Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.01.1979, Qupperneq 3

Dagblaðið - 02.01.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. 3 Spurning dagsins Æskulýðs- ráð á villi- götum Móóir í Þingholtunum skrifar: Ég var að lesa i annað sinn um vítur svokallaðs Æskulýðsráðs á rauðsokk- um fyrir að hafa vin um hönd á balli i Tónabæ og nú get ég varla orða bund- izt lengur. Þetta fólk sem er að þvi er ég bezt veit launað af skattborgur- unum virðist ekki hafa neitt þarfara að gera en að sitja fund eftir fund og hneykslast á þvi, að kvenréttinda- konur lyfti glasi á balli i húsi sem þær hafa leigt. Þetta fólk lifir bersýnilega í einhverjum miðaldahugsunarhætti fyrir það fyrsta. Í öðru lagi er þetta gert að máli málanna i lengri tima meðan unglingarnir drekka sig fulla á Hallærisplaninu vegna þess að þeir eiga ekki í annað hús að venda. Þetta fólk hefur hreinlega gleymt þvi að það er þarna til að bæta aðstöðu unglinganna. Eða er það hreint og klárt búið að gefast upp í þeim mál- um? Mér skilst að Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir hafi gert „áfengishneykslið” mikla að sínu hjartans baráttumáli undan- gengnar vikur. Margireru orðnir leiðir á þeim „þjóðþrifum" sem sú kona hefur einbeitt kröftum sínum að. Við mæður megum þó liklega vera stoltar af þvi hve markvisst og vel þessi bar- áttukona ver tima sínum í Æskulýðs ráði í þágu barnanna okkar. Raddir lesenda |nnritunhefst Kenndir verða: Barnadansar Táningadansar Jass-dansar Stepp Samkvæmisdansar fyrir hjón og ein- staklinga Tjútt og rokk oggömlu dansarnir Grease-dansar Kennum: Brons, silfur og gull fyrir fólk á öllum aldri. Upplýsingar og innritun í síma: 84750 frá kl. 10—7. Kennslustaðir: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellssveit ogAkranes. Heimifís- iæknir rladdir lesenda taka vio skilaboðum til umsjónar- manns þóttarins „Heim- ilislœknir svarar" f síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Við bjóðum upp á sér dans- tíma úr k vikm yndinni Uppíýsingar / síma 84750 frá ki. 10—7 eftir 3. janúar 1979. Þuríður Beck, vinnur I verzlun: Það get ég nú ekki sagt í hvelli. Ég hef ekkert hugsað um þetta. Minnkandi aðstoð íslendinga við þróunarlöndin: Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1978? Pétur Másson, vinnur á skrifstofu: Ég hef ekkert hugsað um það. Þorsteinn Guðbergsson gjaldkeri: Ég veit ekki. Ég man ekki eftir neinu sér- stöku. Skattgreiðandi skrifar: Fyrir sjö árum samþykkti hæstvirt Alþingi íslendinga lög um stofnun þá er nefnd hefur verið Aðstoð íslendinga við þróunarlöndin. Aldrei hafa íslend- ingar neitt nálgast það l% mark sem nefnt hefur verið sem hæfilegt framlag vestrænna ríkja, þ.e. l% af þjóðar- framleiðslunni. Á síðasta ári mun þessi aðstoð Ís- lendinga hafa numið 40 milljónum sem er nálægt 0,06% af þjóðarfram- leiðslunni. Þegar fjárlögin voru svo lögð fram í haust var gert ráð fyrir að þessi upphæð stæði óbreytt þrátt fyrir um 50% verðbólgu hér á landi. Það sjá því allir hver hugur fylgir hér máli hjá hæstvirtu Alþingi. sér upp við slíka smámuni, og þegar ríkisstjórninni barst beiðni frá barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna vegna yfir 20 þúsund flóttabarna í Zaire, þá var hún fljót að afgreiða það mál með því að benda Hjálparstofnun kirkjunnar á vandann. Stór hlui íslenzku þjóðarinn- ar blygðast sin örugglega fyrir þessa afstöðu Alþingis. Undirtektir þær sem söfnun Hjálparstofnunarinnar hefur fengið nú á jólaföstunni sýnir að a.m.k. hluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því að fjárhagsvandi íslendinga er nánast ekki neinn niiðað við þær þjóðir sem geta ekki brauðfætt þegna sina. Á annan dag jóla sýndi sjónvarpið fréttamyndir frá hungursneyð i Eþiópíu þar sem hundruð þúsunda manna hafa látizt á þessu ári af nær- ingarskorti. Alþingi íslendinga virðist ekki kippa m------------------► Bréfritari segir, að stór hluti íslenzku þjóöarinnar blygðist sín fyrir hversu lítil aðstoð tslendinga við þróunar- löndin er. Hörður Magnússon, gerir ýmisiegt: Ég man það nú ekki. Liklega þegar ég varð faðir snemma vetrar. Annars var allt ró- legtoggottáárinu. Garðar Rúnar Sigurgeirsson, vinnur i Kjöthöllinni: Ég veit ekki. Flugslysið kom einna óþægilegast á óvart. Guðrún Sigurðardóttir: Ég býst við að það séu kosningarnar og þær breytingar sem fylgdu i kjölfarið. Ekki bara hjá flokkunum heldur líka i afstöðu verka- lýðsfélaganna. ALMNGIHL SKAMMAR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.