefur hins vegar aðra sögu að segja
um „hjálpsemi” lögreglunnar. DB-mynd: Sveinn.
hafði orð mín. „Simi sendibílastöðvar-
innar er 85000.” Þegar ég sagði
honum, að ég væri búinn að reyna að
fá sendiferðabíl sneri hann sér undan
og gekk hvatlega í burt. Sagði þá fyrri
viðmælandi minn: „Talaðu við þá f
þarna,” og benti á opnar dyr.
Þar inni voru sex lögregluþjónar og
var einn þeirra, sá er sat við skrifborð,
öllu skrautlegri en hinir og bar marg-
lita gullstjörnu. Gerði ég mér vonir
um, að þetta væri yfirmaður, sem
hægt væri að tala við. En vonir mínar
brustu. Ekki var hægt að ná neinu
sambandi við þessa menn og gekk ég
þá út.
Þegar ég var kominn út sá ég átta
lögreglubila í portinu fyrir aftan
stöðina og þegar ég var á leiðinni heim
óku þrír lögreglubilar framhjá mér. Ég
veit, að sumir þessara bíla eru útbúnir
startköplum. Kannski er ekki kennt i
lögregluskólanum, hvernig á að'nota
Þá-
Vona ég, að einhver yfirmaður
lögreglunnar í Reykjavík svari þessu
bréfi og gefi skýringu á hvers vegna
lögreglan vildi ekki veita umbeðna
aðstoð.
Burt með ruslið af
Vesturlandsvegi
0846—0787 skrifan
„Margt er það í bæjarlifinu sem
látið er danka átölulaust og ibúar
Reykjavikur láta sér lynda og „sofna”
fyrir. Eitt af því er rusl á Vesturlands-
vegi, sem fýkur af bílum sem eru á leið
með rusl á öskuhaugana.
1 okkar gjóstusömu veðráttu er það
skíljanlegt að laust rusl á bílpöllum
fjúki af þegar ekið er á haugana. Oft á
tíðum má sjá slóð slíkra hluta allt frá
Elliðaám að öskuhaugavegi. Og það
sem verra er, þetta spýtnabrak og
vírdrasl vill oft liggja dögum saman á
þessum fjölfarna vegi.
Enginn myndi ganga svo frá
einhverjum verðmætum hlutum á
bilpalli að þeir gætu fokið af palli. En
af hverju að vera svona kærulaus með
draslið?
Það er kaldhæðni örlaganna að þeir
sem eru að flytja þetta drasl á haugana
eru að vinna hreingerningarstörf. En
illa er unnið þegar ruslið er flutt af
einhverjum afviknum stað og dreift á
einn fjölfarnasta vegarkafla höfuð-
borgarinnar.
Tökum nú saman höndum. Þeir
sem flytja ættu að ganga vel frá rusla-
farmi á opnum palli. Hinir sem sjá
fjúkið ættu að reyna að gera sér far
um að láta flytjendur vita um að þeir
misstu farm af palli. Gerum þetta
þangað til þvi fári linnir að Vestur-
landsvegurinn sé stráður rusli, sem
einnig stafar mik.il slysahætta af í
umferðinni.”
Stjórnarmyndun
Magnús Maríusson, Háaleitisbraut 28
hríngdi:
Undanfarnar vikur hefur
almenningur fylgzt með tilraunum til
stjórnarmyndunar af áhuga. Þessar
tilraunir hafa allar mistekizt.
Mönnum þykir gamanið nú vera farið
að káma. Fólk vill að þessi mál verði
tekin föstum tökum, stjórnmálamenn
hætti karpi sínu og myndi stjórn, sem
tekst á við vandamálin af heiðarleika
og einurð.
Ég legg til, að stjórnmálaflokkarnir
semji grið sin á milli og leyfi Alþýðu-
flokknum, sem bætti svo mjög við sig
fylgi út á umbótatilögur sinar, að
spreyta sig einum í stjórn í eitt til tvö
ár. Siðan ætti að efna til kosninga að
þeim tíma liðnum.
Það verður að leyfa einhverjum
einum flokki að takast á við vanda-
málin í friði. Sá undansláttur og þær
málamiðlanir, sem einkenna sam-
steypustjórnir duga ekki þegar í harð-
bakkann slær. Þjóðarhagur er það sem
máli skiptir en ekki flokkshagsmunir.
Alþýðuflokknum ber siðferðileg
skylda til að fara einn i stjórn og
standa eða falla með gjörðum sinum
fyrst hann fær ekki aðra flokka til
samstarfs við sig.
Ef Alþýðuflokkurinn fær ekki
komið fram málum sínum á Alþingi
þegar hann er kominn í stjórn, trýi ég
ekki öðru en að kjósendur styðji hann
i þeim kosningum sem þá yrði efnt til
þ.e.a.s. ef hann vinnur af heiðarleika
og festu að málum.
Skoðar þú
myndasögur
í dagblöðum?
Andrés Steingrímsson: Já. Mér finnst
Stjáni blái í Dagblaðinu beztur. Það var
ofsa gaman aðsvampdýrunum í sögunni
um daginn.
Ragnar Axelsson: Auðvitað geri ég það.
Þær eru allar ágætar. Mummi meinhorn
er t.d. mjög góður.
Guðmundur Jónsson: Ég geri það.
Skemmtilegust þykir mér sagan um
Hvutta.
Hekla Sigmundsdóttir: Já. Mér finnst
þær allar jafnskemmtilegar.
Ægir Sigmundsson 6 ára: Já, ég skoða
þærstundum.
Etfsabet Þórðardóttir: Það kemur fyrir.
En mér þykir ekki gaman af þeim. þær
eru allar lélegar. Ég veit eiginlega ekki
hvernig myndasögum ég mundi hafa
gaman af.