Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.11.1978, Qupperneq 5

Dagblaðið - 04.11.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1978 5 Fær ríkisstjómin stuðning launþega Alþýðubandalags? „Á niðurstöðum þessarar ráðstefnu sagði einn af framámönnum launþega- Alþýðubandalagsins. Hann verður setur ráðstefnuna í fyrramálið kl. 10. Jósepsson og Snorri Jónsson. má liklega sjá fyrir um framtið rikis- samtakanna i Alþýðubandalaginu, er haldinn nú um helgina. Meðal framsögumanna eru þeir í verkalýðsmálaráði Alþýðubanda- stjórnarinnar, sem nú situr, hvort sem fréttamaður spurði hann um viðfangs- Fundarstaðir verða Lindarbær og Haraldur Steinþórsson, Ásmundur lagsins eru hátt i tvö hundruð manns það verða bráð endalok eða lengra líf,” efni ársfundar Verkaiýðsmálaráðs Hótel Loftleiðir. Benedikt Davíðsson, Stefánsson, Svavar Gestsson, Lúðvík viðsvegaraðaf landinu. -BS. Rauða kverið íónáð íKína: „Ekki samantekin rit Maós formanns” — segir Arnþór Helgason, formaður Kínversk-íslenzka menningarfélagsins „Framleiðsla þungaiðnaðar og daglegrar nauðsynjavöru verða að haldast i hendur,” segir Maó formaður. Amþór Helgtson: ,36 hctta er aHtaf fyrir hendi aö tilvitnanirnar séu rifnar úr samhengi.” „Sá fréttaflutningur er rangur, að þetta sé samantekið rit Maós formanns,” sagði Arnþór Helgason, formaður Kín- versk-íslenzka menningarfélagsins er Dagblaðið innti hann álits á þeim frétt- um sem hafa borizt frá Kina, að rauða kverið sem nefnt hefur verið biblía menningarbyltingarinnar sæti nú auk- inni gagnrýni af hálfu stjórnvalda og að jafnvel sé talið að það verði látið hverfa af markaði i Kína. Arnþór sagði að rauða kverið hefði upphaflega verið tekið saman um það bil sem menningarbyltingin stóð yfir. Þvi hafi verið ætlað að vera eins konar upp- sláttarrit svo auðvelt væri að fletta upp á ýmsu þvi sem Maó hefði skrifað um hin aðskiljanlegu málefni. Hann bætti við: „Þótt rauða kverið verði tekið úr umferð þá er ekki þar með sagt að verið sé að veitast að Maó sjálfum eða hans kenn- ingum. Ég held að rauða kverið hafi verið mikilvægur liður í þeirri viðleitni stjómvalda að koma kenningum hans á framfæri. I bókalista sem barst frá Kína í síð-_ ustu viku er rauða kverið enn á lista yfir þau rit sem þýdd eru á erlend tungumál. Rauða kverið er nú gefið út á einum 36 tungumálum.” Arnþór sagðist ekki þora að ábyrgjast hve réttur flutningur brezkra fréttastofa væri af málum í Kína. Hins vegar væri ýmislegt að gerast á menningarsviöinu í Kína. Þannig lægi t.d. kínversk kvik- myndaiðn undir þungum áfölium frá kinverskri alþýðu. Og Arnþór hélt áfram: „Kínverjar hafa um aldir lifað eftir ákveðinni hugmyndafræði. Aðall- inn lifði áður eftir hugmyndum Konfúsí- usar og það er ekkert óeðlilegt við að hugsun Maós formanns taki við sem hugmyndafræðilegur grundvöllur þjóðarinnar, að hún fari úr einu kenn- ingakerfi yfir í annað. Fréttaflutningur um þetta er nokkuð rangur hér á landi. talað er um, að það beri að skoða þessar vangaveltur Maós i sögulegu samhengi. Það er rangt v.þ.a. rauða kverið er samantekt ýmissa aðila með tilvitnanir í rit Maós, ætlað til að- auðvelda kínverskri alþýðu aðgang að þessum ritum, og það er ekki rétt, að menn hafi lesið rauða kverið eingöngu þvi að það var fyrst og fremst lesið sem tilvitnana- og uppsláttarrit.” Arnþór sagði að sú hætta væri alltaf fyrir hendi að þessar tilvitnanir væru rifnar úr samhengi og það væri raunar eina ástæðan sem hann gæti séð til þess að rauða kverið væri tekið úr umferð. Arnþór sagði, að alls hefðu verið gefin út 5 bindi með ritverkum Maós, sem hvert væri upp á 400—600 bls. og 6. bindið væri í undirbúningi. Hann sagði, að Maó hefði ritað um hin fjölbreytileg- ustu efni, s.s. heimspeki, trúmál, bók- menntir, listir og efnahagsmál. „Ég held,” sagði Arnþór, „að hvort sem maður er kommúnisti eða kapítalisti þá sé hollt fyrir hann að lesa ritgerðir Maós um efnahagsmál og kannski gætu islenzk stjórnvöld lært mikið af Maó ef þau læsu grein hans „Um hin tíu megin- tengsl” sem er ræða sem hann flutti um efnahagsþróun í Kina árið 1957. Þar leggur hann t.d. áherzlu á, að ekki megi eingöngu einblína á framleiðsluaukning- una heldur beri að leggja áherzlu á bætt lífskjör alþýðunnar, og framleiðsla þungaiðnaðar og daglegrar nauðsynja- vöru verði að haldast i hendur. Maó hélt því fram, að þessu hefðu Rússar gleymt enda væri skortur í Sovétrikjunum á ýmsu þvi sem telst til daglegra nauð- þurfta. Hann heldur því líka fram, að óánægðum verkalýð takist aldrei að auka framleiðsluna svo að einhverju marki sé. Úr grein eins og þessari væri hægt að tina ýmsar tilvitnanir og slita þær úr samhengi,” sagði Arnþór Helga- son að lokum. • GAJ \V / / __ ío- <T4i\ CHRÝSLER O SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454 ín\ \v o \ \ II I , , i il i nii ♦ ^ rm FULLUR SALUR AF GOÐUM NOTUÐUM BÍLUM CHRYSLER HORIZON og CHRYSLER árg. 1928 0P» UM HELGINA Laugardag kl. 10-18 Sunnudag kl. 13-18 !! i / / 01 CHRYSLER * mm XJLL SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.