Dagblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978. ................. HUN YRKIR ÍHÁR — spjallað við Dúu í Lótus sem hefur klippt oglagt hárí30 ár Einhver alvandvirkasta hárgreiðslukona bæjarins á 30 ára starfsafmæli í dag. Hún heitir Þóra Björk Ólafsdóttir, öðru nafni Dúa í Lótus. Afmælið er tvöfalt því síðustu fimm ár hefur hún rekið kjóla- verzlun, ásamt hárgreiðslustofunni að Álftamýri 7. Kvenlegt og rómantískt. Þungt fila- beinslitað silki. Þessi og tuttugu aórir kjólar verða sVndir á HótelEsju í kvöld. Þeir fást allir i Lótus. Gott i vetrarstormunum? Nýjasta nýtt frá Paris, nánar tiltekið Haute Coiffure klúbbnum. Dúa er ein af átta islenzkum meólimum i klúbbnum. 9 DB-mynd Ragnar Th. Sig. Sköpunargáfu höfum viö öll en hún brýzt út á margvíslegan hátt. Hjá sumum í orðum og litum, hjá öðrum kannski í húsverkum, eða eins og Davíð sagði: sumir yrkja í öskuna öll sín beztu ljóð. Dúa í Lotus yrkir í hár. „Engin kona hefur eins hár,” segir hún. „Það skemmtilegasta er að reyna að finna hvað hentar hverri einstakri. já, þá gleymi ég mér alveg og get staðið tímunum saman við að reyna að gera greiðsluna eins og mér finnst hún eigi að vera. Næstum alltaf finnst mér þó að ég hefði getað gert ennþá betur. Sambandið milli hárgreiðslu konunnar og eiganda hársins felst meira í tilfinningu en orðum. Ég þarf að finna að konan sé jákvæð gagnvart mér. Síðan á hún helzt ekki að segja sér meira en hvaða sidd hún ætlar að hafa, eftir það heyri ég varla hvað hún segir. Ég tala bara með fingrunum við hárið og reyni að finna hvað það vill, hvemig það liggur, hvernig þvi er eðlilegast að vera, hvernig straumarnir eru frá þessu höfði. En maður er misjafnlega næmur, suma daga vel upplagður, aðra daga verður greiðslan bara vinna, lýtaiausi handverk.ánsköpunar.” mu Vísnavinir á Austf jörðum Dagana 12.-16. október mun félags- skapurinn Vísnavinir gangast fyrir söng- ferðalagi um Austurland. Þarna verða á ferðinni þau Gísli Helgason, Hanne Juul og Guðmundur Árnason ásamt Jakobi S. Jónssyni. Þau munu flytja innlendar og erlendar vísur við jafnt eigin tónlist sem annarra. Vísnavinir hér á landi hafa starfað nú um nokkurt skeið og haldið geysifjölmennar vísnastundir, m.a. I Norræna húsinu, auk þess sem visna- söngvarar, sem i félaginu eru, hafa komið fram víða um land. Þaðefni sem Vísnavinir flytja er mjög fjölbreytt og má nefna sígild lög íslenzkra tónskálda, stjórnmálakveðskap og grályndar gamanvisur. Vísnastundirnar, sem haldnar verða í Austfjarðarferðinni, verða alls fimm. Verður sú fyrsta I Sindrabæ á Höfn í Hornafirði, fimmtudagskvöldið kl. 20.30 en síðan verða þær sem hér segir: í Skrúð, Fáskrúðsfirði, föstud. kl. 20.30, laugardag á Eskifirði kl. 15.00, sunnudag á Stöðvarfirði kl. 21.00 og á mánudag í Egilsbúð, Neskaupstað, kl. 21.00. -GAJ- y> Vísnavinir. Frá vinstri Gisli, Jakob, Guðmundur og Hanne Juul. Hafnarfjörður: Eldri borgarar til Mall- orca í vetrarfrfið Það verður æ algengara að aldraðir haldi til sólarlanda og eyði hluta af vetrinum i sól og blíðu, meðan vetur- inn næðir um flesta hér heima. Nú hefur Styrktarfélag aldraðra í Hafnar- firði ákveðið að efna til hópferðar til Mallorca í samvinnu við Ferðaskrif- stofuna Sunnu. Er öllum Hafnfirðing- um um og yfir 60 ára boðið i þessa ferð sem stendur frá 29. október til 26. nóvember. Nánari upplýsingar gefur varaformaður félagsins i síma 51090 og fulltrúar ferðaskrifstofunnar. Veðurlag á Mallorca að vetrarlagi er mjög gott, meðalhiti um 20 stig að sögn fulltrúa ferðaskrifstofunnar. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl >4i/allteitthvaó gott í matinn STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645 Höfum opnað glæsilega bensín- og þjónustustöð í Garðabæ, á mótum Bæjarbrautar og Vífilsstaðavegar. L L Olíufélagið Skeljungur hf Þar verður rekin fjölþætt bifreiðaþjónusta, svo sem: Bensín- og olíusala frá nýtísku tölvudælum. Verslun með fjölbreytt úrval bifreiðavarnings. Ákjósanleg aðstaða til að hreinsa, þvo og ryksuga bíla. Síðar hefst starfræksla smurstöðvar og skyldrar þjónustu. Garðbæingar og aðrir vegfarendur. Gjörið svo vel og reynið þjónustuna, verið velkomin á Shellstöðina í Garðabæ. Sími 42074 Shell Höfum opnaó nýtísku Bensínstöð í Garðabæ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.