Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.10.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 21.10.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978. Gunnlaugur Sveinsson skrifar: Ráðhús handa borgarstjórn Gunnlaugur Sveinsson skrifar: Vinur minn heldur þvi fram að til sé fólk sem skemmti sér við að grýta grjóthörðum rúgbrauðshnullungum i bláskinandi saklausar endurnar á Tjörninni og þetta athæfi sé meira að segia haft fyrir börnum. Þegar ég bað hann um nánari skýr- ingu fussaði hann og sagði að borgin væri svo hrútleiðinleg og andlaus að þetta væri bara eðlileg geðvonzka. „Sérðu það ekki sjálfur, maður?” sagði hann og leit i kringum sig: Jafnvel Hljómskálagarðurinn er eins og iðja- grænn sprengisandur á fegurstu vor- kvöldum og ef menn álpast hingað niður eftir geta þeir ekki stillt sig um að skeyta skapi sínu á öndunum. Það væri nær að reisa hérna fimmtán styttur af borgarstjórnarmeðlimum sem fólk gæti fleygt brauðhleifum í til aðfá útrás. Eftir að þetta vingjarnlega samtal átti sér stað eitt kvöld í sumar, þegar við röltum gegnum miðbæinn út i Norræna hús, hef ég veriö að velta þvi fyrir mér hvort ekki sé hægt að starta annarri starfsemi í garðinum en brauð- kastinu og glæða hann því lífi sem gerði hann að raunverulegu hjarta borgarinnar. Helgi Pétursson blaðakóngur stakk einhvern tímann upp á þvi að húsin í Árbæjarsafni yrðu flutt niður í mið- bæ. Þetta er auðvitað allt of góð hug- mynd til að nokkur hafi fengizt til að fylgja henni eftir. Háttsettur vinur minn sagði að ekki væru til lóðir og bara þess vegna væri það of dýrt og hugmyndin þar af leiðandi út í hött. En hvers vegna ekki að flytja gömlu húsin í Árbæjarsafni niður i Hljóm- skálagarð? Þessar annars ágætu gras- flatir, sem teygja sig þar í allar áttir, eru fáum til fróunar. Fáein gömul hús inn á milli trjálunda yrðu hins vegar til að gefa garðinum prófil og þegar þessi hús ómuðu af söng og spili eða byðu upp á fönguleg málverk og veitingar er ekki vafi á að þangað flykktist fólk til að njóta lífsins og gleypa í sig gróður- ilm. Auðvitað þyrftu þessi hús að falla inn í umhverfið þvi hugmyndin er alls ekki að eyðileggja garðinn sem sælu- reit heldur þvert á móti. Húsin yrðu að standa dreift og þar sem þau nytu sín konunglega og síðan væri hægt að mynda þyrpingu handan Hring- brautar við tjörnina sem teygir sig i áttina til Norræna hússins.. Og til að kóróna hugmyndina ætti að gera Thor Jensen-húsið á Fríkirkju- vegi að ráðhúsi borgarinnar, þar sem borgarstjóri hefði aðsetur, en skrif- stofur borgarinnar yrðu auðvitað í gamla Miðbæjarskólanum og næstu húsum eftir þvi sem með þyrfti. Mörg samliggjandi hús fyrir stjórn borgar- innar og þá væri meira að segja búið að stela glæpnum af Alþingi sem ætlar að dreifa sér við hinn enda Tjarnarinn- ar. Thor Jensen-húsið er fallegasta húsið í hjarta borgarinnar og á að taka við skrautlegu hlutverki. Húsin uppi í Árbæ eru i núverandi umhverfi eins og peysufataleppar utan á pönkrokkara og vekja aðeins vor- kunnarhlátur, en í Hljómskálagarðin- um viljum við hitta þau full af lifi, list og gleði. í fyllstu einlægni, ykkar Gunnlaugur Sveinsson. HeimiHs- iæknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" I síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Raddir lesenda Mikið er hve margir lof’ann Jóhannes Jónasson, sem lengst af var kennd- ur við Skjögrastaði á Héraði austur, var fæddur 1862 á Höfðabrekku I Mýrdal. Hann var mestan hluta ævi sinnar á Austurlandi og kunnur hagyrðingur þar og víðar. Nýlega birtist hér vísa eftir hann: Þar sem grasið grær að dyrum gestrisnin á ekki heima. — En þá var annað bæjarnafn nefnt. Gerði ég mér ekki grein fyrir því, fyrr en mér var á það bent, að þetta var Skjögrastaða-Jóhannes. Jóhannes var samtímamaöur Þorsteins