Dagblaðið - 09.08.1978, Qupperneq 10
10-
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978.
'Útgefandi: Dagblaðiö'Yif.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuBtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannes Reykdal. íþróttir: HaMur Símonarson. Aöstoöarfréttastjé^ar. Atli Steinarsson og Ómar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pólsson. - - *
'Blaðamenn: Áriria Sjámasón, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóro Stefánsdóttir, Gissur Sigurös-
son, Guðmundur Magnússon, Haliur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónae Haraidsson, Óiafur Goirsson,
Ólafur Jónssort, Ragnar Lór., Ragnheiöur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur VHhjálmsson,-
Ragnar Th. Sigurösson, Svoinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHssori. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreíðsla, áskriftadeild, auglýsingar ogtkrifstofur Þverhohi 11.
Aöalsími biaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugorö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
.^fvakur hf. Skeifunni 10. ______________________—
Mynd veltir hlassi
Eindálka mynd, sem birtist í Dag-
blaðinu 29. júní, hefur dregið töluverðan
dilk á eftir sér. Þetta var myndin af
breiðu fagurrauðra tómata á ösku-
haugum Reykjavíkur.
Forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna.?
reyndi fyrst að halda því fram, að þetta væri úrkast, sem
flutt væri vikulega á haugana. Dagblaðsmenn vissu
betur og varð forstjórinn loks að viðurkenna, að rúmu
tonni af fyrsta flokks tómötum hefði verið ekið á
haugana.
Daginn eftir kom í ljós, að innflutt hráefni frá Kína
var ódýrara í blöndun tómatsósu á íslandi en hin inn-
lenda offramleiðsla, þótt tómatsósugerðin fengi
tómatana á broti af því verði, sem almenningur varð að
greiða.
Mikil reiði greip um sig vegna máls þessa. Hún sýndi,
að íslendingar eiga mjög erfitt með að sætta sig við, að
fyrsta flokks mat sé fleygt til þess eins að halda uppi
óraunhæfu verðlagi. Neytendasamtökin sendu
Sölufélaginu harðorð mótmæli.
Samhliða þessu komu til skjalanna nokkrir garðyrkju-
bændur, sem gagnrýndu Sölufélagið og vinnubrögð þess.
Varð af þessu langvinn ritdeila í lesendadálkum Dag-
blaðsins.
Gagnvart neytendum átti Sölufélagið þá einu vörn, að
ekke'rt þýddi að lækka verð á tómötum. Reynslan sýndi,
að söluaukning yrði sáralítil, þrátt fyrir útsöluverð, svo
að stórtap væri af öllu saman.
Neytendasamtökin og aðrir bentu hins vegar á, að
fyrri tilraunir af þessu tagi hefðu verið gerðar með
hangandi hendi. Neytendum hefði aldrei verið gefið
raunhæft tækifæri til að kaupa tómata á verulega
lækkuðu verði.
Þetta fannst ráðamönnum Sölufélagsins svo fráleit
kenning, að þeir beinlínis kröfðust eftirlits af hálfu
Neytendasamtakanna, þegar þeir gáfust upp og
lækkuðu verðið um þriðjung. Töldu þeir, að ráðamenn
samtakanna mundu fljótt sjá tilgangsleysi verðlækk-
unarinnar.
Stappinu lauk föstudaginn 21. júlí með samkomulagi
Sölufélagsins og Neytendasamtakanna um lækkun heild-
söluverðs tómata úr 750 krónum kílóið í 500 krónur kíló-
ið frá og með mánudeginum 24. júlí.
Á neytendasíðu Dagblaðsins birtust fjölmargar upp-
skriftir tómatrétta af ýmsu tagi. Fólk, sem lítið hafði
notað tómata, áttaði sig á að unnt var að nota þessa
góðu vöru á margvíslegan hátt í matreiðslu.
Árangur útsölunnar varð líka sá, að offramleiðslan
seldist upp á aðeins einni viku. í mörgum verzlunum
Reykjavíkur varð salan þrefalt meiri en áður hafði verið.
Útsalan hafði tekizt vonum framar.
Bæði garðyrkjubændur og neytendur högnuðust á
þessari tilraun. Má því reikna með svipuðum vinnu-
brögðum á næsta sumri, þegar framleiðsla tómata kemst
afturí hámark.
