Dagblaðið - 04.11.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 04.11.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1978 G litvarp Sjónvarp r---------------------------------------------------^ Utvarpkl. 13,30: IVIKULOKIN -1 BEINNIÚTSENDINGU Stálborðbúnaður, 24 stk. í gfafakassa á aðeins kr. 6.900.- Póstsendum MAGNÚS GUÐLAUGSSON ÚR-VAL SÍMI50590 Strandgötu 19 Hafnarfirði ELÍN ALBERTS DÖHIR 1 dag kl. 13.30 byrjar nýr þáttur i út- varpinu og nefnist hann I vikulokin. Þátturinn verður með léttu blönduðu efni og verður á laugardögum í vetur. Umsjónarmenn þáttarins, sem verður i beinni útsendingu, eru fjórir. Það eru Jón Björgvinsson, Ólafur Geirsson, Edda Andrésdóttir og Ámi Johnsen. Árni Johnsen er kynnir þáttarins, en öll leggja þau til efni. Umsjónarmennirnir skiptast á að stjórna útsendingu. í þættinum í dag verður viðtal við Jón Guðbrandsson, dýralækni á Selfossi, og farið með honum i vitjanir. Þar sem myndaflokknum um Dýrin mín stór og smá er nú lokið datt þeim fjór- menningum i hug að athuga hvort islenzkum dýralæknum svipaði til þeirra ensku. Og reyndist það vera. Kvikmyndahúsin verða til um- fjöllunar og þær biómyndir sem þar eru sýndar um þessar mundir. Spurninga- leikur verður á dagskrá og eru það hlust- endur sem koma og svara spurningum. Fjallað verður um hátíð rauðsokka sem verður I dag og rætt við þátttakendur. Að sögn Jóns Björgvinssonar verður þáttur þessi meira I töluðu orði en minna af tónlist. Þó verður tónlist leikin Árni Johnsen. Ólafur Geirsson. Jón Björgvinsson. Edda Andrésdóttir. V. r ENN Á MÖLINNI - Sjónvarp kl. 21,00: Tízkan og nýir brandarakarlar Þáttur Bryndisar Schram og Tage Ammendrup verður á dagskrá sjónvarpsins I kvöld kl. 21.00 . og nefnist hann að þessu sinni Enn á mölinni. Þátturinn verður með blönduðu efni eins og áður og kemur þar ýmislegt fram. Tízkan verður aðalefni þáttarins og verður I því sambandi rætt við fólk á götu úti um tizkuna. Einnig verður rætt við eigendur tízkuverzlana og þá sem kaupa tizkuvörur. Verður síðan rætt við þá sem vinna við að sýna tízkuföt. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona kemur frá Englandi ti! að syngja nokkur lög og gestur I þættinum verður tónskáldið Jónas Tómasson. Brandarakarlar koma að sjálfsögðu í þáttinn og fáum við nú aö heyra I nýjum körlum. Það er Bryndís Schram sem er kynnir og er þátturinn klukkustundar langur. -ELA. sem framhald af hverjum dagskrárlið. Þátturinn er tveggja tíma langur. •ELA. Laugardagur 4. nóvember 16.30 Alþýöufrædsla uro efnahagsmál. Fjórði þáttur. Fjárraál hins opinbera. Umsjónarmenn Ásmundur Stefánsson og dr. Þráinn Eggerts- son. Stjóm upptöku öm Haröarson. ÁÖur á dagskráó. júní sl. 17.00 íþróttir. Umsjónarmaöur Bjami Felixson. 18.30 Fimm fræknir. í mýrínni. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyraan. HJé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse. Misheppnuð hvfld. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Enn á mölinni. Þáttur með blönduðu efni. L'msjónarmenn Bryndís Schram og Tage Ammendrup. 22.00 Gott kvöid, frú Campbell (Buona Sera Mrs. Campbell). Bandarísk gamanmynd frá árinu 1969. Leikstjóri Melvin Frank. Aóal- hlutverk Gina Lollobrigida, Shelley Winters, Peter Lawford og Telly Savalas. Sagan gerist 1 litlu ítölsku þorpi um tveimur áratugum eftir siðari heimsstyrjöldina. Þar býr kona, sem haföi eignast bam með bandarískum her- manni en fcngiö meðlag frá þremur. Þeir koma nú i heimsókn til þorpsins ásamt eigin- konum sínum. ÞýÖandi Ragna Ragnars. 