Erlingssonar og mikill aðdáandi hans. Þá var í tísku mikil prestagagnrýni, svo maður segi ekki prestaníð. Svo vildi nú til, að á slóðum Jóhannesar var einmitt klerkur, gáfumaður, en allumsvifamikill á veraldarvísu, og lá hann því vel við höggi. Áður birt vísa mun vera ort um prestsetrið og hefur varla verið sannmæli. Hér eru svo tvær vísur þar sem vegið er í sama knérunn. Mikið er hve margir lof’ann, menn sem aldrei hafa séð ’ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. Til er og þriðja vísan um Jón nokkurn, sem þótti presti fylgispakur. Húnersvona: Þegar deyr sá drottins þjón, um dagana fáum þekkur, sálina eflaust eltir Jón ofan f miðjar brekkur. Ekki veit ég hver hefur ort þessar vísur, hve gamlar þær eru né hvort þær eiga að fylgjast að, kannski getur einhver upplýst það. 1. Yfir bleikan vallar veg vappa dýrin alin. Teygja fjöllin tignarleg tinda yfir dalinn. 2. Ærnar mínar lágu i laut, lcitaði ég að kónum, allt var það i einum graut uppi á fjallabrónum. Þeir sem glugga i gömul blöð, t.d. frá því um síðustu aldamót reka sig fljótt á auglýsingar, vottorð og greinargerðir um undralyfið Brama- lífselexír. Flestir kannast við þá sögu. Mörgum varð lika að trú sinni og fengu lækningu. Grímur skáld á Bessastöðum gerði um þetta kvæði. Hér eru úr því nokkrar vísur: Allskyns sótt ég áður var og iðraverkjum kraminn, mitt værí horfið heilsufar hefði ekki komið Braminn. Kveisan stöðugt kvaldi mig, kalt var hennar gaman, nó hefur maginn sansað sig siðan ég fékk Bramann. Pólverin og pillurnar pundum tók ég saman, allt að einu ég eftir var áður en ég fékk Bramann. Ljóft er að vera Iffs á ferð, þá Iftið ber til ama. Ódauðlegur aö ég verð á ég að þakka Brama. Eitt af kvæðum sínum kallar Grímur Thomsen Höfuðskepnurnar. Yrkir hann þar að nokkru leyti út af hinni gömlu vísu er svo hljóðar: Þegar lundin þln er hreld þessum hlýddu orðum: Gaktu með sjó og sittu við eld, svo hvað völvan forðum. Vfsur, spjall oggamanmál % Jón Gunnar Jónsson En þegar maðurinn er allur tekur jörð, loft og eldur sitt. Tvær siðustu vísur kvæðisins eru svona: Lifs af okkur léttir kross, lik er flutt til grafar, höfuðskepnur hirða af oss hvað sem frá þeim stafar. Og er hafa sótt þær sitt, sundurskipt og liðað, drottinn sjálfur hýsir hitt, hvað sem hann gerir við það. Haustið minnir jafnan á fallvaltleika lífsins. En það á lika sína miklu fegurð. Margir hafa þulið þessa vísu: Bágt er að sjá hve bliknað fá blómakollar fríðir. Svona fyrír feigöarijá föllum við um siðir. Og það fer vel á því að þessi vísa komi hér á eftir: Til að græða meinið mitt, meður æðafossi, lét ót blæða Iffið sitt Ijóminn hæða á krossi. Nokkrar gamlar útvarpsvísur eftir Halldór Jónsson á Gili: Yndi betur sérhver sál söngelsk fram til dala, efhón heyrði oftar Pái ótvarps fagurgala. Það fer ekki mUli mála hver fékk þessa. Vilhjálm Þ.ég vitnai visku sína meður. Ylurjafnan erf þvf er sá maður kveður. Um Jón Eyþórsson. Upp til dala ót tilsjós, — ótvarpinu þyl ég hrós — yfir okkur jákvætt jóa Jón minn kallinn veðraljós. Broddi Jóhannesson, siðar doktor og skóla- stjóri Kennaraskólans, var á námsárum sínum gripinn til þess að fara i þulargervi, en röddin þótti nokkuð hrjúf. Eyvindur á Fjöllum sendi Útvarpstíðindum þessar v visur. Hart þó kveði oftast að öldur risa, það er von, samt ég hlusta, ef segir það Sigurður minn Einarsson. 1. Suma mætti taka tröll, — tæp er hylli manna —, Broddi raspar innan öll eyru hlustendanna. Þeir hafa við mig góðleiks gætt, sem guðs f friði hjala. Víst mig dreymir vel og sætt, Vilhjálmur er að tala. 3. Verí það öUum lýðum Ijóst: Þó Uggi á mjókum kodda, engum renna á i brjóst undir ræðu Brodda. J.GJ.-S. 41046. V/'-ö VitslUf-f KOrfftST /NN ■' ' STR4X! STR^Y ! ! J J P/\N6rELS i ——r i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.