Hagur neytenda var að vísu skammvinnur í krónum
talinn, því að tómatar eru nú aftur komnir i fyrra verð.
En hitt skiptir þó meira máli, að neytendur hafa sýnt
styrk sinn og að verðskyn er enn til, þrátt fyrir verðbólg-
una.
Við skulum vona, að framhald verði á hinum nýju
viðhorfum, sem komu í ljós á tómatavikunni. Ef
neytendum tekst smám saman að fá markaðshyggju
viðurkennda í innflutningi og sölu grænmetis
og garðávaxta, hefur lítil mynd á forsíðu Dagblaðsins
sannarlega velt þungu hlassi.
/*
HVERJIR EIGA
MAKEDÓNÍU?
— Sögufræg þjóð í nútíma heimsvaldapólitík
„Makedónía verður þér of litil,”
mælti Filippus Makedóníukonungur
við son sinn, Alexander, á dögum
þegar merkar sögur gerðust á Balkan-
skaga og í Austurlöndum.
Filippus konungur reyndist
sannspár. Sonurinn lagði undir sig
hálfan heiminn og hefur síðan heitið
Alexander hinn mikli. En ættland
sigurvegarans galt útþenslunnar og
ríki Alexanders varð ekki langlíft.
Makedónia var hernumin af Róm-
verjum á miðri þriðju öld timatals
okkar og bar ekki sitt barr eftir það.
Nú er Makedónía sambandslýðveldi
i suðurhluta Júgóslavíu. Málefni
hennar eru mjög rædd um þessar
mundir þar suðurfrá. Á þar heims-
valdapólitíkin hlut að máli ekki síður
en á sögufrægum árum þeirra feðga
Filippusar og Alexanders.
Hvað ætlast
Búlgarar fyrir?
Fréttaskýrandi The Observer, Mark
Frankland, er i hópi þeirra sem
nývérið hafa fjallað um deilur sem
komnar eru upp á milli Búlgaríu og
Júgóslavíu um Makedóniu og verður
hér á skrifum hans byggt.
Ráðamenn í Júgóslaviu líta svo á að
Makedónar séu sundruð þjóð. Meiri-
hlutinn búi í Makedóníuhéraði í
Júgóslavíu en minni hlutinn í Búlgaríu
og víðar. Ráðamenn í Búlgaríu eru
hins vegar þeirrar skoðunar að
Makedónar séu ekki sérstök þjóð
heldur Búlgarar.
Og ef þeir síðarnefndu skyldu hafa
rétt fyrir sér þá hlýtur Makedónía að
Á undanförnum tveimur árum
hefur um fátt verið meira rætt og ritað
en um þá merkilegu virkjun Kröflu. Á
þvi máli eru að sjálfsögðu tvær hliðar,
sú pólitíska sem mest hefur borið á og
hin tæknilega sem „fjölmiðlamafían
hans Ingvars” hefur að mestu látið
lönd og leið. Hvaða álit sem lærðir eða
leikir kunna að hafa á málefninu
Kröflu, gætu eflaust margir verið sam-
mála um að sjaldan eða aldrei hefur
þjóðarbúið orðið fyrir jafn miklu fjár-
hagslegu tjóni vegna þess að sullað var
saman pólitik og tækni. Afkvæmið er
hrikalegt, það kostar okkur skattþeg-
ana röskar 230 þúsund krónur í vexti á
hverri klukkustund og á móti fáum við
skitin 6 megawött í stað 65.
Öll sú umræða sem við höfum
gleypt við i fjölmiðlum hefur fjallað
um flest allt sem Kröflu snerti, bæði
pólitiskt og stjómunarlegs eðlis, nema
virkjunina sjálfa sem nú er fullsmiðuð
að mestu. allt nema tæknilega stöðu
þessa mannvirkis, allt nema það sem
ef til vill gæti verið svolítil sárabót
fyrir þrautpínda skattþræla. Okkur
hefur verið miskunnarlaust þröngvað
til að afskrifa þessa gifurlegu fjárfest-
ingu sem hreina sóun — jafnvel glæp-
samlega meðferðá almannafé.