23.50 Dagskrárlok. Sunnudagur 5. nóvember 15.30 Meistarasöngvararnir I Niirnberg. Gamanópera í þremur þáttum (fjórum atrið- um) eftir Richard Wagner. Upptaka Sœnska sjónvarpsins. Sviðsetning Konunglega leik- hússins I Stokkhólmi. Fyrri hluti. Fyrsti og annar þáttur. Hljómsveitarstjóri Berislav Klobucar. Leikstjóri Götz Friedrich. Aðalhlut- verk: Hans Sachs: Leif Roar, Walter von Stolzing: Sve-OIof Eliasson, Eva: Helena Döse. 1 öðrum hlutverkum eru Ame Thyrén, John-Erik Jacobsson, Carl-Johan Falkman, Erik Saedén, Bjöm Asker, Hans Johansson, Lars Kullenbo, Kolbjörn Höiseth, Paul Hög- lund, Sten Wahlund, Rolf Cederlöf, Gösta Windbergh, Edith Tallaug, Bo Andresson o.fl. Konunglega sænska hljómsveitin leikur og óperukórinn syngur ásamt liösauka. Stjóm upptöku Thomas Olofsson. Sagan gerist í Níirnberg um miðja sextándu öld. Fyrsti þáttur gerist i Katarinu-kirkjunni og annar þáttur á götu fyrir utan hús Sachs skósmiös og Pogners guUsmiðs. Þriðji þáttur verður sýndur sunnudaginn 12. nóvember kl. 16.00. Þýöandi Briet Héðinsdóttir. 18.10 Stundin okkar. Kynnir Sigriður Ragna Sigurðardóttir. Sijórn upptöku Andrés Indriðason. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Heimsókn I Þjóðleikhúsið. Þáttur um starfsemi Þjóðleikhússins. Fylgst er með æf- ingum á baUett og leikritum, og lcikriti Jökuls Jakobssonar, Syni skóarans og dóttur bakar- ans, fylgt frá fyrstu æfingu til frumsýningar. Ennfremur er rætt við ýmsa starfsmenn Þjóð- leikhússins. Kvikmyndun Haraldur Friðriks- son. Hljóðupptaka Jón Arason. Klipping Ragnheiður Valdimarsdóttir. Umsjónarinaöur Valdimar Leifsson. ; 21.40 Samleikur I sjónvarpssal. Edda Erlends- dóttir leikur á pianó og David Simpson á sclló, Stjóm upptöku Rúnar Gunnarsson. 22.00 Ég, Kládius. Ný, bresk framhaldsmynd I þrettán þáttum, byggð á skáldsögum eftir Robert Graves. Skáldsagan „Ég, Kládlus” kom útárið 19461 íslenskri þýðingu Magnúsar Magnússonar. Sjónvarpshandrit Jack Pulmari- Leikstjóri Herbert Wise. Aðalhlutverk Derek Jacobi, Sian Phillips, Bryan Blessed, Margaret Tyzak og John Hurt. Fyrsti þáttur. Morð undir rós. Það liöur að ævilokum hjá Kiádiusi, keisara Rómarveldis (10 f. Kr. — 54 e.Kr.), og hann ákveður aö láta skrá sögu keisargættar- innar. Frásögnin hefst á Ágústusi, fyrsta keis- ara Rómar. Hann er talinn voldugasti maður heims, en einn er honum voldugri, Livia, hin fagra en fláráða eiginkona hans, sem stjórnar bónda sinum með harðri hendi. Hún leggur allan metnaö sinn i, aö keisaradómur haldist innan fjölskyldunnar og hikar ekki við að láta myrða andstæðinga sína. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.50 Að kvöldi dags. Geir Waage, cand. theol., flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. Hveragerði Nýr umboösmaður Dagblaðsins er Guðmundur Arason, Heiðarbrún 47, sími 99-4577. BLAÐÍÐ Oskum eftir að ráða mann á verkstæði okkar, helzt vanan blikksmíði og suðu. Uppl. hjá verkstjóra. Bílavörubúðin Fjöðrin hf., Grensásvegi 5, sfmi 83470. -BASAR— BLINDRAFÉLAGSINS verður haldinn að Hamrahlíð 17 í dag, laugar- daginn 4. nóv. kl. 2. Margir góðir munir. m.a. prjónavörur, jólavörur, kökur og skyndihapp- drætti. Styrktarfélagar Hártoppar Sérffceðingurfrá hinu heimsffœga TRENDMAN hártoppafyrirtœki verður til viðtals á rakarastofu minni laugardag 4. nóv., sunnudag 5. nóv og mánudag 6. nóv. Pantið tíma ísíma 21575 og 42415 VILLI RAKARI MIKLUBRAUT 68.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.