Dagblaðið - 21.10.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978.
- KVIKMYNDIR - STAR WARS - KVIKMYNDIR - STAR WARS - KVIKMYNDIR - STAR WARS
LOKAÐ
mánudaginn 23. október frá kl. 12 á hádegi
vegna jarðarfarar.
Sigurðar Ingimundarsonar forstjóra.
Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114.
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 65., 67. og 72.
tölublaði Lögbirtingablaðsins á Aðalgötu 22 Suðureyri,
eign Sigurbjörns Ingólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri
laugardaginn 28. október nk. kl. 15.
Bnjarfógetinn Ísafirði, sýslumaðurinn Ísafjarðarsýslu.
- KVIKMYNPIR - STAR WARS - KVIKMYNDIR -
Baldur Hjaltason
V
George Lucas við leikstjórn Star Wars.
Nýlega hófust í Nýja bíói sýningar á
mynd George Lucas, Star Wars. Þegar
þessi mynd var frumsýnd aö vorlagi í
Bandaríkjunum 1977 var aösóknin i
meðallagi. Það var ekki fyrr en um
haustið, þegar skólar hófust, að
nokkurs konar Star Wars-æði greip
um sig meðal yngstu kynslóðarinnar.
Um áramótin 1977—1978 hafði svo
Star Wars tekist að ná titlinum best
selda mynd allra tíma og taka þannig
við af Jaws. Þetta var upphafið að
sigurgöngu myndarinnar um allan
heim sem stendur enn.
Ævintýrabragur
En um hvað er myndin? Þetta er
ævintýramynd sem gerist endur fyrir
löngu úti i himingeimnum j fjarlægri
stjörnuþoku. Eins og í sönnum ævin-
týrum er prinsessa til staðar ásamt
góðum og illum öflum í ýmsum
persónugervum. Lítið sjálfstætt riki er
kúgaö af voldugu keisaradæmi með
nýju ógnvekjandi vopni sem ber heitið
Stjarna dauðans. Prinsessan hefur
undir höndum upplýsingar um
hvernig hægt sé að granda stjörnunni.
Með hjálp fjölmargra vina og hjálpar-
manna tekst prinsessunni að vinna á'
þessu vopni keisarans og endar
myndin þegar kátt varð i höllinni.
Segja má að þessi mynd sé í augum
barna i dag álika mikil upplifun hvað
viðvikur ævintýrabrag og myndin
Siðasti bærinn í dalnum, með sínum
tæknibrellum, var fyrir fjölda barna
fyrr á árum. Hér fáum við að kynnast
vélmönnum og ýmsum kynjadýrum
sem aðeins hafa verið til i hugar-
heimum okkar. Vélmennin eru látin
gegna veigamiklu hlutverki í mynd-
inni og reynt er að gera þau mjög
mannleg. Það kemur því ekki á óvart
að G. Lucas skuli nefna þá Flash
Gordon og Edgar Rice Burroughs
þegar rætt er um áhrifavalda á undir-
búning myndar hans. Lucas gerði
sjálfur handritið að Star Wars og tók
hann 4 ár að fullgera hugmynd sína.
Erfiðlega gekk að fá framleiðendur
að myndinni því enginn trúði á þetta
tiltæki. Að lokum sló Twenty Century
Fox til og mun ekki hafa séð eftir þvi.
Einn veigamikill þáttur kvikmyndar
vill oft gleymast, það er tónlistin. Ef
hún er vel gerð fellur hún svo vel að
myndinni að við tökum ekki eftir
henni sérstaklega. Hér er það Óskars-
verðlaunhafínn John Williams sem er
ábyrgur fyrir tónlistinni. Eins og
búast mátti við hæfir tónlistin mjög
vel efni myndarinnar.
Hið góða og illa
Ég er ekki i nokkrum vafa um að
jafnt ungir sem aldnir munu hafa
gaman af Star Wars þar sem fólk fær
að kynnast hinni sígildu baráttu milli
hins góða og illa þar sem hið góða fer
eins og vera ber með sigur af hólmi.
Erlendis virðist fólk geta séð þessa
mynd aftur og aftur og notað þetta
tækifæri til að flýja oft á tiðum
drungalegan raunveruleikann og
verða í þess stað þátttakendur í fallegu
ævintýri.
Georges Lucas er ekki alveg
ókunnur islenskum kvikmyndahúsa-
gestum. Áður hafði hann gert tvær
myndir, fyrst THX 1138 sem virðist
hafa týnst í dreifingarkerfinu. í»etta er
mynd sem gerist i framtíðinni og var
talin mjög gott byrjendaverk. önnur
mynd Lucas sló aftur á móti vel i gegn
hér sem annars staðar, það var-
American Graffiti sem óþarfi er að
kynna.
Haldið inn í borgina Mos Ésíey, úr StarWars.
Frábær
tæknivinna
Tæknilega séð er Star Wars frábær-
lega vel gerð. Mesti hluti tæknivinn-
unnar var unninn undir stjórn John
Stears og John Dykstra. Sá síðamefndi
hafði unnið m.a. með Dougias
Trumbull í myndinni Silent Running
sem sýnd var I Bæjarbíói fyrir
nokkrum árum. Gífurleg vinna liggur
í likanagerð og svo kvikmyndun á
tæknibrellum enda komu við sögu yfir
900 tæknimenn.
Kvik
myndir