Við höfum treyst svo blint á rétt-
sýni og hlutleysi íslenzkra fjölmiðla,
að við höfum ekki hikað við að færa
boðberum „hinna einu og sönnu upp-
lýsin^a” þingsæti á silfurfati, fleirum
en einum. Og nú trúum við vart öðru
en að þeirra fyrsta verk á valdastóli
verði að siga jarðýtum og dínamiti á
óskapnaðinn, jafna Kröflu við jörðu i
eittskipti fyriröll.
Pólitík
á glapstigum
Þegar betur er að gáð, kemur í Ijós
að langmest af því sem skrifað hefur
verið um Kröflu hefur verið gert við
skrifborð í Reykjavík. Stærsti hluti
þeirrar umræðu sem farið hefur fram í
fjölmiðlum, hefur verið manna á milli,
sem annaðhvort voru í pólitískum
stöðum eða i stöðum gagnrýnenda
sitjandi við skrifborö I Reykjavík. í
þeim örfáu tilvikum sem tæknilega
færir sérfræðingar hafa tekið þátt í
umræðu um Kröflu, hafa þeir mátt
hafa sig alla við að verjast óskamm-
feilnum aðdróttunum um pólitíska
þjónkun ef ekki hreinar mútur, frá
vanstilltum framagosum sem söfnuðu
atkvæðum til þingsetu af stökkpalli
íslenzkra fjölmiðla. Sjaldan, eða aldrei,
tók sér fréttamaður eða blaðakona
ferð á hendur norður að Kröflu til þess
að spyrja þá sem þar unnu um
gang mála, eða hvaða álit þeir, sem
kunnugastir eru málinu af návíginu,
hefðu á Kröflu sem virkjun. Þegar
gaus i Leirhnjúki stukku fjölmiðla
menn strax norður og landslýður
varpaði öndinni og hugsaði: já hvað
var ekki búið að segja.
En hverjar eru þær staðpreyndir
sem máli skipta? Höfum við kastað á
glæ hátt á annan tug milljarða? Er
Kröfluvirkjun dauðadæmd sem raf
orkuframleiðandi? Hvers vegna var
ráðist í Kröfluvirkjun? Ég átti þess
kost fyrir nokkru að leggja þessar, og
fleiri spurningar fyrir nokkra af þeim
sérfræðingum sem unnið hafa við
Kröflu og þá sem enn vinna þar og
hafa fylgst með gangi málsins frá
upphafi.
Að sjálfsögðu kann þessum
mönnum að skjátlast eins og hverjum
öðrum, en það er dálítið merkilegt, að
það sem þeir eru almennt sammála
um, hefur íslenzkum fjölmiðlum þótt
harla lítið ^erindi eiga til þeirra sem
borga brúsann — almenningi á þessu
farsældar Fróni.
Dýrmætum árum
sóað í pólitískar
burtreiðar
Búið er að byggja orkuver við
Kröflu fyrir almannafé. Það getur
framleitt 30—35 megawött með
öðrum hverflinum, en 60—65
megawött þegar báðir hverflarnir eru
komnir upp. Þær framkvæmdir sem
þegar eru af hendi leystar hafa kostað
ll — 17 milljarða, eftir þvi hvort
dæmið er reiknað pólitískt eða tækni-
lega, en vextirnir eru aldrei undir 230
þúsundum króna á klukkustund.
Orkuverið fær ekki meiri gufu úr
borholum en svo, að einungis nægir til
6 megawatta framleiðslu. Fastur
rekstrarkostnaður er svo til sá sami,
hvort sem frammleidd eru 6 megawött
eða 35, eins og nú væri unnt ef næg
gufa fengist. í tvö ár hefur ekkert
verið borað á svæðinu. Þessi tvö ár eru
tapaður tími. Þegar borunum var hætt
v
l skrifum og umræðum um land-
búnaðarmál er oft vikið að landnýt-
ingarmálum, einkum úthagabeit.
