Dagblaðið - 09.08.1978, Side 12

Dagblaðið - 09.08.1978, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978. 12 þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stjörnuskin í Laugardal Reykjavíkurleikarnir hefjast í kvöld á nýja tartanvellinum Vilmundur Vilhjálmsson, endurtekur hannsigur sinn? Revkjavíkurleikarnir hefjast i kvöld á nýja tartanvellinum í Laugardal. Þar veröur stjörnuskin, aldrei fyrr hafa jafn- margir velþekktir frjálsíþróttamenn tekið þátt í keppni hér á landi. Heimsmethafinn og ólympiumeistar- inn i kringlukasti, Mack Wilkins er þar í fararbroddi en Bandarikjamennirnir Steve Riddick og Charlie Wells eru báðir þekkt nöfn, Riddick ólympíumeistari, og það verður fróðlegt að sjá viðureign þeirra Vilmundar Vilhjálmssonar og Englendingurinn Daley Thompson náði næst beztum árangri i tugþraut frá upphaS á Samveldisleikunum i Edmon- ton I Kanada I gærkvöld. Englendingur- inn ungi hlaut 8467 stig og aðeins ól- ympfuineistarinn Bruce Jenner, USA, hefur náð betri árangri — teknum á raf- magnstima, en það er 8618 stig. Sigurðar Sigurðssonar við þá — hvort Vilmundur endurtekur sigur sinn gegn Wells frá i fyrra. Thompson er aðeins 20 ára, gífurlegt efni og nafn hans var á allra vörum i Edmonton. Aðeins of sterkur mótvindur í langstökkinu kom í veg fyrir að hann setti nýtt Evrópumet en það á Sovét- maðurinn Avilov — 8454 stig en ekki tekið með rafmagnstímatöku. Árangur Thompson, en faðir hans er frá Nígeríu, móðir ensk, kom mjög á óvart. Stórgóður árangur í tugþraut — á Samveldisleikunum í Edmoton Verð kr. 530. / / / . H vernig var í Ástralíu? Sjá bls. 10 Viðfundum fólkið - sjá bls. 32 Viti, víti, hrópuðu áhangendur Þróttar er Þorgeiri Þorgeirssyni, miðherja Þróttar en I sonar og Ragnar Magnússon, dómari, veifaði Valsmen þriðja á — en naumur sigi Valsmenn unnu sinn 17. leik I röð I deild og bikar I sumar I gærkvöld er Valur tryggði sér sæti I úrslitum bikarkeppni KSt með 1-0 sigri á Þrótti. Naumur var sigur bikar- meistara Vals og það var ekki fyrr en á 39. minútu siðari hálfleiks að Valur skoraði, eftir að hafa lengst af átt I vök að verjast gegn baráttuglöðum Þrótturum. Það stefnir þvi i draumaúrslitaleik, tvö sterkustu lið íslenzkrar knattspymu, Valur og Skagamenn. En ætli Valsmenn sér bikar- inn i ár þá verða þeir að gera betur en gegn Þrótti. Það spil sem sást i Laugardal kom frá Þrótti. Valsmenn byggðu upp á langspyrn- um, löngum sendingum fram sem varnar- menn Þróttar áttu auðvelt með að eiga við. Þróttarar héldu hins vegar knettinum niðri, spiluðu oft laglega úti á vellinum en allan brodd vantaði í sóknina. Fyrri hálfleikur var liflegur og Þróttarar hefðu verðskuldað að vera yfir i leikhléi. Þannig var bezti maður vallarins, Sverrir Brynjólfsson, tvívegis nærri að skora og Baldur Hannesson komst í gott færi en skaut framhjá — við mark Þróttar var bjargað á línu skoti frá Magnúsi Bergs. Lif- legur fyrri hálfleikur en i síðari hálfleik dofn- aði mjög yfir leiknum. Það var næsta undar- legt að sjá til Valsmanna, mikil spenna virt- ist meðal leikmanna, taugaveiklun. Mikil langspörk, þegar leikmenn höfðu nógan tíma virtist liggja svo mikið á og knötturinn iðulega gefinn á næsta leikmann Þróttar. Vömin var alls ekki örugg en Sigurður Har- aldsson, sem nú hefur varið mark Vals í rúmar 1000 minútur, var góður — kóngur i vitateignum ogöruggur í öllu. Þróttarar náðu ekki að nota sér veikleika Valsmanna, mest vegna máttleysis sóknar- Sumarliði skor- aði þrívegis — og hefur skorað 16 mörk í 6 leikjum með Selfossliðinu í sumar. Selfoss vann stórsigur á Heklu I A-riðli 3ju deildar I siðustu viku á Selfossi, 6-1. Þó sýndi markvörður Heklu, Brynjólfur Teits- son, stórgóðan leik I marki — þann bezta, sem sézt hefur á Selfossi I sumar. Sumarliði Guðbjartsson skoraði þrjú af mörkum Sel- foss I leiknum — hefur skorað 16 mörk I sex leikjum I sumar, sem er mjög gott afrek. Þeir Óskar Marelsson, Heimir Bergsson og Þór- ' mundur Bergsson skoruðu eitt mark hver. Ólafur Sigurðsson skoraði mark Heklu undir lok leiksins. - St.G.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.