Reynir Hugason verkfræðingur kemst
að þeirri niðurstöðu í kjallaragrein í
Dagblaðinu 27. júlí sl. að eina raun-
hæfa leiðin til að gera landbúnað hag-
kvæman á ný sé að fækka bændum
um allt að því helming á nokkrum
árum. í grein sinni fjallar hann m.a.
um framleiðslu sauðfjárafurða og út-
flutning á kindakjöti og heldur því
fram „að við kreistum fram þessa of-
framleiðslu til útflutnings með þvi að
ofbeita landið svo að við landauðn
liggur.” Máli sinu til stuðnings til-
greinir hann niðurstöður „grófra út-
reikninga” á beitarþoli landsins,
væntanlega frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, þótt heimilda sé ekki
getið í greininni. Skýrir hann frá þvi,
að samkvæmt þeim útreikningum sé
landið ekki talið þola meira en helm-
ing þess beitarálags sem nú er á því.
Þeir sem eitthvað hugsa um land-
búnaðarmál hljóta að staldra við og
hugsa sem svo: Er ástandið l beitar-
málum virkilega svona slæmt?
Síðan í fyrrasumar hef ég starfað
sem ráðunautur á sviði landnýtingar
hjá Búnaðarfélagi tslands og hef reynt
að afla mér sem mestra upplýsinga og
kanna ástand beitarmála eftir föngum.
Vissulega fagna ég umræðum um
landnýtingarmál en vil vekja athygli á
því að ég tel margt orðum aukið og
töluvert ber á sleggjudómum um þau
mál, bæði i ræðu og riti. t umræðum
um nýtingu úthaga vilja oft gleymast
ýmsir veigamiklir þættir þeirrar þró-
unar sem orðið hefur í þessum efnum
og ekki virðist öllum ljóst til hvaða
aðgerða hefur verið gripið til að jafna
eða draga úr beitarálagi, þar sem þess
er talin þörf, og græða upp gróður-
snautt eða örfoka land.
Mun ég nú víkja nokkrum orðum
að úthaganýtingu, þ.e.a.s. sauðfjár og
Kjallarinn
Ólafur R.
Dýrmundsson
hrossabeit, þar eða nautgripum er að
mestu beitt á ræktað land, í þeirri von,
að mál þessi séu íhuguð á breiðum
grundvelli, án fordóma og stóryrða.
Nú munu vera um 900.000 fjár og
allt að 60.000 hross í landinu. Á kalár-
unum fækkaði fénu töluvert en hefur
farið fjölgandi síðan í byrjun þessa
áratugs. Mest hefur sauðfjárfjölgunin
orðið á Norðurlandi eystra. Á Suður-
og Suðvesturlandi hefur fénu fjölgað
minnst og í sumum sveitarfélögum
jafnvel fækkað, t.d. I Gullbringu- og
Kjósarsýslum, einkum vegna fækk-
unar sauðfjár í þéttbýli en ljóst er að
sauðfé fer fækkandi í flestum kaup-
stöðum og kauptúnum. Hlutfallslega
hefur hrossunum fjölgað mun meira
og er sú aukning veruleg i heild. Mikið
munar um fjölgun hrossa í þéttbýli um
land allt enda er hestamennska orðin
vinsæl tómstundaiðja fólks á ýmsum
aldri. Til fróðleiks mætti geta þess að
skráð hross í Reykjavík og Kópavogi
eru orðin jafn mörg öllum hrossum á
Vestfjörðum og Austurlandi til sam-
ans. Hross munu nú vera um það bil
jafn mörg nautgripum í iandinu.
Þegar rætt er um nýtingu og beitar-
þol úthaga er venjan sú að skipta
honum í heimalönd jarða annars vegar
og afrétti hins vegar. Það ber þó að
hafa í huga að margar sveitir i landinu
hafa ekki raunverulega afrétti og
gengur því allur búsmali i heimalönd-
um og í mörgum tilvikum að hluta í
heimalöndum eyðijarða sem eru
nytjjjð til sameiginlegrar sumarbeitar.
Þanrrig er þessu t.d. farið á Snæfells-
nesi, Vestfjörðum, víða á Austurlandi
og í sumum sveitum á Norður- og
Suðurlandi.
Um helmingur
f af réttum
Þegar ég tók við starfi landnýtingar-
ráðunautar síðastliðið sumar þótti mér
skorta upplýsingar um skiptingu sauð-
fjár og hrossa milli heimahaga og af-
rétta að sumarlagi. I vetur hóf ég því
könnun á þessu í öllum sveitarfélögum
landsins og er henni að verða lokið. I
mörgum tilvikum er ekki unnt að gefa